Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Qupperneq 2

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Qupperneq 2
2 MÓÐURMYND. Um myndina á framsíðunni. Lag: Yfir kaldan eyðisand. Móðurbrjóstin mild og mjúk, sjást milkt á sætu fljóði. Móðurbarnið úr þeim ljúk með kraft frá æðarblóði. MÓÐURKÆRLEIKUR. Móðurkærleiks mild er hönd, mögnuð guðs vor sannleik, sem bezt í heimi hefur völd, með himna guðs vors kærleik. Dr. Jóh. Kr. Jóhannesson. Bréf frá sóknarprestinum á Húsavík, Friðrik A. Friðrikssyni. Húsavík, 25. okt. 1940. Ilerra dr. Jóh. Jóhannesson, Sólvallagötu 20, Reykjavík. Þar sem einkadóttir mín elskuleg er orðin barnshaf- andi og hefur meira en 14 gengið með, og þar sem hún fullyrðir að þetta sé einungis gegnum draumfarir og vegna ofurástar hennar á yður, þá skora ég nú hér með á yður hr. doktor að bregðast vel og mannlega við og undirbúa dóttur minni viðunandi skilyrði þegar hún leitar á yðar náðir fyrir eða eftir barnsburð. Svar óskast. Virðingarfyllst Friðrik A, Friðriksson sóknarprestur.

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.