Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.07.1941, Page 15
Fjórtán ára gamaíi var hann sundkennari og nú er
hann söngvaleikari. Alveg sama kemur fram í kvæð-
unum. Skáldið ræður svo létt og leikandi við hvert
einasta yrkisefni, sem hann tekur sér fyrir hendur,
er eins og að skáldskaparkröfum hans sé ekkert um
megn. •
Þó að rúmið sé nú æði takmarkað, verð ég að til-
færa örfá erindi úr bókinni.
Skáldið er ekki í neinum vanda að bregða sér af ís-
lenzkunni og yfir í dönskuna. Hann hefur legið í
Landakotsspítala og gerir þetta til einnar nunnunn-
ar, þegar skáldið liggur þar í brunasárum með mikinn
hita, 39, 3 stig.
Julieta söster
hun er saa söd og blöd,
at hjælpe mig i Krigen
mod Ildebrandens Saar.
Hún kommer som en Engel
fra Himlen til mig sent,
at læge mine Saar,
med Kristi Kærlighed.
Er efamál, hvort nokkurt danskt skáld hefur náð
betri spretti úr sínu móðurmáli, dönskunni en þetta.
Eitt kvæðið í bókinni heitir Laugardagsbiðin. Skáld
ið hefur átt von á stúlku í heimsókn. Hún kemur
ekki. Allur umgangur í húsinu, hvað lítill sem er,
setur taugar skáldsins í spenning. Hann hugsar, að
nú sé það hún, sem hann þráir, sem sé nú að koma.
15