Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 1
Maður margra hatta Slaufun J.K.Rowling Björn Hlynur Haraldsson 16. JANÚAR 2022SUNNUDAGUR Hreyfinginaldrei einsmikilvæg Velgengni höf-undar HarryPotter er engulík, en hún hefursætt hörðumárásum fyrirskoðanir ámálefnumtrans- fólks. 8 Gauti Grétarsson sjúkra-þjálfari hvetur fólk til að hugsa vel um sig í faraldrinum. 24 Fylgdi bara eðlis-hvötinni KnattspyrnugoðsögninSol Campbell í viðtalivið SunnudagsblaðMorgunblaðsins. 12 Við leitum að metnaðarfu llu fólki í fjö lbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundart anga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, ra f- og vélvirkjun og fleira. Störfin henta öllum kynjum. Norðurá l leggur áherslu á heilsusam legt, örug gt og ánægjulegt starfsum hverfi og góðan starfsand a. Menntu nar- og hæfnikröfu r: 18 ára lágmarksaldur Dugnaður og sjálfstæði óf er skily rði ggisvitun d og árvekni Góð samskiptahæ fni Spenna ndi sumarstörf L A U G A R D A G U R 1 5. J A N Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 12. tölublað . 110. árgangur . SJÓNRÆN DAGBÓK TUTT- UGU MÁNAÐA FJÖLDI SPENN- ANDI SUMAR- STARFA Í BOÐI FINNA VINNU 6 SÍÐURSÝNING UM TÍMA 42 Um nýliðin áramót hækkuðu tengil- tvinnbílar í verði um tæpa hálfa milljón vegna þverrandi stuðnings stjórnvalda við kaupendur slíkra bíla. Hagstofan gefur ekki upp hversu þungt slíkir bílar vega við út- reikning á vísitölu neysluverðs en bifreiðakaup standa þó undir tæpum 5% af heildarkörfunni sem lögð er til grundvallar við mat á verðhækk- unum. Tölur Hagstofunnar sýna að bif- reiðaverð hefur haft hverfandi áhrif á hækkandi verðbólgu á síðasta ári en það gæti nú breyst, enda tæpur þriðjungur allra nýskráninga á bíla- markaði í tengslum við innflutning tengiltvinnbíla. »18 Ýtir undir verðbólgu Morgunblaðið/Ófeigur Bylting Rafvæðing bílaflotans hefur verið á mikilli siglingu, m.a. fyrir til- stilli ívilnana af hálfu hins opinbera. - Minni ívilnanir Háttsettir vestrænir vísindamenn töldu frá upphafi að líklegt væri að kórónuveiran hefði lekið út af rann- sóknarstofu í Kína fyrir slysni, en óttuðust að umræða um það myndi skaða vísindasamfélagið í Kína. Þetta kemur fram í tölvupóstum, sem birtir voru í vikunni. Sir Jeremy Farrar, forstjóri Well- come-sjóðsins, sendi tölvupóst hinn 2. febrúar 2020 til Anthonys Faucis og Francis Collins við Heilbrigðis- stofnun Bandaríkjanna, þar sem hann sagði að „líkleg skýring“ á upp- runa faraldursins væri sú að Cov- id-19 hefði þróast ört frá veiru í lík- ingu við Sars í vef úr mannslíkama á rannsóknarstofu með lágan öryggis- staðal. Hann sagði ennfremur að slík þróun gæti fyrir slysni hafa búið til veiru, sem væri kjörin til þess að smitast hratt á milli manna. Collins svaraði sir Jeremy að „frekari umræða myndi valda óþörf- um skaða fyrir vísindin almennt og vísindasamfélagið í Kína sérstak- lega“. Hann bætti við að hún gæti einnig laskað „alþjóðlegan sam- hljóm“ í viðureign við hinn þá ný- hafna faraldur. Í grein, sem vísindarithöfundur- inn Matt Ridley ritaði um þetta í Daily Telegraph, segir að þessir tölvupóstar sýni hryggilegan skort á hreinskilni og gagnsæi meðal vest- rænna vísindamanna, sem virðist hafa af pólitískum ástæðum viljað ráða niðurlögum tilgátu, sem þeim þótti sennileg. Í póstunum er einnig vitnað til vís- indamanna, þar á meðal sérfræðinga í Sars, sem töldu útilokað að veiran hefði þróast í náttúrunni. Vildu ekki ræða um veiruleka frá Wuhan - Grunur um veiruleka í upphafi - Ótti við skaðlega umræðu MSunnudagur »16-17 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hóf Evr- ópumótið á besta mögulega hátt í gærkvöld þeg- ar það sigraði Portúgal á sannfærandi hátt, 28:24, í Búdapest. Þar með eru möguleikarnir á að komast áfram úr riðlakeppninni strax orðnir góðir en Ísland mætir Hollandi annað kvöld. Ís- lensku leikmennirnir þökkuðu um fimm hundruð Íslendingum í stúkunni fyrir dyggan stuðning að leik loknum. »40-41 Ljósmynd/Szilvia Micheller Glæsileg byrjun Íslands á EM í Búdapest HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/mitsubishisalur Tryggðu þér nýjan tengiltvinnbíl á frábæru verði, frá aðeins 5.970.000 kr. til afhendingar strax. Komdu í heimsókn og prufukeyrðu Eclipse Cross. Mitsubishi Eclipse Cross PHEV Nýja ljósið í skammdeginu Til afhendingar strax ! Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti í nótt, og miðast sam- komutakmarkanir nú við að 10 manns megi koma saman í stað 20 áður. Þá verður spilasölum og skemmtistöðum lokað og fjölmennir viðburðir, þar sem fólk þurfti áður að fara í hraðpróf, verða ekki heimil- aðir. Aðgerðirnar eiga að gilda til 2. febrúar næstkomandi. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær ýmsar aðgerðir sem eiga að koma til móts við þann skaða sem fyrirtæki í veitingarekstri sem og íþrótta- og æskulýðsfélög hafa orðið fyrir vegna sóttvarnaaðgerða. Munu styrkir til fyrirtækja í veitinga- rekstri geta numið allt að 12 millj- ónum króna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í sam- tali við mbl.is í gær að stjórnvöld þyrftu að stíga fram með trúverðug- ar efnahagsaðgerðir til að draga úr því tjóni sem fyrirtæki myndu verða fyrir. Væntir hann þess að stjórnvöld leggi fram nánari útfærslu á aðgerð- um sínum strax eftir helgina. Hert fram til 2. febrúar - Komið verður til móts við fyrirtæki MHertar aðgerðir »2, 4 og 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.