Morgunblaðið - 15.01.2022, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
K
vikmyndir um viðburði í
keppni greina hafa verið
vinsælar undanfarið og
má t.d. nefna baráttu
tenniskappans Björns Borg við erki-
fjanda sinn, John McEnroe, og löng
leikin myndskeið frá HM í knatt-
spyrnu í Svíþjóð 1958 með Pele í
aðalhlutverki. Einvígi Fischers og
Spasskís í Laugardalshöllinni sum-
arið 1972 voru gerð skil í kvikmynd-
inni Pawn Sacrifice og ný rússnesk
kvikmynd, um HM-einvígi Karpovs
og Kortsnojs í Baguio á Filipps-
eyjum árið 1978, Champion of the
World, fylgir í kjölfar vinsælda
Queen’s Gambit-þáttaraðarinnar.
Einvígið í Baguio var eitt best
teflda heimsmeistaraeinvígi sög-
unnar. Kortsnoj, var „óvinur Sov-
étríkjanna“ eftir að hafa „stokkið“
yfir einn sumardag árið 1976. Hann
stóð á hátindi getu sinnar og munaði
minnstu að hann ynni þessa baráttu
sem stóð í meira en þrjá mánuði og
taldi 32 skákir. Teflt var upp á sex
sigra og jafntefli ekki talin með. Kar-
pov, sem var 20 árum yngri en
Kortsnoj, tefldi hratt og örugglega
en fór stundum flatt á því að reyna
að notfæra sér tímahrak Kortsnojs.
En það var hið pólitíska leiksvið
sem átti athygli umheimsins og
furðulegar uppákomur sem tengdust
dulsálfræðingnum Zoukhar. Sá hafði
verið sendur til Baguio til að sitja á
fjórða bekk og stara í hnakkadramb-
ið á Kortsnoj, sem hafði sett upp
spegilgleraugu til varnar frægum
augngotum andstæðingsins. Hann
bað um stól svipaðrar gerðar og
Fischer fékk sendan frá Argentínu
þegar hann tefldi við Spasskí. Svefn-
leysi, „skilaboð“ í jógúrtskál, hætt
við handaband við upphaf skáka,
Internasjónalinn spilaður fyrir mis-
tök við setningarathöfn, Ananda
Marga-liðar á flótta undan réttvís-
inni, glaðlegur geimfari, „töframað-
urinn frá Riga“, Petra Leeuwerik,
Raymond Keene, Marcos forseti Fil-
ippseyja, Campomanes og fleira
fólk. Blaðamenn höfðu ærinn starfa.
Nokkrar stöður í skákunum urðu
frægar:
7. einvígisskák:
Kortsnoj – Karpov
Hér fór skákin í bið. Flestir áttu
von á sigri Karpovs. Biðleikur
Kortsnojs var 42. Dh8+ – og kepp-
endur sömdu um jafntefli! Menn rak
í rogastans en Murej, aðstoðar-
maður Kortsnojs, hafði fundið jafn-
teflisleið fyrir Kortsnoj í afbrigði
sem hefst með leikjunum: 42. … Ke7
43. Dg7+ Ke8 44. Dg8+ Kd7 45.
Hxd3+ Kc8 46. Hxd8+ Bxd8 47.
Kg1!
10. einvígisskák:
Karpov – Kortsnoj
– Sjá stöðumynd 2 –
Karpov lék nú riddara beint í
„dauðann“:
11. Rg5!
Leynivopn Karpovs. Hugmyndin
var 11. … Dxg5 12. Df3. Kortsnoj
lenti í erfiðleikum en náði að bjarga
jafntefli.
Þegar fram liðu stundir náði Kar-
pov 4:1-forystu með þessari brellu:
17. einvígisskák:
Kortsnoj – Karpov
Staða Karpovs hékk á bláþræði
lengst en nú hótaði hann máti á c1.
Kortsnojs í miklu tímahraki og lék
…
39. Ha1?? Rf3+!
og Kortsnoj gafst upp. Hann verð-
ur mát eftir t.d. 40. gxf3 Hg6+ og 41.
… Rf2 mát.
Endataflstækni Kortsnojs sveik
ekki nokkru síðar:
21. einvígisskák:
Kortsnoj – Karpov
Síðasti leikur hvíts var 58. Ke4-d5.
Nú gengur ekki 58. … Bxe5 vegna
59. Rd3! og vinnur. Framhaldið varð:
58. … Hd1+ 59. Rd3! Hxd3 60.
Ke4
– og Karpov gafst upp.
Karpov komst í 5:2 með sigri í 27.
skákinni en frábær taflmennska
Kortsnojs gerði honum kleift að
jafna metin. Eftir 31 skák var staðan
5:5 og allt undir. En Karpov vann 32.
skákina og einvígið 6:5 með 21 jafn-
tefli.
Kvikmynd um einvígi
Karpovs og Korts-
nojs í Baguio 1978
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is „Að mati dómsins
hefur stefnandi ekki
leitt að því haldbær rök
að stefndi Landsbank-
inn hf. hafi með samn-
ingi eða á annan hátt
yfirtekið þær skuld-
bindingar sem Lands-
banki Íslands hf. ber á
grundvelli sam-
komulagsins frá árinu
1997.“
Þetta er tilvitnun í dómsorð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur frá 12.11. 2021 í
máli þegar hann sýknaði aðildarfyrir-
tæki Lífeyrissjóðs bankamanna og ís-
lenska ríkið af kröfum vegna
Hlutfallsdeildar lífeyrissjóðsins, sem
höfðaði málið til að fá leiðréttingu á
uppgjöri ábyrgðar á skuldbindingum
Hlutfallsdeildar í aðdraganda hluta-
félaga- og einkavæðingar Lands-
bankans 1998.
