Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
England
Brighton – Crystal Palace ....................... 1:1
Staðan:
Manch. City 21 17 2 2 53:13 53
Chelsea 21 12 7 2 45:16 43
Liverpool 20 12 6 2 52:18 42
West Ham 21 11 4 6 39:27 37
Arsenal 20 11 2 7 33:25 35
Tottenham 18 10 3 5 23:20 33
Manch. Utd 19 9 4 6 30:27 31
Brighton 20 6 10 4 21:21 28
Wolves 19 8 4 7 14:14 28
Leicester 18 7 4 7 31:33 25
Crystal Palace 21 5 9 7 30:31 24
Southampton 20 5 9 6 24:30 24
Brentford 20 6 5 9 24:30 23
Aston Villa 19 7 1 11 25:30 22
Everton 18 5 4 9 23:32 19
Leeds 19 4 7 8 21:37 19
Watford 18 4 1 13 22:36 13
Burnley 17 1 8 8 16:27 11
Newcastle 19 1 8 10 19:42 11
Norwich City 20 2 4 14 8:44 10
Þýskaland
Dortmund – Freiburg.............................. 5:1
Staða efstu liða:
Bayern München 18 14 1 3 57:18 43
Dortmund 19 13 1 5 49:29 40
Hoffenheim 18 9 4 5 38:27 31
Freiburg 19 8 6 5 31:23 30
Leverkusen 18 8 5 5 42:30 29
Köln 18 7 7 4 30:28 28
Union Berlin 18 7 7 4 25:23 28
Fótbolti.net mót karla
Leiknir R. – Breiðablik ............................ 1:3
Faxaflóamót kvenna
Stjarnan – Þór/KA ................................... 1:4
4.$--3795.$
EM karla 2022
B-RIÐILL, í Búdapest:
Portúgal – Ísland.................................. 24:28
Staðan:
Ísland 1 1 0 0 28:24 2
Holland 1 1 0 0 31:28 2
Ungverjaland 1 0 0 1 28:31 0
Portúgal 1 0 0 1 24:28 0
D-RIÐILL, í Bratislava:
Þýskaland – Hvíta-Rússland.............. 33:29
- Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland.
Austurríki – Pólland............................. 31:36
Staðan:
Pólland 1 1 0 0 36:31 2
Þýskaland 1 1 0 0 33:29 2
Hvíta-Rússland 1 0 0 1 29:33 0
Austurríki 1 0 0 1 31:36 0
Leikir í dag:
17.00 A N-Makedónía – Svartfjallaland
17.00 C Frakkland – Úkraína
17.00 E Tékkland – Bosnía
17.00 F Slóvakía – Litháen
19.30 A Slóvenía – Danmörk
19.30 C Króatía – Serbía
19.30 E Spánn – Svíþjóð
19.30 F Noregur – Rússland
Leikir á morgun:
17.00 B Portúgal – Ungverjaland
17.00 D Þýskaland – Austurríki
19.30 B Ísland – Holland
19.30 D Hvíta-Rússland – Pólland
Undankeppni HM karla
Lettland – Ítalía.................................... 23:36
Lúxemborg – Færeyjar....................... 31:26
%$.62)0-#
Subway-deild karla
ÍR – Vestri............................................. 77:78
Valur – Tindastóll ................................. 96:71
Staðan:
Keflavík 12 10 2 1049:963 20
Njarðvík 12 8 4 1124:1022 16
Þór Þ. 12 8 4 1155:1073 16
Valur 11 7 4 896:863 14
Grindavík 12 7 5 995:981 14
Tindastóll 12 7 5 1026:1055 14
Stjarnan 11 6 5 993:956 12
KR 10 5 5 907:920 10
Breiðablik 11 4 7 1162:1148 8
Vestri 12 3 9 945:1026 6
ÍR 11 3 8 946:1009 6
Þór Ak. 12 1 11 911:1093 2
1. deild karla
Hamar – ÍA ........................................... 92:70
Staðan:
Haukar 14 12 2 1452:1066 24
Álftanes 15 11 4 1428:1259 22
Höttur 13 11 2 1297:1068 22
Sindri 15 9 6 1392:1276 18
Fjölnir 15 9 6 1364:1380 18
Selfoss 14 7 7 1195:1205 14
Skallagrímur 16 6 10 1336:1401 12
Hrunamenn 15 4 11 1270:1450 8
Hamar 14 3 11 1093:1300 6
ÍA 15 1 14 1094:1516 2
NBA-deildin
Milwaukee – Golden State................. 118:99
Memphis – Minnesota...................... 116:108
New Orleans – LA Clippers .............. 113:89
Brooklyn – Oklahoma City .............. 109:130
Denver – Portland............................ 140:108
4"5'*2)0-#
Í BÚDAPEST
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Andstæðingur Íslands á EM annað
kvöld verður lið Hollands sem Er-
lingur Richardsson stýrir. Óhætt er
að segja að Holland hafi hrist veru-
lega upp í handboltaáhugafólki í
fyrsta leiknum í riðlinum þegar liðið
skellti Ungverjalandi hér í Búdapest
31:28. Holland, sem komst á EM í
fyrsta skipti í Svíþjóð fyrir tveimur
árum, byrjar mótið á því að ná í tvö
stig gegn gestgjöfunum sem í leikn-
um nutu stuðnings 20 þúsund ung-
verskra stuðningsmanna.
