Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 51

Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 51
Þegar flotið er og þyngdaraflinu sleppir frelsast þeir hlutar líkamans sem bera uppi þunga okkar dagsdaglega. Unnur Valdís er konan á bak við Flothettu, sem hefur vakið athygli um heim allan. Flothetta sprettur upp úr einstakri sundmenningu Íslands og þykir einstaklega íslensk hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Flotmeðferðirnar hafa róandi áhrif á líkama og sál og eru framkvæmdar af nuddurum Bláa Lónsins sem hafa hlotið viðeigandi menntun. MYND/BLÁA LÓNIÐ Sú tilfinning að fljóta um þyngdarlaus í hlýjum jarðsjónum og slíkri náttúrufegurð sem lónið hefur upp á að bjóða er engri lík á heimsvísu. MYND/BLÁA LÓNIÐ Bláa Lónið býður nú upp á einstakar flotmeðferðir þar sem sameinast óvið- jafnanleg kyrrð og íslenskt hugvit á einum fallegasta stað veraldar. Það jafnast ekkert á við það að fljóta um í fullkomnu þyngdarleysi í hlýju kísilríku vatninu mitt í hraunbreiðunni. Flotmeðferðirnar í Bláa Lóninu eru þrenns konar. Um er að ræða einstaklingsflot, paraflot og hópa­ flot. Flotbúnaður Flothettu sér um að halda þátttakendum á floti á meðan meðferðaraðili veitir mjúka meðhöndlun og nudd í heilandi jarðsjónum. Íslensk hönnun og hugvit Flothetta er íslensk hönnun og hugvit Unnar Valdísar Kristjáns­ dóttur, hönnuðar, jóga­ og vatns­ meðferðaraðila. „Flothettan varð til árið 2011 á meðan ég var við nám í Listaháskóla Íslands,“ segir Unnur. Flothetta býður upp á flothettur ásamt ýmsum öðrum flotbúnaði sem er hannaður til að veita líkamanum fullkominn flot­ stuðning í vatni og hjálpa fólki að fljóta í algeru þyngdarleysi. „Þegar flotið er og þyngdaraflinu sleppir frelsast þeir hlutar líkamans sem bera uppi þunga okkar dagsdag­ lega. Rannsóknir sýna að flot er einstaklega róandi og við það eitt að sleppa tökunum og leyfa sér að fljóta eiga ákveðin efnaskipti sér stað. Streituvaldandi hormón, líkt og adrenalín og kortisól, víkja fyrir vellíðunarhormónunum endorfíni og beta endorfíni sem er verkja­ stillandi. Þetta góða slökunar­ og vel­ líðunarástand gerir okkur kleift að losa um andlega og tilfinninga­ lega streitu og skapa samhljóm og tengingu á milli líkama og anda. Þarna samtvinnast í raun áhugi minn á hönnun og að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og í lækningaskyni,“ segir Unnur. Flotþerapíunám „Með auknum vinsældum flotsins hefur orðið til þörf á að þjálfa og mennta fólk í að halda utan um flot af ábyrgð og þekkingu,“ segir Unnur. „Flotþerapíu­þjálfunarpró­ grammið er þriggja stiga nám sem ég hef þróað í samstarfi við félaga minn Omer Shenar, sem er afar reynslumikill vatnsmeðferðaraðili frá Ísrael. Í f lotþerapíu­náminu er kennd tækni í líkamsmiðaðri vatnsmeðferðarvinnu og aðferðir sem gera fólk hæft til að leiða aðra inn í ástand djúpslökunar í vatni. Þátttakendur í náminu öðlast skilning á vísindum og heilsufars­ legum ávinningi vatnsslökunar og læra að vinna með ólíkar þarfir fólks.“ Nuddarar Bláa Lónsins sem farið hafa í gegnum þjálfunarpró­ grammið Flotþerapíu sjá um flot­ meðferðir í Bláa Lóninu. „Þetta er djúpt og heilandi ferðalag þar sem gestir eru leiddir af mýkt og öryggi inn í kyrrð og eftirgjöf þyngdar­ leysis. Allt miðar þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu. Lögð er áhersla á algjöra endurnæringu í gegnum djúpt slökunarástand í þyngdarleysinu og að losa um alla spennu líkam­ ans með mjúkum teygjum, togi og nuddi,“ segir Unnur. Séríslensk hugmynd Hugmyndin að Flothettu segir Unnur að hafi sprottið upp úr reynsluheimi sínum. „Þetta kemur úr reynsluheimi Íslendings sem elst upp við daglegar sundlaugarferðir og þau forréttindi að búa í landi vatnsauðlegðar. Þetta samtvinn­ ast svo áhuga mínum á heilsu og þá sérstaklega andlegri heilsu og öllum þeim athöfnum sem miða að því að skapa ró og jafnvægi.“ Slakað á fljótandi og þyngdarlaus í undri veraldar Flothetta Unnar hefur heldur betur vakið athygli út fyrir land­ steinana. „Flothetta þykir vera einstaklega séríslensk hugmynd, þar sem eflaust fáir myndu láta sér detta í hug að hanna og framleiða fljótandi höfuðfat, nema einmitt Íslendingur sem elst upp við svona blómlega baðmenningu eins og hér ríkir. Samfélagið og kúltúrinn sem Flothetta hefur gefið af sér eru að sama skapi mjög ríkuleg. Þar má nefna skipulögð hópaflot eins og Samflot og Flotmeðferðirnar, sem hafa ekki síður notið mikillar athygli um heim allan. Flotmeð­ ferðirnar hafa hlotið afar góðar undirtektir og hefur aðsóknin verið stöðug frá því að byrjað var að bjóða upp á þær. Erlendum gestum okkar finnst líka sérstak­ lega spennandi að fá að njóta þess­ arar séríslensku vatnsupplifunar.“ Flotmeðferðir í undri veraldar „Það er einstaklega skemmtilegt að Bláa Lónið bjóði nú upp á flot­ meðferðir í lóninu sjálfu, sem er eitt af undrum veraldar. Fyrir utan fegurðina og einstaka náttúruupp­ lifun í Bláa Lóninu eru endurnær­ andi áhrifin og upplifunin ekki síður fólgin í steinefnaríku vatni lónsins. Þú finnur samhljóm með vatninu, jörðinni og snertingu meðferðaraðila. Jarðsjórinn hefur einstök áhrif á líkama og sál og með kyrrðinni, hlýjunni og þyngdarleysinu skapar þetta allt hinar fullkomnu aðstæður fyrir dásamlegt flotið,“ segir Unnur. Gestir Bláa Lónsins sem hafa prófað flotmeðferðirnar hafa allir verið himinlifandi yfir þessari nýju viðbót í meðferðarflóru lónsins. Allar nudd­ og flotmeð­ ferðir fara fram á einkasvæði lónsins, sem er opið svæði en tak­ markað fyrir meðferðargesti. Aðrir gestir í lóninu hafa takmarkaða sýn þangað. Hitastig lónsins er 37­39°C. Flotmeðferðirnar eru viðbótarþjónusta fyrir gesti Bláa Lónsins, Retreat Spa, Silica og Ret­ reat hótel sem bóka þarf sérstak­ lega. Allar upplýsingar er að finna á vef Bláa Lónsins, blaalonid.is. n Bókaðu flotmeðferð á vef Bláa Lónsins, blaalonid.is. kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 18. febrúar 2022 MATUR OG HEIMILI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.