Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 21

Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 Aðstoð Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, segir máltækið. Það átti ágætlega við á Sæbrautinni nýverið þegar tvær konur aðstoðuðu hvor aðra með regnslárnar. Slíkur viðbúnaður getur komið sér vel í vetrarvætutíðinni. Kristinn Magnússon Á miðvikudaginn var ákváðu borgaryfirvöld að falla frá þeim skipulagsáformum í Bústaða- og Fossvogs- hverfi að láta reisa þar sautján, nýjar íbúða- blokkir meðfram sunnanverðum Bú- staðaveginum. Þetta undanhald borgaryf- irvalda kom eins og sólskinsblettur í heiði og því full ástæða til að óska íbúum til ham- ingju með þennan varnarsigur. Þess má geta að margir þessara íbúa eru orðnir langþreyttir á því að börn þeirra þurfi að sækja grunnskóla og leikskóla í önnur hverfi vegna lang- varandi vanrækslu á viðhaldi Foss- vogsskóla og leikskólans Kvista- borgar. Þessir íbúar áttu því ekki von á að borgaryfirvöld bættu gráu ofan á svart með því að kynna þeim fyrirhugaða innrás þéttingaröfga í hverfi þeirra með fyrrnefndum skipulagsáformum. Mótmæli íbúanna Þéttingaráformin vöktu hörð við- brögð og mikil mótmæli, sem m.a. komu fram á fjölmennum íbúafundi í Réttarholtsskóla hinn 8. desember sl. Þar bentu íbúarnir borgarstjóra góðfúslega á að þessar öfgar myndu þrengja mjög að byggðinni sem fyr- ir er, stuðla að óheyrilegu umferðar- og umhverfisraski á framkvæmda- tímanum, byrgja fyrir útsýni, lengja skugga og fækka sólarstundum, út- rýma gróðri og grænum svæðum meðfram Bústaðavegi, fækka bíla- stæðum nýrra og eldri íbúa, auka slysahættu við Bústaðaveg, fjölga íbúum án þess að bæta þjónustustig íbúanna, draga úr verðgildi eldri fasteigna og verða auk þess í ósam- ræmi við yfirbragð og sérkenni hinnar eldri byggðar. Öllu átti til að kosta til að ná fram slagorði borg- arstjórans um þéttingu byggðar! Kosningaskjálfti Borgaryfirvöldum var brugðið við þessi hörðu mótmæli í svo fjölmennum borgarhluta, svona rétt fyrir kosningar, og létu því framkvæma Gallup- könnun á viðhorfi íbú- anna. Niðurstaða henn- ar var sú að mikill meirihluti þeirra sem afstöðu tóku var and- vígur fyrirhugaðri þéttingu við Bústaða- veg og við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Borgaryfirvöld sáu sér því ekki annað fært en að brjóta blað í sam- skiptum sínum við borgarbúa, taka tillit til mótmælanna og draga þétt- ingaráformin til baka meðfram Bú- staðavegi þó þau þráist enn við á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Önnur ófriðarbál Um leið og því er fagnað að óbil- gjörn borgaryfirvöld láti loks undan harðri andstöðu og skýrum skila- boðum almennings þegar vegið er mjög gróflega að nánasta umhverfi fólks, hljóta samt að vakna eftirfar- andi spurningar: Hvers vegna eru áformin um þéttingu við gatnamót Háaleitis- og Miklubrautar ekki einnig dregin til baka, en þar er einnig meirihlutinn mótfallinn þétt- ingunni? Hversu aukinn þarf meiri- hluti íbúa að vera svo borgaryf- irvöld taki tillit til hans? Taka borgaryfirvöld einungis tillit til borgarbúa þegar minna en hálft ár er til borgarstjórnarkosninga? Hvað um öll hin ófriðarbálin sem borg- aryfirvöld hafa kveikt um alla borg vegna öfgafullra þéttingaráforma, s.s. eins og á reit Stýrimannaskól- ans, Veðurstofuhæð og samþykktu skipulagi sem gerir ráð fyrir að fimmfalda íbúafjölda Skerjafjarðar, án breytinga á umferðaraðkomu? Hvers vegna hefur ekki verið hlust- að á íbúa þessara svæða, né þeir fengið skoðanakönnun? Svar við síð- ustu