Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 22
Sambíóin fagna fjörutíu ára afmæli í dag. Framkvæmdastjóri Samfilm segir eitthvað sérstakt við sálina í Álfabakkanum. arnartomas@frettabladid.is Það var þann 2. mars 1982 sem Bíóhöllin í Mjóddinni var opnuð með pompi og prakt. Árni Samúelsson eigandi sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði opnað öll sín fyrirtæki 2. mars og hefði það gefist vel. Opnun Bíóhallarinnar markaði upphaf Sambíóanna sem fagna þar með fjörutíu ára afmæli sínu í dag. „Þótt Álfabakkinn sé ansi gamall gefur hann hinum bíóunum í bænum ekkert eftir í samkeppni. Það er eitthvað við sál- ina hérna sem sumum finnst vera eins konar hjarta hérna í Mjóddinni,“ segir Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmda- stjóri Sambíóanna, sem hefur fylgt fyrir- tækinu frá upphafi og á einmitt afmæli í dag ásamt Elísabetu tvíburasystur sinni. Dagsetningin á opnun kvikmyndahúss- ins var því engin tilviljun á sínum tíma. Alfreð bendir á að í dag séu breyttir tímar, bæði hvað varðar myndirnar sjálfar og bíómenninguna. „Ég var bara smápjakkur, fimmtán ára gamall, þegar ég byrjaði að vinna í bíóunum,“ segir Alfreð og bendir á að á þeim tíma hafi verið mikið um áfengis- drykkju í bíósölunum. „Það voru engir pöbbar svo að fólk drakk oft í bíó og fór svo niður á Hallærisplan. Það gat stund- um verið erfitt að mæta í vinnuna svona ungur og takast á við eldri krakka sem voru drukknir. En þetta voru ógleyman- legir tímar og bíóin helstu samkomu- staðirnir þar sem pör kynntust og sam- bönd urðu til.“ Endurteknar dómsdagsspár Þótt bíóin séu í dag búin að skjóta traust- um rótum í íslensku samfélagi voru ekki allir sannfærðir á sínum tíma. „Þegar pabbi opnaði í miðri vídeóvæð- ingunni var tekið viðtal við hann á RÚV þar sem hann var spurður hvort það væri ekki óðs manns æði að opna kvik- myndahús,“ segir Alfreð. „Það er alltaf verið að spá fyrir um endalok bíóanna.“ Nú hafa bíóin lifað leigurnar af og segir Alfreð að samfélagslega þörfin eigi sinn þátt þar. „Við sáum það í faraldrinum þegar við fengum engar myndir erlendis frá og fórum að sýna eldri myndir hvað það voru margir að mæta. Það komu yfir tvö þúsund gestir á The Shining og yfir þrjú þúsund á Harry Potter-myndirnar. Fólki finnst gaman að koma og sýna sig og sjá aðra. Tilkoma samskiptamiðla veldur því að fólk talar opinskátt um það helsta sem er í gangi og þá verður mikilvægara að sjá myndirnar sjálfur sem fyrst og geta tekið þátt í umræðunni.“ Hjólin farin að snúast Síðustu tvö ár hafa reynst kvikmynda- unnendum ansi erfið en Alfreð segir áhugann ekki standa á sér nú þegar tak- mörkunum hefur verið aflétt. „Þetta er búið að vera upp og niður í faraldrinum. Það opnaðist smá glufa með Bond og Leynilöggunni í október sem endaði á að vera tekjuhæsti mán- uður fyrirtækisins. Þetta tekur smá tíma að vinna sig aftur inn en fer að gera það þegar stóru myndirnar byrja að detta inn.