Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 18
18 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
15. janúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.24
Sterlingspund 175.95
Kanadadalur 102.77
Dönsk króna 19.756
Norsk króna 14.799
Sænsk króna 14.358
Svissn. franki 140.63
Japanskt jen 1.1223
SDR 180.54
Evra 147.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.0265
« Brim hefur lokið við sölu skuldabréfa
í græna og bláa flokknum BRIM
221026 GB. Skuldabréfin eru með
lokagjalddaga 22. október 2026 og
bera 4,67% vexti.
Seld voru skuldabréf að nafnverði
2.500 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 5,10%.
Áður höfðu verið seld skuldabréf að
nafnverði 2.500 m.kr.
Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Brims, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið að sala
bréfanna tengist ýmsum verkefnum
sem fyrirtækið hyggst fara í á næstu ár-
um sem snúa að veiðum og vinnslu á
vottuðum fiskistofnum eins og þorski,
ufsa og karfa. „Þessar fjárfestingar
snúa meðal annars að bættri nýtingu á
hráefni, rafvæðingu hafnanna o.fl.,“
segir Inga Jóna.
Hún segir að Brim sé þegar búið að
tengja skip sín við rafmagn og heitt
vatn í Reykjavík en hugmyndir séu uppi
um að rafvæða höfnina á Vopnafirði þar
sem Brim er með uppsjávarvinnslu.
„Sjálfbærni og umhverfismál skipa
stóran sess hjá okkur og við erum núna
að vinna að fimmtu sjálfbærniskýrsl-
unni okkar sem kemur út í febrúar eða
mars nk. Þar kortleggjum við áhrif
starfseminnar á umhverfið,“ segir Inga.
Rafvæðing hafna og
bætt nýting hráefnis
Fjármagn Blátt og grænt vísar til um-
hverfismála til sjós og lands.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sérfræðingar Hagstofu Íslands
hafa staðfest við Morgunblaðið að
sú ákvörðun stjórnvalda að fella
niður ívilnanir vegna kaupa fólks á
tengiltvinnbílum muni koma fram í
útreikningum á vísitölu neysluverðs
á þessu ári. Um nýliðin áramót var
dregið úr ívilnunum þannig að þær
urðu helmingi minni en áður. Þýðir
það að á bifreiðar búnar eldsneytis-
og rafmagnsmótor eru nú 490 þús-
und krónum dýrari en fram til
þessa. Þá munu sömu bifreiðar aft-
ur hækka í verði sem nemur sam-
svarandi upphæð þegar svokallaður
15 þúsund bíla kvóti, sem innbyggð-
ur var í lög um ívilnanir til orku-
skipta, mun fyllast.
Morgunblaðið óskaði upplýsinga
frá Hagstofunni um það hvernig
þessar breytingar á gjaldtöku
tengiltvinnbíla myndu vigta inn í
vísitölu neysluverðs sem mæld er
mánaðarlega og hefur áhrif víða í
hagkerfinu, ekki síst við mat
peningastefnunefndar Seðlabank-
ans á því hverjir meginvextir bank-
ans skuli á hverjum tíma vera.
„Við getum ekki sagt til um
hversu mikil áhrifin verða. Við velj-
um bíla í verðmælingar meðal ann-
ars út frá nýskráningum, en það er
fleira sem hefur áhrif á það,“ sagði í
svari Hagstofunnar til Morgun-
blaðsins.
Þó er ljóst af svörum stofnunar-
innar að viðskipti með nýja tengil-
tvinnbíla hafa veruleg áhrif á mat á
verðbreytingum á bílamarkaði.
Skýrist það af þeirri staðreynd að
tengiltvinnbílar hafa verið í stór-
sókn á síðustu árum. Má í því sam-
bandi nefna að af öllum nýskrán-
ingum á árinu 2021 áttu 26,8%
tengiltvinnbíla þar hlut að máli eða
3.420 bílar í allt.
Í svari stofnunarinnar kemur
einnig fram að bifreiðakaup vega
4,8% í heildarútreikningum vísitöl-
unnar og að það ráðist af niðurstöð-
um úr árlegri rannsókn á útgjöldum
heimilanna.
Ekki kynt undir síðasta árið
Forvitnilegt er að rýna í verð-
lagsbreytingar tengdar bílakaupum
samkvæmt gagnagrunni Hagstof-
unnar. Þar má sjá að síðustu tólf
mánuði, meðan verðbólgan hefur
sótt verulega í sig veðrið og mælist
nú 5,1% á ársgrundvelli (skv. des-
embermælingu), þá hefur undirvísi-
tala bifreiðakaupa aðeins hækkað
um 1,1%.
Nokkuð aðra sögu má hins vegar
lesa úr sömu gögnum ef horft er
aftur um 24 mánuði. Þar hefur und-
irvísitala bifreiðakaupa hækkað um
rétt ríflega 10%, rétt eins og vísitala
neysluverðs. Það þýðir að undir-
vísitalan hefur verið á talsverðri
siglingu á árinu 2020, ólíkt því sem
raunin var árið 2021.
Verðbólga og loftslagsmál
Sú ákvörðun Alþingis að fram-
lengja ekki ívilnanir til handa þeim
sem ákveða að kaupa bíla sem bæði
geta gengið fyrir rafmagni og jarð-
efnaeldsneyti hefur mætt talsverðri
gagnrýni, ekki síst forsvarsmanna
bílaumboðanna og Bílgreinasam-
bandsins. Hefur þar verið bent á að
með þessu kunni að hægja á orku-
skiptum þar sem ekki séu allir
reiðubúnir á þessum tímapunkti til
að stíga skrefið til fulls og fara al-
farið yfir á rafbíl. Tengiltvinn-
tæknin sé rökréttur millileikur í
þeim efnum.
