Morgunblaðið - 15.01.2022, Page 26

Morgunblaðið - 15.01.2022, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 ✝ Þóra Stella Guðjónsdóttir fæddist 18. sept- ember 1947 á Syðstu-Fossum í Borgarfirði. Hún lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar á heimili sínu á Staðarfelli í Döl- um hinn 31. des- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðjón B. Gíslason, f. 11.9. 1915, d. 2.3. 1992, og Ólöf Runólfsdóttir, f. 16.5. 1908, d. 3.11. 1971. Systkini Þóru eru Sigrún, f. 8.6. 1938, d. 30.4. 2009; Unn- steinn, f. 21.1 1941, d. 9.2. 1962; Sigríður Lilja, f. 3.12. 1943, maki hennar er Snorri Hjálmarsson, bændur á Syðstu-Fossum. Þóra giftist 14. september 1968 Sveini Kjartani Gestssyni bónda, f. 25.7. 1948. Foreldrar Einnig dvaldi hjá þeim Sveinn Samúel Steinarsson, f. 17.4. 1964, giftur Jenný Er- lingsdóttur, börn þeirra eru Þorbjörg og Steinar. Þóra ólst upp á Syðstu- Fossum í Borgarfirði með for- eldrum sínum og systkinum og lauk gagnfræðaprófi frá Hér- aðsskólanum í Reykholti. Þóra vann á tilraunastofu Bænda- skólans á Hvanneyri frá 1964 til 1971. Þóra fluttist að Staðarfelli í Dölum árið 1971 með Sveini eiginmanni sínum og bjó þar upp frá því. Ásamt því að sinna bústörfum var hún sím- stöðvarstjóri á Staðarfelli frá 1971 til 1981 og var matráðs- kona hjá SÁÁ á Staðarfelli frá 1982 til 2016. Þóra sat í sveit- arstjórn Dalabyggðar frá 1998 til 2006. Útför Þóru fer fram frá Staðarfellskirkju í dag, 15. janúar 2022, klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni klukkan 17. Hlekkir á streymi: https://stadarfell.net/ https://www.mbl.is/andlat Upptakan verður áfram að- gengileg eftir útför. hans voru Gestur Sveinsson, f. 31.10. 1920, og Guðrún Valdimarsdóttir, f. 28.3. 1924. Þau eru bæði látin. Börn Þóru og Sveins eru: Kjart- an, f. 12.3. 1973, d. 19.3. 1973. Anna Kristín, f. 16.4. 1971. Maki hennar er Eyþór Kristjánsson. Synir Önnu eru Sveinn Sigurður, f. 22. janúar 1995, maki Elísabet Ásta. Páll Halldór, f. 31. júlí 1996, maki Magnea, dóttir hennar Jasmín. Stjúpsonur Önnu Kristínar er Brynjar Páll, f. 14. mars 1994, maki Linda, þau eiga soninn Berg. Ingibjörg, f. 21.12. 1972, gift Stefáni Pétri Stefánssyni, f. 3.2. 1962, Ytri-Ey. Kristján Ellert, f. 14.9. 1974. Ófáir íslenskir alkar, alla vega þeir sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Staðarfelli í Dölum, fengu matarást á henni Þóru svilkonu minni. Í áratugi eldaði hún ofan í þá sem þangað leituðu til að hafa betur í baráttunni við Bakkus. Næringarríkur matur hafði ekki endilega verið þessum, gjarnan ungu, körlum neitt sér- staklega mikilvægur. Þar var annars konar „næring“ ofar á vinsældalistanum. En kjarngóði maturinn hennar Þóru og um- hyggja hennar með þeim sem gæddu sér á matnum hennar skipti miklu máli í bataferlinu. Í viðtali í Morgunblaðinu haustið 2014 segir Þóra að- spurð: „Strákarnir sem hér hafa dvalist eru þakklátir, sem gerir starfið ánægjulegt. Það hefur líka verið reynt að ala þá vel á íslenskum heimilismat.“ Og Þóra heldur áfram: „Boð- skapurinn í meðferðarstarfinu er mannbætandi fyrir alla, mik- ilvæg atriði eins og að tileinka sér jákvæð viðhorf í lífinu og mæta öllum áskorunum af æðruleysi. Gefast ekki upp og muna að þó að hlutirnir gangi ekki upp þá kemur alltaf nýr dagur. Allt er þetta annars spurning um viðhorf og þjálfun; það að vera í áfengismeðferð er stíf vinna.