“ Alfreð segir að engin mikil hátíðar- höld séu plönuð þar sem óvissa í kring- um takmarkanirnar hafi verið svo mikil. Þeim sem fylgi Sambíóunum á sam- félagsmiðlum standi þó til boða að fá fjörutíu prósenta afslátt með kóða. En hvað er svo fram undan á árinu? „Það er auðvitað fullt af stórum mynd- um á leiðinni, og svo verða stórar breyt- ingar í Kringlunni þar sem við ætlum meðal annars að opna nýjan lúxussal. Bíóin verða líka alltaf að vera í sífelldri þróun og bjóða upp á nýjustu tækni og gæði,“ segir Alfreð og þakkar um leið starfsfólki Sambíóanna fyrir vel unnin störf í fjörutíu ár. n Það er alltaf verið að spá fyrir um endalok bíó- anna. Alfreð Ásberg Árna- son, framkvæmda- stjóri SambíóannaÁstkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hallgrímur Jónsson frá Laxamýri, verður jarðsunginn fimmtudaginn 3. mars í Laugarneskirkju kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir Ásgerður Hallgrímsdóttir Ingunn Elín Hróbjartsdóttir Jóna Hróbjartsdóttir Elín Margrét Hallgrímsdóttir Álfhildur Hallgrímsdóttir Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir, mamma, tengdamamma og amma, Margrét Hólm Magnúsdóttir sjúkraliði, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram í Akureyrarkirkju mánudaginn 7. mars, kl. 13. Gunnar Blöndal Kristín Hólmgrímsdóttir Guðrún Kristín Blöndal Sigurður Sveinn Sigurðsson Anna Bryndís Blöndal Haraldur Líndal Pétursson Magnús Blöndal Sylvía Kolbrá Hákonardóttir Orri Blöndal Bergþóra H. Bergþórsdóttir og ömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Marey Stefanía Björgvinsdóttir lést 8. febrúar sl. Útför fór fram í kyrrþey. Þökkum hlýjar kveðjur. Þórður Þorgrímsson Björgvin H. Þórðarson Þórný Þórðardóttir Brynjar Ólafsson og afkomendur. Auður Ingvarsdóttir tannsmíðameistari, Víðimel 60, er látin. Jarðsungið verður frá Neskirkju mánudaginn 7. mars klukkan 13. Rannveig Sigurðardóttir Hermann Þórisson Freyr Hermannsson Helga Rún Runólfsdóttir Nanna Hermannsdóttir Marinó Örn Ólafsson Hlynur, Sóley, Auður Lilja og Móeiður Gyða Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Andrésdóttir Hæðargarði 33, Reykjavík, sem lést 5. febrúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 4. mars kl. 11. Einar Snorri Sigurjónsson Edda Hannesdóttir Guðrún Birna Einarsdóttir Einar Garðarsson Ragnar Einarsson Linda Benediktsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Theodór Antonsson málarameistari, lést laugardaginn 19. febrúar. Útför fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 4. mars kl. 13.00. Aðalheiður Guðmundsdóttir Birgir Sigurðsson Jón Viðar Guðmundsson Þórunn Huld Ægisdóttir Jóhann Bjarnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Bíóveldi fagnar fjörutíu árum Við opnun voru sex sýningarsalir í Bíóhöllinni og rúmaði hún alls 1.025 gesti. MYND/AÐSEND Alfreð á vaktinni í Bíó- höllinni 1984. MYND/AÐSEND 1476 Orrustan við Grandson þar sem Karl djarfi bíður ósigur fyrir svissnesku ríkjunum. 1917 Nikulás 2. Rússakeisari segir af sér embætti. 1940 Togarinn Skutull frá Ísafirði verður fyrir árás þýskrar herflugvélar við Bretland. Þetta er fyrsta árásin á íslenskt skip í seinni heimsstyrjöldinni. 1956 Bandarísk herflutningaflugvél ferst með sautján mönnum djúpt út af Reykjanesi. 1957 Heilsuverndarstöðin í Reykjavík er vígð eftir að hafa verið sjö ár í byggingu. Fyrsta deild hennar hóf starfsemi 1953. 1969 Fyrsta tilraunaflug Concorde-þotu fer fram í Toulouse í Frakklandi. 1978 Skemmti- staðurinn Hollywood er opnaður í Ármúla í Reykjavík. 1993 Nick Leeson er handtekinn fyrir sinn þátt í því að koll- steypa Barings- bankanum. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.