Morgunblaðið - 15.01.2022, Page 24

Morgunblaðið - 15.01.2022, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 Þegar ég varð stúdent þá vildi hún amma mín endilega halda mér veislu. Vildi hún að ég byði vinum mín- um úr mennta- skólanum í veisl- una. Ég bauð þeim átta. Þetta voru sex strákar og tvær kærustur. Með ömmu vorum við tíu. Og þarna var veisluborð í stofunni hlaðið snittum og góðgæti. En mest varð vinum mínum star- sýnt á allar áfengisflöskurnar. Þarna var rauðvín, hvítvín, rósavín, viskí, vodki, gin og koníak. Flöskurnar voru miklu fleiri en gestirnir. Vinir mínir störðu á öll vín- föngin því ein- hvern veginn hafði þeim ekki dottið í hug að hún amma mín myndi bjóða okk- ur upp á vín. Hver á að drekka allt þetta vín? spurði Halli Hrafns. Nú, auð- vitað þið, sagði amma, þið eruð stúdentar og stúdentar eiga að drekka og vera glaðir. Hún amma mín vissi hvað hún söng, enda var hún trúuð kona. Kannski finnst einhverjum þetta undarleg lýsing á gamalli konu. En tilfellið er að oft fer saman trú, gleði og glaumur. Í Jóhannesarguðspjalli er sagt frá því þegar Jesús gerði sitt fyrsta kraftaverk eða tákn eins og Jóhannes kýs að kalla þenn- an gjörning. Jesú var boðið í brúðkaup í þorpinu Kana í Galí- leu ásamt móður sinni og læri- sveinum. Og í veislunni gerðist það að vínföng þraut. Og María bað Jesú þá að bjarga mál- unum. Og Jesús bauð þernunum að ausa vatni á ker og barma- fylla þau. Síðan breytti Jesús vatninu í gómsætt rauðvín. Og þetta gerði Jesús til að veislu- gleðin gæti haldið áfram. Þetta var kraftaverk gleðinnar og samkvæmt Jóhannesi þá var þetta fyrsta táknið um að nú væri tíminn fullnaður og guðs- ríkið í nánd. Og þetta var stór gjörningur því samkvæmt guð- spjallinu þá voru þetta einir hundrað lítrar af rauðvíni. Lík- lega hafa lítrarnir verið fleiri en veislugestirnir! Af einhverjum ástæðum virðast sumir halda að trúað- ir kristnir menn séu svo alvörugefnir að það jaðri við að þeir séu leiðinlegir. Þann- ig ætti það auðvitað ekki að vera. Því boðskapur Jesú Krists var af post- ulunum nefndur fagnaðarerindi. Er til meiri fögnuður en sá að vita að yfir ver- öldinni vaki almáttugur Guð, sem líti á okkur sem börnin sín, elski okkur og þekki með nafni? Og er lífið ekki dásamlegt? Þeg- ar Biblían segir frá sköpun lífs- ins hér í heimi þá lýkur sér- hverjum degi sköpunarinnar á því að Guð lítur yfir verk sitt, dásamar það og segir að það sé gott. Lífið hér í heimi á að vera gott og það væri það ef vilji Guðs fengi að ráða. Þegar Jesús talaði um guðsríkið og lífið hjá Guði þá talaði hann gjarnan í lík- ingum. Og algeng- asta líkingin, sem Jesús notaði um lífið í guðsríki, var him- nesk veisla: Líkt er himnaríki manni er gjöra vildi góða veislu. Veislan í brúðkaupinu í Kana var eins og forsmekkur þeirrar himnesku veislu, sem okkur öll- um er búin á himnum. Gleðin er gjöf Guðs. Því miður er nú hlé á veislum og skemmtilegheitum á Íslandi. Stúdentar og menntaskólanem- ar mega ekki stíga dans á Ís- landi né halda böll og skemmt- anir. Því veldur kóvíð-pestin, sem nú gengur yfir heims- byggðina. Biskup biður presta um að messa