“ Þóra nefnir líka að þegar fólk hættir drykkju eða neyslu þá breytist svipur þess og segir að sumir virðist hrein- lega yngjast um tíu ár. Þóra fær í lok viðtalsins titilinn „matmóðir íslenskra alkóhól- ista“. Marga hef ég hitt á förnum vegi sem minnast Þóru á Stað- arfelli með mikilli hlýju. Það geri ég líka, sem naut þess að vera svilkona hennar í rúm þrjátíu ár. Og hún Þóra gat svo miklu fleira en að elda mat og sýna fólki samstöðu og hlæja með því í borðstofunni á Stað- arfelli. Henni voru falin trún- aðarstörf í sveitarfélaginu, sat í sveitarstjórn sem aðal- eða varamaður frá 1998 til 2006 og sat þá í ýmsum nefndum. Var ötull bóndi enda bóndastelpa frá Syðstu-Fossum í Borgar- firði og kunni vel til allra verka. Henni fannst ekki mikið mál að taka á móti fjölskyldu Svenna sem átti sex systkini sem öll eiga maka og börn og einhvern veginn var alltaf pláss bæði í gistingu og við matar- borðið. Ótrúlegt hverju hún gat komið í verk. Þetta hefur auð- vitað ekki alltaf verið auðvelt en aldrei heyrði ég hana barma sér. Strákarnir okkar Svavars þrír fóru með honum í árlegar hestaferðir sér til mikillar ánægju og gleði, en lang- skemmtilegast var þegar þeir voru hjá Þóru í húsnæði og fæði. Árni sonur minn naut þess í ríkum mæli, og þeir reyndar allir fjórir, að dvelja hjá henni og Svenna sumurin 2014 og 2017. Þau Svenni eiga þrjú börn sem nú styðja pabba sinn og styrkja og syrgja móður sína. Mikil merkis- og sómakona hefur kvatt þennan heim og það er sannkallaður sjónarsviptir að henni. Þóru á Staðarfelli verður minnst með virðingu og hlýju. Svenni, Anna Stína, Kristján og Inga og fjölskyldur þeirra hafa misst mikið. Megi kærleikurinn og minningarnar styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning Þóru. Guðrún Ágústsdóttir. Sólskin við Hvammsfjörð og nóg að gera. Næg verkefni fyr- ir krakka á öllum aldri og alls staðar að og ungu hjónin á Staðarfelli inni og úti að sinna skepnum, heyskap, vélum, sel- veiðum og símstöð. Gamla húsið í brekkunni og líf og fjör í skól- anum. Bílar aka fram og aftur Fellsströndina, símstöð í for- stofuherberginu og Prins gamli á hlaðinu. Krækiber í brekk- unni. Bannað að borða, bara tína. Og við frænkurnar þrjár, Guðný, Kristín og Svandís, í hópnum, tíu, tólf ára og hluti af daglega lífinu þar sem hver dagur færði ný ævintýri, eft- irhermur, fliss og mjólk í glasi með kleinunni í kvöldkaffinu. Og í eldhúsinu Þóra með dill- andi hlátur og berandi á borð fyrir alla. Frá morgni til kvölds. Alltaf nóg, alltaf rausn- arlegt. Við vorum mörg sem nutum þess að vera á Stað- arfelli á sumrin. Minningarnar eru margar og dýrmætar. Nú þegar komið er að ferðalokum Þóru hans Svenna, en þau voru alltaf nefnd í sömu andrá, kveðjum við þakklátar fyrir bjarta bernskudaga en líka fyr- ir að vera hluti af þeirri litríku og líflegu heild sem afkomend- ur Gests og Dúnu hafa myndað og spannar núna marga ára- tugi, nokkrar kynslóðir og sí- stækkandi hóp. Það verður mikilvægt okkur öllum að sinna rótunum, fara vestur, keyra Fellsströndina, kannski leita að krækiberjum og hugsa til þeirra sem gengin eru. Þóra hans Svenna var hluti af okkar sögu, okkar lífi og verður áfram. Okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til Svenna, Önnu Stínu, Ingu, Kristjáns og fjöl- skyldunnar allrar. Blessuð sé minning Þóru Stellu Guðjóns- dóttur. Svandís, Guðný og Kristín. Þegar við kveðjum samferða- fólk og ástvini þá rifjast upp minningar og þannig er það nú þegar Þóra Stella á Staðarfelli kveður þennan heim en það gerði hún