Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 ✝ Baldur Þór Bragason fæddist í Reykja- vík 22. maí 1959. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar í Vestmannaeyjum 8. janúar 2022. Foreldrar hans voru Bragi Guð- mundsson, f. 5. maí 1918, d. 11. október 1987, og Elísabet Einarsdóttir, f. 8. febrúar 1917, d. 16. janúar 2017. Fyrir átti Baldur Einar Birgi, f. 5. janúar 1979, Birgit Ósk, f. 15. mars 1984, og Örnu Hrund, f. 29. janúar 1988. Börn Helenar frá fyrra hjónabandi eru Trausti Ágúst Hermanns- son, f. 13. júní 1983, og Bjartey Hermannsdóttir, f. 21. október 1984. Baldur lauk skipstjórnar- námi frá Stýrimannaskóla Vestmannaeyja árið 1986 og vann alla tíð sem skipstjóri og stýrimaður. Baldur skilur eftir sig stór- an hóp afkomenda sem hann var afar stoltur af, en hann átti 15 barnabörn og eitt á leiðinni. Útförin fer fram í Landa- kirkju Vestmannaeyja í dag, 15. janúar 2022, klukkan 15. Virkur hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat/ Systkini Baldurs eru Einar Braga- son, f. 10. júlí 1945, d. 21. apríl 2019, og Bára Bragadóttir, f. 18.janúar 1954. Eiginkona Bald- urs er Helen Arn- dís Kjartansdóttir, f. 18. október 1963, og saman eiga þau dæturnar Birtu, f. 16. desember 1992, og Elísabetu Báru, f. 1. október 1997. Elsku dúllinn minn. Mikið sakna ég þín. Ég kem ekki allri minni sorg í orð. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Ég mun passa börnin okkar og barnabörnin okkar. Bíddu eftir mér, ástin mín. Þín Helen. Elsku tengdapabbi minn. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég hitti ykkur öll fyrst. Það var eina helgi í byrjun ágúst, ég hafði tjaldað í garðinum og var að velta fyrir mér hvort ég ætti að næla mér í þennan eyja- peyja sem ég hafði hitt uppi á landi. Þar sem við sátum úti á palli opnaðist hurðin skyndilega með látum og út kom maður í ponsjó með klút bundinn um höf- uðið. Þú sagðir fólkinu á pallinum eitthvað til og reyttir af þér nokkra velvalda brandara enda orðheppinn maður með meiru. Síðar um daginn komstu svo ríð- andi berbakt, stökkst af baki með tilþrifum og bast hestana við snúrustaurinn. Ég hugsaði með mér að þarna væri einstakur maður á ferð. Ég hugsa með hlýju til allra góðu stundanna í Foldahrauninu þegar við sátum í rólegheitum á morgnana yfir kaffibolla og spjölluðum um allt og ekkert, þegar þú hringdir af sjónum bara til að heyra í okkur og spyrja frétta úr sveitinni og þegar við sátum fram eftir nóttu við eld- húsborðið með rauðvínstár og við hin gerðum heiðarlega tilraun til að vinna þig í kana. Það var fátt skemmtilegra en að vera með þér á Þjóðhátíð. Þú mættir með hvern gítarleikarann á fætur öðrum í hvíta tjaldið og brostir hringinn þegar mesta stuðið var í ykkar tjaldi sem var að sjálfsögðu oftast fullt út úr dyrum. Þú varst alltaf með opinn faðminn, hjartahlýr og til staðar fyrir okkur. Í þínum heimi þekktust engin vandamál, bara lausnir og ef eitthvað bjátaði á þá varst þú mættur til að redda mál- unum, með skóflu, skrúfjárn, traktor eða tilbúinn að spjalla yfir einum bolla. Það var fátt sem þú gast ekki lagað og ég hafði ekki lítið gaman af því þegar þú sjóarinn með stóru hendurnar náðir í saumaskrínin þín og lag- aðir faldinn á kjólnum mínum ein jólin og gallabuxurnar eftir skrautlegt kvöld á Þjóðhátíð. Þú varst staðráðinn í því að fara norður í sveitina í