Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Ég hef örugglega verið í
kringum fleiri Covid-
sjúklinga en nokkur
annar.
26 Lífið 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Gylfi Þór Þorsteinsson kveður
brátt farsóttarhúsin eftir rúm
tvö ár sem forstöðumaður á
fordæmalausum tímum.
odduraevar@frettabladid.is
„Ég byrjaði nú bara á því að festast í
bakinu í gær þannig að ég er búinn
að vera heima í dag og í gær að vor-
kenna sjálfum mér og get varla
hreyft mig. Það segir manni kannski
eitthvað um framhaldið,“ segir Gylfi
Þór hlæjandi aðspurður hvað taki
við hjá honum þegar farsóttarhúsa-
tímabilinu lýkur.
Síðustu farsóttarhúsunum verður
lokað í Reykjavík eftir marsmánuð
en Gylfi Þór hefur rekið þau frá
fyrsta degi, síðan um miðbik ársins
2020. „Fyrstu þrjá mánuðina í starf-
inu var lítið sofið, nema kannski
einhverja tvo, þrjá tíma á nóttu,“
segir Gylfi Þór sem fyrst um sinn var
eini starfsmaður farsóttarhúsa hér
á landi, en síðar urðu þeir hundrað.
„Hvað hefurðu langan tíma?“
spyr Gylfi hlæjandi á móti þegar
hann er spurður hvað honum þyki
eftirminnilegast eftir þetta skrítna
tímabil í lífi sínu.
Meint sprengja eftirminnilegust
„Það var náttúrulega eftirminni-
legt þegar við mættum og sögðum
starfsfólki hótelsins að við værum
að taka yfir hótelið og gera það að
farsóttarhúsi,“ segir Gylfi Þór um
Hótel Lind sem varð fyrsta far-
sóttarhúsið.
„Þá varð það mjög eftirminni-
legt þegar fyrsti gesturinn, sem
var hælisleitandi frá Afganistan,
varð síðar starfsmaður hjá mér og
er enn,“ segir Gylfi en eðli málsins
samkvæmt var útlitið oft dökkt.
„Fyrsti Covid-sjúklingurinn sem
kom til okkar var ung ekkja sem
misst hafði manninn sinn hér á
Íslandi, sem var fyrsta andlátið hér
á landi úr Covid. Þarna vissi náttúr-
lega enginn neitt um þennan sjúk-
dóm, annað en að hann væri hættu-
legur.“
Þá sinntu húsin heimilislausum
og jaðarsettum einstaklingum allt
upp í tvær vikur í senn. Gylfi viður-
kennir að það hafi ýmislegt gengið
á á þessum tíma.
„Við höfum sinnt af brotamönn-
um sem komið hafa úr gæsluvarð-
haldi Covid-sýktir og því haft lög-
regluvakt á húsinu. Þá þurfti einu
sinni að kalla út sprengjusveit því
það fannst torkennilegur hlutur
fyrir utan hótelið og sprengjusveit
og hundar mættu á svæðið.“
Næsta starf vonandi eins
„Ég hef tekið þátt í öllum sýnatök-
um á fólki í húsinu. Ætli þetta séu
ekki svona um fimmtán þúsund
einstaklingar sem hafa komið til
okkar og ég tók þátt í sýnatökum á
þeim sem fóru í sóttkví, þannig að
ég hef örugglega verið í kringum
f leiri Covid-sjúklinga en nokkur
annar,“ segir Gylfi Þór sem þrátt
fyrir þetta hefur enn ekki smitast.
„En það hlýtur nú að koma að
því núna fyrst ég er hættur, eða að
hætta,“ segir Gylfi hlæjandi. Hann
kvíðir því ekki að segja skilið við
þennan viðburðaríka kaf la ævi
sinnar.
„Ætli maður byrji ekki á því bara
að fara í lagningu og bera á sig vel-
lyktandi og fara svo að leita sér að
vinnu,“ segir Gylfi Þór sem segist
sleppa við tómleikatilfinningu við
tilhugsunina um endalokin.
„Verður maður ekki bara að vona
að næsta starf verði spennandi líka
og þá þarf maður ekki að upplifa
neina tómleikatilfinningu,“ segir
Gylfi Þór hlæjandi. n
Úti er farsóttarævintýri
Gylfi Þór Þorsteinsson kveður brátt farsóttarhúsin eftir rúmlega tveggja ára ævintýr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
toti@frettabladid.is
Skjálftamælar Partýbúðarinnar
benda eindregið til þess að ösku-
dagurinn verði með fjörugasta
móti og Valgerður Gunnars-
dóttir verslunarstjóri spáir því að
Köngulóarmaðurinn muni sveif la
sér víða auk þess sem uppblásnar
risaeðlur eru líklegar til þess að
brölta um í slabbinu. Þá er ljóst
að grímubúningar hrotta og þol-
enda sem kenndir eru
v ið Net f l i x-þæt t-
ina Squid
G a m e
Uppblásnar risaeðlur troða slabbið
ríghalda enn í vinsældir sínar frá
því í fyrra.
„Ég held að þetta sé nú bara jafn-
vel meira en í fyrra,“ sagði Valgerður
þegar Fréttablaðið heyrði í henni í
miðri biðröðinni í Partýbúðinni í
gær þar sem börn og foreldrar voru
með hressasta móti.
„Squid Game er náttúrlega rosa
mikið í gangi og allt
þetta uppblásna
dót, risaeðlur,
g e i m f a r a r
og svoleiðis
er enn voða vinsælt en svo kemst
maður ekki neitt,“ segir Valgerður
og hlær dátt.
Squid Game-búningar voru mjög
eftirsóttir á síðasta ári en þá höfðu
þættirnir nýlega slegið í gegn og
framboðið af skornum skammti. Nú
sé úrvalið hins vegar miklu meira.
„Já, já, já. Aldeilis. Já, við fengum
grímur og búninga. Búningarnir eru
náttúrlega löngu búnir en grímurnar
eru svo sem enn þá til. Og svo náttúr-
lega er Spider-Man alveg rosalega
vinsæll. Ég held sko bara að annar
hver strákur verði Spider-Man.“
Valgerður bendir síðan á að hún
fái ekki betur séð en að öskudagur-
inn verði hvorki há- né lokapunktur
gleðinnar. „Maður finnur líka að
það er einhver partíhugur í fólki,“
heldur Valgerður áfram og bendir á
ýmis jákvæð merki þess að landinn
sé að losna úr viðjum veirunnar í
miklu stuði sem sjáist til dæmis á
því að stórar blöðru pantanir eru
allt í einu byrjaðar að berast á ný
og ásóknin í svokallaðar Hawaii-
skreytingar sé mikil. n