á gamlársdag. Það má segja að það hafi verið gæfa lífs míns þegar ég 11 ára gam- all fór í sveit til Þóru Stellu og frænda míns og nafna Sveins Kjartans á Staðarfelli, þau hafði ég ekki hitt áður þegar ákveðið var að ég færi í sveit vestur í Dali sumarið 1976. Ég fann mig strax í sveitinni enda nóg að gera og ávallt líf og fjör á Staðarfelli. Búskapurinn var fjölbreyttur, sauðfé, kýr, sel- veiðar, ýmiskonar eyjanytjar, æðarbúskapur, síma- og póst- þjónusta og fjöldinn allur af sumarkrökkum. Á þessum tíma var Fellsströndin fjölmen og mikið líf í sveitinni, hvort sem það var ungmennafélagið eða kóra- og tónlistarlíf. Vegna erf- iðra aðstæðna í lífi foreldra minna ílengdist ég í Dölunum og alls var ég hjá þeim hjónum í fjögur og hálft, fór í skóla á Laugum í Sælingsdal þar sem ég fékk gott veganesti út í lífið. Þau Sveinn og Þóra tóku að sér í varanlegt fóstur þrjú ung systkini, þau Önnu Kristínu, Ingibjörgu og Kristján sem mér þykir afar vænt um og voru mér systkini þau ár sem ég var á Staðarfelli. Ég hef oft hugsað um það síðar hversu ung þau voru Þóra og Svenni að fást við allt þetta umfang sem þau voru að fást við en dagarnir voru langir og metnaður mikill í að standa sig á enda bjuggu þau á höfuðbóli sveitarinnar. Þóra var mikil sveitakona sem vildi að hlut- irnir gengju fyrir sig hvort sem það var í úti- eða inniverkum og sjálf var hún ekki lengi að setja upp veisluborð þegar gesti bar að garði enda gestrisni mikil hjá þeim hjónum. Þá má nefna greiðvikni Þóru enda hafa fjöl- margir notið þess að geta leitað til hennar. Ákveðin tímamót voru á Staðarfelli þegar SÁÁ byrjuðu meðferðarstaf sitt í gamla hús- mæðraskólanum og átti Þóra sannarlega eftir að leggja því starfi til krafta sína og er ég meira en viss um að óeigin- gjarnari og betri starfskraft hefði ekki verið hægt að fá í eldhúsið en þar var Þóra á al- gjörum heimavelli. Það er ekki einfalt þegar heilsan gefur eftir, það þurfti Þóra að reyna að undanfarin ár. Elsku Svenni, Anna Stína, Ingibjörg, Kristján og ykkar fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur. Sveinn og Jenný, Litlalandi, Ölfusi. Þóra Stella Guðjónsdóttir ÁSKIRKJA | Messufall 16. janúar 2022 af sóttvarnaástæðum. BÚSTAÐAKIRKJA | Helgihald ein- ungis í útvarpi, streymi og á neti vegna Covid. Í Fossvogsprestakalli munu Bú- staðakirkja og Grensáskirkja miðla helgihaldi á vefjum kirknanna og sam- félagmiðlum, með upptökum og í streymi á meðan núverandi samkomu- takmarkanir eru í gildi. Þennan sunnu- dag er útvarpað guðsþjónustu frá Grensáskirkju í Ríkisútvarpinu á Rás eitt, sem verður miðlað frekar á heimasíðum og samfélagsmiðlum kirknanna. Nánari upplýsingar um út- varpsmessuna eru hér skráðar undir Grensáskirkju. GRENSÁSKIRKJA | Helgihald ein- ungis í útvarpi, streymi og á neti vegna Covid. Útvarpað guðsþjónustu í tilefni Alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bæna- viku fyrir einingu kristninnar sem hefst næstkomandi þriðjudag, 18. janúar. Fulltrúar kirkna í Samstarfsnefnd krist- inna trúfélaga á Íslandi lesa ritning- arlestra og bænir. Helgi Guðnason, forstöðumaður Fíladelfíu, prédikar. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir leiðir guðs- þjónustuna ásamt Magneu Sverris- dóttur djákna. Ásta Haraldsdóttir kant- or og Kirkjukór Grensáskirkju. