Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
✝
Kristín Sig-
urlaug Eyjólfs-
dóttir fæddist 3.
október 1934 á
Bjargi á Bakka-
gerði, Borgarfirði
eystra. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Dyngju á
Egilsstöðum 2. jan-
úar 2022.
Foreldrar Krist-
ínar voru hjónin
Eyjólfur Hannesson, póst- og
símstöðvarstjóri á Bjargi, f. 13.
nóvember 1892, d. 27. febrúar
1978, og Anna Guðbjörg Helga-
dóttir, organisti og talsímakona,
f. 27. desember 1898, d. 27. nóv-
ember 1988, sem jafnframt ann-
aðist póst- og símaafgreiðslu
með eiginmanni sínum.
Systkini Kristínar voru: Sig-
ríður Ingibjörg, f. 1921d. 2008,
Helgi, f. 1925, d. 2008, Árni
Hannes, f. 1927, 2020, og Jón-
björg Sesselja, f. 1931, 2012.
Einnig ólst upp hjá Önnu og
Eyjólfi dóttursonur þeirra, Rún-
ar Eyjólfur Geirsson, f. 1942.
Eiginmaður Kristínar var
Skúli Andrésson, f. 26. maí
1928. Foreldrar hans voru hjón-
in Andrés Bjarni Björnsson og
Valgerður Jónsdóttir á Snotru-
þrjú börn og tvö barnabörn. 6)
Andrés, f. 3. mars 1963, maki
Gréta Jónsdóttir, og eiga þau
þrjú börn og sjö barnabörn. 7)
Emil, f. 4. febr. 1966, hann á tvö
börn og tvö barnabörn. Sam-
býliskona er Oddný Freyja Jök-
ulsdóttir. Afkomendur Kristínar
og Skúla eru 50 talsins.
Meðan börnin uxu úr grasi
var Kristín húsmóðir á barn-
mörgu og gestkvæmu sveita-
heimili. Síðar vann hún ýmis
störf utan heimilis, m.a. á
saumastofu, í steiniðju, við fisk-
vinnslu, þrif og heimilisaðstoð
aldraðra. Hún tók þátt í félags-
störfum og var um tíma formað-
ur Kvenfélagsins Einingar og
Félags eldri borgara á Borg-
arfirði. Kristín var bókhneigð
og mikill ljóðaunnandi og kunni
sæg af ljóðum og lögum. Hún
var prýðilega hagmælt, samdi
ljóð, tækifærisvísur og ásamt
systur sinni leikrit, sem sett var
á svið á Borgarfirði. Kristín
hafði mikið yndi af tónlist. Hún
hafði fallega söngrödd, spilaði á
hljóðfæri og söng með kirkju-
kór Bakkagerðiskirkju um ára-
bil.
Útför Kristínar fer fram frá
Bakkagerðiskirkju í dag, 15.
janúar 2022, og hefst athöfnin
klukkan 14. Í ljósi aðstæðna
verður einungis nánasta fjöl-
skylda viðstödd, en streymt
verður frá útförinni á facebook
– Bakkagerðiskirkja.
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
nesi á Borgarfirði.
Þar hófu Kristín og
Skúli sambúð árið
1954 í sambýli við
foreldra hans, syst-
ur og náið skyld-
fólk hans. Kristín
og Skúli giftust 1.
janúar 1956. Árið
1959 fluttu þau á
nýbýlið Framnes í
landi Snotruness.
Þar stunduðu þau
hefðbundinn búskap til hausts
2012, er þau fluttust í Egils-
staði. Þar héldu þau heimili í fá-
ein ár uns þau fluttu á
Hjúkrunarheimilið Dyngju, þar
sem Skúli lést 19. júní 2020.
Kristín og Skúli eignuðust sjö
börn: 1) Sigrún, f. 28. júní 1952,
hún á tvö börn og fimm barna-
börn. Sambýlismaður er Gunn-
laugur Haraldsson. 2) Björn, f.
3. ágúst 1954, maki Björg Að-
alsteinsdóttir, d. 2019, og eiga
þau tvö börn og fjögur barna-
börn. 3) Eyjólfur, f. 28. des.
1956, maki Sigrún Bjarnadóttir,
og eiga þau tvö börn og fimm
barnabörn. 4) Valgeir, f. 16.
ágúst 1958, maki Lára Vilbergs-
dóttir og eiga þau tvær dætur
og tvö barnabörn. 5) Anna
Bryndís, f. 15. júní 1961, hún á
Í dag fylgjum við til grafar
elskulegri móður okkar. Við
þökkum af alhug ástríki hennar
og umhyggju sem hún veitti okk-
ur og fjölskyldum okkar.
Við kveðjum með ljóði Eyjólfs
við lag Valgeirs, Kveðja, sem
flutt verður á kveðjustund.