vor, skella þér á bak með strákunum og renna niður einu ginglasi, eins og þú orðaðir það. Þetta var svo lýs- andi fyrir þína einstöku já- kvæðni. Þú varst hugrekkið upp- málað og þínir mannkostir kristölluðust í síðustu dögunum sem við áttum með þér þar sem þú talaðir kjark í fólkið þitt fullur af jákvæðni og æðruleysi. Já, þú varst svo sannarlega einstakur maður og lífið í kring- um þig var litríkt og skemmti- legt. Nú sjáum við á eftir þér ríð- andi inn í draumalandið í ponsjó með hatt eins og nýprentaður fimmþúsundkall. Við sem eftir sitjum horfum til hafs og rifjum upp allar þær ógleymanlegu sög- ur og minningar sem þú skildir eftir. Við munum lifa lífinu lifandi hvern einasta dag, rétt eins og þú gerðir. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Telma. Elsku Baldur minn. Elsku mágur minn. Nú sit ég hér heima og skrifa um þig minn- ingargrein. Tárin renna niður kinnarnar, en ég ætla að vera sterk. Lífið er stundum svo ósann- gjarnt. Af hverju þú? Þú sem varst svo lífsglaður og jákvæður maður sem elskaðir að hitta fólk- ið þitt og vinina þína, hlusta á góða tónlist og fara á hestbak. Þú hafðir alltaf tíma fyrir alla. Þú gast einhvern veginn allt og reddaðir öllu. Manstu Baldur þegar ég var unglingur og hafði fengið nýjar buxur í jólagjöf sem ég vildi fara í á annan-í-jólum-ball? Buxurnar voru allt of síðar og engin saumakona laus á jólunum. En þú reddaðir málunum, ég skyldi fara í buxunum á ballið. Þú mældir, klipptir og saumaðir og ég fór í buxunum á ballið. Þú sást aldrei vandamál bara lausn- ir. Þau voru ófá símtölin sem ég hringdi og þú komst og bjargaðir málunum. Núna sit ég hérna og rifja um stundir mínar með þér og sem betur fer eru þær margar. Manstu þegar Birta fæddist og ég, svo gott sem, flutti inn á þig og Helen? Alltaf var ég velkomin hjá ykkur, þá aðeins 12 ára. All- ar þjóðhátíðirnar. Hvernig kem ég núna þjóðhátíðardótinu inn í dal? Manstu þegar ég kynntist Öbba mínum, hvað þú varst ánægður með að hann spilaði á gítar, tókst hann með þér tjald úr tjaldi svo að hann gæti spilað undir og þú farið með vísuna þína. Hver kemur nú og hjálpar mér þegar ég er komin í ógöngur með eitthvað? Það varst alltaf þú sem hægt var að leita til og alltaf varstu til staðar. Ef það var spáð brjáluðu veðri og Öbbi ekki heima, þá varstu mættur óum- beðinn að færa tjaldvagninn í skjól eða festa niður ruslatunn- ur, skutla krökkunum eða hvað annað sem þurfti að gera. Alltaf þegar við hittumst heilsaðirðu mér með hlýju faðm- lagi og kossi á kinn. Ég man varla líf mitt án þín. Þú hefur alltaf átt svo stóran sess í mínu hjarta og munt eiga um ókomna tíð. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og haft þig í mínu lífi öll þessi ár. Minningarnar eru svo ótalmargar en samt svo sárt að vita til þess að þær verði ekki fleiri. Ef ég hefði vitað að fimmtu- dagurinn fyrir rúmri viku yrði síðasta skiptið sem við myndum hittast hefði ég reynt að hafa tímann lengri og mögulega reynt að segja eitthvað gáfulegra. Elsku Baldur minn takk fyrir allt. Ég mun passa upp á Helen þína og krakkana fyrir þig þar til við hittumst á ný. Þín mágkona, Kolbrún Kjartansdóttir. Elsku Baldur okkar. Þá er komið að ferðalokum hjá elsku Baldri okkar. Búinn að vera vinur minn, mágur minn og vinur okkar hjóna í næstum 31 ár. Á öllum þessum árum varð okkur ekki sundurorða né bar skugga á