Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 14
Ríkið verður að fjölga rýmum á hjúkr- unarheimilum og við þurfum að efla dag- þjónustu. Það læðist að manni þessa dagana grunur um að rafmagnsframleið- endur á Íslandi séu búnir að semja um sölu á rafmagni upp í ermina á sér. Vatnsþurrð í uppistöðulónum á hálendinu hlýtur að vera nokkuð fyrirséð og á ekki að koma á óvart með stöðugum vatnamælingum og annarri aðgát. Virkjanasinnar, sem er eiginlega sérstök manngerð, hrópa nú á meiri virkjanir. Sjái þeir óbeislaða sprænu, dettur þeim ekkert annað í hug en virkjun. Það verði að koma böndum á sprænuna hvað sem það kostar og án tillits til eyðileggingar á náttúruvéum. Það bara skal virkjað. Ríkisfyrirtækið Orkubú Vestfjarða ohf. vill nú slátra friðlandinu í Vatnsfirði með Vatns- fjarðarvirkjun. Á Vestfjörðum hagar svo til að þar er undirlendi mjög af skornum skammti og hefur víða staðið stækkun byggðar fyrir þrifum svo sem á Ísafirði þar sem landfylling hefur verið þrautalending. Af þess- um ástæðum gripu menn til þess óyndisúrræðis að setja niður byggð á svæðum þar sem snjóflóðahætta og önnur skriðuhætta var augljós. Ég hef draugabyggðina í Hnífsdal fyrir vestan á daglega fyrir augum, þau hús sem ekki urðu að bráð brunaliðinu á Ísafirði. Nú er það svo að í öllum lands- hlutum hefur mannfólkið komið sér saman um samkomustaði og griðastaði frá dagsins önn. Land- námshátíð Vestfirðinga 1974 var haldin í Vatnsfirði innar af Barða- strönd og kom vart annar staður til greina. Þangað steðjuðu flestir Vest- firðingar og fólk af vestfirsku bergi brotið og mikið við haft. Meira að segja f laut víkingaskip fyrir landi á Vatnsfjarðarvatni til að minna okkur á hugdirfsku forfeðra okkar að sigla hingað vestur í sælunnar reit. Ilmur bjarkarinnar og kliður söngþrastanna Svo háttar til í þessum Vatns- firði að þar er land mjög gróið og nokkurt skjól fyrir vindi. Veiði er í vatninu og sitja menn þar löngum að dorgum og anda að sér ilmi bjarkarinnar. Verkalýðshreyfing- unni á Vestfjörðum þótti upplagt að koma upp sumarhúsabyggð í Vatnsfirði og fleiri verkalýðsfélög á landsvísu reistu þar bústaði. Einn- ig komst þar upp myndarlegt hótel og greiðasölustaður. Borað var eftir heitu vatni sem nú hitar upp sumarhúsabyggðina ásamt því að sundlaug varð raunveruleiki. Ekki er annað vitað en að Vatnsfjörður sé vinsæll sumardvalarstaður og þangað kemur fólk af Vestfjörðum og hvaðanæva af landinu, ekki síst barnafjölskyldur. Oft er um að ræða fólk sem ann landi sínu og vill ferðast og fræðast um landkosti og mannlíf á Vestfjörðum og ekki síst að una sér í einstæðri náttúru. Bara að virkja Árið 1975 var Vatnsfjörður gerður að friðlandi sem markar því sérstaka stöðu. Ekki er gert ráð fyrir mann- virkjagerð í friðlandinu og ákveðnar reglur gilda þar um umgengni eins og í öðrum friðlöndum. Nú mætti ætla að nokkur alvara lægi að baki þeim gjörningi að gera Vatnsfjörð að friðlandi og einhvern veginn meðtekið af alþýðu manna að þarna sé einmitt Friðlandið með stórum staf og ekki verði við því hróflað. Nú er hins vegar sú tíð að virkj- unarmenn klæjar í lófana eftir því að virkja í Vatnsfirði. Skýrsla frá því heilaga Landsneti bendir á Vatns- fjörð þar sem segir að ný virkjun í Vatnsfirði mundi valda straum- hvörfum í afhendingaröryggi raf- orku á Vestfjörðum og áróðursvélin er þegar komin í gang. Rafmagns- skortur er á Vestfjörðum og ekki ný bóla, en afgangsorka frá Lands- virkjun verður skert til fjórðungsins og þarf að kynda með olíu. Skítt með eitt friðland. Orkubússtjóri Vestfjarða vill að orkukosturinn verði tekinn til umfjöllunar. Bæjar- stjórinn á Ísafirði tekur í