Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 11
n Í dag Guðmundur Andri Thorsson Það besta við Verbúðina er að þar er engin fjárans morðgáta með einhverjum fjarstæðukenndum mótífum mjög ósennilegs morð- ingja. Með þessari seríu finnst manni eins og allt í einu hafi verið ruddir fjallvegir sem legið hafa á milli höfunda leikins efnis hér á landi og svo aftur hins raunverulega þjóðlífs með öllum sínum sögum. Furðu lengi hefur leikið efni í sjón- varpi hér einskorðast við byssuhasar og morðgátur sem eru miklu frekar sérstök grein alþjóðavæddrar kvik- myndagerðar en að þær endurspegli eitthvað sem fólk hefur hugsanlega almennt upplifað og hvað þá daglegt líf hér á landi. Þetta var ein ástæðan fyrir því að svo margt fólk birti myndir af sér á samfélagsmiðlum frá þeim árum þegar serían er látin gerast. Það var ekki til að sýna fram á að viðkomandi mætti bera hið sloruga heiðursmerki sem þau státa af sem unnið hafa í fiski eða verið á sjó – og ekki bara til að sýna myndir af sér þegar þau voru ung og sæt – heldur fyrst og fremst til að segja: hér er saga sem ég tengist. Fólk var að tengja sig og líf sitt við þessa seríu og þá atburði sem þar eru sýndir, og lúta vissulega lögmálum skáldskapar. Fólk skynjaði svo sterkt þessa tengingu. Þetta var eins og að fá rafstuð í þjóðarsálina. Smá tuð Verbúðin var ekki lýtalaus, og hvernig má annað vera? Sjálfur saknaði ég meiri alúðar við sjálft tungutakið, orðfærið, framburðinn, meiri meðvitundar um það hvernig tungumálið er þrungið merkingu, ekki síst hér á landi. Þetta sýndi undarlegt skeytingarleysi um tungumálið sem skiptir ekkert síður máli en gömul merkjavara, hárgreiðslur og fatnaður. Ekki virð- ist hafa hvarflað að höfundum að ómaksins vert gæti verið að reyna að ná vestfirskum blæbrigðum í tungutaki, frösum og áherslum, og láta jafnvel einhverja tala með þeim framburði sem enn lifir vestra: að segja ‚langur‘ en ekki ‚lángur‘ eins og aðrir landsmenn. Mér fannst meiriháttar handvömm að láta persónugerving Samherja ekki tala með þeim grjóthörðu lokhljóðum sem eru svo stór þáttur af persónu fyrirmyndarinnar. Raunar minnti viðkomandi persóna í Verbúðinni meira á Jón Ásgeir í Bónus (næsta sería? og Smári blaðamaður allt í einu orðinn forstjóri og kominn í einkaþotuliðið?) en Þorstein Má, sem kann að vera snjallt. Þorsteinn Már sagðist aðspurður í viðtölum ekki kannast við þessa atburði en það má vera honum umhugsunarmál, að ummæli hans um að Guggan verði áfram gul og áfram gerð út frá Ísafirði munu fylgja honum á meðan nafn hans verður nefnt í Íslandssögunni, og engin málaferli breyta því, enginn auður getur strokað þau út, engar flugeldasýningar breitt yfir þau – ekkert mun breyta orðspori hans nema markviss skref til sáttar við aðra landsmenn. Og sú sátt getur ekki snúist um annað en arð þjóðarinnar af auðlind sinni. Serían var ekki lýtalaus – og eflaust má finna sitthvað að plotti og persónusköpun – en hún var samt þannig að maður segir loksins loksins. Leikurinn fannst mér framúrskarandi, hvort heldur hjá aukaleikurum eða aðalleikurum, og ég má til með að nefna sérstak- Góð færð lega Nínu Dögg í hlutverki Hörpu. Sú persóna er heillandi, og afar sannfærandi hvernig hún breytist úr skrifstofumanneskju í þá ísköldu og einmana auðvaldsdrottningu sem hún er í lokin, knúin af græðgi og altekin af leiknum sem hún er svo góð í, þótt hún telji sér trú um að allt hafi það verið gert til að halda hjólum atvinnulífsins gang- andi á staðnum. Svona var þetta. Fyrirmyndin að Hörpu og þessum tilteknu atburðum sem keyra hér söguna áfram er mér vitanlega engin sérstök – skáldskapur – og sú sérstæða samtvinnun ástamála, vináttu, auðs og valda – og atvinnu- lífs – sem serían hverfist um – var ekki nákvæmlega svona neins staðar. En samt er þetta satt. Eins og góður skáldskapur jafnan er. Engin morðgáta? Það besta við Verbúðina er að þar er engin fjárans morðgáta. Og samt er þetta morðsaga. Sagan af því hvernig rétturinn til veiða við Íslandsstrendur – sjálf lífsbjörgin – færðist á fárra hendur er líka sagan af því hvernig eitthvað mikilsvert í þjóðarsálinni var drepið. Sam- kenndin, samfélagstilfinningin, veiðigleði sjómanna og aflakónga – og hugmyndin um að hver gæti bjargað sér með því að róa til fiskjar. Vitundin um sameiginleg verðmæti þrátt fyrir allt, jöfn tæki- færi þrátt fyrir allt. Þetta er sagan um það hvernig gengið var milli bols og höfuðs á heilu byggðar- lögunum þegar kvótinn var seldur burt og eftir stóð heilt samfélag án lífsbjargar. Þetta er sagan um mestu eignatilfærslu þjóðarsögunnar. Þetta er sagan af því hvernig sár var opnað í samfélagi okkar sem mun aldrei gróa á meðan núverandi gjafakvótafyrirkomulag er við lýði. Skoðanakannanir sýna yfirgnæf- andi andstöðu þjóðarinnar við kvótakerfið. Sennilega er réttara að tala um andstöðu við útfærslu á kvótakerfinu en það fyrirkomulag að kvótabinda veiðar við Íslands- strendur; vafamál er að margir vilji hverfa aftur til óheftra veiða. Það er hins vegar ekkert vafamál að þjóðin mun aldrei sætta sig við annað en sanngjarnan arð af þessari miklu auðlind sem hún á. n Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. 