Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, fjallaði um ríkisfyrirtæki í grein sinni í Morgunblaðinu á miðvikudag. Þar benti hann á að ríkið er umsvifamikill eigandi fyrirtækja „sem mörg eru stór á ís- lenskan mæli- kvarða, um- svifamikil og í beinni eða óbeinni samkeppni við einkaaðila“. Hann vísaði í þessu sam- bandi til skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins um þetta efni þar sem fram komi að ríkið eigi alfarið eða ráðandi hlut í 42 ríkisfélögum af ýmsu tagi og að fjöldi stöðugilda væri vel á sjötta þúsund. - - - Óli Björn benti á að ríkið hefði í „gegnum áratugina sem betur fer látið af margvíslegri at- vinnustarfsemi, s.s. skipaútgerð, sementsverksmiðju, síldarbræðslu og bókaútgáfu“. Nú þykir sjálf- sagt að ríkið hafi hætt slíkri starfsemi, en það þótti ekki sjálf- sagt á sínum tíma. - - - Ýmis starfsemi ríkisins er enn í samkeppni við einkaaðila og ýmis ríkisfélög keppa í það minnsta að hluta til við einkafyr- irtæki. Ríkisútvarpið er augljóst dæmi um slíkt fyrirtæki og senni- lega kemur að því að sá rekstur mun þykja jafn furðulegur og bókaútgáfa ríkisins eða skipaút- gerð. - - - Telji ríkið nauðsynlegt að halda úti ákveðnum þætti af starfseminni sem óvíst er að einkaaðilar myndu sinna, svo sem tiltekinni þáttagerð, þá er einfalt að bjóða slíka starfsemi út og greiða einkaaðilum fyrir fram- leiðsluna. Með því móti mætti framleiða mun meira efni fyrir minna fé en nú fer í Rúv. Óli Björn Kárason Úrelt ríkisfélög STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkiskaup auglýstu í fyrrahaust eftir hugmyndum um nýtingu og líklegt söluverðmæti varðskipanna Týs og Ægis. Þau eru ekki lengur í notkun og verða seld ef viðunandi boð fást. Gögn bárust frá tveimur aðilum í skipin. Þetta staðfestir Sara Lind Guðbergsdóttir, starfandi forstjóri Ríkiskaupa. Seljendur skipanna, Land- helgisgæslan og fjármála- og efnahagsráðuneytið, fara nú yfir innkomin gögn og meta hvort grund- völlur sé fyrir áframhaldandi samtali. Boðið var upp á tvær skoðunarferðir í skipin en þátttaka í þeim var fremur dræm. Sara Lind segir að það skýrist mögulega af ástandinu í samfélaginu og árstíma. Bæði skipin eru smíðuð í Danmörku. Varðskipið Ægir var smíðað í Álaborg 1968 og er 70,1 metri að lengd og 10 metrar á breidd. Týr var smíðaður í Árósum 1975 og er 71,5 metrar að lengd og 10 metrar á breidd. Ægir fór í sína síðustu löggæslu- og eftirlitsferð um miðin sumarið 2015 og Týr í nóvember í fyrra. Bæði skipin liggja nú í höfn í Reykjavík. Í byrjun árs 2021 gáfu fjögur fyrirtæki sig fram þegar Ríkiskaup höfðu óskað eftir tilboðum og góðum hugmyndum um nýtingu Ægis. Meðal hug- mynda var að nýta skipið fyrir snjóflóðasafn á Flateyri. Ekkert varð af sölu skipsins í það skiptið. sisi@mbl.is Tvö „tilboð“ bárust í Tý og Ægi Morgunblaðið/G.Rúnar Til sölu Týr og Ægir hafa lokið þjónustu sinni. Reykjavíkurborg, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, hefur á vefn- um utbodsvefur.is óskað eftir um- sóknum arkitekta/hönnunarteyma um þátttöku í hönnunarsamkeppni vegna breytinga og endurbóta á Grófarhúsi við Tryggvagötu. Í húsinu eru nú Borgarbókasafn- ið, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Borgarskjalasafn. Húsið var upphaf- lega byggt 1931 sem vörugeymsla fyrir skipadeild SÍS eftir teikn- ingum Guðjóns Samúelssonar. Árið 1995 var það klætt með lituðum stál- plötum. Samkeppnin nær yfir endurbætur á ytra byrði hússins, þar sem borgin óskar eftir að færa bygginguna nær upprunalegu útliti, breytingar á innra skipulagi og innréttingum í núverandi byggingu bókasafnsins og innra skipulagi viðbyggingar. Að auki nær hún til mögulegra lausna á aðkomu og aðstöðu við húsið. Gert er ráð fyrir því að Borgar- skjalasafn verði flutt á nýjan stað. Könnunarviðræður hafa staðið yfir við Framkvæmdasýslu ríkisins um hugsanlega sameiginlega byggingu fyrir Þjóðskjalasafn og Borgar- skjalasafn. Um er að ræða hönnunarsam- keppni með forvali. Öllum er frjáls þátttaka í forvalinu og markmið samkeppninnar er að fá bæði reynd og reynsluminni hönnunarteymi til að koma með áhugaverðar tillögur að hönnun framtíðarbókasafns mið- borgarinnar, segir í lýsingu á sam- keppninni. Fimm teymi verða valin í forvalinu og boðið að taka þátt í samkeppninni. Þau fá hvert um sig 5.000.000 kr. án vsk. til að vinna til- lögur fyrir samkeppnina. Umsóknum skal skila inn eigi síð- ar en á hádegi 10. febrúar nk. sisi@mbl.is Grófarhús fært nær upprunalegu útliti - Reykjavíkurborg hefur auglýst hönn- unarsamkeppni Morgunblaðið/sisi Grófarhús Þar er að finna aðsetur nokkurra safna Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.