þennan sama streng og hugsunarlaust vill hann bara virkja í Vatnsfirði og kom fram í kvöldfréttum Útvarps fyrsta febrúar. Minnihluti Sjálfstæðis- flokksmanna í bæjarstjórn Vestur- byggðar vill líka horfa til virkjunar í Vatnsfirði. Hér skal enn minnst á að heimilin í landinu nýta aðeins 5%, segi og skrifa 5%, af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi. Álver og þvíumlíkt gleypa hitt. Sú er raunin að varla er að finna slíka vin á Vestfjörðum sem er Vatnsfjarðarfriðlandið. Og auðvitað á Vatnsfjarðarvirkjun ekki að hafa nein áhrif á svæðið eins og ævinlega þegar menn tala gegn betri vitund nema síður sé. Það á nefnilega að leggja akveg inn með Vatnsfjarðar- vatni sem verður mikil framför frá þeim troðningi sem vér ökum nú eftir og fleira rask á eftir að verða ef farið verður af stað. Og vafalaust eigi ferðamönnum eftir að fjölga til að skoða virkjunina og kasta af sér vatni. Kunnugleg rök frá Kárahnjúk- um. En þar með er draumurinn líka búinn með eitthvert friðland í Vatns- firði. Þar verður bara ófriðarland, væntanlega í boði ríkisfyrirtækisins Orkubús Vestfjarða ohf. Vestfirðingar eiga ekkert í Orkubúi Vestfjarða Alkunna er að Vestfirðingar eru stoltur þjóðflokkur og berja sér á brjóst á tyllidögum, ekki síst þegar þeir eru f luttir suður. Margendur- tekið að við eigum að vera sjálfum okkur nóg með rafmagn. Sem þýðir í hugum flestra að orkufyrirtækið okkar, Orkubú Vestfjarða ohf., á að framleiða næga raforku fyrir fjórð- unginn. Þegar nánar er aðgætt þá eiga Vestfirðingar ekkert í Orkubúi Vest- fjarða nema í hlutfalli við íbúafjölda landsmanna á Vestfjörðum. Ríkis- sjóður á Orkubú Vestfjarða eftir að hafa leyst eignarhluta sveitar- félaganna á Vestfjörðum til sín árið 2001 með nauðung. Móverkið var þá metið á 4,6 milljarða og áskilið í samningum að söluverðið færi upp í stórskuldir sveitarfélaganna við opinbera húsnæðiskerfið. Það er því Landsvirkjun sem við eigum að káfa upp á eins og aðrir þegnar þessa lands. Að á Vest- fjörðum skuli fórnað heilu frið- landi og helst að skadda fossinn Dynjanda með tilfærslum vatns úr Stóra Eyjavatni er brjálæði eitt. Það sér hver heilvita maður. Við eigum hlutdeild í hálendisvirkjunum eins og aðrir landsmenn og Landsneti ber að leggja traustar raforkulínur hingað vestur eins og til annarra byggðarlaga í landinu. Þetta er eðli- leg krafa sem stjórnmálamönnum ber að fylgja eftir og ekki verði níðst á friðlöndum Vestfjarða og öðrum náttúruvéum. n Orkubú Vestfjarða ohf. vill skadda friðlandið í Vatnsfirði Finnbogi Hermannsson fréttamaður og rithöfundur Ástandið á heilsugæslunni er ekki boðlegt. Það gengur ekki að biðtími aldraðra og veikra eftir læknisþjón- ustu teljist í vikum. Auk þess viljum við að fólk sem þarf vist á dvalar- eða hjúkrunarheimili komist að. Heimaþjónusta þarf að vera öflugri og aðstoð meiri þannig að fólk sem kýs að búa áfram heima fái meiri aðstoð til þess að svo megi verða. Dagdvöl þarf að vera raunveru- legur valkostur og hún þarf að vera sveigjanleg. Með sveigjanleika getur þjónustan verið mismikil eftir þörf hverju sinni og hægt að laga hana að mismunandi þörfum og aðstæðum fólks. Kerfið er fyrir fólkið Kerfið, stuðningur og þjónusta innan þess snýst ekki aðeins um þann sem nýtir þjónustuna heldur líka aðstandendur, maka, systur og bræður, dætur, syni og vini. Þegar við veikjumst fá aðstandendur okkar í hendurnar ærið verkefni og mikil vinna tekur við. Það er okkar, sem erum í stjórnmálum, að grípa inn í og bæta og breyta kerfinu. Árekstrar á milli ríkis og sveitar- félaga hafa því miður þvælst fyrir farsælli þróun í þessum málum. Þjónusta á að vera einföld, aðgengi- leg