Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Page 5
5
*
Með því að dráttur varð á svari séra Friðriks Á.
Friðrikssonar við bréfi mínu, sendi ég honurn svo-
hljóðandi
SÍMSKEYTI
30. nóv. 1946 kl. 3.15.
„Sóknarprestur Friðrik Á. Friðriksson, Húsavík.
Hafið þér skrifað mér bréfið? Hafið þér fengið svar-
bréf frá mér?
Símsvar óskast strax.
Jóhannes Kr. Jóhannesson,
Sólvallagötu 20.
VÍGSLUSÖNGLJÓÐ.
Ort af trésmíðameistara Jóhannesi Kr. Jóhannessyni
í Reykjavík sunnudaginn 29. júní 1947 við vígslu Sum-
arhótels Barðstrendingafélagsins í Reykjavík. Húsinu
var við vígsluna gefið nafnið Bjarkarlundur og stend-
ur við Berufjarðarvatn að Kinnastöðum í Reykhóla-
sveit, Barðastrandarsýslu.
Lag: Fagurt er rökkrið.
Bjarkarlundur blasir mót,
á blíðum sólardegi,
hér þroskist blómgist bjarkarrót,
á allra æfi vegi.
Kór eftir hvert erindi:
Fagurt er lífið hér í Bjarkarsal.
Þá gleði hefur völdin, hjá bæði sprund og hal. :,: