Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. janúar 2022, kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar. Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar, fundargögn og hlekkur á fundinn verða afhent eftir skráningu á fundardag. Mosfellsbæ, janúar 2022. Stjórn ÍSTEX hf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi og að mestu á áætlun þrátt fyrir heimsfar- aldur kórónuveirunnar, sem staðið hefur yfir í tvö ár. Árið 2021 hefur stærsta verkefni NLSH ohf., sem stýrir Hringbraut- arverkefninu, verið uppsteypa nýs meðferðarkjarna. Það mun einnig verða langstærsta verkefnið 2022. Áætluð verklok þessa risavaxna steypuverkefnis eru í nóvember 2023, að því fram kemur í Fram- kvæmdafréttum verkefnisins. Meðferðarkjarninn, þ.e. hin eigin- lega spítalabygging, verður stærsta mannvirkið á svæðinu, tæplega 70 þúsund fermetrar, sex hæðir auk tveggja kjallara. Samtals hafa til þessa farið um 15.000 rúmmetrar af steypu í grunn- inn, þar af 12.500 rúmmetrar í húsið sjálft og 2.500 rúmmetrar í þrifalög. Alls eru þetta um 1.900 ferðir steypubíla. Búið er að steypa rúm- lega 20% af því magni sem áætlað er að fari í meðferðarkjarnann. Aðalverktaki uppsteypuverksins er Eykt hf. og helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru áframhaldandi vinna við móta- uppslátt, járnabendingu, jarðskaut, fyllingar og lagnir í grunni, segir Eysteinn Einarsson staðarverk- fræðingur í Framkvæmdafréttum. Vinna við undirstöður og botn- plötur í neðri kjallara er mjög langt komin og áætlað að henni ljúki um miðjan janúar. Samhliða er vinna við jarðskaut, fyllingar og lagnir í grunni í fullum gangi. Vinna við undirstöður í efri kjallara er hafin. Einnig er unnið við neðri kjallara- veggi sem og vinna við súlur. Utan- hússfrágangur kjallaraveggja er að hefjast sem og fyllingar að þessum veggjum. Útveggir nýs meðferðarkjarna verða byggðir upp að langmestu leyti sem svokallað „Unitized Wall System“, en það er heildstætt út- veggjakerfi sem boðið er út til hönnunar, framleiðslu og uppsetn- ingar. Um risavaxið samkeppnis- útboð er að ræða og sér NLSH um verkefnastýringu og umsjón með útboðinu í samvinnu við innlenda og erlenda ráðgjafa ásamt þátttöku Ríkiskaupa. Áætlað er að niður- stöður útboðs liggi fyrir um mitt þetta ár. Nýtt rannsóknahús, sem mun rísa vestan Læknagarðs HÍ, er ein af byggingum í heildaruppbygg- ingu Nýs Landspítala við Hring- braut. Það verður um 17.400 fer- metrar að stærð. Uppgreftri á lausu jarðefni er lokið og sprengi- vinna hafin á klöpp. Verktaki er Háfell ehf. og er áætlað að jarð- vinnu ljúki fyrri hluta ársins 2022. Jarðvinnu við bílakjallara, sem verður staðsettur undir Sóleyjar- torgi austan megin við meðferðar- kjarnann, er lokið og uppsteypa hefst á þessu ári. Bílakjallarinn verður rúmir sjö þúsund fermetrar að stærð og er hann hugsaður sem aðkoma fyrir þá sem eiga erindi á nýja spítalann, þ.e. sjúklinga og að- standendur. Á Sóleyjartorginu verður bein aðkoma að bráðamóttökunni og inn í spítalann. Bílakjallarinn verður á tveimur hæðum, hvor hæð um 3.500 fermetrar og verða þar um 180 bílastæði. Áætlað er að upp- steypu bílakjallara ljúki á árinu 2023, en hann verður tekinn í notk- un samhliða spítalanum. Við Sól- eyjartorgið er áformað að verði að- koma borgarlínunnar í framtíðinni. Áramótin 2020/21 Hér er grunnur meðferðarkjarnans tilbúinn og hægt að hefja steypuvinnu. Ljósmyndir/NSLH Áramótin 2021/22 Steypuvinnan gekk vel allt árið í fyrra og steypubílar streymdu í grunninn. Steypubílarnir fóru 1.900 ferðir - Uppbygging nýs Landspítala gengur vel - Uppsteypa meðferðarkjarnans er risavaxið verkefni Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bjóráhugafólk mun eflaust taka þeim fréttum fagnandi að í dag hefst sala á þorrabjór í Vínbúðunum. Sölutímabil þorrabjóra tekur beint við af jólabjórnum í Vínbúðum og rímar bjórúrvalið ágætlega við matarhefð Íslendinga á þessum tíma árs; stórir og þungir bjórar með þjóðlegum blæ margir hverjir. Síðdegis í gær höfðu 17 þorrabjórar verið skráðir til sölu hjá ÁTVR en búast má við að þeim fjölgi um minnst 3-4 á næstu dögum. Auk þess eru tvær tegundir þorra- brennivíns nú fáanlegar. Stærstu tíðindi þessa sölutímabils eru jafnan hvers konar Surti Borg brugghús sendir frá sér. Að þessu sinni eru Surtirnir fjórir. Surtur Nr. 93 er þroskaður á bour- bon tunnum, Surtur Nr. 8.15 er 13% og þroskaður á tunnum sem áður geymdu romm úr púðursykri, Surtur Nr. 8.16 er 12,2% og þroskaður í brómberjabrandí- tunnum og sá síðasti er Surtur Nr. 8.17 sem er 12,2% að styrkleika og þroskaður í Chartreause-tunnum. Að vanda sendir brugghúsið Steðji í Borgarfirði frá sér Hval 2 sem er bruggaður með taðreyktum lang- reyðar-eistum. Af öðrum sígildum þorrabjórum má nefna Þorra Kalda sem verið hefur sá vinsælasti á þessu sölutímabili undanfarin ár og Víking vetraröl. Dokkan á Ísafirði hefur bruggað Þorra Púka og The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum hinn bragðmikla 23.01.73 Porter. Þá kemur áhugavert hinderja- og kirsuberjaöl frá Segli 67 á Siglufirði og belgískt öl frá Ölverki sem kallast Sóði. Einna mest spennandi nýmetið á borðum þetta árið verður samstarfsbrugg Víking brugghúss og Böl brew- ing. Mætast þar mikil og sterk hefð á Akureyri og nýjar hugmyndir úr Reykjavík. Útkoman er bjórinn Trylltur sem er af gerðinni New Zealand Pils og er 6% að styrk- leika. Þorrabjór í sölu í dag - Um 20 tegundir verða á boðstólum í Vínbúðunum - Fjórar gerðir af Surtum Þorri Að þessu sinni sendir Borg brugghús frá sér fjóra Surti sem hafa fengið að þroskast á mismunandi tunnum. Samstarf Strákarnir í Böl brewing með Baldur Kára- son bruggmeistara hjá Víking brugghúsi á milli sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.