11. mars 2022 Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðast­ liðnu reikningsári. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 5. Tillaga um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum. 6. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins.   7. Tillögur um breytingar á starfsreglum tilnefningarnefndar. 8. Formaður tilnefningarnefndar gerir grein fyrir störfum nefndarinnar. 9. Kosning stjórnar félagsins. 10. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. 11. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd. 12. Ákvörðun um þóknun stjórnar félagsins og tilnefningarnefndar. 13. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 14. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Sjóvá hefur ákveðið að aðalfundurinn verði einnig rafrænn, þ.e. hluthafar geti tekið þátt í fundinum með rafrænum hætti í gegnum aðalfundakerfi Lumi AGM. Rafræn þátttaka mun því jafn­ gilda mætingu á fundinn og veita þátttöku í honum að öðru leyti. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á að sækja fundinn, hvort sem þeir ætla að mæta á fundarstað eða fylgjast með fundinum í vefstreymi, þurfa að skrá sig til að nálgast aðgangsupplýsingar á vefsvæðinu http://www.lumiconnect.com/ meeting/sjova. Hluthafar eru beðnir um að skrá sig tímanlega á fundinn og helst eigi síðar en kl. 15:00 þann 10. mars, eða degi fyrir fundardag, þar sem ekki er hægt að tryggja aðgang að fund­ inum berist skráning eftir þann tíma. Þeir sem skrá sig til fundar með rafrænum hætti fá aðgang að streymi af fundinum, geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun eingöngu fara fram í gegnum aðalfundakerfi Lumi AGM. Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins á fundarstað eða taka þátt í honum með raf ­ rænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM á tölvu eða spjaldtölvu. Nánari upplýsingar um skrán ingu á fundinn og framkvæmd kosninga verða birtar á vefsvæði félagsins, https://www.sjova.is/adalfundur2022/. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboðum skal skila við skráningu á fundinn á slóðinni http://www.lumiconnect.com/meeting/sjova. Hluthafar eiga rétt á að leggja fram mál eða ályktunartillögur fyrir fundinn ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. eigi síðar en kl. 15:00, þriðjudaginn 1. mars 2022. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekin fyrir verða endanleg dagskrá og til ­ lögur uppfærðar á vef félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Hægt er að senda tillögur, ályktanir eða spurningar fyrir fundinn á netfangið stjorn@sjova.is. Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar er varða auglýsta dagskrárliði á aðal fund­ inum sjálfum. Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum lúta, í stuttu máli, að lækkun hlutafjár, orðalagsbreytingu vegna rafrænna skjalasamskipta við hluthafa og orðalagsbreytingu vegna fundar­ boðs aðal fundar varðandi ályktunartillögur og athugasemdir stjórnar og nefnda félagsins. Tilnefningarnefnd er að störfum í samræmi við samþykktir fél­ ags ins. Hluthafar og aðrir sem óska eftir tilnefningu nefndar innar til framboðs til stjórnar á aðalfundi hafa átt þess kost að koma áhuga sínum, og eftir atvikum framboði, á framfæri við nefndina. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu tilnefningarnefndar gerir hún til ­ lögu um að þau Björgólfur Jóhannsson, Guðmundur Örn Gunnars ­ son, Hildur Árnadóttir, Ingi Jóhann Guðmundsson og Ingunn Agnes Kro verði kjörin til setu sem aðalmenn í stjórn og þau Erna Gísladóttir og Garðar Gíslason verði kosin sem varamenn. Frestur til að tilkynna framboð til stjórnar lýkur fimm sólar­ hringum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. sunnudaginn 6. mars 2022 kl. 15:00, en vegna eðlis og umfangs starfa tilnefningarnefndar er ekki tryggt að nefndin geti lagt mat á framboð sem berast eftir að 10 dagar eru til fundarins, þ.e. eftir kl. 15:00 þriðjudaginn 1. mars 2022. Framboð skulu berast á netfangið tilnefningar­ nefnd@sjova.is. Framboðseyðublöð er hægt að nálgast á vefsvæði félagsins. Breytist tillaga nefndarinnar frá því er fram kemur í fundarboði þessu verður endurskoðuð tillaga birt eigi síðar en 9. mars 2022. Upplýsingar um alla frambjóð endur verða birtar á vefsvæðinu https://www.sjova.is/adalfundur2022/ að lágmarki tveimur dögum fyrir aðalfund. Endanleg dagskrá aðalfundar og fundargögn, þ. á m. tillögur stjórnar, sem lögð verða fyrir aðalfund, auk annarra upplýsinga og eyðublaða í tengslum við aðalfundinn, verða birt á vefsvæði félagsins, https://www.sjova.is/adalfundur2022/. Aðalfundur er lögmætur, án tillits til fundarsóknar, ef löglega er til hans boðað. Aðalfundur og fundargögn verða á íslensku. Reykjavík, 17. febrúar 2022. Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. Sjóvá 440 2000 sjova.is Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar sem haldinn verður í fundar- sölum H og I á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 11. mars 2022 kl. 15:00. Jafnframt verður gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. FÖSTUDAGUR 18. febrúar 2022 Skoðun 11Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.