Það er margt skrítið fyrir leikmann
eins og mig að finna í þessu dómsorði,
sem nálgast má m.a. á vefsíðu LIF-
BANK.is. En þetta er nú eitt það
skrítnasta. Ef Landsbankinn hf., sem
stofnaður var við hrun Landsbanka
Íslands hf. árið 2008, tók ekki við
skuldbindingum gamla Landsbank-
ans hvað varðar Lífeyrissjóð banka-
manna og Hlutfallsdeildina, hvers-
vegna í ósköpunum var þá sá ágæti
banki að borga aukin framlög í þann
sjóð öll þessi ár síðan, hvers vegna
var hann að ýta starfsmönnum á 95
ára regluna í óþökk sumra þeirra á
þessu tímabili og af hverju tók hann á
sig áfram aukinn rekstrarkostnað
sjóðsins í öll þessi ár?
Ekki síst, nýi Landsbankinn taldi
ekki breytinguna gagnvart lífeyris-
sjóðnum meiri en svo árið 2008, að
hann sá ekki einu sinni ástæðu til að
breyta um fulltrúa í stjórn, því sami
aðili var fulltrúi gamla og nýja Lands-
bankans í stjórn Lífeyrissjóðs banka-
manna fyrir og eftir hrun. Af hverju
var Landsbankinn hf. yfirhöfuð að
skipa mann í stjórn Lífeyrissjóðs
bankamanna allan þennan tíma ef
hann taldi sig engar
skuldbindingar hafa
gagnvart honum?
Kannski er þarna ein-
hver skýring á meintu
tómlæti, sem aðildar-
fyrirtækin bera fyrir sig
að lífeyrissjóðurinn hafi
sýnt (en ég persónulega
mótmæli, sbr. síendur-
tekin greinarskrif mín í
blöð um málið). Það er
nógu erfitt að standa í
málaferlum við launa-
greiðendur sína sem
fulltrúar starfsmanna í stjórn sjóðs-
ins eru að gera. En að standa í mála-
ferlum við sjálfan sig, eins og fulltrúi
bankans og fulltrúar aðildarfyrir-
tækjanna í stjórn Lífeyrissjóðs
bankamanna hafa í raun neyðst til að
gera í ofannefndu máli, hlýtur að vera
mjög vanþakklátt og erfitt.
Maður verður að vona að Lands-
réttur snúi þessum sýknudómi við,
enda afar ósanngjarnt að einungis
annar aðili samnings (í þessu tilfelli
lífeyrisþegar) taki á sig allan þung-
ann af forsendubresti sem verður
þegar grundvöllur samningsins reyn-
ist sannarlega rangur samkvæmt út-
tekt dómkvadds matsmanns (og
hvorki héraðsdómur né aðildarfyrir-
tæki virðast bera brigður á). Fyrir
vikið er nú þegar búið að lækka laun
lífeyrisþega um 15%, en samkvæmt
vefsíðu LIFBANK.is er miðgildi líf-
eyrisgreiðslna úr Hlutfallsdeildinni
180 þúsund kr. á mánuði. Landsbank-
inn, sem nú er aftur í eigu ríkisins
eins og hann var þegar ofannefnt
samkomulag var gert 1997, skilar á
meðan milljarða hagnaði á hverju ári.
Forsendubrestur
veldur 15%
launaskerðingu
Eftir Kjartan
Jóhannesson
»Nú þegar er búið að
lækka laun lífeyris-
þega Hlutfallssjóðsins
um 15%, Landsbankinn
skilar á meðan milljarða
hagnaði á hverju ári.
Kjartan Jóhannesson
Höfundur er lífeyrisþegi.
Helgi Seljan fæddist 15. jan-
úar 1934 á Eskifirði. Foreldrar
hans voru Elínborg Kristín
Þorláksdóttir og Friðrik Árna-
son, og fósturforeldrar voru
Jóhanna Helga Benedikts-
dóttir og Jóhann Björnsson.
Helgi ólst upp í Seljateigi
við Reyðarfjörð og tók kenn-
arapróf frá Kennaraskóla Ís-
lands 1953. Eftir kennslu á
Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði
var Helgi skólastjóri á Reyð-
arfirði 1962-1971 og sat í
hreppsnefnd Reyðarfjarðar-
hrepps 1962-1966 og 1970-
1978. Helgi var þingmaður Al-
þýðubandalagsins 1971-1987.
Hann starfaði síðan hjá Ör-
yrkjabandalagi Íslands og var
framkvæmdastjóri þar til
2001.
Helgi var formaður Verka-
lýðsfélags Reyðarfjarðar 1958-
1966, sat í stjórn Leikfélags
Reyðarfjarðar 1959-1968 og í
stjórn Bandalags íslenskra
leikfélaga 1968-1974, þar af
tvö ár sem formaður. Hann sat
í bankaráði Búnaðarbankans
frá 1973-1986. Helgi starfaði
ötullega fyrir Félag eldri
borgara í Reykjavík. Hann gaf
út bæði ljóðabækur og bækur
um gamanmál og skrifaði ótal
greinar í blöð og tímarit.
Eiginkona Helga er
Jóhanna Þóroddsdóttir, f.
1934, búsett í Reykjavík. Börn
þeirra eru fimm.
Helgi lést 10.12. 2019.
Merkir Íslendingar
Helgi Seljan
Morgunblaðið/Chessbase.
Spegilgleraugun Viktor Kortsnoj í
meðförum Konstantins Khabensky.