spurningunni er hins vegar einfalt: Borgaryfirvöld vita að þau eru víða að framkvæma þétting- aráform sem borgarbúar myndu hafna, rétt eins og við Bústaðaveg- inn. Faglegt skipulag eða slagorðastefna Hvers vegna skyldi skipulags- stefna borgaryfirvalda hafa kveikt ófriðarbál um alla borg? Fyrir því eru hugmyndafræðilegar ástæður: Fagleg skipulagsvinna felst í mati á mörgum og ólíkum umhverfis- þáttum og skipulagsfræði snúast um rannsóknir á samverkandi áhrifum þessara þátta á mannlífið og um- hverfið. Skipulag þarf því að vinna á breiðum grunni, með opnum huga og margvíslegum tölfræðilegum upplýsingum. Einhliða, pólitískar slagorða- stefnur stuðla hins vegar að þröng- sýni og einhæfni, draga úr yfirveg- uðu mati og skilningi á því hvernig þróun eins þáttar hefur áhrif á ann- an. Þegar slagorð fara að móta sam- félög og umhverfi snúast þau oft upp í andhverfu sína eins og þau hafa nú þegar gert með skipulags- og samgöngustefnu borgaryfirvalda. Slagorð draga einnig úr umburð- arlyndi og hafna oftast lýðræðislegri samvinnu. Ákvörðun borgaryfirvalda sl. mið- vikudag er þó spor í rétta átt og batnandi mönnum er best að lifa. En þessi sömu yfirvöld hafa ekki tekið sönsum fyrr en þau átta sig á því að skipulag er fyrir íbúana sjálfa, ekki yfirvöld. Skipulag er alls staðar og alltaf fyrir íbúana, ekki einungis korter fyrir kosningar, og viðbrögð íbúanna við þéttingaröfg- unum við Bústaðaveg eru skýr skilaboð um gjaldþrota skipulags- stefnu. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Borgaryfirvöld vita að þau eru víða að framkvæma þéttingar- áform sem borgarbúar myndu hafna Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skýr skilaboð um gjaldþrota skipulagsstefnu Það ætti ekki að koma neinum á óvart að margir heimshlutar glíma við erfiða tíma. Skuggi heimsfarald- ursins hvílir á okkur öllum. Hiti, regn og ofsaveður herja á okkur nú þegar loftslagskreppan herðist. Sameinuðu þjóðirnar og sam- starfsaðilar okkar telja að 274 milljónir manna þurfi fé, mat, lyf, skjól og aðra mannúðaraðstoð í 63 ríkjum. Þetta er 17% aukning. Fjáröflunarstarf okkar miðar að því að tryggja að fólk lifi af, öðlist von og geti lifað við reisn. Þeir sem við hjálpum hafa orðið fyrir hamförum, orðið fyrir barðinu á átökum eða verið stökkt á flótta einfaldlega vegna fæðingarstaðar síns. Afganistan þarfnast nú 4,5 milljarða. Það þarf 2,8 miljarða til að hjálpa Eþíópíubúum að sigrast á þurrkum og átökum. Það kostar 10 milljarða að koma flóttamönnum víða um heim til hjálpar. Að hjálpa þeim sem eru í mestri hættu Áætlanir okkar byggjast á fé- lagslegum og efnahagslegum staðreyndum. Við reynum að forðast tvítalningu og erum með- vituð um kostnað. Við gerum okkur grein fyrir að við getum ekki gert allt. Við stefnum að því að hjálpa tveimur þriðju hlutum þeirra sem eru í mestri lífshættu eða hafa tapað öllu. Í mannúðarstarfi Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila okkar er tekist á við margs konar að- stæður og oft er um líf eða dauða að tefla. Árið 2021 útveguðum við 10 milljónum Jemenbúa heilsu- gæslu og komum í veg fyrir hungursneyð í Suður-Súdan. Okkur hefur tekist að verða klók- ari og skilvirkari. Við notumst í ríkari mæli við peningaflutninga og að koma aðstoð til fólks áður en neyðin nær heljartökum. Við vitum að hamfarir og stríð herja öðru vísi á konur en karla. Þær eru útsettari í ríkari mæli fyrir kynferðislegu ofbeldi og verða að leggja meira á sig til að sjá sér farborða. Verkefnin eru stundum mjög sértæk. Nýlega heimsótti ég at- hvarf