Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Kór Hallgrímskirkju
Raddprufur
Raddprufur Kórs Hallgrímskirkju verða haldnar í lok janúar. Gerð er krafa um
fyrri kórreynslu og færni í nótnalestri. Kórinn æfir á þriðjudagskvöldum
klukkan 19-22 auk mánaðarlegra raddæfinga.
Í vor mun kórinn meðal annars halda tónleika og syngja aftansöng
á Boðunardegi Maríu, halda vortónleika með Barokkbandinu Brák
og fara í upptökur á nýrri íslenskri tónlist. Kórinn tekur virkan
þátt í helgihaldi Hallgrímskirkju.
Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason.
Áhugasamir hafi samband fyrir 23. janúar 2022
á netfangið kor@hallgrimskirkja.is.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég borðaði oft á Café Riis sem
krakki og unglingur en eftir að ég
fór sjálf að vinna hér fann ég svaka
góðu orku sem ég vil gjarnan við-
halda,“ segir Guðrún Ásla Atladóttir
sem tók við rekstri hins rómaða veit-
ingastaðar Café
Riis á Hólmavík
um áramótin.
Guðrún tekur
við staðnum af
frændfólki sínu,
þeim Báru Karls-
dóttur og Krist-
jáni Jóhannssyni,
sem ráku Café
Riis frá 2005. Þau
gáfu henni bestu
meðmæli í kveðju
sinni til viðskiptavina á facebooksíðu
staðarins enda Hólmvíkingur „bæði
af Bæjar- og Pálsætt“.
Athygli vekur að Guðrún er ekki
nema 22 ára og stendur ein í stafni
rekstursins þótt hún njóti liðsinnis
fjölskyldu sinnar. „Ég byrjaði að
vinna hjá Báru og Kidda árið 2020.
Kiddi og mamma mín eru systkina-
börn og svo er ég skyld Báru í gegn-
um afa minn. Ég er ættuð héðan en
ég er alin upp og hef dvalist lengi í
Skotlandi,“ segir Guðrún.
Hún lagði stund á háskólanám í
Skotlandi og útskrifaðist með BA-
gráðu í arkítektúr. „Einmitt þegar
faraldurinn var að bresta á. Planið
var að ferðast um Evrópu og finna
mér vinnu á flottri arkitektastofu en
það var ekki mikið verið að ráða á
þessum tíma enda allir heima að
vinna. Þá hringdi ég í Báru frænku
og fékk vinnu um sumarið 2020 hjá
henni. Ég varð bara ástfangin af
þessum stað,“ segir Guðrún.
Í elsta húsi bæjarins
Hún segist hafa starfað mikið í
þjónustugeiranum með námi sínu í
Skotlandi, meðal annars við veislur í
fínni kantinum, svo hún hafi búið að
góðri reynslu. „Bára og Kiddi tóku
vel á móti mér og kenndu mér vel.
Staðurinn var búinn að vera til sölu í
þrjú ár og ég fór að hugsa um þetta.
Svo sannfærði ég mömmu og pabba
um að mig langaði að kaupa Café
Riis og að ég vildi fara í þennan
rekstur. Þetta er fjölskyldufjárfest-
ing en ég er samt eigandinn.“
Guðrún getur þess að Café Riis sé
hálfgerð stofnun á Hólmavík. Veit-
ingastaðurinn er rekinn í elsta húsi
bæjarins sem var byggt árið 1897.
Húsið var gert upp árið 1995 og því
breytt í veitingastað.
Eldar fyrir 100 manns í hádeg-
inu á virkum dögum
„Mér hefur verið tekið mjög vel
enda held ég að það hafi verið mik-
ilvægt að fá heimamanneskju til að
viðhalda sögunni. Maður þekkir
næstum alla hér og það hafa allir
verið mjög glaðir og ánægðir með
þetta.“
Hún segir enn fremur að auk bæj-
arbúa sé algengt að fólk úr Reyk-
hólasveit og Búðardal sæki staðinn.
Mikilvægt sé að viðhalda styrk sam-
félagsins, og miðstöð eins og veit-
ingastaðurinn Café Riis sé í lykil-
hlutverki þar. Café Riis hefur verið í
fullum rekstri á sumrin en af-
greiðslutími hefur verið takmark-
aður á veturna. Pítsukvöld á föstu-
dögum hafa þó notið mikilla
vinsælda. Guðrún segir að hún ætli
sér ekki að breyta miklu í rekstr-
inum öðru en að uppfæra bókunar-
kerfi og auka drykkjarúrval.