Það vakti talsverða athygli í lið-
inni viku þegar Isabel Schnabel,
fyrrverandi hagfræðiprófessor og
núverandi framkvæmdastjóri fjár-
málamarkaða hjá Evrópska seðla-
bankanum, benti á það í erindi hjá
American Finance Association að
aðgerðir til að sporna við loftslags-
breytingum gætu ýtt undir verð-
bólgu á evrusvæðinu, sem mældist
5% í desember. Aðgerðirnar ýttu í
mörgu tilliti undir orkuverð sem
gerði bankanum erfitt um vik að
halda í 2% verðbólgumarkmið sitt.
Hér á landi eru það hins vegar
ekki aðgerðir gegn loftslagsbreyt-
ingum sem geta ýtt undir verðbólg-
una í þessu tilliti heldur minnkandi
stuðningur yfirvalda við orkuskipti í
samgöngum – sem þó eru taldar
einn lykillinn að lausninni við lofts-
lagsvánni umtöluðu.
Afnám ívilnana mun hafa
áhrif á vísitölu neysluverðs
Morgunblaðið/Hari
Rafbílavæðingin Orkuskipti í samgöngum hafa verið á fullri ferð og sífellt
fleiri tengiltvinn- og hreinir rafbílar seljast nú á kostnað bensín- og díselbíla.
- Hærri virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla hefur víðar áhrif í hagkerfinu
Miklar breytingar
» Tengiltvinnbílar sem kost-
uðu 4 milljónir fyrir áramót
kosta nú tæpar 4,5 milljónir.
» Innan tíðar munu sömu bílar
kosta 5 milljónir að öllu
óbreyttu.
» Minni skattaafsláttur gerir
það að verkum að slíkir bílar
hafa þá á fáum mánuðum
hækkað um 25% í verði.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þegar faraldurinn skall á með full-
um þunga í haust stórjókst sala á
andlitsgrímum. Þegar grímuskylda
var tekin upp aftur, samhliða mikilli
útbreiðslu á smit-
um, varð allt vit-
laust að gera í söl-
unni. Eftir að fólk
fór að nota grím-
ur daglega hefur
salan verið jöfn
og þétt,“ segir
Hermann Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri
Kemi, en tilefnið
er metfjöldi smita af kórónuveirunni
undanfarið.
Staðan í Evrópu hefur áhrif
Hermann segir aðspurður að við-
skiptavinir séu duglegri en áður að
endurnýja grímurnar. „Þekkingin er
að aukast, verðið hefur lækkað og
aðgengið batnað. Þó hefur þrengt að
aðgenginu síðustu mánuði með því
að ríki Evrópu hafa verið í sama far-
vegi og við og glímt við gríðarlega
útbreiðslu smita.
Það hefur verið sami taktur í sölu
á sótthreinsispritti og í grímusöl-
unni. Sprittið hefur selst jafnt og
þétt og mörg fyrirtæki eru farin að
kaupa það í stærri pakkningum, til
dæmis fimm lítra, í stað þess að
henda litlu brúsunum þegar þeir
tæmast. Það er umhverfismál en nú
er lögð töluverð áhersla á að end-
urnýta umbúðir,“ segir Hermann.
Spurður hvað salan á grímum og
spritti vegi þungt í veltunni segir
Hermann hana hafa vegið allt að
20% af veltu síðustu tveggja ára.
Kemi hafi selt grímur í áratugi en
salan verið hverfandi miðað við
magnið sem selst í faraldrinum.
Meðal annars sæki fólk í grímur til
að hafa á ferðalagi erlendis sem séu
viðurkenndar af læknum. Það treysti
enda ekki hefðbundum grímum.
Á hinn bóginn hafi sala á einnota
hönskum minnkað mikið frá árinu
2020 enda séu snertismit nú álitin
mun sjaldgæfari en áður var talið.
„Sá markaður er nú svipur hjá
sjón en auðvitað var sá markaður
nokkuð stór fyrir. Það er til dæmis
skylda í öllum matvælafyrirtækjum
að nota einnota hanska.“
Faraldurinn á fleygiferð
En hvaða áætlanir hefur Kemi
gert um grímusöluna fram undan?
„Ef ég ætti að reyna að lesa í stöð-
una myndi ég giska á að við yrðum
með svipaða stöðu fram að páskum.
Útbreiðsla veirunnar er orðin mjög
almenn. Hún er komin í leikskóla og
barnaskóla og er á fleygiferð. Það
virðist útilokað að ná smitum mikið
niður nema lagt sé á útgöngubann,“
segir Hermann um horfurnar.
Hann telur aðspurður að sala á
grímum muni aukast varanlega. Það
sé vel þekkt í Asíu að fólk noti grím-
ur í miklu fjölmenni til að forðast
flensur og nýverið hafi hann verið á
Flórída þar sem grímunotkun var
útbreidd, án þess að vera skylda.
Þá sér hann fyrir sér að notkun á
spritti í verslunum muni aukast, ekki
síst vegna áherslu á að draga úr
notkun umbúða, þar með talið utan
um matvöru sem fólk handfjatlar. Til
dæmis ávexti og grænmeti.
Morgunblaðið/Eggert
Aukning Kórónuveirufaraldurinn hefur stóraukið eftirspurn eftir grímum.
Grímur seljast jafnt og þétt
- Grímur og sótthreinsivörur eru enn að baki fimmtungi veltunnar hjá Kemi
- Framkvæmdastjóri Kemi reiknar með mikilli sölu fram yfir komandi páska
Hermann
Guðmundsson