fyrir fórnarlömb kynferð- islegs ofbeldis í Eþíópíu. Það læt- ur lítið yfir sér, stendur rótum í nærsamfélaginu og bjargar bók- staflega lífi kvennanna sem ég hitti. Þær höfðu verið misnotaðar í hatrömmu borgarastríði. Annars staðar í áætlun okkar fyrir árið 2022 er að finna aðstoð við Afganistan. Við sjáum um helmingi Afganistans fyrir mat og við sjáum sýrlenskum flótta- mönnum fyrir hita í vetrar- kuldum. Við bólusetjum milljónir í Mjanmar fyrir Covid-19 á sama tíma og við tryggjum skólagöngu barna annars staðar eftir jarð- skjálfta eða fellibylji. Við erum þakklát fyrir að hafa náð að safna 17 milljörðum dala til sameiginlegs mannúðarstarfs okkar. Stærstur hluti þess fjár kemur úr vasa skattgreiðenda í auðugum ríkjum. Þetta er sér- staklega rausnarlega í ljósi Co- vid-19-faraldursins. Að festa fé þar sem það skilar mestu Engu að síður þurfum við að minna ríku löndin á að þessi fjár- útlát eru aðeins lít- ið brot þess fjár sem varið er til hernaðar. Einnig að ef við ráðum ekki niðurlögum veir- unnar alls staðar, snýr hún aftur til að ógna okkur. Barnabörn okkar munu ekki fyrirgefa okkur ef við gerum ekki meira til að koma í veg fyrir og búa okkur undir loftslagshamfarir. Við höfum á að skipa öflugu hjálparstarfsbandalagi. Það skipa jafnt samtök heimamanna á hverjum stað sem öflugar sér- stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Ég er stoltur af því að vinna með þessari fjölbreyttu og sam- viskusömu sveit hjálparstarfs- manna sem flestir koma úr röð- um þeirra samfélaga sem við þjónum. Til þess að hjálparstarfsmenn geti leyst verkefni sín af hendi verðum við að treysta á að rík- isstjórnir, fyrirtæki, sjóðir og einstaklingar láti fé af hendi rakna til þeirra markmiða sem tilgreind eru í áætlun okkar um mannúðarstarf í heiminum 2022 (2022 Global Humanitarian Overview). Mannúð og auðmýkt Auk þess að halda í við sí- breytilegt neyðarástand víða um heim, ber hjálparstarfi að líta sjálft sig gagnrýnum augum. Okkur ber að hlusta í ríkari mæli á nauðstatt fólk og gefa því kost á að vera með í ákvarð- anatöku. Alþjóðlegu hjálparstarfi ber að sýna auðmýkt og virðingu í samstarfi við staðbundnar stofnanir og stíga til hliðar þeg- ar þess er ekki þörf. Við verðum að skera upp her- ör gegn kynþáttahyggju og hugsunarhætti nýlendustefnu innan vébanda stofnana okkar. Slík hugsun er svik við gildi okkar og grefur undan lögmæti okkar. Við verðum líka að bregð- ast harðar við misferli og mis- notkun. Nútímamannúðarstarf á rætur að rekja til blóðugra styrjalda í Evrópu á nítjándu öld. En að- stoð við bágstadda stendur sterkum rótum í öllum menning- arheimum og heimshlutum. Við erum öll hjálparstarfsmenn. Auðug ríki hafa varið trillj- ónum í aðstoð við þegna sína tengslum við Covid-19, hvort heldur sem er atvinnuleys- isbætur eða ókeypis bólusetn- ingar. Þetta er mannúðarastoð eða hjálparstarf í þágu eigin borgara. Í samanburði er 41 milljarðs dala ákall til langtíma hjálparstarfs aðeins dropi í haf- ið. Víða felst langtímalausn vanda í friðarsamningi eða lang- vinnri og kostnaðarsamri efna- hagslegri þróun. En í millitíðinni þurfum við á mannúðaraðstoð að halda til þess að halda fólki á floti og bjarga lífi þess. Slíkt er aldrei of dýru verði keypt. Hjálparstarf er aldrei of dýru verði keypt Eftir Martin Griffiths Martin Griffiths »Engu að síður þurf- um við að minna ríku löndin á að þessi fjárútlát eru aðeins lít- ið brot þess fjár sem varið er til hernaðar Höfundur er framkvæmdastjóri hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.