ekki. Kirkjum er lokað, veitingahús mega bara hafa opið í hálfa gátt. Þetta er hörmungatíð, leiðindaástand. Það er alltaf svolítið trist að vera uppi á sögulegum tíma. Spænska veikin, sem geisaði hér fyrir hundrað árum, stóð yfir í þrjú ár. Vonandi mun kóv- íð-pestin vara skemur. Vonandi munu stúdentar geta gert sér glaðan dag næsta sumar og gengið syngjandi um götur bæj- arins. Það er mín bæn og ósk á nýju ári. Það væri kraftaverk gleðinnar. Kirkjan til fólksins Mynd/Paolo Veronese, Wikipedia Brúðkaupið í Kana Algengasta líkingin, sem Jesús notaði um lífið í guðsríki, var himnesk veisla. Kraftaverk gleðinnar Eftir Magnús Erlingsson Magnús Erlingsson Því miður þá er nú hlé á veislum og skemmtileg- heitum á Íslandi. Stúdentar og menntaskóla- nemar mega ekki stíga dans á Ís- landi né halda böll og skemmt- anir. Höfundur er prestur í Ísafjarðarprestakalli. Nýlega og ítrekað höfum við verið minnt óþægilega á mikilvægi varna gegn tölvu- glæpum þegar íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið fyrir net- árás tölvuþrjóta sem læsa tölvugögnum með dulritun, taka tölvukerfi í gíslingu og krefjast lausnar- gjalds. Einnig hafa óprúttnir að- ilar nýtt sér öryggisgalla eins og nefnt hefur verið í fréttum þar sem þeir koma inn óværum til þess hreinlega að fylgjast með og leita eftir hentugum fórnar- lömbum. Vægðarlausar netárásir sem þessar hafa færst í vöxt á heimsvísu undanfarin misseri. Að mörgu þarf að hyggja ef var- ast á gagnagíslatöku (e. ransom- ware). Í þessari grein mun ég fara yfir hvað lítil og meðalstór fyrir- tæki geta gert til að minnka lík- urnar á því að þau missi gögn til óprúttinna aðila. Mun ég ræða það sem snýr að fyrirtækjum sem not- ast við skýjaþjónustur eða aðrar vefþjónustur en keyra að öðru leyti ekki sín eigin kerfi innan- húss. Hvernig er hægt að fyrirbyggja gagnagíslatöku? Nokkur atriði skipta máli til að draga úr hættu á gagnagíslatöku. 1. Trygg og regluleg öryggis- afritunartaka. Mikilvægi þess að eiga reglu- bundið afrit af gögnum fyrir- tækisins utan tölvukerfisins, á öruggum og ósnertanlegum stað, er óumdeilt. Gagnatap getur verið afar kostnaðarsamt og afritun hreinlega bjargað rekstrinum. Tryggja þarf að gögnin séu geymd dulkóðuð og að flutningur þeirra sé einnig dulkóðaður alla leið frá tölvu eða skýi yfir í gagnaverið. Afritun þarf að vera sjálfvirk af öllum tölvugögnum, svo sem möppum, skjölum, ljósmyndum og öðrum skrám sem eru eingöngu vistuð beint á tölvuna eða netþjón- inn. Mikilvægt er að kerfið geymi útgáfur af öllum skjölum þannig að góð skjalasaga sé til staðar. Einnig skiptir máli að hægt sé að endurheimta gögn á einfaldan og skjótvirkan máta, meðal annars með því að ræsa tölvuna í skýinu, setja tölvuna upp á nýjan tölvubún- að, hlaða niður gögn- um eða endurheimta einstök drif o.s.frv. 2. Fræðsla og þjálf- un starfsmanna. Starfsmenn eru iðu- lega veikasti hlekk- urinn í netvörnum. Oft er óværu komið fyrir í tölvunni með hlekkjum eða viðhengjum í tölvu- pósti, óöruggum heimasíðum, skilaboðum á samfélagsmiðlum eða boðum í símann. Þetta geta verið myndir, YouTube-myndbönd, zip- skrár eða MP3-skrár. Fræðsla