„Maturinn hefur alltaf verið æðis-
legur. Ég var að vinna í eldhúsinu í
fyrrasumar og þá lærði ég alla þessa
klassísku rétti sem Bára hefur verið
að elda. Nú er ég að sjá um mötu-
neyti grunnskólans og leikskólans
og fyrir Hólmadrang og ætla að hafa
opið í hádeginu fyrir almenning
samhliða því. Ég er þegar að elda
fyrir hundrað manns og ætla að
bjóða upp á heimilismat og kaffi á
staðnum. Svo er hugmyndin að vera
með opið þegar það eru leikir í fót-
boltanum og handboltanum. Ég er
ung og full af orku svo það er ekkert
að því að vera stanslaust á vaktinni,“
segir veitingakonan. Hún bætir við
að rekstrinum fylgi Bragginn, gamla
samkomuhúsið á Hólmavík, sem
nýst hafi við ættarmót, tónleika,
brúðkaup og fleira og geti falið í sér
ýmsa möguleika.
Vinirnir furðu lostnir
Guðrún viðurkennir að endingu að
margir vinir hennar og kunningjar
hafi furðað sig á þessum ráðahag.
Hún hafi búið í stórborg mestallt sitt
líf og ferðast víða en sé nú búin að
binda sig niður í smábæ. „Sumir
skilja þetta ekki alveg. Þeir furða sig
á því hvað ég ætli að gera á stað þar
sem aðeins búa rúmlega tvö hundr-
uð manns. Mér finnst þetta bara svo
kósí. Pabbi ætlar að koma bráðlega
og vera með mér og mamma og syst-
ir koma um páskana og í sumar, þær
hafa báðar unnið á staðnum. Þetta
verður geggjað.“
Tekur við rómuðum
veitingastað 22 ára
- Guðrún Ásla er nýr eigandi Café Riis - Breytir engu
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Vinsæll Café Riis hefur notið vinsælda heimamanna og gesta um langt ára-
bil. Guðrún lærði af fyrri eigendum og hyggst litlu breyta í rekstrinum.
Guðrún Ásla
AtladóttirFaxaflóahafnir sf. í samstarfi við
Arkitektafélag Íslands hafa auglýst
eftir teymi til að vinna þróunaráætl-
un fyrir Gömlu höfnina í Reykjavík.
Markmið verkefnisins er að móta
framtíð Gömlu hafnarinnar og
marka framtíðarstefnu svæðisins.
Svæðið kallast alla jafna Gamla
höfnin innan Faxaflóahafna. Mörk
þess eru Harpa og Austurbakki til
suðausturs og Geirsgata/Mýrar-
gata. „Við mörk svæðisins eru stór
nýbyggingarsvæði, Hafnartorg,
Austurhöfn, Vesturbugt, Alliance-
reitur og Héðinsreitur, auk þess eru
á teikniborðinu breytingar við Toll-
húsið og Grófina,“ segir í auglýs-
ingu um samkeppnina á vef Faxa-
flóahafna.
Við Gömlu höfnina er að finna
starfsemi af margvíslegum toga.
Auk fiskvinnslu má nefna veitinga-
starfsemi og söfn. Hafsækin starf-
semi hefur breyst mikið undanfarin
ár og áratugi og nú er ekki talin
þörf á jafn miklu landrými fyrir haf-
sækna starfsemi á aðliggjandi lóð-
um og áður. Ekki er gert ráð fyrir
íbúðabyggð á skipulagssvæðinu.
Í auglýsingunni eru tiltekin nokk-
ur atriði sem leitað er eftir. Meðal
annars á að tryggja áfram haf-
sækna starfsemi á svæðinu. Bæta á
nýtingu innan lóða og endurnýta
byggingar. Leggja skal áherslu á
vistvænar og blágrænar lausnir og
vönduð almenningsrými. Skipulag
skal taka mið af hækkun yfirborðs
sjávar og tækifæri til landfyllinga
verði metin.
Skilafrestur umsókna er til mið-
nættis 3. febrúar nk. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Gamla höfnin Mikið hefur breyst síðan höfnin var tekin í notkun fyrir rúm-
lega eitt hundrað árum. Faxaflóahafnir ætla að þróa hana til framtíðar.
Móta framtíð
hafnarinnar
- Augum er beint að Gömlu höfninni
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það hefur aldrei nein skýring komið
fram á því hvers vegna þetta var
gert og ég held að það sé alveg ljóst
að þarna voru lög brotin,“ segir Ein-
ar S. Ágústsson húsgagnasmiður.