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund í streymi á facebooksíðu Seltjarn- arneskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Þorsteinn Freyr Sigurðsson syngur. Ólafur Egilsson og Erna Kol- beins lesa ritningarlestra. Svana Helen Björnsdóttir les bænir. Tæknimaður er Sveinn Bjarki Tómasson. VÍDALÍNSKIRKJA | Vídalínskirkja verður opin fyrir bænahald sunnudag- inn 16. janúar frá kl. 11-12. Sr. Matt- hildur Bjarnadóttir verður til staðar. Sunnudagaskólanum verður streymt á facebooksíðu kirkjunnar: face- book.com/vidalinskirkja. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Holtskirkja í Önundarfirði. Messur á morgun ✝ Óli Þór Bald- vinsson fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 24. maí 1930. Hann lést á bráðadeild Land- spítalans í Fossvogi 1. janúar, 91 árs að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Krist- jánsdóttir hús- freyja, frá Minna- Bergi á Skagaströnd, en fluttist barnung að Sjávarbakka í Arn- arneshreppi í Eyjafirði, og Baldvin Sigurðsson sjómaður, frá Kjarna í sömu sveit. Óli var næstyngstur fimm systkina, og kveður síðastur þeirra. Þau voru, auk hans, í aldursröð tal- in: Sigurður Kristján, Ingvi Rafn, Margrét og Ari Sigur- björn. Baldvin, faðir þeirra, dó sum- arið 1980, 81 árs, að aldri, en Sigurbjörg, móðir þeirra dó sumarið 1993, 96 ára. Óli ólst upp í Sigurðarhúsi á Hjalteyri, en þar áttu foreldrar hans heima allan sinn búskap. Hann gekk í skóla á Reistará, og vandist við störfin til sjós og lands heima fyrir. Ungur fór hann til Akureyrar til náms í húsasmíði, lauk námi úr Iðn- skólanum þar og hlaut síðar meistararéttindi í iðn sinni. Óli 70 ár og réttum mánuði betur, þegar dauðinn aðskildi þau. Þau eignuðust fjögur börn. Elst er Erna, fædd 1950, gift Kára Garðarssyni. Börn þeirra eru Óli Garðar, Böðvar Þór, Halla Dögg og Hanna Mjöll, og barnabörnin eru 13. Næstelstur er Guðmundur Baldvin, fæddur 1955, kvæntur Sigrúnu Ás- grímsdóttur. Dóttir hans er Edda Björk og saman eiga þau hjónin Hildi Sonju, og barna- börnin eru fjögur. Næstyngst er Sigurbjörg, fædd 1957, gift Jóni Óla Ólafssyni. Börn þeirra eru Stefán Ólafur, Óli Þór og Inga Kristín, og af níu barna- börnum þeirra eru átta á lífi. Sigurður er yngstur, fæddur 1964. Hann á einn son, Alex- ander Baldvin, og eitt barna- barn. Alexander Baldvin ólst að nokkru leyti upp hjá afa sínum og ömmu og er tengdur þeim sterkum böndum. Upp úr aldamótum settust Óli og Halla að á Skúlagötu 40a í Reykjavík. Óli var heilsu- hraustur maður lengst af sinn- ar löngu ævi, en fyrir 26 árum urðu þau straumhvörf á högum hans og heilsu að hann missti sjónina eftir að blætt hafði inn á augnbotna. Á Akureyri var Óli um árabil virkur félagi í Oddfellow- reglunni, og í Reykjavík tók hann þátt í starfi Blindrafélags- ins og sótti þangað gagnlega fræðslu og félagsskap. Útför Óla fór fram 11. janúar 2022 og verður duftker hans jarðsett í Sóllandi við Fossvogs- kirkjugarð. vann við smíðar um áratuga skeið. Hann stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið Haga árið 1962, sem sér- hæfði sig í smíði innréttinga og starfaði í rúm 20 ár. Eftir það vann Óli sem húsvörður hjá KEA um árabil, uns hann fluttist til Reykjavíkur 1989, og vann þar síðustu ár starfsævi sinnar sem húsvörður á stúdentagörðunum við Eggertsgötu. Eftirlifandi eiginkona Óla er Halla Guðmundsdóttir, hús- freyja og kjólameistari frá Pat- reksfirði, dóttir hjónanna Guð- mundar Gestssonar og Jóhönnu Pálsdóttur. Þau kynntust á Ak- ureyri, en Halla vann þar þá í mötuneyti þar sem iðnnemar voru fastagestir í hádegismat. Séra Pétur Sigurgeirsson gaf