Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 33

Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 33
Útlit er fyrir að nýting á hótelherbergjum í febrúar verði 70 pró- sent en ekki undir 50 prósentum eins og áætlað var. 3 4 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 2 Mismunandi móðurhlutverk Vísindi á mannamáli Lífið ➤ 36 Lífið ➤ 38 Útlit er fyrir að fjöldi erlendra ferðalanga hér á landi í ár nái um sjötíu prósentum af því sem hann var 2019, en þegar ber á miklu meiri önnum á hótelum en áætlanir gerðu ráð fyrir. ser@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Nýting á hótelher­ bergjum á fyrstu mánuðum ársins hér á landi er mun meiri en útlit var fyrir undir lok síðasta árs. Áætlað var að hún yrði undir 50 prósentum nú í febrúar, en reyndin er allt önnur og betri, upp undir 70 prósent. „Það hefur orðið ótrúlega skörp aukning á skammtímabókunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferða­ þjónustunnar, og metur það svo að yfirstandandi mánuður verði „stór­ góður miðað við aðstæður“. Undir það tekur Kristófer Oli­ vers son, formaður FHG, félags fyrir­ tækja í hótel­ og gistiþjónustu, en ekki sé saman að jafna frá febrúar á síðasta ári „þegar nýtingin mældist varla“. Jóhannes segir að nýjustu aflétt­ ingar á ferðatakmörkunum skipti sköpum fyrir f jörkipp í ferða­ þjónustunni, uppsöfnuð ferðaþörf fólks sem ætlaði sér hingað til lands í desember, en varð frá að hverfa vegna aðstæðna, sé nú að skila sér til landsins. Bókunarstaða hótelanna fyrir sumarmánuði er einnig að batna, sérstaklega seinni hluta sumars og fram á haust. Bæði Jóhannes og Kristófer vonast til að annasömustu mánuðirnir dragi til sín um 70 pró­ sent af ferðamannafjöldanum 2019 – og hingað komi upp undir 600 þús­ und manns frá júlí og fram í septem­ ber, sem er á pari við allt árið í fyrra. Þeir ítreka báðir að áskoranir greinarinnar séu miklar og felist í manneklu, húsnæðisskorti og fyrir­ sjáanlegur sé líka hörgull hjá bíla­ leigum. „Menn eru ekki búnir að jafna sig eftir tveggja ára tekjufall,“ bendir Kristófer á. „Fjárhagsgreining Ferðamála­ stofu sýnir,“ segir Jóhannes, „að eig­ infjárstaðan getur hæglega þurrkast upp á næstu tveimur árum þegar allur kostnaður fer aftur af stað.“ ■ Ferðabókanir að utan hafa rokið upp Súkkulaðipáskaegg MJÓLKURSÚKKULAÐI Notaðu þetta frábæra tækifæri og fáðu þér vel útbúinn fjórhjóladrifinn Eclipse Cross PHEV tengiltvinnbíl með öllum þeim kostum sem hugurinn girnist – og meira til. Virðisaukinn er farinn út í bláinn! Við fellum niður 480.000 kr. VSK frá áramótum!* *Að sjálfsögðu greiðir Hekla öll gjöld og virðisaukaskatt af bílum til Ríkissjóðs. 480.000 kr. lækkunin á Mitsubishi Eclipse Cross er alfarið á kostnað Heklu. HEKLA · Laugavegi 170-174 · mitsubishi.is/eclipse HEILBRIGÐISMÁL „Mér finnst að trans fólk almennt hafi alltaf verið svolítið vanræktur hópur í heil­ brigðiskerfinu,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, for­ maður Trans Íslands. Langur biðtími eftir kynleiðrétt­ ingaraðgerð getur reynst hættuleg­ ur þeim sem bíða slíkrar aðgerðar. Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að stytta biðtímann. SJÁ SÍÐU 8 Trans fólk bíður í heilbrigðiskerfinu Færðin í Reykjavík undanfarna daga hefur gert borgarbúum kleift að æfa sig í hefðbundnum vetrarakstri með nægum snjó fyrir alla og gott betur eins og í götunni Miðhúsum í Grafarvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.