Einar hefur lagt fram kæru til um-
hverfis- og skipulagssviðs Reykja-
víkurborgar vegna þeirrar fram-
kvæmdar Orkuveitu Reykjavíkur að
tæma með varanlegum hætti stíflu-
lón ofan við Árbæjarstíflu í lok árs
2020. Í kærunni segir að lónið hafi
verið tæmt fyrirvaralaust, án sam-
ráðs við íbúa „og í andstöðu við fyrir-
liggjandi deiliskipulag án þess að
lögboðin leyfi til þessarar fram-
kvæmdar hafi legið fyrir“.
Einar býr skammt frá stíflunni og
hefur lengi gert. Hann leggur kær-
una fram í eigin nafni en segir að
hann komi fram fyrir hönd margra
sem gert hafi athugasemdir við
þessa framkvæmd á sínum tíma.
Í kærunni segir að fjarlæging
lónsins án deiliskipulagsbreytingar
sé í andstöðu við lög og gildandi
deiliskipulag, bæði það sem tók gildi
í desember 2020 og eldra deiliskipu-
lag enda hafi lónið verið á skipulags-
uppdráttum áratugum saman.
„Það að Orkuveita Reykjavíkur
hafi tekið sér það vald að eyða þessu
andliti og sérkenni Elliðaárdals og
breyta þannig varanlega landslagi
dalsins, umhverfi borgaranna og vin-
sælasta útivistarsvæði Reykjavíkur
er fullkomlega óásættanlegt. Auk
þess er þetta í algerri andstöðu við
gildandi lög og meginsjónarmið um
skipulag borga varðandi breytingar
á landslagi og mannvirkjum,“ segir í
kæru Einars.
Ósáttur við borgarstjórann
Hann segir að fólk sem býr í Árbæ
og labbar reglulega um svæðið sé
sammála um að tæming lónsins hafi
verið mistök. „Það eru allir sammála
um það sem sjá svæðið nú og hafa
séð svæðið áður. Ég verð að viður-
kenna að ég hef orðið fyrir vonbrigð-
um með mann sem segist vera
Árbæingur, alinn hér upp. Hann er í
forsvari í borginni en þykist ekkert
vita um þetta. Eitthvað myndu nú
miðbæjarbúar segja ef Tjörnin væri
allt í einu tæmd. Ég held að Dagur
og félagar myndu ekki samþykkja
það.“
Kærir tæmingu lónsins
- Óánægja íbúa með að lón ofan Árbæjarstíflu hafi verið
tæmt árið 2020 skilar kæru - Í andstöðu við deiliskipulag
Morgunblaðið/Eggert
Umdeilt Árbæjarlón var tæmt árið
2020 og var framkvæmdin umdeild.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Ársreikningaskrá sendi í morgun
tilkynningu til 58 félaga þar sem
þessum félögum var veittur fjög-
urra vikna frestur til að skila inn
ársreikningi eða eftir atvikum sam-
stæðureikningi,“ segir á vef Skatts-
ins í gær.
Þar kemur fram að þessum 58 fé-
lögum verði mögulega slitið ef þau
skila ekki fullnægjandi ársreikn-
ingi eða samstæðureikningi innan
þess fjögurra vikna frests sem þeim
er gefinn.
Sinni félögin ekki þessari áskor-
un mun ársreikningaskrá senda
héraðsdómi kröfu um skipti á búi
viðkomandi félags og verða engir
frekari frestir veittir.
Skatturinn hefur af þessu tilefni
einnig birt minnisblað þar sem far-
ið er yfir hvernig staðið er að
kröfugerð um slit félaga. Í lögum
um ársreikninga kemur fram að ef
ársreikningi eða samstæðureikn-
ingi hefur ekki verið skilað innan
sex mánaða frá því að almennur
frestur til skila rann út skal árs-
reikningaskrá krefjast skipta á búi
viðkomandi félags. „Þegar auglýs-
ing um skiptalok hefur verið birt í
Lögbirtingablaði er viðkomandi fé-
lag afskráð úr fyrirtækjaskrá,“
segir á minnisblaði Skattsins.
58 félögum verður
mögulega slitið
- Hafa ekki skilað ársreikningum
Morgunblaðið/sisi
Skatturinn 58 félög fá fjögurra
vikna frest til að bæta ráð sitt.