Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 20

Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. janúar 2022, kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar. Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar, fundargögn og hlekkur á fundinn verða afhent eftir skráningu á fundardag. Mosfellsbæ, janúar 2022. Stjórn ÍSTEX hf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi og að mestu á áætlun þrátt fyrir heimsfar- aldur kórónuveirunnar, sem staðið hefur yfir í tvö ár. Árið 2021 hefur stærsta verkefni NLSH ohf., sem stýrir Hringbraut- arverkefninu, verið uppsteypa nýs meðferðarkjarna. Það mun einnig verða langstærsta verkefnið 2022. Áætluð verklok þessa risavaxna steypuverkefnis eru í nóvember 2023, að því fram kemur í Fram- kvæmdafréttum verkefnisins. Meðferðarkjarninn, þ.e. hin eigin- lega spítalabygging, verður stærsta mannvirkið á svæðinu, tæplega 70 þúsund fermetrar, sex hæðir auk tveggja kjallara. Samtals hafa til þessa farið um 15.000 rúmmetrar af steypu í grunn- inn, þar af 12.500 rúmmetrar í húsið sjálft og 2.500 rúmmetrar í þrifalög. Alls eru þetta um 1.900 ferðir steypubíla. Búið er að steypa rúm- lega 20% af því magni sem áætlað er að fari í meðferðarkjarnann. Aðalverktaki uppsteypuverksins er Eykt hf. og helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru áframhaldandi vinna við móta- uppslátt, járnabendingu, jarðskaut, fyllingar og lagnir í grunni, segir Eysteinn Einarsson staðarverk- fræðingur í Framkvæmdafréttum. Vinna við undirstöður og botn- plötur í neðri kjallara er mjög langt komin og áætlað að henni ljúki um miðjan janúar. Samhliða er vinna við jarðskaut, fyllingar og lagnir í grunni í fullum gangi. Vinna við undirstöður í efri kjallara er hafin. Einnig er unnið við neðri kjallara- veggi sem og vinna við súlur. Utan- hússfrágangur kjallaraveggja er að hefjast sem og fyllingar að þessum veggjum. Útveggir nýs meðferðarkjarna verða byggðir upp að langmestu leyti sem svokallað „Unitized Wall System“, en það er heildstætt út- veggjakerfi sem boðið er út til hönnunar, framleiðslu og uppsetn- ingar. Um risavaxið samkeppnis- útboð er að ræða og sér NLSH um verkefnastýringu og umsjón með útboðinu í samvinnu við innlenda og erlenda ráðgjafa ásamt þátttöku Ríkiskaupa. Áætlað er að niður- stöður útboðs liggi fyrir um mitt þetta ár. Nýtt rannsóknahús, sem mun rísa vestan Læknagarðs HÍ, er ein af byggingum í heildaruppbygg- ingu Nýs Landspítala við Hring- braut. Það verður um 17.400 fer- metrar að stærð. Uppgreftri á lausu jarðefni er lokið og sprengi- vinna hafin á klöpp. Verktaki er Háfell ehf. og er áætlað að jarð- vinnu ljúki fyrri hluta ársins 2022. Jarðvinnu við bílakjallara, sem verður staðsettur undir Sóleyjar- torgi austan megin við meðferðar- kjarnann, er lokið og uppsteypa hefst á þessu ári. Bílakjallarinn verður rúmir sjö þúsund fermetrar að stærð og er hann hugsaður sem aðkoma fyrir þá sem eiga erindi á nýja spítalann, þ.e. sjúklinga og að- standendur. Á Sóleyjartorginu verður bein aðkoma að bráðamóttökunni og inn í spítalann. Bílakjallarinn verður á tveimur hæðum, hvor hæð um 3.500 fermetrar og verða þar um 180 bílastæði. Áætlað er að upp- steypu bílakjallara ljúki á árinu 2023, en hann verður tekinn í notk- un samhliða spítalanum. Við Sól- eyjartorgið er áformað að verði að- koma borgarlínunnar í framtíðinni. Áramótin 2020/21 Hér er grunnur meðferðarkjarnans tilbúinn og hægt að hefja steypuvinnu. Ljósmyndir/NSLH Áramótin 2021/22 Steypuvinnan gekk vel allt árið í fyrra og steypubílar streymdu í grunninn. Steypubílarnir fóru 1.900 ferðir - Uppbygging nýs Landspítala gengur vel - Uppsteypa meðferðarkjarnans er risavaxið verkefni Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bjóráhugafólk mun eflaust taka þeim fréttum fagnandi að í dag hefst sala á þorrabjór í Vínbúðunum. Sölutímabil þorrabjóra tekur beint við af jólabjórnum í Vínbúðum og rímar bjórúrvalið ágætlega við matarhefð Íslendinga á þessum tíma árs; stórir og þungir bjórar með þjóðlegum blæ margir hverjir. Síðdegis í gær höfðu 17 þorrabjórar verið skráðir til sölu hjá ÁTVR en búast má við að þeim fjölgi um minnst 3-4 á næstu dögum. Auk þess eru tvær tegundir þorra- brennivíns nú fáanlegar. Stærstu tíðindi þessa sölutímabils eru jafnan hvers konar Surti Borg brugghús sendir frá sér. Að þessu sinni eru Surtirnir fjórir. Surtur Nr. 93 er þroskaður á bour- bon tunnum, Surtur Nr. 8.15 er 13% og þroskaður á tunnum sem áður geymdu romm úr púðursykri, Surtur Nr. 8.16 er 12,2% og þroskaður í brómberjabrandí- tunnum og sá síðasti er Surtur Nr. 8.17 sem er 12,2% að styrkleika og þroskaður í Chartreause-tunnum. Að vanda sendir brugghúsið Steðji í Borgarfirði frá sér Hval 2 sem er bruggaður með taðreyktum lang- reyðar-eistum. Af öðrum sígildum þorrabjórum má nefna Þorra Kalda sem verið hefur sá vinsælasti á þessu sölutímabili undanfarin ár og Víking vetraröl. Dokkan á Ísafirði hefur bruggað Þorra Púka og The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum hinn bragðmikla 23.01.73 Porter. Þá kemur áhugavert hinderja- og kirsuberjaöl frá Segli 67 á Siglufirði og belgískt öl frá Ölverki sem kallast Sóði. Einna mest spennandi nýmetið á borðum þetta árið verður samstarfsbrugg Víking brugghúss og Böl brew- ing. Mætast þar mikil og sterk hefð á Akureyri og nýjar hugmyndir úr Reykjavík. Útkoman er bjórinn Trylltur sem er af gerðinni New Zealand Pils og er 6% að styrk- leika. Þorrabjór í sölu í dag - Um 20 tegundir verða á boðstólum í Vínbúðunum - Fjórar gerðir af Surtum Þorri Að þessu sinni sendir Borg brugghús frá sér fjóra Surti sem hafa fengið að þroskast á mismunandi tunnum. Samstarf Strákarnir í Böl brewing með Baldur Kára- son bruggmeistara hjá Víking brugghúsi á milli sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.