okkar vinskap og sam- veru sem er eiginlega krafta- verk, þrátt fyrir að vera bæði frekar ákveðin, ef ég orða það mildilega, honum og Ómari mín- um samdi vel alla tíð og bað hann mig að skila kveðju. Ef ég ætti að giska á starf hans í hans fyrra lífi, þá hefur hann án efa verið skáti. Ávallt viðbúinn, ávallt hjálpsamur og engin vandamál, bara lausnir. En það voru ekki hans einu kostir, því sumir fæð- ast bara þannig, með svo miklu fleiri kosti að maður á erfitt með að koma auga á gallana. Ég man sérstaklega eftir því að Baldur heilsaði mér alltaf með faðmlagi og kossi, þessi hrjúfi töffari. Og alltaf var maður vel- komin í heimsókn, eins var hann nú duglegur að mæta í kaffi til mín og brauðtertu, sem hann elskaði. Hann er einn mesti gleðipinni og mannelskandi mað- ur sem ég hef kynnst og mikið er ég þakklát fyrir þann tíma sem hann hefur verið með okkur fjöl- skyldunni í öll þessi ár. Ég segi við ykkur öll, verið eins og hann! Verið til staðar fyrir fjölskylduna ykkar, verið hjálpfús, verið hress, verið skemmtileg og glöð, hittið fólk, mætið, verið áhuga- söm um ykkar nánustu, verið dugleg, lifið lífinu og lifið því núna. Baldur hefði orðið 63 ára á árinu, en ég er fullviss um að hann sé hið minnsta 126 ára, þar sem hann lifði hvern dag eins og hann væri tveir dagar, hann nýtti allar stundir til að gera það sem hann elskaði, að lifa lífinu lifandi með öllum þeim sem hann elsk- aði, enda var það takmark hjá honum að elska sem flesta á æv- inni skv. Birtu hans og það var alltaf pláss fyrir fleiri í hans hjarta og hans húsi. Hann var fyrst og fremst fjölskyldufaðir, en einnig mikill vinur vina sinna, algjörlega ógleymanlegur kar- akter sem hefur markað djúp spor í hjörtu okkar allra sem hann þekktu og elskuðu. Vildi bara segja takk fyrir allt elsku vinur og yndislegi mágur minn, mikið sem við fjölskyldan eigum eftir að sakna þín, ég vona að þér líki ljóðið, þú syngur það líklega þegar við hittumst næst og skál- um í eins og einu rauðvínsglasi ef ég þekki þig rétt. Sporin: Í kvöld við kveðjum þína jarðnesku vist, þinn síðasta koss hefur ástina kysst. Þó árið hafi verið grýtt, þá verður sjóferðin greið, Þín spor hafa markað mörg hjörtu á lífsins leið. Okkar elsku vinur, við kveðjum að sinni, umhyggju og góðsemi greypum í minni. Þú stendur í stafni og stríðinu er lokið, það léttir til og þínar byrðar hafa fokið. Líka þeir bestu þurfa stundum að hopa, barðist eins og ljón til hins hinsta dropa. Vildir ekki sóa lífinu í þennan eilífðar slag. Skipstjórinn hefur sungið sitt síðasta lag. Þú leggur af stað og munt eftir hinum bíða, Stór spor þín mörkuðu minningu víða. Einhver þarf að undirbúa, það gerir þú best, fyrir komu þeirra sem þú elskar í heiminum mest. Arndís María Kjartansdóttir. Vinur minn, þegar ég fékk fréttirnar um að þú værir lagður af stað í ferðalagið þá var ég ekki alveg tilbúinn, við erum víst aldr- ei tilbúin fyrir þessar fréttir. Ég var alveg með það á hreinu að þú myndir sigra þennan vágest og í raun gerðir þú það með miklu æðruleysi og einstöku hugarfari. Mikið rosalega er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku vinur, og fjölskyldunni allri, þvílíkur leikmaður sem þú varst, alltaf jákvæður og lausna- miðaður með eindæmum og hafð- ir einhvern veginn allt, hraustur og klár, hvað þarf maður meira? Við náðum að bralla mikið saman þó svo