Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 31
02 | 03 KL.20:00 MIÐVIKUDAGUR VÍKINGUR OG DANÍEL Hljómsveitarstjóri Daníel Bjarnason Einleikari Víkingur Heiðar Ólafsson Kynnir Halla Oddný Magnúsdóttir Þegar Víkingur Heiðar Ólafsson frumflutti píanókonsertinn Processions eftir Daníel Bjarnason á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2009 var augljóst að ný kynslóð væri í þann mund að setja mark sitt á íslenskt tónlistarlíf. Eftir margvíslega sigra þeirra beggja á alþjóðlegri grundu á undanförnum árum hefur Daníel nú samið nýjan píanókonsert fyrir Víking Heiðar, FEAST. Konsertinn var frumfluttur í Los Angeles þann 18. febrúar síðastliðinn og verður nú frumfluttur á Íslandi á tónleikum hljómsveitarinnar undir stjórn tónskáldsins sjálfs. Einnig verða flutt verkin Clockworking eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Lollapalooza eftir John Adams. Fáið ykkur sæti í Eldborg eða í sófanum heima því tónleikarnir verða einnig sendir út í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV, og eru þeir um klukkustundarlangir án hlés. Miðasala í Hörpu eða á sinfonia.is María Huld Markan Sigfúsdóttir Clockworking John Adams Lollapalooza Daníel Bjarnason FEAST K O N T O R R E Y K J A V ÍK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.