starfsmanna um helstu netógnir er lykilatriði. Starfsmenn þurfa að halda vöku sinni og forðast að smella á hlekki í tölvupóstsend- ingum án þess að kanna fyrst eftir öðrum leiðum, t.d. með símtali, hvort sendandinn sé traustur og hafi í raun sent viðkomandi tölvu- póst. Einnig ber að forðast að nota óþekkta minnislykla eða hlaða nið- ur hugbúnaði eða skrám frá óþekktum vefsíðum. Áreiðanlegar og sannreyndar vefsíður eru með öryggisdulkóðun (SSL) eða https- tengingu en það er rafrænt örygg- isnet sem passar upp á að óprúttn- ir aðilar geti ekki stolið þaðan við- kvæmum upplýsingum. 3. Reglulegar öryggisupp- færslur. Tölvuþrjótar elska galla og þess vegna geta uppfærslur á net- þjónum, stýrikerfum, forritum og vírusvörn hjálpað til við að halda þeim úti. Reglulegar öryggis- uppfærslur laga galla, gera við ör- yggisgöt og bæta oft mikilvægum leiðréttingum við öryggisstig kerf- isins. Að halda hugbúnaði og kerf- um uppfærðum skiptir líka máli til að smita ekki samstarfsmenn, við- skiptafélaga og aðra sem við eig- um í samskiptum við á netinu. Við hjá Tölvuaðstoð höfum sem dæmi verið að skanna daglega hjá þeim sem eru í Vakt hjá okkur eftir þeim öryggisgöllum sem hafa verið nefndir í fjölmiðlum eins og LOG4j. Venjulegir notendur hafi ekki kerfisstjóraréttindi Algeng mistök eru þegar venju- legur notandi hefur einnig kerfis- stjóraréttindi og á það sérstaklega við um fyrirtæki sem eru að reyna að spara sér aura með því að kaupa sjálfir áskriftir hjá þjón- ustuveitum eins og Microsoft og Google. Halda þarf þeim aðilum sem hafa kerfisstjóraréttindi í lág- marki. 4. Allir notendur auðkenni sig með tveggja þátta auðkenningu. Til að verjast árásum og auka öryggi gagna til muna er ráðlagt að virkja tveggja þátta auðkenn- ingu sem er einföld en örugg leið til að verja sig gegn því að óprútt- inn aðili komist yfir aðgang not- andans. Þegar tveggja þátta auð- kenning er virkjuð þarf notandi að hafa tvo þætti til að skrá sig inn: einn sem hann man (notandanafn og lykilorð) og annan sem hann á (t.d. snjallsíma). 5. Góð viðbragðsáætlun. Fyrirtæki þurfa að hafa við- bragðsáætlun ef allt fer á versta veg og þau verða fyrir gagnagísla- töku. Þetta geta verið atriði eins og við hvern er haft samband, hvað er hægt að gera til að stöðva árásina, hvar eru afritin og hvern- ig getum við endurheimt þau? Litlum og meðalstórum fyrir- tækjum, sem hafa hugsanlega minni aðgang að tölvusérfræð- ingum innanhúss, er bent á að setja sig í samband við sérfræð- inga til að fá ráðleggingar. Fyrirtæki þurfa ávallt að meta hversu vel þurfi að vernda gögnin þannig að þau leki ekki úr kerfinu. Hversu mikið þarf að tryggja að gögnin komist ekki í hendur óvið- komandi aðila? Þetta á sérstaklega við um þá sem vinna með viðkvæm trúnaðargögn svo sem sálfræð- ingar, læknar, lögfræðingar o.fl. Hér þarf einnig að meta hvort nauðsynlegt sé að dulkóða öll gögn og jafnvel samskipti notenda. Eftir Valgeir Ólafsson » Vægðarlausar net- árásir sem þessar hafa færst í vöxt á heimsvísu undanfarin misseri. Valgeir Ólafsson Höfundur er framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar sem rekur afrit.is. valgeir@tolvuadstod.is Varnir gegn gagnagíslatöku Eitt af því sem gjarnan er rætt varð- andi ferðaþjónustuna er nauðsyn þess að hún sé samkeppn- ishæf. Ferðaþjónusta sé alþjóðlegt fyrir- bæri og því verði ís- lensk ferðaþjónustu- fyrirtæki að geta boðið verð og gæði sem laði ferðamenn hingað til lands. Verð og gæði verði að haldast í heldur, annars missum við af lestinni og þjóð- arbúið verði af gríðarlegum tekjum. Allt er það nú gott og blessað, en þegar samkeppnishæfni lands- ins í ferðaþjónustunni er til um- ræðu er viðkvæði okkar ágætu en fráleitt óskeikulu hagspekinga mjög oft það að halda verði laun- um niðri ella fari illa. En lífið er ekki excel-skjal. Hvernig væri að sýna aðeins meiri metnað og hugsa um gæðin og fagmennsk- una? Á ágætum morgunfundi um framtíð ferðaþjónustunnar sem Samtök ferðaþjónustunnar, KPMG og Íslenski ferðaklasinn efndu til hinn 11. janúar síðastliðinn var rætt um að Ísland stæði sterkt að ýmsu leyti og hefði alla burði til að draga til sín auk- inn fjölda ferðamanna bæði fljótt og vel þeg- ar covid-19 slotar, vonandi á næstu mán- uðum. Þar kæmi til jákvætt orðspor landsins, öryggi, fá- menni, falleg og heillandi náttúra, mögnuð og fjölbreytt menning, o.fl. Ýmsir óvissuþættir væru einnig fram undan, meðal annars óvissa um það hversu hratt faraldurinn fjaraði út í heiminum, óvíst væri um ferðavilja fólks, en líka að fram undan væru kunnuglegir óvissuþættir ferðaþjónustu- fyrirtækja, eins og gengi krón- unnar og aukinn launakostnaður. Enn einn óvissuþátturinn sem nefndur var er það hvernig ganga muni að fá fólk sem undanfarið hefur snúið til annarra starfa aft- ur til að vinna í ferðaþjónustunni þegar hún kemst aftur á flug, eins og spáð hefur verið. Gæði og fagmennska eru meg- inþættirnir í samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Langflestir ís- lenskir leiðsögumenn, framlínu- fólkið í ferðaþjónustunni, eru há- skólamenntaðir á ýmsum sviðum og hafa auk þess bætt við sig leið- sögunámi. Leiðsögumenn eru með öðrum orðum sérfræðingar á sínu sviði, endurmennta sig reglulega í öryggismálum og bera mikla al- hliða ábyrgð gagnvart erlendu gestunum okkar. Laun leiðsögu- manna endurspegla hins vegar því miður ekki þann veruleika. Frá því faraldurinn skall á fyrir bráð- um tveimur árum hafa fjölmargir reyndir og vel þjálfaðir leið- sögumenn horfið til annarra starfa þar sem laun eru hærri og at- vinnuöryggi meira. Því getur orðið snúið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að fá hæfa og vel menntaða leið- sögumenn til starfa á næstu miss- erum. Þess vegna er mikilvægt að ferðaþjónustan gangi á vit nýrra tíma af metnaði og skörungsskap með vel þjálfað og vel launað fag- fólk í fararbroddi, fólk sem getur veitt erlendu gestunum okkar þá skemmtun, fróðleik og öryggi sem þeir eiga skilið. Samkeppnishæfni ferðaþjónustu Eftir Fridrik Rafnsson »Mikilvægt er að ferðaþjónustan gangi á vit nýrra tíma af metnaði og skörungs- skap. Friðrik Rafnsson Höfundur er formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna. frafnsson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.