að tíminn sem við fengum væri alltof stuttur. Þú komst mér á bragðið í hestamennskunni þegar við kynntumst en þar varst þú á heimavelli og unun að fylgjast með þér. Við áttum okk- ar túra á Þjóðhátíðinni og pásk- um sem seint munu gleymast. Einnig fékk ég að fara með þér á sjó og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur að gefa mér tækifæri og gefa mér innsýn í þann heim. Þú varst minn helsti stuðnings- maður á tónlistarbröltinu og varst alltaf mættur á tónleika þegar þú varst í landi, þú elsk- aðir tónlist og hafðir mikla unun af. Það verður skrýtið að telja í næst, en það er á hreinu að það verður gert fyrir þig. Góða ferð, elsku vinur minn, takk fyrir allar góðu stundirnar og bræðralagið sem batt okkur saman. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Helen og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð og megi guð varðveita ykkur. Birgir Nielsen. Það kemur ekki sá dagur sem þú ert ekki í huga mér kæri vinur minn. Fyrir rúmum áratug er ég hitti þig fyrst, þá vissi ég strax að mikilmenni væri á ferð og góður maður og góður vinur. Mín fyrstu kynni voru já á Þjóðhátíð þegar hún Elín mín kynnti okkur í tjaldinu hjá ykkur Helen, þá sá ég strax útgeislunina, góð- mennskuna og hlýleikann sem skein af þér. Sama hvað það var þá voru ráð þín þau sem vísuðu veginn í átt að réttri lausn eða leið, hvort sem var að rata á öngstræti erlendis eða lífsins ráð á lífsins veg. Ég hugsa oft hvernig vinur minn Baldur fór að þessu; sjómennsk- an, hestamennskan, reglan já og að vera besti afi í heimi fyrir barnabörnin þín og ráðagóði besti pabbinn sem þarf bara að sjá hlutina einu sinni til að læra þá. Svona maður dreymir mig um að vera og með fyrirmyndina fyr- ir framan mig og í huga mér er svo ósanngjarnt að taka þig frá mér. Hrókur alls fagnaðar er jú eitthvað sem þú varst svo sann- arlega og verður enn. Sigurveg- ari er orð sem þú notaðir óspart er í keppni átti að fara og aldrei var spáð í andstæðing eða keppni, það var víst bara einn möguleiki í stöðunni og það var að vinna hvort sem það var tví- menningur í billjard, þá valdir þú meðspilarann mig og þá vissum við að sigur var í höfn, já eða í kappakstur við menn sem vinna á bílum alla daga eins og þú kall- aðir þá, atvinnumenn iss, þú vannst samt enda sigurvegari. Öngstræti erlendis á leið í rakst- ur, leitin var hafin og þú hafðir verið þarna áður og vissir sko al- veg hvert átti að fara, þú varst nefnilega þarna fyrir rúmum tuttugu árum og ekki stóð á því að muna hvert skyldi halda og þú lofaðir að þetta yrði eitthvað sem munað yrði eftir og það var svo sannarlega. Svo oft komstu að orði þegar þreytu eða annað bar að garði þá var svefn aðeins fyrir ungbörn og gamalmenni þannig að aldrei var farið frá ókláruðu verki eða glasi. Á Þjóðhátíð var alltaf leitin að gítarleikara í tjald- ið og skemmst frá því að segja þá vildir þú þann besta í dalnum, minnisstætt er það að við vinirnir fórum baksviðs að ná í einn þann besta í bransanum strax eftir gigg hjá þeim og eftir smá spjall við hann þá stóð ekki á því að hann kom, því góðmennska og hlýja sannfærði hvern mann í hvert skipti. Jafn sárt og erfitt og þetta er þá verður minning þín alltaf í huga mér og eitt máttu vita, ég verð til staðar alltaf, fjöl- skylda þín er fjölskylda mín. Nú er tómarúm í hjarta mér sem aldrei verður fyllt. En stundirnar