Hér varstu borin á borgfirskri slóð
og bernskunnar lágu þar sporin,
hvar aldan við ströndina undi sér
hljóð
og yndisleg fegurð á vorin.
Þá sólin um óttu úr hafinu hneig,
hún faðmaði fjöllin og bæinn.
Og bátur út fjörðinn þá bárudans
steig
við brosandi sunnanblæinn.
Já, hér lágu sporin við leik og við störf
og löngum þú vaktir um nætur.
Þú réttir að hendur hvar hjálpar var
þörf
og huggaðir syni og dætur.
Hjartkæra móðir, nú þökkum við þér,
þú lifa munt okkar í minni.
Við kistuna hljóðlát í kirkjunni hér
nú kveðjum þig hinsta sinni.
(Eyjólfur Skúlason)
Sofðu rótt, elsku mamma.
Hjartans þakkir fyrir allt. Minn-
ing þín er ljós í lífi okkar.
Sigrún, Björn, Eyjólfur,
Valgeir, Bryndís,
Andrés og Emil.
Elsku mamma, amma og
tengdamamma hefur kvatt til-
verustigið okkar hérna megin.
Við sáum á eftir henni inn í
sumarlandið að kveldi annars
dags á hinu nýja ári. Kveðju-
stundin var friðsæl og langþráð
og það var auðvelt að sjá fyrir
sér móttökunefndina hennar
fyrir handan. Þar hafa orðið
fagnaðarfundir við fólkið hennar
sem átti hug hennar allan síð-
ustu ár. Því trúum við og það
hjálpar okkur að kveðja og
sleppa hendinni af henni.
Við minnumst kveðjustund-
anna í desember sem við áttum í
skugga Covid og eftir sitja þessi
dýrmætu augnablik þegar elsk-
an í augunum náði í gegn og
hendurnar tóku viðbragð.
Nú heyrum við á ný léttan og
dillandi hláturinn frá bestu ár-
unum hennar þegar hún naut
þess að hafa allt sitt fólk í kring-
um sig. Tónlistin ómar innan úr
herbergi ýmist frá orgelinu eða
jafnvel frá harmónikunni á góðri
stundu. Góðar minningar frá ár-
um áður streyma og nú sjáum
við hana ljóslifandi í eldhúsinu á
Framnesi, við sjáum hana við
saumavélina, við sjáum hana úti
í garði að krafsa í blómabeðum
eða niðri í fjöru að tína steina.
Umburðarlyndi, þolinmæði
og ósérhlífni koma fyrst upp í
hugann þegar við hugsum um
elsku mömmu og ömmu. Hún
var mild móðir og amma sem á
sinn hægláta og fágaða hátt
miðlaði góðum gildum til afkom-
enda sinna. Það var í forgangi
hjá henni að vera til staðar fyrir
fjölskylduna sína. Eins lengi og
henni var unnt reyndi hún að
senda gjafir, gjarnan handunn-
ar, og skrifa heilræði á kort til
afkomenda sinna hvort sem það
voru jól, afmæli, fermingar eða
önnur tilefni. Hún var stolt af
hópnum sínum, sem telur hvorki
meira né minna en 50 manns.
Við erum rík að hafa átt hana og
pabba/afa Skúla að. Þau eru
okkur öllum fallegar fyrirmynd-
ir um aldur og ævi. Fyrir það er-
um við innilega þakklát og auð-
mjúk þegar við fylgjum henni til
grafar í dag.
Megi eilífðar sól á þig skína,
kærleikur umlykja,
og þitt innra ljós þér lýsa,
áfram þinn veg.
(Sat Nam)
Valgeir, Lára,
Valdís og Andrea.
Það er einhver ólýsanleg til-
finning að keyra inn í fjörðinn
fagra og sjá svo glitta í Fram-
nesið mitt.
Fallegar minningar úr
bernsku minni byrja að flæða
um hug minn þegar ég keyri
fram hjá læknum okkar og upp í
hlað.
Faðmlag og mjúk kinn hennar
ömmu er þó alltaf efst í huga
þegar ég kem heim. Þessi ótrú-
lega hlýja og öryggistilfinning
sem ég upplifði í Framnesi hjá
ömmu og afa og enn í dag.
Amma var merkileg kona og
mörgum hæfileikum gædd. Hún
kenndi mér allt sem þarf til að
vera góð húsmóðir, þótt ég hafi
nú vissulega ekki fylgt því eftir í
seinni tíð. En alltaf mun ég vera
henni þakklát fyrir að kenna
mér að sauma og prjóna og bý ég
af því enn þann dag í dag.
Það er fátt sem færir mér
meiri sálarró eins og að sauma
út og ég get fullyrt að það sé
ömmu að þakka.
Amma Stína, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú kenndir mér og
sýndir, sögurnar sem þú sagðir
mér og kleinurnar sem þú
steiktir, lögin sem þú kenndir
mér á píanó og ævintýrin sem þú
last fyrir mig.
