Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 36
FRÉTTAVAKTIN kl. 18.30 á virkum dögum Fréttavaktin er fjölbreytt frétta-umfjöllun í opinni dagskrá fyrir fólkið í landinu. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Þátturinn er sýndur á Hringbraut og frettabladid.is Á rúmu einu prósenti íslenskra heimila er stopult eða jafnvel ekkert farsíma- samband. Þetta er einkum vandamál á sveitabæjum en dæmi eru um að farnets- samband náist ekki á höfuð- borgarsvæðinu. kristinnhaukur@frettablad.is FJARSKIPTI Enn eru heimili á Íslandi þar sem ekkert farsímasamband næst og á 1,2 prósentum þeirra næst aðeins slitrótt samband. Þetta er ekki aðeins óhagræði fyrir íbúana heldur einnig öryggisatriði því ekki er tryggt að þeir geti hringt í Neyðar- línuna ef eitthvað kemur upp á. Samkvæmt spá Fjarskiptastofu ná um 95 prósent lögheimila á Íslandi góðu sambandi frá öllum fjarskipta- fyrirtækjum og 98,7 prósent frá að minnsta kosti einu. Þetta er mjög hátt hlutfall en engu að síður mikil lífskjaraskerðing fyrir þá sem búa við slæmt eða ekkert samband. Fjarskiptastofa mun framkvæma mælingar á komandi misserum til að staðreyna niðurstöðurnar. Ef tölurnar eru færðar beint yfir á íbúa- fjöldann má gera ráð fyrir að 4.500 manns búi við stopult farsímasam- band og 375 við ekkert. Flest tilfellin eru á landsbyggðinni og hafa Fjarskiptastofu til dæmis borist kvartanir frá Dalabyggð. Þá hefur Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra gert könnun á sveitabæjum fjórðungsins þar sem kom fram að stopult samband væri á þriðjungi sveitabæja. Þorleifur Jónasson, sviðsstjóri fjarskiptainnviða hjá Fjarskipta- stofu, segir ekkert eitt svæði á landinu verra en annað hvað þetta varðar. Algengara sé að þetta sé í dreifbýlinu en dæmi séu um staði á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er tryggt farnetssamband alls staðar innanhúss. Ísland er stórt og landslagið getur skapað erfiðleika fyrir fjarskipti. Þá eru byggingar af ýmsum toga og húsaklæðningar, einangrun og veggirnir sjálfir geta haft áhrif á fjar- skiptamerki. Nýir staðlar um ein- angrun glers draga úr drægi merkja og loftnet eru mjög mismunandi. „Til þess að tryggja gott farsíma- samband fyrir alla landsmenn þarf að þétta sendakerfi fjarskiptafélag- anna enn frekar,“ segir Þorleifur um hvað þarf til að tryggja farsímasam- band á heimilum allra landsmanna. „Fjarskiptastofa telur að það sé vel fært með samstilltu átaki og sam- starfi með frekari uppbyggingu á nýjum tæknilausnum sem eru í far- vatninu,“ segir hann. Vel hafi tekist með uppbyggingu ljósleiðarakerfisins á landsbyggð- inni undanfarin ár sem skapi aukin tækifæri til að nýta nýja tækni. Fjarskiptastofa horfi til lausna sem hægt væri að innleiða á næstu miss- erum, það er að tengja farnetssam- band og þráðlaus staðarnet (Wi-Fi) innanhúss þannig að talsamband haldist án þess að slitna á milli. „Þetta gæti mögulega verið lausnin á lélegu innanhússsambandi sem margir glíma við í dag,“ segir Þor- leifur. Fjarskiptastofa birti á þriðju- dag tímaáætlun um útfösun eldri farsímatækni, 2G og 3G. Þorleifur segir það lið í því að flýta uppbygg- ingu 4G og 5G um land allt. Ýmis úrræði séu í drögum að nýjum fjar- skiptalögum sem veiti stofnuninni verkfæri til að hraða uppbyggingu innviðanna. Stjórnvöld stefna að því að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi. ■ Þúsundir Íslendinga búa við stopult eða ekkert farsímasamband heima Í Dalabyggð hefur borið á slæmu farsíma- sambandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Til þess að tryggja gott farsímasamband fyrir alla landsmenn þarf að þétta sendakerfi fjar- skiptafélaganna enn frekar. Þorleifur Jónasson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu mhj@frettabladid.is FERÐALÖG Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, býst við fjölmenni í fjallinu um helgina vegna vetrarfrís í grunnskólum landsins. „Ég geri ráð fyrir því að það verði stappað hjá okkur eins og alltaf í skólafríinu,“ segir Brynjar. „Ekki bara um helgina heldur allan þenn- an tíma sem skólafríin eru, frá 17. til 26.,“ bætir hann við. Brynjar segir skólafríshelgina alltaf með stærri skíðahelgum árs- ins ásamt páskunum og býst hann við að allir starfsmenn Hlíðarfjalls verði kallaðir út. „Núna eru líka engar takmark- anir og við megum vera með eins marga og við getum,“ segir Brynjar og bætir við að veðurspáin sé stórfín alla helgina. „Það á að vera ofankoma, fínt frost og stilla. Þannig að við getum ekki beðið um betra veður.“ ■ Búast við fjölmenni í Hlíðarfjalli í vetrarfríinu Á hraðri niðurleið á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Maður sem vildi fá afrit af tilkynningu Vatnajökuls- þjóðgarðs til lögreglu um akstur utan vega fær ekki afrit af tilkynn- ingunni eins og hann óskaði eftir. Maðurinn kærði þjóðgarðinn til úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál. Þjóðgarðurinn sagði fyrir nefndinni að þegar þjóðgarðs- vörður tilkynni um brot til lögreglu gildi almennar reglur laga um með- ferð sakamála og sé málið þannig á forræði lögreglunnar. Úrskurðar- nefndin vísaði kæru mannsins frá nefndinni á þessum grunni. Ekki kemur fram hvort maðurinn tengd- ist umræddum utanvegaakstri. ■ Fær ekki gögn um utanvegaakstur Utanvegaakstur í Vonarskarði var tilkynntur til lögreglu. kristinnhaukur@frettabladid.is VESTFIRÐIR Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar hefur heimilað Svisslendingi að nafni Daniel Freuler að setja upp auglýsingaskilti á þremur stöðum í bænum fyrir djasshátíð í ágúst. Athygli vekur að hátíðin fer fram í borginni Genf, sem er í rúmlega 2.800 kílómetra fjarlægð frá Ísafirði. Í umsókn segist Freuler vilja búa til hlekk á milli staðanna tveggja og sjálfur dvelji hann á Ísafirði um stund. Skiltin verða á Silfurtorgi, við höfnina og við Skutulsfjarðarbraut. Hátíðin heitir Jazz sur la plage og var fyrst haldin árið 2014. Undan- farin tvö ár hefur hún verið í dvala vegna faraldursins en hefur verið endurvakin. Vafalítið munu Ísfirð- ingar láta sjá sig. ■ Djasshátíð í Genf auglýst á Ísafirði Eitt af skiltunum væntanlegu. MYND/ÍSAFJARÐARBÆR 4 Fréttir 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.