okkar skilja eftir minningar sem aldrei hverfa og verður rýnt í um alla tíð. Ég veit elsku br. minn vinur, ég veit vel að þú tekur vel á móti mér og verður búinn að kanna öngstræt- in og tilbúinn með rauðvínsglas þegar okkar leiðir liggja saman á ný. Með sorg í hjarta ég kveð þig að sinni kæri br. minn vinur. Þó að ævin geymi óteljandi sekúndur þá er oft eins og tíminn svíki mig. Friðrik Óskar Egilsson. Komið er að kveðjustund okk- ar besta vinar, Baldurs Þórs Bragasonar, sem lést langt fyrir aldur fram. Hver hefði trúað því að nokk- uð gæti grandað þessum hrausta manni, enda ekki kallaður Ofur- Baldur fyrir ekki neitt. Vinskapur okkar hófst fyrir þrjátíu árum og hefur haldist óslitinn síðan. Margar góðar minningar eig- um við frá utanlandsferðum og sumarbústaðarferðum okkar saman með Baldri og Helen. Það lýsir Baldri vel hve sterk- ur karakter hann var þegar hann vissi að komið væri að leiðarlok- um, þá hringdi hann í vin sinn (Má) til að kveðja hann. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Við hjónin þökkum Baldri fyr- ir ómetanlega vinskap og vottum elsku Helen, börnum og fjöl- skyldu innilega samúð. Jóhanna og Már. Baldur Þór Bragason ✝ Benóný Mark- ús Ólafsson fæddist í Reykja- vík 22. apríl 1946. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 19. desember 2021. Foreldrar Ben- ónýs: Ólafur B. Kristjánsson f. 28.2. 1907, d. 30.3. 1979, og Ásta María Mark- úsdóttir, f. 16.7. 1912, d. 30.1. 1996. Systir Benónýs er Ingibjörg Busse, gift og bú- sett í Danmörku, maki Paul Busse og eiga þau þrjá syni. Benóný giftist Guðfinnu Snorra- dóttir 1.7. 1967 en hún lést 17.1. 2020. Foreldrar hennar voru: Jóhanna Sig- urbjörnsdóttir, f. í Keflavík 12. október 1924, d. 3. júní 2008, og Snorri Guðmundsson, f. 14.1. 1923, d. 23.1. 1979. Börn Benónýs og Guðfinnu: Ásta María Benónýsdóttir, f. 17.3. 1968, maki Styrmir Bjarnason, þeirra börn eru: 1. Arnór Freyr Styrmisson, maki Helena Friðbertsdóttir, barn þeirra er Sara María Arnórs- dóttir. 2. Birna Mjöll Styrm- isdóttir, maki Axel Ingi Jóns- son. Ólafur Björn Benónýsson, f. 10.8. 1973, skilinn, hans börn eru: 1. Kára Dís Ólafsdóttir. 2. Krista Bríet Ólafsóttir. 3. Hrannar Ben Ólafsson. Útförin fór fram í kyrrþey. Benni minn, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir lang- vinn veikindi. Við komum í heiminn árið 1946 og ólumst upp í sama húsi í Meðalholti 19. Nokkur munur var á barna- fjölda; við 10 systkini á efri hæð og þú og Böggí á neðri hæð. Þú varst alltaf minn besti vinur og leikfélagi, við vorum skóla- og bekkjarbræður og æfðum og lékum með Fram á okkar yngri árum. Margt var brallað á þeim árum og ein af mörgum minningum er þegar við fórum í keppnisferð til Vestmannaeyja. Þegar við vor- um staddir í Hressingarskál- anum þar kom lögreglan og kallaði upp nöfn okkar beggja. Okkur brá við það, en þegar út í lögreglubílinn var komið kom í ljós að okkur var boðið í mat í Ofanleiti til séra Halldórs Kol- beins föðurbróður míns. Hin síðari ár bar fundum okkar ekki oft saman en þú hefur ætíð verið ofarlega í huga mínum. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Sigfús Sig.) Ásta María, Ólafur Björn, Ingibjörg og fjölskyldur ykkar, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Eyjólfur Kolbeins og Guðrún Kolbeins. Benóný Markús Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.