og skilvirk. Hún snýst um þann sem nýtir hana en ekki kerfið sjálft. Flétta þarf betur saman verkefni og þjónustu ríkis og sveitarfélaga við eldra fólk með sérstakri áherslu á samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu. Finna þarf nýjar leiðir til þess að auka við stuðning og heimaþjónustu, samhliða því að stuðla að aukinni virkni. Með þessu móti verður að auki betur farið með sameiginlega fjármuni okkar allra. Ákveðin gjá hefur myndast hjá hópi aldraðra þegar búseta í heima- húsi verður erfið og dvöl á hjúkr- unarheimili hentar ekki eða er ekki í boði. Við þurfum áfram að tryggja framboð á fjölbreyttu húsnæði í sveitarfélaginu. Eins mun lækkun fasteignagjalda hafa jákvæð áhrif á þennan hóp. Í hverju felast aukin lífsgæði? Ríkið verður að fjölga rýmum á hjúkrunarheimilum og við þurfum að ef la dagþjónustu. Heilsugæsl- una verðum við að efla og tryggja þessum hópi greiðan aðgang að öldrunarlæknum og hjúkrunar- fræðingum. Auk þess verðum við að huga betur að andlegri líðan bæjar- búa, ekki í síst í ljósi heimsfaraldurs. Við þurfum að tengja fólk saman og koma í veg fyrir félagslega einangr- un sem er raunverulegur vandi hjá eldra fólki. Mikil tækifæri eru í betri nýtingu á fjölbreyttri velferðartækni sem og samhæfingu milli þjónustukerfa með það að markmiði að bæta þjón- ustu. Ávinningurinn er hagkvæmni, minni sóun á tíma og mannafla og umfram allt annað, aukin lífsgæði og sjálfstæði notenda. Við þurfum að setja aukinn kraft og áherslu á innleiðingu velferðartækni í þjón- ustu við eldra fólk. Eldra fólk er alls konar fólk. Fólk með mismundandi reynslu, ólík áhugamál, væntingar og þarfir. Við þurfum að auka virkni, tryggja ólíka valkosti og betri þjónustu. Í því felast aukin lífsgæði. n Eldra fólk er alls konar Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjar- ráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ Á þessum myrku tímum, sem markast af tilefnislausri og órétt- lætanlegri innrás Rússa í Úkraínu, skipulagðri upplýsingaóreiðu og hagræðingu upplýsinga, er mikil- vægt sem aldrei fyrr að greina stað- reyndir frá lygunum sem haldið er á lofti til að réttlæta það sem síst skyldi. Staðreyndin er sú að kjarn- orkuveldið Rússland réðst að til- efnislausu á friðsælt og lýðræðislegt nágrannaland sem því stafaði engin ógn af, auk þess sem Pútín, forseti Rússlands, hótar hefndum gegn hverju því ríki sem réttir úkraínsku þjóðinni hjálparhönd. Slík valdbeit- ing og þvinganir eiga hvergi heima á 21. öld. Þessi framganga Pútíns er í senn gróft brot á alþjóðalögum og þeim grundvallarreglum sem gilda um samskipti manna á milli. Ákvörð- un hans um að endurvekja stríðs- rekstur á meginlandi Evrópu er dæmi um frumskógarlögmálið þar sem þeir stærstu og sterkustu fara sínu fram í skjóli yfirburða sinna. Þar er sjónum ekki aðeins beint að Úkraínu heldur líka öryggi Evr- ópu allrar og alþjóðlegu regluverki á grundvelli stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalaga. Yfirgangur Pútíns kostar saklaust fólk lífið og sviptir það voninni um að lifa í friði. Ráðist er á borgaraleg skotmörk í trássi við alþjóðleg mannúðarlög, fólk er hrakið á flótta og við sjáum fram á stórfelldan mannúðarvanda. Mánuðum saman reyndum við allt hvað við gátum til að leita diplómatískra lausna, en Pútín laug blákalt að öllum sem funduðu með honum um að hann hefði áhuga á friðsamlegri lausn mála. Þess í stað kaus hann að hefja stórfellda innrás. Allsherjarstríð. Við krefjumst þess að Rússar láti tafarlaust af hernaðaraðgerðum sínum og dragi her sinn skilyrðis- laust frá öllu yfirráðasvæði Úkra- ínu. Það sama á við um Belarús, sem verður tafarlaust