Morgunblaðið - 15.01.2022, Page 16

Morgunblaðið - 15.01.2022, Page 16
ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufirði Alls bárust 30.042 tonn af sjávar- fangi á land í Siglufirði á síðasta ári. Þorskur var í stórum meirihluta, eða 20.639 tonn, og því næst komu ýsa, 2.198 tonn, ufsi, 1.834 tonn, karfi/ gullkarfi, 978 tonn, grálúða, 779 tonn, og grásleppa, 311 tonn. Af öðrum tegundum – blálöngu, djúpkarfa, grásleppu, gulllaxi/stóra gulllaxi, hvítaskötu, keilu, löngu, lúðu, skar- kola, skjóttu skötu, skrápflúru, skötu, sólkola/þykkvalúru, steinbít og tindaskötu – var töluvert minna. Af rækju bárust í land 2.629 tonn. - - - Í árlegri vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands, 9. janúar, sáust hér 22 tegundir fugla. Þetta voru álka, bjartmáfur, díla- skarfur, fálki, fýll, gráþröstur, há- vella, hrafn, húsdúfa, hvítmáfur, sendlingur, silfurmáfur, skógar- þröstur, snjótittlingur, stari, stokk- önd, straumönd, svartbakur, svart- þröstur, teista, toppönd og æðarfugl. Talið var frá Máná á Dölum, vestan Strákaganga, að Ráeyri í Siglufirði. Alls voru þetta 1.320 fuglar. Auk þess sáust fjórir landselir. - - - Fjallabyggð auglýsti fyrir skemmstu eftir áhugasömum aðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði með það að leiðarljósi að þar geti orðið til öflug atvinnustarfsemi til framtíðar. Til flugvallarsvæðis telst flugbraut, flughlað og mannvirki ásamt land- svæði við flugvöllinn. Frestur til þess að skila inn umbeðnum gögnum er til og með 24. janúar næstkomandi. - - - Heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur og starf- semi Síldarminjasafns Íslands árið 2021, líkt og árið á undan; árið 2020 fækkaði safngestum t.d. um rúmlega helming. „Líðandi ár hófst með áframhaldandi samkomutakmörk- unum og bjuggum við okkur undir óbreytt ástand,“ segir á heimasíðu safnsins. „Sumarið fór hægt af stað – en gestum fór svo verulega fjölgandi eftir því sem á leið. Í fyrsta sinn urðu gestir í ágústmánuði fleiri en í júlí, sem alla jafna er stærsti mánuður ársins. September og október komu okkur svo algerlega í opna skjöldu og færðu okkur á fjórða þúsund gesti! Gestir ársins voru rétt rúmlega 20.000 talsins – sem gerir 73% aukn- ingu milli ára! Síldarsaltanir á plan- inu við Róaldsbrakka voru 27 og skipulagðar leiðsagnir um safnið 359 og hafa aldrei verið fleiri. Til viðbótar við gestamóttöku sinnti starfsfólk safnsins skráningu og faglegum störfum af kappi auk þess sem fram- kvæmdum í Salthúsinu hefur miðað vel áfram á haust- og vetrarmán- uðum.“ - - - Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður er bæjarlistamað- ur Fjallabyggðar 2022. Aðalheiður hefur sett upp rúmlega 200 einka- sýningar í 14 löndum og verk eftir hana má finna í einkasöfnum víða um heim. - - - Norðurljósin á laugardags- kvöldinu fyrir viku, sem m.a. lituðu himininn yfir Fjallabyggð, sáust alla leið til Skotlands. Það er fátítt. - - - Veturinn hefur verið tiltölulega mildur það sem af er, en fullnóg af myrkrinu. Nú er enda löngunar- augum horft til sólardagsins, sem er á næsta leiti. Sólin hvarf á bak við fjöllin í suðri 15. nóvember á síðasta ári, en fer á ný að varpa geislum sín- um yfir Ráðhústorgið á Siglufirði 28. þessa mánaðar. Þá verður henni að venju fagnað með pönnukökum og söng og kannski einhverju fleiru. - - - Siglufjarðarkirkja verður 90 ára í ágúst. Hinn 16. maí 1931 var byrjað að grafa fyrir húsinu og 29. júlí var steypuvinnu lokið á veggjum og lofti og ráðist í að steypa turninn. Hinn 15. ágúst 1931 var hornsteinn- inn lagður með viðhöfn en þá var kirkjan nær fokheld. Veturinn 1931- 1932 var hún fullsmíðuð og í lok júlí 1932 var altarið komið á sinn stað og eins prédikunarstóll, skírnarfontur (gerður af Ríkarði Jónssyni mynd- skera) og bekkir. Þegar svo Jón Helgason biskup vígði musterið, 28. ágúst 1932, voru liðnir rúmir 15 mán- uðir frá því byggingarframkvæmdir hófust. Var þarna risin stærsta kirkja á Íslandi í þá daga, að Krists- kirkju í Landakoti undanskilinni, sem hafði verið reist árið 1929. Siglu- fjarðarkirkja er um 35 metra löng og 12 metra breið. Turninn er um 30 metra hár. Hún tekur 300-400 manns í sæti. Hátíðarguðsþjónustu verður útvarpað á afmælinu, með þátttöku biskups Íslands, vígslubiskupsins á Hólum og prófasts, auk þeirra fleiri. - - - Daginn eftir, 29. ágúst, verða 125 ár liðin frá fæðingu Dýrfirðings- ins Guðmundar Ágústs Gíslasonar, sem er landsmönnum betur þekktur sem Gústi guðsmaður. Stefnt er að málþingi hér í bæ vegna þeirra tíma- móta. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Siglufjörður Styttan af Gústa guðsmanni er kennileiti í miðbænum, en í ár verða 125 ár liðin frá fæðingu Gústa, eða Guðmundar Ágústs Gíslasonar. Horft löngunaraugum til sólardagsins 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Vítamín í munnúðaformi skila hámarksupptöku í gegnum slímhúð í munni sem gerir þau afar hentug í notkun. BIRTU TIL Í SKAMMDEGINU MEÐD-VÍTAMÍN MUNNÚÐUNUM Draumasetrið, áfangaheimili fyrir fólk sem er að koma úr áfengis- og fíkniefnameðferð, hefur fengið styrk upp á 500 þúsund krónur úr Minn- ingarsjóði Gunnars Thoroddsen. Draumasetrið er við Héðinsgötu í Reykjavík og var því komið á fót af hjónunum Elínu Örnu Arnardóttur og Ólafi Hauki Ólafssyni árið 2013. Ekkert starfsfólk er á heimilinu fyr- ir utan þau hjón. Heimilið var stofn- að til þess að aðstoða fólk sem er að koma úr meðferð og veita því stuðn- ing og aðhald til að komast aftur út í lífið, segir í fréttatilkynningu. Minningarsjóður Gunnars Thor- oddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desem- ber 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Tilgangur sjóðs- ins er að veita styrk til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála. Gunnar Thoroddsen var borgar- stjóri í Reykjavík árin 1947-1959. Eftir það var hann þingmaður, fjár- málaráðherra, sendiherra, hæsta- réttardómari, prófessor við Háskóla Íslands, iðnaðar- og félagsmálaráð- herra og loks forsætisráðherra til ársins 1983. Úthlutun Borgarstjóri afhendir þeim Elínu Örnu Arnardóttur og Ólafi Hauki Ólafssyni, forstöðumönnum Draumasetursins, styrkinn. Draumasetrið styrkt - Úthlutað úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen - 500 þúsund krónur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.