Erlingur Richardsson hefur unnið
frábært starf með hollenska liðið.
Sem nýliðar á EM stóð liðið sig
ágætlega í Svíþjóð 2020. Liðið tapaði
reyndar með um tíu marka mun fyr-
ir stórveldunum Spáni og Þýska-
landi en vann Lettland. En það er
einnig afrek að komast inn á stór-
mótin þegar lið eru í neðri styrk-
leikaflokkunum því þá þarf að leggja
þjóðir sem hafa verið á stórmót-
unum að velli á leiðinni.
Hollenska liðið hefur greinilega
bætt sig frá því fyrir tveimur árum.
Liðið var yfir svo gott sem allan leik-
inn gegn Ungverjalandi og náði
fimm marka forskoti um tíma í fyrri
hálfleik. Ungverjar náðu að éta upp
forskotið þegar leið á en á lokamín-
útunum brást Hollendingunum ekki
kjarkurinn. Þeir þorðu að sækja sig-
urinn og leystu þá stöðu mjög vel
sem kom upp þegar meðbyrinn virt-
ist vera með heimamönnum.
Eru engir aular
„Við erum með Luc Steins sem er
aðalleikstjórnandi París St. Germ-
ain. Hann er alger sigurvegari og
ætlar sér hlutina. Svo erum við með
Kay Smits sem er hjá Magdeburg.
Þetta eru engir aular,“ sagði Erling-
ur Richardsson meðal annars þegar
undirritaður ræddi við hann í hinni
glæsilegu MVM-höll í Búdapest að
leiknum loknum en viðtalið er að
finna á mbl.is.
Eins og Erlingur bendir á þá eru
virkilega góðir leikmenn í hollenska
liðinu. Það á eftir að koma betur í
ljós hvort Holland hefur nægilega
mikla breidd til að dreifa álaginu í
mótinu en mér fannst byrjunarliðið
mjög sterkt gegn Ungverjum.
Handboltinn í dag gengur mikið út á
að menn geti staðið sig maður á móti
manni. Varnarmenn koma gjarnan
langt út og miðjumennirnir eru í rík-
ari mæli mjög snöggir og snarpir.
Handboltinn er orðinn enn líkari
körfuboltanum hvað það varðar að
takist varnarmanninum ekki að
halda sóknarmanninum fyrir framan
sig, þá riðlast vörnin algerlega. Hol-
lendingar eru með þetta allt saman á
hreinu enda þjálfarinn klókur.
Góðir í gegnumbrotum
Satt að segja er ég mjög forvitinn
að vita hvernig íslenska þjálfara-
teymið vill mæta Steins sem er á
miðjunni og Dani Baijens sem var í
skyttustöðunni vinstra megin. Baij-
ens var áður hjá Flensburg og
Lemgo. Baijens, eins og Steins,
keyrir af krafti á vörnina. Þessir
leikmenn eru snöggir, kraftmiklir og
frábærir í gegnumbrotum. Nú er
ljóst að ég þekki ekki handbolta-
fræðin eins og Guðmundur, Gunnar
og Ágúst í þjálfarateymi Íslands en
ég sé ekki fyrir mér að auðvelt sé að
fara út á móti þessum leikmönnum.
Þar sem þessir leikmenn mega
ekki fá mikið pláss til að athafna sig
nýtur Kay Smiths þess í skyttustöð-
unni hægra megin. Hann skoraði
alla vega 11 mörk á móti Ungverjum
en Smiths er samherji Ómars Inga
Magnússonar og Gísla Þorgeirs
Kristjánssonar hjá Magdeburg.
Erlingur er að
búa til hörkulið
- Hollendingar næstu andstæðingar
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Holland Erlingur Richardsson þarf ekki að kynna sér næsta andstæðing.
Novak Djokovic á litla möguleika á
að taka þátt í Opna ástralska
mótinu í tennis sem hefst á mánu-
daginn eftir að áströlsk stjórnvöld
ákváðu á nýjan leik að ógilda vega-
bréfsáritun hans í gær. Hann er því
á óbreyttu á leið úr landi en lög-
fræðingar Serbans freista þess að
fá dómara til að ógilda úrskurðinn í
annað skipti.
