Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 6
Þetta er gert svo að Úkraína geti varið sig. Lucie Samcova-Hall Allen, sendi- herra Evrópusambandsins Við erum ekkert að gera þetta að gamni okkar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu Það er algjörlega sambærilegt við það sem gerist til dæmis í Neskaupstað Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Lands- nets birnadrofn@frettabladid.is ÚKRAÍNA Samstarfsnefnd háskóla- stigsins á Íslandi, sem mynduð er af rektorum allra íslensku háskólanna, fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram á vef Háskóla Íslands. Þar lýsir nefndin yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkra- ínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. „Íslenskir háskólar munu fylgjast náið með framvindu mála og bregðast við eftir því sem málin þróast,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að íslenskir háskólar muni huga sérstaklega að starfsfólki og nemendum sínum frá Úkraínu og Rússlandi, og þeim sem eiga þar skyldfólk og ástvini. ■ Íslenskir háskólar styðja Úkraínu Nefndin lýsir yfir stuðningi við nem- endur og kennara úkraínskra skóla. arib@frettabladid.is ORKUMÁL G u ðmu ndu r I ng i Ásmundsson, forstjóri Landsnets, hafnar því að Landsnet uppfylli ekki kröfur sem gerðar séu til raf- magnsf lutninga til Vestmanna- eyja, skerðingar undanfarinna ára séu vegna truf lana á kerfinu uppi á landi en ekki vegna bilana í sæstrengjunum til Eyja. Líkt og fram kom í blaðinu í gær fundaði bæjarstjórn Vestmanna- ey ja um raf mag nsleysið sem varð í bænum í síðustu viku, þar kom fram í bókun að staðan væri óásættanleg. Það þyrfti sex mega- vött til viðbótar í varaafl. „Staðan í Vestmannaeyjum er ekkert frábrugðin því sem gerist á öðrum stöðum,“ segir Guðmundur. Að meðaltali hafi verið skerðingar á hluta af forgangsrafmagni í Vest- mannaeyjum í þrjár klukkustundir á ári síðustu fimm árin. „Það er algjörlega sambærilegt við það sem gerist til dæmis í Nes- kaupstað. Skýringarnar á þessu straumleysi eru ekki að sæstreng- irnir hafi verið að truf la heldur fyrst og fremst kerfið uppi á landi.“ Þess vegna er áherslan á að styrkja kerfið þar. Tveir sæstrengir f lytja rafmagn til Vestmannaeyja. Vestmann- eyjastrengur 1 er kominn til ára sinna. Guðmundur segir að hann hafi ekki bilað í áratugi en það sé á langtímaáætlun Landsnets að skipta um strenginn. Vestmann- eyjastrengur 3 var tekinn í gagnið árið 2013 og segir Guðmundur að hann hafi einu sinni bilað, það hafi að öllum líkindum verið vegna framleiðslugalla. Forgangsrafmagn í Vestmanna- eyjum er í mesta lagi um ellefu megavött. Bili Vestmanneyjastreng- ur 3 er unnt að f lytja 8 megavött með Vestmanneyjastreng 1 auk þess sem núverandi varastöðvar eru með 5,5 megavött. Guðmundur segir að ef svo ólíklega vildi til að þeir biluðu báðir á sama tíma væru til færan- legar stöðvar með tólf megavöttum hjá Landsneti. Guðmundur segir að staðan breytist verulega til batnaðar í vor. „Þá tökum við í notkun nýja spenni- stöð rétt austan við Þjórsá. Þaðan hefur verið lagður jarðstrengur til Hellu og Hvolsvallar. Það bætir afhendingaröryggið á Suðurlandi verulega. Á næsta ári hefjast fram- kvæmdir við jarðstreng frá Lækjar- túni til tengistöðvar Vestmanna- eyjastrengjanna í Rimakoti, þar með verður komin á tvöföld teng- ing til Vestmannaeyja. Þetta mun tryggja Vestmanna eyingum meiri af hendingaröryggi sem og Sunn- lendingum öllum.“ ■ Staðan í Vestmannaeyjum ekkert verri en annars staðar Sendiherra Evrópusam- bandsins á Íslandi hefur fylgst með fjöldafundum til stuðnings Úkraínu og segist finna vel fyrir stuðningi Íslendinga. Hún segir þving- unaraðgerðir sambandsins gagnvart Rússum vera for- dæmalausar. jonthor@frettabladid.is ÚKRAÍNA Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, er snortin yfir viðbrögðum Íslendinga við innrás Rússa í Úkra- ínu. „Ég hef persónulega fundið mikið fyrir þeim mikla stuðningi og samstöðu sem ég hef séð á Íslandi. Ég hef fylgst með báðum fjöldafundunum. Og ekki bara það, heldur hef ég verið í sambandi við fólk sem spyr hvað sé hægt að gera til að styrkja Úkraínu í sinni bar- áttu,“ segir hún. Sendiherrann segir aðgerðir ESB tvíþættar. Annars vegar séu það refsiaðgerðir gagnvart Rússum og hins vegar hjálp til Úkraínu. Refsiaðgerðirnar eru að miklu leyti efnahagslegar og segir sendi- herrann að