Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 1
Fólk getur alltaf komið
hingað og sótt um
alþjóðlega vernd.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
félags- og vinnumarkaðsráðherra
4 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 . M A R S 2 0 2 2
Sjálfsmark
Rússlands
Risaeðlur vaða
öskuslabbið
Íþróttir ➤ 16 Lífið ➤ 26
Fáðu tilboð í
tryggingarnar
á tm.is
2-3 DAGA
AFHENDING
Félags- og vinnumarkaðs-
ráðherra segir að tekið verði á
móti flóttafólki frá Úkraínu,
jafnvel þó að fjöldi sé hér
fyrir. Úkraínskir hælisleit-
endur séu ekki útilokaðir sem
flóttamenn.
tsh@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, félags- og vinnumark-
aðsráðherra, segir mikinn vilja hjá
ríkisstjórninni til að bjóða f lótta-
mönnum frá Úkraínu hingað.
Flóttamannanefnd var kölluð
saman á föstudag og Guðmundur fól
henni að fylgjast grannt með stöð-
unni og vinna með bæði öðrum Evr-
ópuríkjum og Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna. Einnig að
koma með tillögur að útfærslu mót-
tökunnar.
„Það liggur ekki enn þá fyrir
nákvæmlega með hvaða hætti það
verður en þau eru bara að vinna
þetta hratt og vel,“ segir Guð-
mundur. Óvíst er hvenær niðurstaða
nefndarinnar muni liggja fyrir.
Ríkisstjórnin bauð 120 afgönsk-
um f lóttamönnum til landsins
eftir valdatöku Talibana. Þá hafa 20
Úkraínumenn komið sjálfir hingað
til lands og óskað eftir alþjóðlegri
vernd sem og aðrir. Jón Gunnarsson
dómsmálaráðherra lét hafa það eftir
sér fyrir skemmstu að neyðarástand
ríkti hjá Útlendingastofnun sem
gæti teppt aðstöðuna fyrir f lótta-
mönnum frá Úkraínu.
Guðmundur segir af og frá að
flóttamenn sem eru hér fyrir standi
í vegi fyrir þeim sem koma frá Úkra-
ínu. „Það mun ekki gera það. Bara
alls ekki,“ segir hann. „Varðandi
Úkraínu þá er þetta bara eitt af því
sem við erum að skoða, með hvaða
hætti við munum standa að því að
bjóða fólk velkomið. Aðalatriðið er
það að fólk verður boðið velkomið
og við ætlum að taka þátt í því að
aðstoða við eina stærstu mannúðar-
krísu sem Evrópa hefur upplifað á
síðustu áratugum.“
Gat hann ekki svarað því hvort
farsóttarhótelin, sem verið er að
loka, fái það hlutverk að taka við
flóttamönnum. Framkvæmdin yrði
á vegum Útlendingastofnunar.
Aðspurður hvort fólk sem komið
hefur og sótt um hæli sé útilokað
frá því að verða boðið segir Guð-
mundur svo ekki vera.
„Fólk getur alltaf komið hingað
og sótt um alþjóðlega vernd. En
síðan er þetta spurning um hvernig
við útfærum það verkefni að taka á
móti f lóttafólki frá Úkraínu vegna
þess neyðarástands sem uppi er.“ ■
Útlendingastofnun ekki fyrirstaða
FERÐAÞJÓNUSTA Greinendur telja
að olíuverð um þessar mundir sé
í hámarki vegna innrásar Rússa í
Úkraínu. Þeir spá því að verðið verði
lægra í sumar. Ef svo fer væri það lán
í óláni fyrir f lugfélög því umsvif í
f lugi eru mun meiri á sumrin en á
veturna. Aðstæður geta þó breyst
hratt í stríði. Þetta segir Birgir Jóns-
son, forstjóri Play. SJÁ SÍÐU 8
Spá að olíuverð
lækki í sumar
Birgir Jónsson,
forstjóri Play
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur smalað saman hópi tónlistarmanna til að syngja breytta útgáfu af laginu We shall overcome, fyrir Úkraínu. Þar á meðal eru Þorsteinn
Einarsson, Ellen Kristjánsdóttir, KK og Ásgeir Trausti. „Mér finnst það sem er að gerast í Úkraínu ótrúlega dapurlegt. Ég hef áhyggjur af barnabörnunum mínum,“ segir Kári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR