Morgunblaðið - 15.01.2022, Síða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
–– Meira fyrir lesendur
Sérblað Morgunblaðsins
kemur út 21. janúar
• Hvernig skipuleggur fólk efri árin?
• Áhugavert fólk sem lifir til fulls.
• Að finna ástina á efri árum.
• Hvernig á að skipuleggja fjármálin.
• Fólk lætur gamla drauma rætast.
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
Á BESTA
ALDRI
NÁNARI UPPLÝSINGAR
UM AUGLÝSINGAPLÁSS:
Bylgja Björk Sigþórsdóttir
Sími: 569 1148 bylgja@mbl.is
Ö
ll þekkjum við til fólks sem hefur mátt þola ofbeldi; líkam-
legt, andlegt, kynferðislegt. Viðurkenning á alvarlegum af-
leiðingum kynferðisbrota fer vonandi vaxandi og langlund-
argeð gagnvart þeim minnkandi eftir því sem fleiri
hugrakkir þolendur stíga fram, eins og sagt er. Það orðalag minnir á
að í norsku og sænsku heita framfarir einmitt framsteg. Við megum
líta svo á að þegar einhver stígur fram séu þar stigin framfaraskref.
Orðið glæpur er skylt því að glepja einhvern, þ.e. villa um fyrir ein-
hverjum, og einnig er það skylt því að vera afglapi. Orðið glæpur er ná-
tengt orðinu glópur. Samband æ og ó í slíkum orðavenslum er kallað i-
hljóðvarp og sams konar fyrirbæri þekkist víða í orðafjölskyldum í ís-
lensku, til dæmis í sögninni að tæla sem er skyld orðinu tál, eins og
þegar talað er um að draga fólk á tálar. Sama eðlis er samband a-
hljóðsins í lýsingarorðinu baldinn og e í ofbeldi, ofbeldismaður, ofbeld-
ishneigð. Baldinn merkir óstýrilátur og er orðið stundum haft um erfið
hross og þá sem illa fylgja almennum reglum eða þykjast of góðir til
þess.
Skylt sögninni að
brjóta er orðið
breytni og það þegar
talað er um að breyta
rétt. Breytni er
stundum fögur en
stundum ófögur. Ná-
skylt orð er lýsingarorðið breyskur. Orðabókarskýring á því orði er
þessi: „sem hættir til að hrasa og falla í freistni“. Tvíhljóðið ey í
breytni, breyta og breyskur er dregið með i-hljóðvarpi af hljóðinu au
sem sést í orðmyndinni braut, sem getur verið þátíð af sögninni að
brjóta, einhver braut af sér. Í nafnorðinu braut sést bein merking í
orðum eins og gangbraut, akbraut og sporbraut en einnig þekkjum við
að braut má nota í yfirfærðri merkingu eins og þegar haft er á orði að
fólk hafi lent á glæpabraut. Sá sem braut af sér sýndi af sér slæma
breytni; breytti sem sagt ekki rétt í einhverjum aðstæðum og þar með
var vikið af réttri braut. Svo að enn sé haldið áfram með hljóðavíxlin
má minna á að þegar sagt er að einhver hafi brotið af sér kemur fram
o, sem er enn eitt sérhljóðið sem birst getur í rót þessarar orða-
fjölskyldu. Það kemur einnig fram þegar talað er um brot, afbrot, kyn-
ferðisbrot.
Í skyldum tungumálum þekkjast hliðstæð hljóðavíxl í hinni fornu
norrænu rót. Á sænsku er sögnin í forminu bryta (bröt, brutit): de bröt
mot reglerna, de har brutit mot lagen. Brotamaður nefnist á sænsku
brottsling. Þennan orðaforða er gott að hafa á hreinu þegar fylgst er
með sænskum sakamálaþáttum.
Þeir eru sagðir áreitnir sem hafa í frammi áreitni. Sögnin að áreita
er samstofna því að reita til reiði. Í sænsku er sami uppruni í sagnorð-
inu reta sem þar merkir meðal annars að hvekkja og ergja. Orðið
áreitni tengist því að vera áreitinn með nákvæmlega sama orðmynd-
unarhætti og orðið ósvífni tengist því að vera ósvífinn og orðið ófyrir-
leitni tengist orðinu ófyrirleitinn.
Brot
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is
R
ússlandi er ekki lengur stjórnað í anda Marx og
Leníns. Því skeiði lauk fyrir 30 árum með
brotthvarfi Sovétríkjanna sem Vladimír Pútín,
forseti Rússlands, telur „meiriháttar geó-
pólitískar hamfarir“. Til að rétta hlut Rússa eftir hamfar-
irnar hernam Pútín hluta Georgíu árið 2008 og Úkraínu
árið 2014. Nú ræður hann yfir um 100.000 þungvopn-
uðum hermönnum við landamæri Úkraínu og heimtar að
viðurkennt verði áhrifasvæði Rússa í austurhluta Evr-
ópu.
