Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.07.1941, Blaðsíða 5
Kátur er hann og kyssilegur,
kitlar og tryllir stúlkurnar.
En sagt er að sé hann til þess tregur,
að trúlofast þeim til frambúðar.
Hann fyrir dansleik dömur lofa.
Þær dreyma allar um fangið hans.
Hann líður úm gólfið líkt og vofa,
í ljómandi skreyttum pilsafans.
í prýðisstandi hann prívat hefur,
með perum rauðum og íegubekk.
Þar meyjum beztu gæðin gefur,
þær gjafir ég mörgum sinnum fékk.
Svo þegar nálgast nætur friður,
þá nokkuð gerist sem enginn sér,
þá gerist ýmislegt upp og niður,
en um það ei meir við tölum hér.
Þín gamla og góða vinkona.
E. S.
TIL SJÓMANNADAGS ÍSLANDS 1941.
Lag: Heyrið morgunsöng á sænum.
Sjómenn íslands, hetjur hafsins,
sem brunið fram á sæ.
Gullstofn íslands fagra lands
með storm og blíðum blee.