Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2022, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 18.02.2022, Qupperneq 46
„Mín fyrsta minning um drauga­ gang er frá því ég var sjö ára gömul. Þá sá ég svartklæddan mann fyrir utan svefnherbergishurðina mína, gangandi fram og til baka. Mér þótti hann óhuggulegur og sagði mömmu frá. Mamma, sem er líka skyggn, trúði mér og það varð til þess að ég þróaði ekki með mér hræðslu við verurnar sem ég sá. Ég gat alltaf farið til mömmu og talað við hana; það gaf mér styrk og öryggi. Mamma kenndi mér líka margt og kynnti mig fyrir fólki sem gat hjálpað mér að læra betur á þessa hæfileika, en svartklæddi maðurinn fylgdi mér í mörg ár.“ Þetta segir Katrín Bjarkadóttir sem fæddist með sjötta skilningar­ vitið opið. Katrín heldur úti Drauga sögum, vinsælu hlaðvarpi, í félagi við Stefán John Stefánsson. „Sem par upplifðum við fyrst draugagang þegar við vorum á alræmdu hótelherbergi í Seattle. Herbergið er annálað fyrir reim­ leika og hurðir opnuðust um nótt­ ina, en af því náðum við vídeói. Við heyrðum líka greinilega fiktað í glösum í stofunni, þótt enginn væri þar inni.“ Draugar eru sannarlega til Áhugi Katrínar og Stefáns Johns á draugasögum er sprottinn af for­ vitni um það hvað gerist þegar tími mannfólksins er liðinn hér á jörðu. „Það eina sem við eigum öll sameiginlegt, og vitum fyrir víst, er að lífið tekur einhvern tímann enda. Það er óhjákvæmilegt. Það er hins vegar óþarfi að óttast eitt­ hvað sem er þegar skrifað í skýin. Framhaldslífið er forvitnilegt, áhugavert og jú, líka spennandi, en skemmtilegast er þó að lifa í núinu, í þessu jarðlífi og gera okkar besta á meðan við erum hér. Hitt kemur svo bara í ljós, en með framúr­ skarandi tækni og hæfileikum ein­ staklinga er engu að síður áhuga­ vert að gægjast aðeins yfir og kíkja, úr því við getum það,“ segir Katrín. Þau trúa bæði á drauga og segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir til­ vist þeirra. „Já, og öll okkar sönnunargögn eru aðgengileg á patreon.com/ draugasogur,“ segir Stefán, en brátt verða einhver þeirra sýnd á sjón­ varpsskjáum landsmanna. „Auðvitað höfum við oft séð drauga og sýnt fólki sannanir þess í rúm tvö ár,“ segir Katrín sem hefur séð framliðna frá barnsaldri og þekkir ekki annað. „Það vakti mig prestur á Minja­ safninu á Akureyri, þegar við rannsökuðum það, en það var auðvitað enginn lifandi prestur á staðnum,“ segir Stefán John. „Síðan þá hefur þetta aukist hjá mér, en það er víst bara eitthvað sem fylgir starfinu.“ Who you gonna call? Liðin eru tæp tvö ár síðan Katrín og Stefán byrjuðu með Drauga­ sögur Podcast og í fyrrahaust fóru þau í loftið með hlaðvarpið Sannar íslenskar draugasögur. „Þar fáum við aðsendar sögur frá Íslendingum úr öllum stéttum þjóðfélagsins, sem hafa orðið vitni að eða fyrir aðkasti vegna drauga­ gangs,“ upplýsir Stefán. „Ef fólk hefur gaman af sann­ sögulegum hryllingsmyndum, þá ætti það að prófa að hlusta á Draugasögur, því upplifunin er svipuð. Hlustendur verða raun­ verulega hræddir, og sumir þora aldrei að hlusta einir, á meðan aðrir hafa viðurkennt að sofa með ljósin kveikt eftir að hafa hlustað.“ Þau segjast fyrst og fremst vera „podcastarar“ og nú sjónvarps­ þáttastjórnendur því í mars verða Draugasögur þeirra sýndar á sjón­ varpsstöðinni Hringbraut. „Við höfum stundum verið kölluð „hinir íslensku drauga­ banar“ og fólk leitar til okkar sem síðasta úrræðis þar sem er reimt. Það er samt ekkert númer sem fólk getur hringt í þegar óút­ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Stefán og Katrín með dúkkuna djöfullegu The Baby sem þau fengu frá þeim þekkta rannsakanda og sjónvarpsþátta- stjórnanda Dave Schrader. Hún er nú í eigu Katrínar og Stefáns og vandlega geymd á öruggum og ótilgreindum stað. skýrður umgangur er allar nætur eða öndum bregður fyrir í tíma og ótíma, fólki til mikils ama og ótta; svona til að vitna í fræga bíómynd: „Who you gonna call?