Í mars árið 2014 flutti Pútín ræðu og færði innrásina í
Úkraínu í þann búning að sér væri skylt og Rússar hefðu
„rétt“ til að gæta og verja hagsmuni rússneskumælandi
minnihlutahópa í nágrannaríkjum sínum.
Eftir að Pútín réttlætti innrásir sínar á þennan hátt var
vitnað til orða hans sem Pútín-kenningarinnar. Nú í vik-
unni bættist nýr þráður í kenninguna.
Í ársbyrjun urðu óeirðir í fyrrverandi Sovétlýðveldinu
Kasakstan. Almenningur mótmælti verðhækkunum á
eldsneyti og almennt ömurlegum stjórnarháttum. Mánu-
daginn 10. janúar 2022 rökstuddi Vladimír Pútín ákvörð-
un sína um að senda rússneska
hermenn til að berja á mótmæl-
endum í Kasakstan með þeim orð-
um að Rússar myndu ekki þola
„litabyltingar“ í nágrannalöndum
sínum. Vísaði hann þar til mót-
mæla sem felldu valdamenn holla
Moskvuvaldinu í Georgíu og
Úkraínu.
Í fyrra stóð Pútín með Alexander Lúkasjenkó, einræð-
isherra í Hvíta-Rússlandi, þegar hann beitti almenna
borgara ofbeldi til að halda völdum. Nú sló hann skjald-
borg um Kassym-Jomart Tokayev, einræðisherra í Kas-
akstan, sem bað Pútín um hjálp enda hefðu íslamskir
hryðjuverkamenn reynt að gera stjórnarbyltingu í land-
inu.
Á fjarfundi með leiðtogum ríkja í Sameiginlega örygg-
isbandalaginu (CSTO) 10. janúar 2022 sagði Pútín að „al-
þjóðlegir hryðjuverkamenn“ hefðu ráðist á Kasakstan og
það væri skylda CSTO að styðja stjórn bandalagsríkis á
hættustund.
Fyrir utan Rússland og Kasakstan eiga Armenía,
Hvíta-Rússland, Kírgistan og Tadsjíkistan aðild að
CSTO. Íhlutun hermanna frá ríkjunum sýndi, sagði Pút-
ín, að þau myndu ekki þola að grafið yrði undan neinni
ríkisstjórn á svæðinu.
Enginn veit hvað Rússar verða lengi með her í Kas-
akstan en fréttaskýrendur segja að það boði ekki gott
fyrir þjóðirnar við suðurlandamæri Rússlands að
Moskvuvaldið vilji stjórna þar í gegnum leppa og sölsa
þannig undir sig náttúruauðlindir, olíu og gas, auk alls
annars. Halda þjóðunum lítt þróuðum og fátækum í
höndum arðræningja í skjóli Rússa.
Þegar Tékkóslóvakar vildu frelsi undan sovéska okinu
árið 1968 varð til Brésnef-kenningin til að réttlæta að
sovéskir hermenn væru sendir gegn almenningi í Prag.
Leoníd Brésnef, sovéskur leiðtogi Rússlands, sagði óþol-
andi að uppnám í einu sósíalísku ríki yrði til að skaða þau
öll. Réttmætt væri að binda enda á slíkt ástand með íhlut-
un og hervaldi.
Líkindin milli kenninga Brésnefs og Pútíns eru mikil
og aðferðin sem þeir beita sú sama: að senda her inn í
annað land til að gæta rússneskra hagsmuna.
Sama dag og Pútín réttlætti herför sína í Kasakstan
ræddu fulltrúar Bandaríkjamanna og Rússa saman í
Genf. Fundurinn var að kröfu Rússa. Hann snerist um
viðurkenningu á endurnýjuðu áhrifasvæði þeirra í Evr-
ópu: Úkraína mætti „aldrei, aldrei ganga í Nató“ og
Rússar ættu að ráða vopnakerfum Nató í nágrannalönd-
um Rússlands. Allt gæti gerst í krafti rússneska herafl-
ans við landamæri Úkraínu.
Viðurkenning á áhrifasvæði Rússa í Evrópu í tvíhliða
viðræðum þeirra við fulltrúa Bandaríkjastjórnar jafngilti
uppbroti. Fleygur yrði rekinn milli Bandaríkjamanna og
bandamanna þeirra í Evrópu.
Þess vegna voru aldrei neinar lík-
ur á að fundurinn í Genf breytti
nokkru í þessu efni þótt hann
stæði í rúmar sjö klukkustundir.
Fréttir gáfu á hinn bóginn þá
mynd að Rússar stæðu jafnfætis
Bandaríkjamönnum eins og Sov-
étmenn áður.