þau saman á fullveldisdaginn, 1. desember 1951, og sitt fyrsta heimili stofnuðu þau á Akur- eyri. Fljótlega reistu þau sér hús í Löngumýri 4 þar í bæ og áttu þar heima í 40 ár, að frá- töldu einu ári sem þau voru bú- sett í Laxárvirkjun, uns þau fluttust til Reykjavíkur, svo sem á var minnst. Óli og Halla höfðu verið gift í Þegar ég var á tíunda ári fór- um við afi saman í ferðalag. Við lögðum af stað frá Akureyri snemma morguns á sólríkum degi í kassalaga Volvo-bifreið. Afi átti alltaf Volvo-bíla því þeir voru svo öruggir. Í upphafi ferðar blikkaði sætisbeltaljósið ákaft með tilheyrandi óhljóðum. Afi lék á Volvoinn með því að spenna beltið fyrir aftan bak og sitja ofan á því. Þá slokknaði á ljósinu og óhljóðin þögnuðu. Leiðin lá út á Hjalteyri að æskuslóðum afa. Gömlu tvílyftu timburhúsi niðri við fjöru. Í hús- inu bjó langamma. Hún var lítil og grönn, hæglát og fámál, þá ná- lægt níræðu. Við vorum góðir vinir. Hún átti sama afmælisdag og ég, fædd fyrir aldamótin 1900 þegar flestir Íslendingar bjuggu neðanjarðar. Hún hafði lifað tvær heimsstyrjaldir, hafís, eldgos, sjúkdóma og pestir en nennti samt alveg að taka á móti okkur með kaffi og kleinum. Þegar kaffinu lauk gáði langamma að útflöttum saltfisk- inum sem hún geymdi brekk- umegin við húsið. Fiskurinn var risastór. Flattur á hænsnanet eins og flugdreki. Nökkvaþung- ur, í sólbaði, loftkældur í hafgol- unni. Langamma sneri fiskinum með herkjum til að jafna bakst- urinn. Eða eitthvað. Leið okkar afa lá niður á bryggju. Mér hafði auðnast tæki- færi til að fara í sjóferð. Afi hafði dagana áður safnað beitu fyrir ferðina. Þá reri hann um grunn- sævið og skrapaði sjávarbotninn með veiðarfæri sem leit út eins og berjatína. Afraksturinn var öðu- skel, kúskel og hörpudiskur sem þá var ekki mannamatur heldur beita. Við gerðum trilluna ferð- búna, komum beitukössunum fyrir um borð og lögðum af stað út á hafið á húslausum eikarbátn- um. Það var sólríkt hæglætisveð- ur og þurrt. Vel gekk að sigla á miðin. Þeg- ar komið var út á miðjan fjörðinn slökkti afi á sænsku bátsvélinni og við slökuðum niður handfær- unum. Tvær rúllur. Á snærisend- anum var nokkurs konar herðatré úr járni og öngull á hvorum enda. Á önglana hengd- um við skelfiskinn. Þorskurinn kunni vel að meta kræsingarnar. Afi rifjaði upp söguna þegar hval- ur synti á bátinn og næstum hvolfdi honum. Og eins þegar hann húkkaði í hákarlinn og þurfti að skera á línuna. Oft beit á báða öngla en þá var mjög þungt að draga. Ég man að afi var að- eins órólegur yfir því hve geyst ég fór í veiðarnar. Að ég myndi ef til vill detta vestislaus útbyrðis. Ég deildi ekki þeim áhyggjum með honum. Við færðum okkur til á haffletinum og afi slökkti á vélinni á milli ferða. Þegar við vorum komnir með fullfermi héldum við heim á leið. Vélin var treg í gang en snerist fyrir rest. Þá var komin dálítil hafgola. Við stungum okkur í gegnum öldurnar. Það var ævin- týralega skemmtilegt. Sjórinn frussaðist yfir eikina. Ég lagði mig undir segldúk í stafninum og leit af og til upp undan seglinu. Afi sat í skutnum og hélt báðum höndum í stýrisskaftið. Það eina sem skildi okkur að frá hyldýpinu var tommuþykk eik. Mjólkin sem ég hafði með mér í nesti var orðin súr og kekkjótt. En það skyggði ekki á gleðina. Þetta var ævin- týri. Þegar heim var komið gerði afi að aflanum. Flatti út fiskinn og gerði úr honum flugdreka. Óli Þór Jónsson. Óli Þór Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.