markmiðið með þeim sé að gera út um möguleika Pútíns til að fjármagna stríðið. Hún tekur samt fram að aðgerðirnar séu ekki miðaðar að því að valda óbreyttum rússneskum borgurum skaða, heldur séu þær miðaðar að því að veikja Kreml. Aðgerðirnar ná meðal annars yfir ákveðna rússneska einstakl- inga, um það bil 650 talsins. Í þeim hópi eru til dæmis Pútín, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, ólígarkar og fólk sem er vel tengt Kreml. Þá geta rússneskar f lugvélar ekki f logið yfir yfirráða- svæði Evrópusambandsins. Auk þess er mikið um efnahagslegar aðgerðir gagnvart rússneskum bönkum og fyrirtækjum. Aðgerðir til þess að hjálpa Snortin yfir viðbrögðum Íslands Fjárhagslegar þvinganir gagnvart mismunandi geirum í rússnesku hagkerfi Fjármögnun Orka Flutningur Tækni Varnir Vörur Í gildi til: 31.07. 2022. Endurnýjun: Á sex mánaða fresti. Byggt á fyrirhugaðri framkvæmd Minsk-samkomulagsins. Minsk-samkomulagið er áætlun til að stöðva stríðið í Austur-Úkraínu. Samkomulagið var aldrei framkvæmt til fulls. RússlandÚkraína Úkraínu eru til að mynda fjárhags- legar og hafa aðgerðapakkar upp á hundruð milljóna evra verið sam- þykktir. En það sem er líklega stærsta ákvörðunin er sú að svokallaður evrópskur friðarpakki hefur verið virkjaður í fyrsta skipti. Það verður til þess að hernaðargögn eru send frá aðildarríkjum ESB til Úkraínu. „Þetta er gert svo að Úkraína geti varið sig,“ segir Lucie Samcová um aðgerðapakkann og tekur fram að hann sé algjörlega fordæmalaus, enda er um að ræða fyrsta stríð á milli ríkja síðan Evrópusambandið var stofnað í kjölfar seinni heims- styrjaldarinnar. „Evrópuverkefnið snerist um að skapa frið. Og fyrir nokkrum árum héldum við að ekki væri þörf á aðgerðapakka sem myndi fjár- magna hernaðargögn,“ segir hún og bætir við að síðan hafi margt breyst. „Við sjáum öll að það sem er að gerast í Úkraínu er án fordæma. Og slíkar aðgerðir krefjast fordæma- lausra viðbragða. Það er viðhorfið á bak við öll viðbrögð aðildarríkja ESB.“ ■ urduryrr@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Notkun glæru pokanna hefur skilað tilskildum árang r i, samk væmt Gunnar i Dofra Ólafssyni hjá skrifstofu framkvæmdastjóra Sorpu. For- svarsmenn fyrirtækisins áætla að breytingin skili sér í um 1.200 færri tonnum í urðun á ári og segja það varfærnislega áætlað. Sorpa ákvað á þrítugsafmæli sínu, 26. apríl 2021, að ekki mætti lengur koma með úrgang á endurvinnslu- stöðvar í pokum sem ekki væri hægt að sjá í gegnum. Þetta var gert í þeirri von að draga mætti úr urðun endurvinnanlegs úrgangs. Fyrir breytinguna var um helm- ingur alls úrgangs sem settur var í urðunargám vitlaust f lokkaður. Helmingurinn var efni sem átti heima annars staðar, svo sem plast, pappi, föt og raftæki. „Okkar starfsfólk getur séð hvað er í glæru pokunum og leiðbeint fólki um hvað á að fara hvert,“ segir Gunnar. Nú sé ekki lengur hægt að fela sig bak við svörtu ruslapokana. Enn er þó hægt að koma með svarta ruslapoka en starfsfólk endurvinnslustöðvanna rukkar nú fimm hundruð krónur fyrir hvern svartan ruslapoka sem fólk mætir með rusl í. „Annars stendur því til boða að tína upp úr pokanum og setja á rétta staði með aðstoð starfs- fólks,“ segir Gunnar. „Við erum ekkert að gera þetta að gamni okkar,“ segir Gunnar. „Við höfum það verkefni að draga úr urðun. Við höfum það verkefni að styðja við innleiðingu á hringrásar- hagkerfinu. Við höfum það verkefni að bæta meðhöndlun úrgangs og við sjáum að þetta er mjög góð og öflug leið til þess og ég sé ekki betur en að það sé ánægja með þetta.“ ■ Innleiðing glæru pokanna dragi mjög úr urðun Allen segir Evrópuverkefnið snúast um að skapa frið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR arib@frettabladid.is ÚKRAÍNA Borgarstjórn Reykjavíkur sendi frá sér ályktun á fundi sínum í gær þar sem innrás Rússa í Úkra- ínu var harðlega fordæmd. Þá lýsir borgin samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu Þá hyggst Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, leggja fram tillögu í skipulagsráði þar sem nafnanefnd er falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænu- garðsstræti. Yrði með því minnt á tengsl Íslands og Úkraínu, en Kænugarður er íslenska heitið á Kyiv. ■ Borgarstjórn fordæmir Rússa Lýst er stuðningi við fólkið í Úkraínu. 6 Fréttir 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.