Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.07.1941, Síða 14
Jóhannes Kr. kvæðafans
koma þér frá,
kraftur þeim fylgir öllum
sem dynjandi á.
Lengi þitt nafnið lifi
landslýði með.
Ljóðræna lista-skáldið
léttlynda, kveð.
Tryggvi Jónsson,
sj ómannaskólamaður.
Bókarfregn.
VINARKVEÐJUR. SÖNGLJÓÐMÆLI
Höf. Jóhannes Kr. Jóhannesson trésmíðameistari m.m.
Það er ekki létt verk að skrifa um skáldskap Jó-
hannesar Kr. Jóhannessonar. Við lestur ljóða hans er
eins og hvergi megi milli sjá hvar honum tekst bezt
upp í ljóðagerðinni, það er sama snilldarbragðið á því
hjá honum, t. d. hvort það er viðtalsljóð við Jesúm
Krist, Minni íslands, Ástarkvæði eða þá láugardags-
biðin. — Á kápunni er auglýsing frá skáldinu. Er þar
upptalið hvaða störf hann taki að sér. Nefnir hann
sig trésmíðameistara, dráttmyndasmið, vörusala,
skuldainnköllunar- og málamiðlunarmann. Þetta er
nú æði mikil fjölhæfni, sem skáldið leggur fyrir sig.
14