að láta af þátttöku sinni í árásinni og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Evrópusambandið er sameinað í vilja sínum um að aðstoða Úkraínu og úkraínsku þjóðina eftir fremsta megni. Þetta er spurning um líf og dauða. Við höfum því samþykkt neyðarpakka til að leggja úkra- ínska hernum lið í baráttu sinni. Alþjóðasamfélagið hyggst draga Pútín til ábyrgðar fyrir of beldið með því að einangra Rússland algjörlega. Við refsum þeim sem fjármagna stríðið með því að lama rússneska bankakerfið og hindra aðgang að gjaldeyrisforða. ESB og samstarfsaðilar þess hafa þegar beitt Rússa stórfelldum efnahagsþvingunum sem beinast að rússneskum leiðtogum og yfir- stétt og tilteknum atvinnuvegum. Ætlunin er ekki að skaða rússneska alþýðu heldur draga úr getu rúss- neskra stjórnvalda til að fjármagna óréttmætan stríðsrekstur sinn. Við störfum náið með samstarfsaðilum okkar og bandamönnum: Banda- ríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu, sem og Íslandi, auk þess sem fjöl- margar þjóðir víðs vegar um heim hafa fylkt liði til varnar landa- mærahelgi og fullveldi Úkraínu. Sameinuð stöndum við, réttum megin sögunnar, gagnvart skelfi- legri árás Rússa á frjálst og full- valda ríki. Stjórnvöld í Kreml og stuðn- ingsmenn þeirra hafa efnt til stórfelldrar upplýsingaóreiðuher- ferðar síðustu vikurnar til þess að leitast við að réttlæta glæpi sína. Við höfum horft upp á rússneska ríkisfjölmiðla og aðila á þeirra vegum dreifa ósannindum á sam- félagsmiðlum til þess að blekkja og afvegaleiða almenning. En þótt áróðursmeistarar Kremlar kalli innrásina „sérstaka aðgerð“ fer ekki á milli mála að hér er um að ræða allsherjarinnrás í Úkraínu þar sem markmiðið er að leggja frelsi, réttmæt stjórnvöld og lýðræðis- lega innviði þjóðarinnar að velli. Það er fráleitt að saka stjórnvöld í Kænugarði um „nýnasisma“ og „Rússahatur“ enda er hvers kyns nasismi bannaður með lögum í landinu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki einangrað Donbas-hérað né hafa þau bannað rússneska tungu og menningu. Donetsk og Lúhansk eru ekki lýðveldi heldur úkraínsk landsvæði undir stjórn vopnaðra aðskilnaðarsinna sem sitja í skjóli rússneskra stjórnvalda. Þetta vitum við og þetta vita líka margir Rússar. Frá upphafi innrás- arinnar hafa hugrakkir mótmæl- endur komið saman í borgum víðs vegar um Rússland til að krefjast þess að árásum á þessa friðsælu nágrannaþjóð linni. Við heyrum raddir þeirra og fögnum hugrekk- inu sem þeir sýna, auk þess sem það er ánægjulegt hve margt máls- metandi fólk í Rússlandi hefur mót- mælt þessari glórulausu innrás. Sem fyrr mun ég starfa með bandamönnum okkar um allan heim til að tryggja samhæfð við- brögð alþjóðasamfélagsins við framferði stjórnvalda í Kreml. 25. febrúar síðastliðinn beittu Rússar, einir þjóða, neitunarvaldi gegn ályktun öryggisráðs SÞ um árás Rússlands á Úkraínu en full- trúar Kína, Indlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna sátu hjá. Stjórnvöld um heim allan hafa fordæmt innrásina og nú ríður á að alþjóðasamfélagið eins og það leggur sig taki höndum saman og leggi sitt af mörkum til að binda enda á hernað Rússa með því að samþykkja ályktun Sameinuðu þjóðanna þess efnis. Það hefur aldrei verið brýnna fyrir samfélög og bandalög heims að vinna saman svo hægt sé að skapa framtíð á grundvelli trausts, réttlætis og frelsis. Nú er tími til að taka afstöðu og láta í sér heyra. Yfirgangur í krafti af lsmunar er aldrei réttlætanlegur. Hvorki nú né endranær. n Skákað í skjóli aflsmunar Josep Borrell utanríkismála- stjóri Evrópu- sambandsins 14 Skoðun 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.