Fulltrúar Natóríkjanna 30 í Brussel hittu Rússa mið-
vikudaginn 12. janúar. Að fundinum loknum sagði Jens
Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, að hann hefði verið
erfiður. Rússar væru árásaraðilinn gagnvart Úkraínu:
„Hættusástandið er vegna Rússa. Það er mikilvægt að
þeir dragi úr spennunni.“
Þriðji alþjóðafundur vikunnar um kröfur Rússa var í
Vínarborg fimmtudaginn 13. janúar þegar fulltrúar 57
ríkja í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hitt-
ust. Helsinki-sáttmálinn frá 1975, sem dró úr spennu milli
austurs og vesturs í kalda stríðinu, er grundvöllur ÖSE.
Með Helsinki-sáttmálanum var hafnað kröfu Rússa um
að aðeins yrði samið um það sem Vesturveldin varðaði.
Opnuð var glufa bættra samskipta í fáein ár. Verði ekki
til slík glufa gagnvart Pútín og hans liði eftir þessa viku
er illt í efni. Við TASS-fréttastofuna rússnesku fimmtu-
daginn 13. janúar sagði Sergeij Rjabkov varautanríkis-
ráðherra að ekki yrði náð lengra gagnvart Nató en sam-
talið héldi áfram eftir nýjum leiðum. Til dæmis mætti
beita rússneska herflotanum yrði Rússum ögrað meira
og Bandaríkjamenn ykju hernaðarlegan þrýsting sinn.
„Við viljum þetta ekki, diplómatar verða að semja,“ sagði
hann eftir þessa hálfkveðnu vísu.
Rússar gefa ekkert upp um næsta skref Pútíns.
Leyndarhyggja og óvissa eru mikilvæg tól í vopnabúri
hans. Finnar og Svíar áréttuðu þess vegna um áramótin
að Pútín segði þeim ekki fyrir verkum í öryggismálum og
færðu sig nær Nató. Sé rússneski flotinn nefndur beinist
athygli að mikilvægi grunnþátta varna og öryggis Ís-
lands: varnarsamningsins, Nató-aðildar og norrænnar
samvinnu.
Árangurslaus viðræðuvika
Rússar gefa ekkert upp um
næsta skref Pútíns. Leynd-
arhyggja og óvissa eru mik-
ilvæg tól í vopnabúri hans.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Hæstiréttur Rússlands sam-
þykkti 28. desember síðast-
liðinn kröfu ríkissaksóknara lands-
ins um að loka Memorial-
stofnuninni rússnesku, en
tilgangur hennar er að halda á
lofti minningu fórnarlamba komm-
únismans og annarra alræðis-
hreyfinga tuttugustu aldar. Var
það haft að yfirvarpi, að stofnunin
væri tengd erlendum aðilum. Sak-
sóknari kvað stofnunina líka halda
því ranglega fram, að Ráðstjórnar-
ríkin hefðu verið hryðjuverkaríki,
jafnframt því sem hún dreifði rógi
um Föðurlandsstríðið mikla 1941-
1945.
Memorial-stofnunin talar fyrir
munn þeirra, sem varnað hefur
verið máls. Nú reyna hins vegar
Pútín og samstarfsmenn hans að
falsa söguna, hylja slóð glæpanna.
Ráðstjórnarríkin voru einmitt
hryðjuverkaríki. Það var eðlis-
munur á einræði Rússakeisara og
alræði kommúnista. Á tímabilinu
frá 1825 til 1905 var 191 maður
tekinn af lífi af stjórnmála-
ástæðum í Rússaveldi. Komm-
únistar drápu margfalt fleiri
fyrstu fjóra mánuðina eftir valda-
rán sitt í nóvember 1917. Talið er,
að samtals hafi um tuttugu millj-
ónir manna týnt lífi í Ráðstjórnar-
ríkjunum af völdum þeirra, auk
þess sem tugmilljónir manna
hírðust árum saman við illan að-
búnað í þrælakistum norðan heim-
skautsbaugs.
Það er síðan umhugsunarefni,
að Rússar skuli kalla þátttöku sína
í seinni heimsstyrjöld „Föður-
landsstríðið mikla“. Þess ber að
minnast, að það var griðasáttmáli
Stalíns og Hitlers, sem hleypti
styrjöldinni af stað, en hann var
undirritaður í Moskvu 23. ágúst
1939. Fram í júní 1941, þegar Hitl-
er rauf sáttmálann og réðst á
Rússland, voru þeir Stalín banda-
menn. Eftir að Hitler lagði Frakk-
land að velli sumarið 1940, börðust
Bretar einir (ásamt samveldislönd-
unum) gegn alræðisstefnunni. Þá
voru aðeins sex lýðræðisríki eftir í
Evrópu, Írland, Bretland, Ísland,
Svíþjóð, Finnland og Sviss.
Böðlarnir mega ekki fá að drepa
fórnarlömb sín tvisvar, í seinna
skiptið með þögninni.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Rússar loka Mem-
orial-stofnuninni