Ég mun sakna þín sárt.
Þín yngsta og dekraðasta,
Snærós Vaka Magnúsdóttir.
Elsku amma Stína. Það er
komið að kveðjustund, þó að við
höfum í raun verið búin að
kveðja þig fyrir þó nokkru þar
sem hugur þinn var frekar ann-
ars staðar en hér. Þrátt fyrir að
seinustu ár hafi ekki farið í að
skapa minningar og fjölskyldan
þín þurft að horfa upp á þig
hverfa smátt og smátt, þá eigum
við ótal góðar minningar sem
tengjast þér á einn eða annan
hátt. Við gætum skrifað svo
margt en engin orð ná utan um
allt sem okkur langar að segja
eða skrifa. Það sem er þó efst í
huga þegar við hugsum til þín er
þakklæti.
Takk fyrir þolinmæðina.
Takk fyrir umhyggjuna.
Takk fyrir hlýjuna.
Takk fyrir öryggið.
Takk fyrir góðmennskuna og
jafnaðargeðið.
Takk fyrir að taka alltaf á
móti okkur með opinn faðminn.
Takk fyrir spilastundirnar.
Takk fyrir kleinurnar og
swissmissið.
Takk fyrir saumaskapinn.
Takk fyrir sögunar um álfana
og huldufólkið.
Takk fyrir ljóðin og vísurnar.
Takk fyrir sönginn og tónlist-
ina.
Takk fyrir að vefja okkur inn í
púpu fyrir svefninn.
Takk fyrir að kenna okkur á
orgelið þótt það væri nánast
óvinnandi verk.
Takk fyrir að hafa trú á því að
við myndum einhvern tímann
læra að prjóna.
Takk fyrir að leiðrétta okkur
og kenna okkur góða íslensku.
Takk fyrir gullabúið.
Takk fyrir múmínálfana.
Takk fyrir sveitarúntinn og
kaupfélagsferðirnar.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar.
Síðast en ekki síst: Takk fyrir
að gera Borgarfjörð og Framnes
að þeim griðastað sem hann er í
augum allra afkomenda þinna.
Þið afi voruð límið í fjölskyld-
unni og eruð ástæðan fyrir því
hversu sterk fjölskyldubönd við
eigum.
Núna færð þú verðskuldaða
hvíld, við hlið afa og systur þinn-
ar, í faðmi fjallanna þinna.
Fyrir hönd barnabarna og
barnabarnabarna,
Valgerður Erlingsdóttir
og María Emilsdóttir.
Elsku amma Stína.
Ég minnist þín með mikilli
hlýju í hjarta og þakklæti fyrir
allt það sem þú gerðir fyrir mig
og fjölskylduna okkar.
Amma Stína var alltaf að
brasa eitthvað, að baka eða
sauma eða prjóna, eitthvað að
stússast í höndunum og allt
gerði hún vel.
Ég á óteljandi minningar um
Kristín Sigurlaug
Eyjólfsdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
KJARTANS HELGASONAR
garðyrkjubónda,
Hvammi, Hrunamannahreppi.
Björg Björnsdóttir og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
28. desember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Elvar Guðmundsson
Úlfar Guðmundsson Elín Eyfjörð Guðmundsdóttir
Jón Axel Steindórsson Gunnlaugur Þór Kristfinnsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
DOLLÝ ERLA NIELSEN
lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 30. desember.
Jarðarför fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 17. janúar klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana
verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á minningarsjóð Lions á Íslandi.
Pétur Sveinsson
Stella I. Leifsdóttir Nielsen Davíð Jón Ingibjartsson
barnabörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA HOFFMANN JÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni 3. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Jón Rafn Hoffmann Margrét Gunnlaugsdóttir
Arnar Hoffmann Þorsteins.
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI SIGFÚSSON,
síðast til heimils í Funalind 15,
Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi síðastliðinn
miðvikudag.
Margrét Bjarnadóttir Sævar Óskarsson
Sigfús Bjarnason Ástrós Sverrisdóttir
Halla Rut Bjarnadóttir Agnar Örn Jónsson
Brynja Rós Bjarnadóttir Guðmundur Birgisson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær afi minn, frændi og vinur,
EINAR GUÐMUNDSSON
frá Þórshöfn,
lést á hjúkrunarheimilinu Sléttu 9. janúar.
Útförin fer fram í Fossvogskapellu þriðju-
daginn 18. janúar klukkan 13.
Jarðsett verður í Útskálakirkjugarði. Streymt verður frá
útförinni á slóðinni https://youtu.be/MKAcJat1pkY
Jakob Ævar Þórðarson
Hrafnhildur Gísladóttir
Sigurður L. Björgvinsson
Marteinn Jakobsson
Dagbjört Guðmundsdóttir