Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 58

Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 58
Georg Halldórsson, yfirmat- reiðslumaður á veitinga- staðnum Tides á hótelinu The Reykjavík Editon, hefur mikla ástríðu fyrir matar- gerð. sjofn@frettabladid.is Georg býr á Seltjarnarnesi með konu sinni Snædísi og börnum þeirra Elmu og Hirti. Hann vinnur náið með Gunnari Karli á Dilli, er ráðgjafi fyrir Tides og hefur unnið að því verkefni frá byrjun. „Þegar Gunnar Karl nálgaðist mig varðandi þetta verkefni var ég yfirmatreiðslumaður á veitinga- staðnum Óx, sem er falinn ellefu sæta veitingastaður á Lauga- veginum. Frá því ég hóf störf sem matreiðslumaður hef ég aðallega einbeitt mér að því að verða betri handverksmaður en lítið spáð í rekstri og mannaforráðum. Ég hafði náð markmiðum mínum á Óx, staðurinn fékk meðal annars viðurkenningar frá White Guide og Michelin Guide, svo mér fannst tilvalið að fá nýja áskorun,“ segir Georg. Edition er hugarfóstur Ians Schrager sem á áttunda áratugnum stofnaði hinn goðsagnakennda skemmtistað Studio 54 í New York. Hann er af mörgum talinn guðfaðir „boutique-hótelanna“ og er mikill hugsjónamaður, langt á undan sinni samtíð. „Það sem greip mig við Edit- ion var að þetta nýja og frumlega kon sept; eitthvað sem ég hefði aldrei heyrt um áður. Hér er hugsað fyrir öllu, allt frá hljóði og lýsingu til lyktarinnar sem tekur á móti gestum þegar þeir labba inn. Starfsfólkið sem hér vinnur er það besta í sínu fagi og allt er þetta gert til að veita gestum ógleymanlega upplifun. Ofan á það er hótelið aðgengilegt öllum og mikið lagt upp úr því að verðin séu góð,“ upp- lýsir Georg. Hvenær kviknaði áhugi þinn á matargerð og er saga bak við það? „Í 7. bekk fór ég að vinna á pitsastaðnum Pizzabæ í Mos- fellsbæ og áttaði mig f ljótt á að vinnuumhverfið átti mjög vel við mig. Á unglingsárunum fékk ég líka mikinn áhuga á mynd- list, arkitektúr og tónlist. Ég fór í myndlistarskóla og spilaði í hljómsveitum en var á sama tíma alltaf að vinna aukavinnu á veitingastöðum. Hægt og rólega komst ég að því að matreiðsla er ekkert annað en listgrein. Ég gat fengið útrás fyrir sköpunargleðina og hlustað á tónlist á meðan ég eldaði og með árunum varð ég ást- fanginn af faginu.“ Finnst þér ein matargerð meira heillandi en önnur? „Leifur Kolbeinsson á La Prima- vera er meistari minn og einn þeirra sem hafa haft mikil áhrif á mig sem matreiðslumann. Hann kynnti ítalska matarmenningu fyrir mér og það sem heillar mig við ítalskan mat er ferskleikinn, einfaldleikinn og virðingin fyrir nærumhverfinu, hráefni og hefðum.“ Georg deilir með lesendum einu uppáhalds sælkerasalati sínu. Romainsalat með ristuðu súrdeigsbrauði, valhnetum, gráðosti og fíkjum fyrir 4 1 haus romainsalat 3 sneiðar súrdeigsbrauð (best er að nota 1-2 daga gamalt brauð) ½ hvítlauksgeiri rifinn 20 g cider-edik 10 g hunang 50 g gráðaostur 10 g rjómi Sjávarsalt Svartur pipar Góð extra virgin ólífuolía 1 dl valhnetur Forhitið ofninn í 160°C. Rífið súr- deigsbrauðið í sirka 1 cm bita og veltið upp úr ólífuolíu, hvítlauk og kryddið með salti og pipar. Ristið brauðið í ofninum í 15 mínútur. Kælið svo. Hrærið saman 50 g af gráðaosti og 10 g af rjóma. Skerið fíkjurnar í báta. Hrærið saman cider-ediki, hunangi og 20 g af ólífuolíu, kryddið með salti. Rífið salatið gróflega niður og leggið á disk. Bætið síðan gráðosti, fíkjum, ristaða súrdeigsbrauðinu og valhnetunum ofan á. Dreypið edik-dressingunni yfir. n Varð ástfanginn af faginu Georg Arnar Halldórsson er yfirmatreiðslu- maður á veit- ingastaðnum Tides á Edi- tion-hótelinu við Reykjavíkur- höfn. Ómótstæði- lega girnilegt salat, toppað með ristuðu súrdeigsbrauði, gráðaosti og fíkjum sem enginn sælkeri stenst. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Auðbrekku 6 200 Kópavogi Sími 565-8899 normx@normx.is Íslensk framleiðsla í 40 ár! Heitir og kaldir gæðapottar sem hitta í mark hjá ÖLLUM í fjölskyldunni! Eigum til úrval auka og fylgihluta fyrir pottinn og pottaferðina. Fljótandi"hengirúm" háfa, bursta, hitamæla, klór og margt fleira. Skoðið úrvalið á normx.is 12 kynningarblað 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURMATUR OG HEIMILI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.