“,“ segir Katrín og kímir. Stefán upplýsir um tæki og tól „draugabananna“. „Í vopnabúrinu erum við vita­ skuld með Katrínu sem er gædd sjón sem aðeins þeir sem hafa slíka geta fyllilega skilið og tengt við, en af tækjabúnaði höfum við einungis viðurkennd tól frá þeim frægustu og virtustu í heiminum í dag. Þar ber helst að nefna sérstök hljóð­ upptökutæki, útvarpsbylgjunema, rafsegulmæla, hitanema, hreyfi­ skynjara og ljósabúnað, allt frá innrauðum yfir í útfjólublá, og svo „sensored light“­myndavél sem okkar fólk er hvað allra spennast fyrir, og auk þess ótal önnur tæki.“ Hefur stundum brugðið illa Þótt Katrín og Stefán geri sér ferðir til draugarannsókna í kirkjugarða, þekkt hryllingshús og draugalega staði, eru þau hvergi bangin. „Einn reyndasti miðill landsins sagði okkur bæði hreinlega skorta alla hræðslu. Við verðum eðlilega öll hrædd við það sem við skiljum ekki, en málið er að þeir fram­ liðnu eru oftast hræddari við hina lifandi en við við þá. Það er margt fleira í heiminum sem maður ætti frekar að óttast, til dæmis að segja já við börnin þegar konan er búin að segja nei. Eða skafa bílinn á morgnana. Það lætur þá hraustu líka stundum skjálfa svolítið,“ glensar Stefán. Katrín segist sammála. „Við verðum ekki hrædd en okkur getum samt brugðið illa og það hefur alveg gerst. Það er samt oftast þegar einhver lifandi kemur og bankar á dyrnar í miðri rann­ sókn, eða þegar köttur stekkur á okkur á dimmum göngum. Það hefur gerst.“ Þeirra skuggalegasta reynsla af draugagangi var þegar þau fóru í annað sinn til draugarannsókna í Hvítárnesskála á Kili. „Þá sá ég einhvern á vélinni okkar og eftir erfiða rannsókn missti ég skyndilega alla hreyfi­ getu í fótunum á leið upp stigann í skálanum. Fleiri líkamleg merki geta gert manni erfitt fyrir að halda uppi vörnum og þá er best að fara aðeins út til að ná upp styrk og fara svo aftur inn og klára rannsóknina,“ segir Stefán, en þetta tiltekna atvik og ótrúlega sönnunargagn er hægt að sjá í lítilli heimildarmynd á ofangreindri vef­ síðu þeirra Katrínar. Draugar oftast meinlausir Katrín segir reimt á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. „Hótel og spítalar koma þar sterkt inn, enda mannmargir staðir þar sem miklar og sterkar tilfinningar liggja í loftinu og alls konar orka kemur og fer alla daga sem nætur. Mestur draugagangur er þó oftast hjá venjulegu fólki í venjulegum heimahúsum.“ Stefán segir óþarfa að hræðast þá framliðnu. „Í langflestum tilfellum eru draugar meinlausir og best að láta lítið bera á hræðslu því óttinn gefur þeim vald yfir þér. Þó eru til neikvæðar og dekkri verur sem vissulega ber að varast og þær geta dulbúið sig á ýmsan hátt þannig að fólk veit ekki almennilega hvað það er að díla við. Það þarf ekki beinlínis að hræðast slíkar verur en það er vissara að hafa varann á.“ Sjálf segjast þau ekki enn hafa orðið fyrir ofsóknum drauga. „Við höfum ekki enn verið ofsótt en það hvimleiðasta við starfið er þegar einhver fylgir manni heim úr rannsóknum. Sem betur fer er þetta vinnan okkar og líklega enginn betur í stakk búinn til að tækla það í hvelli. Við erum vel varin, með þétt og gott bakland og tengslanet, með traustverðum miðlum og prestum,“ segir Stefán. En hafa þau eignast draugavin sem hjálpar til og mildar málin? „Nei, en við eigum okkar verndara,“ svarar Katrín. Ekki verða allir draugar Drauga­, trölla­ og álfatrú hefur frá landnámi verið hluti af menn­ ingararfi Íslendinga. En hvað er það sem draugar vilja? Hvers vegna hvíla hinir látnu ekki í friði? Því svarar Katrín. „Það verða ekki allir draugar. Flest okkar fara í það sem margir kalla „ljósið“ eða upp til himna. Svo eru það þeir sem láta lífið snögglega, af slysförum eða eru jafnvel myrtir. Langflestir fara í ljósið en sumir eru ekki sáttir við eigin örlög. Telja sig eiga sitthvað óuppgert, vilja laga eða bæta eitt­ hvað. Eða hreinlega neita að fara. Slíkar sálir gætu þurft leiðsögn.“ Stefán segir suma drauga verri en aðra. „Verstu draugarnir eru þeir sem hrella börn og beita ofbeldi. Þá verðum við svolítið brjáluð og setjum fótinn niður. Fast. Við höfum þurft að taka á nokkrum svoleiðis málum hér heima. Svo eru það þessi neikvæðu og illu öfl: þeir sem aldrei voru lifandi og gengu um á jörðinni.“ Bannað að fikta Katrín og Stefán horfa oft og iðu­ lega á hrollvekjur og draugabíó­ myndir. „En í mörgum tilfellum höfum við gengið út í miðri mynd, þegar við sjáum hvert stefnir. Flestar eru stórlega ýktar, auðvitað Holly­ wood­væddar fyrir hinn almenna áhorfanda og því oftast fjarri sannleikanum. Ein sem kemst nálægt veruleikanum fjallar um mál Warren­hjónanna, sem við erum stundum kennd við. Þessar myndir eru betur þekktar sem Conjuring­kvikmyndirnar enda byggðar á málum og rannsóknum þeirra. Þær voru skrifaðar með athugasemdum Warren­hjónanna og fjölskyldna sem áttu hlut að máli hverju sinni. En sem fyrr, jú, líka mjög ýktar,“ segir Stefán. Seinna á árinu eru þau Katrín einmitt á leið til rannsókna í hinu raunverulega Conjuring­húsi. „Við erum líka í reglulegu sam­ bandi við Tony Spera, tengdason Warren­hjónanna, sem á hina einu sönnu Annabelle­dúkku.“ Þau gera sér grein fyrir að með starfi sínu hafi þau lagt leiðina fyrir komandi kynslóðir í rann­ sóknum á hinu yfirskilvitlega. „En við ráðum fólki alfarið frá því. Í f lestum tilfellum er um ræða unga krakka og aðra spennu­ fíkla sem vilja ögra sjálfum sér og vinum til skemmtunar. Þetta er hins vegar enginn leikur og þeir sem vita ekki 100 prósent hvað þeir eru að díla við ættu að láta kyrrt liggja.“ Draugar í sjónvarpinu Í mars hefur göngu sína sjónvarps­ þátturinn Draugasögur í opinni dagskrá á Hringbraut. „Þar heimsækjum við íslenska staði sem eru þekktir fyrir reim­ leika og deilum með áhorfendum sönnunum sem við höfum náð í rannsóknum okkar í gegnum árin, ásamt því að fá til okkar drauga­ lega gesti,“ upplýsir Katrín, en þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta kíkt á fyrri rannsóknir og sönnun­ argögn þeirra Katrínar og Stefáns á áskriftarsíðu þeirra: patreon.com/ draugasogur. Þátturinn er ekki við hæfi barna yngri en 13 ára, nema með leyfi forráðamanna. „Það getur líka alveg gerst að fólk læknist af myrkfælni og drauga­ hræðslu með því að fylgjast með. Það er svo auðvelt að hræðast það sem maður skilur ekki, en um leið og maður kynnist og lærir aðeins á andaheiminn getur draugahræðsl­ an mögulega minnkað. Við eigum í ákaflega góðu sambandi við áskrifendur og erum orðin hálfgert draugasamfélag,“ segir Katrín. Boðið er upp á þrjár áskriftar­ leiðir: Draugasögur Aðdáandi, Draugasögur Ættin og Drauga­ sögur Kynslóðin. „Í Kynslóðinni færðu allt okkar efni; mánudags­mínísögur, draugasögur í fullri lengd alla miðvikudaga, plús einn spjallþátt í mánuði. Þú færð aðgang að við­ tölum við þekktustu og virtustu paranormal­rannsakendur heims og tækifæri til að taka þátt í rann­ sókn með okkur live,“ útskýrir Stefán. n Hægt er að hlusta á Drauga- sögur Podcast og Sannar Íslenskar Draugasögur á öllum helstu hlað- varpsveitum, og skoða myndir með þáttunum á draugasogur. com og á Facebook og Instagram @Draugasogurpodcast. Það hvim- leiðasta við starfið er þegar einhver fylgir manni heim úr drauga- rann- sóknum. Stefán John Fram- haldslífið er forvitni- legt, áhuga- vert og jú, líka spenn- andi, en skemmti- legast er að lifa í núinu, í þessu jarðlífi og gera okkar besta á meðan við erum hér. Katrín 2 kynningarblað A L LT 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.