Djokovic hefur unnið mótið und-
anfarin þrjú ár og níu sinnum alls
en standi ógildingin verður honum
óheimilt að koma aftur til Ástralíu
næstu þrjú árin.
Staðan erfið
hjá Djokovic
AFP
Erfitt Novak Djokovic þungur á
brún á æfingu í Melbourne í gær.
Ítalska knattspyrnufélagið Venezia
tilkynnti í gær að kantmaðurinn
Bjarki Steinn Bjarkason hefði verið
lánaður til C-deildarliðsins Catanz-
aro og myndi leika með því út þetta
tímabil. Bjarki, sem er 21 árs gam-
all, leikur sitt annað tímabil með
Venezia en hann spilaði 10 leiki í B-
deildinni í fyrra og lék á dögunum
sinn fyrsta leik fyrir félagið í A-
deildinni. Áður hafði hann verið í
byrjunarliði í bikarleik í vetur.
Hann er samningsbundinn Venezia
til ársins 2024 en hann kom þangað
frá ÍA sumarið 2020.
Bjarki lánaður
út tímabilið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Catanzaro Bjarki Steinn Bjarkason
spilar í C-deildinni til vorsins.
Vestramenn galopnuðu fallbarátt-
una í úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik í gærkvöld þegar þeir
lögðu ÍR-inga að velli, 78:77, í æsi-
spennandi leik í Seljaskóla.
Þar með eru liðin jöfn að stigum í
tíunda og ellefta sæti en ÍR hefði
verið fjórum stigum á undan Vestra
með sigri.
Ken-Jah Bosley skoraði 25 stig
fyrir Vestra, Julio Calver De Assis
23 og tók 13 fráköst og Rubiera
Rapaso skoraði 18.
Igor Maric skoraði 19 stig fyrir
ÍR, Sigvaldi Eggertsson 14 og Jord-
an Semple 12.
Valsmenn unnu sannfærandi sig-
ur á Tindastóli, 96:71, á Hlíðarenda
og liðin eru þar með jöfn að stigum
um miðja deild. Staðan í hálfleik
var 47:39, Valsmönnum í hag.
Pablo Cesar var með 32 stig fyrir
Val og Kristófer Acox skoraði 24
stig og tók 12 fráköst. Javon Bess
var langbestur hjá Tindastóli með
22 stig.
Morgunblaðið/Eggert
Seljaskóli ÍR-ingurinn Igor Maric reynir að stöðva Vestramanninn Marko
Jurica í botnslag liðanna í gærkvöld þar sem Vestri fagnaði sigri.
Galopin fallbarátta
og stórsigur hjá Val
Tvenn forföll eru í íslenska landsliðshópnum í knatt-
spyrnu fyrir vináttulandsleikinn gegn Suður-Kóreu sem
fram fer í Belek í Tyrklandi í dag. Ingvar Jónsson mark-
vörður meiddist á æfingu og getur ekki spilað og miðju-
maðurinn Stefán Teitur Þórðarson er meiddur og farinn
til síns félags, Silkeborg í Danmörku.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á frétta-
mannafundi í gær eiga von á allt öðruvísi leik en gegn
Úganda á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð jafn-
tefli, 1:1. „Suður-Kórea spilar 4-3-3 sem er spegilmyndin
á okkar kerfi. Það er gott að fá leik á móti mjög góðu liði
sem spilar hraðan fótbolta til að æfa þessa varnar-
færslu,“ sagði Arnar.
Suður-Kórea er 29 sætum ofar en Ísland á heimslista FIFA og með
nokkra af sínum fastamönnum en liðið er að búa sig undir tvo leiki í undan-
keppni HM sem fram fara um næstu mánaðamót. Þetta verður fyrsti A-
landsleikurinn milli þjóðanna en hann hefst kl. 11 að íslenskum tíma.
Stefán og Ingvar ekki með
Arnar Þór
Viðarsson
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans
í þýska karlalandsliðinu í hand-
knattleik stigu stórt skref í átt að
milliriðli með sigri á Hvíta-
Rússlandi í fyrsta leiknum á EM í
Bratislava í gærkvöld, 33:29. Hvít-
Rússar byrjuðu betur og voru yfir í
hálfleik, 18:17. Þýska liðið seig
fram úr í seinni hálfleiknum og
komst fimm mörkum yfir skömmu
fyrir leikslok. Kai Häfner og Marc-
el Schiller skoruðu átta mörk hvor
fyrir Þjóðverja, Julius Kühn sex og
Johannes Golla fjögur.
Alfreð strax í
góða stöðu
AFP
Sigur Þjóðverjar fagna í lok leiksins
gegn Hvít-Rússum í gær.