Morgunblaðið - 15.01.2022, Síða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Haustið 2018 hóf ljósmyndarinn
Einar Falur Ingólfsson skrásetn-
ingu sjónrænnar dagbókar sem átti
að ná yfir átján mánuði. Með þess-
ari dagbók var markmiðið að fanga
líf listamannsins og draga fram
samspil menningar ólíkra heims-
hluta, heimalandsins Íslands og
gamalla menningarkjarna í fjar-
lægum löndum. Þegar síga fór á
seinni hluta tímabilsins skall Covid-
-19-heimsfaraldurinn á og mánuð-
irnir átján urðu tuttugu því áhrif
faraldursins á líf Einars og fjöl-
skyldu hans urðu mikilvægur hluti
dagbókarinnar.
Ljósmyndir úr þessari sjónrænu
dagbók má finna á sýningunni Um
tíma – Dagbók tuttugu mánaða
(About Time – Diary of Twenty
Months) sem verður opnuð í dag,
laugardaginn 15. janúar, í BERG
Contemporary, Klapparstíg. Opið
verður á milli kl. 13 og 17 þann dag
en sýningin stendur yfir til og með
26. febrúar.
Einar Falur hefur nokkrum sinn-
um í gegnum tíðina fengist við
þetta form, hina sjónrænu dagbók,
og skrásett þannig ólík tímabil í lífi
sínu. Að þessu sinni leitast ljós-
myndarinn við að fanga bakgrunn
sinn í íslenskri menningu, samspil
heimalandsins og ólíkra menning-
arheima, Indlands, Ítalíu og
Egyptalands, auk þess sem hann
skrásetur þessa miklu umbrotatíma
og áhrif breytinganna sem fylgdu
heimsfaraldrinum á líf sitt og fjöl-
skyldunnar.
Varanasi, Róm og Egyptaland
Á sýningunni mætast ólíkir
menningarheimar enda settu ferða-
lög ljósmyndarans svip sinn á dag-
bókina. „Hann kaus að starfa í Var-
anasi, elstu og helgustu borg Ind-
lands þar sem hvarvetna má sjá og
skynja þykk lög tímans; í Rómar-
borg á Ítalíu, þar sem evrópsk
menning miðalda var á margan hátt
mótuð, þar á meðal vestræn mynd-
list; og í Egyptalandi, þar sem enn
fleiri menningarlegar rætur sam-
tímans má finna, með endalausum
tímalögum,“ segir í kynningartexta
um sýninguna.
„Á ferðum sínum, jafnt um
heimaland sitt sem í hinum lönd-
unum þremur, leitaði Einar Falur
markvisst í verk margra annarra
listamanna, á í samtali við og vísar
jafnvel í þau. Í Róm vann hann til
að mynda markvisst út frá verkum
málarans Caravaggios (1571-1610)
og ljósmyndaranna Roberts Turn-
bull Macpherson (1814-1872) og
Joels Sternfeld (f. 1944).“
Í borginni Varanasi á Indlandi
myndaði Einar ungling sem heldur á
logandi eldspýtum. Guðmundur
Andri Thorsson leggur út af þessari
mynd í texta sem hann skrifaði um
sýninguna: „Þó að ljósmyndin frysti
augnablik og geri það eilíft þá er
hún aldrei alveg eins í augum okkar
– því að augu okkar eru aldrei alveg
eins. Fyrst sýnist okkur að dreng-
urinn sé að gefa okkur fokkmerki en
þegar við lítum aftur á myndina
heldur hann á ljósi. Næst þegar við
horfum sjáum við að hann horfir
ekki til okkar heldur á ljósið. Þetta
er ljós heimsins. Nei þetta er kerti
og það á í vændum að slokkna. Nei,
þetta eru eldspýtur og brenna hratt.
Þetta er eldurinn og strákurinn er
Prómeþeifur. Nei hann er æskan og
þetta er vonarljósið og hann mun
lýsa okkur leið út úr myrkrinu.
Hann er lífið sjálft og dauðinn þarna
við hliðina á honum. Það er hann
alltaf.“
Guðmundur Andri heldur áfram:
„Allt býr innra með okkur, allt sem
við höfum reynt og séð. Sumarið og
veturinn, rjóðrið og berangurinn,
hiti og kuldi, mannhaf og einvera,
skarkali og þögn. Líf og dauði. Því
að tíminn er marglaga hringrás; við
göngum um götur í Kolkata með
minningu frá Egilsstaðaflugvelli
innra með okkur og ökum um Fells-
strönd á meðan fyrir hugskots-
sjónum blasa tröppur í hofi í Var-
anasi. Stundir okkar eru strengir
sem óma innra með okkur, stundum
einn og einn og hér og nú, stundum
allir í senn, stundum í hljómi, þar og
þá, stundum mishljóma, hér og þá
og þar og nú.“
Á sýningunni kallast á ferðaminn-
ingar og íslenskur veruleiki. Hin
fjarlægu lönd og innblásturinn það-
an speglast í kyrrðinni heima fyrir.
Minningar um líflegar og litríkar
borgir ylja þegar einveran tekur við,
strengirnir halda áfram að óma.
Þessi vaggandi kyrrstaða
Hengirúm við sumarbústað fjöl-
skyldunnar, Skógarsel, varð Einari
oft að myndefni þessa tuttugu mán-
uði. Þær myndir fanga árstíðaskipt-
in og verða að ákveðnum leiðarvísi,
jafnvel haldreipi, í gegnum tímabil-
ið. „Hengirúmið – þessi vaggandi
kyrrstaða – er vettvangur hrað-
fleygra hugsana sem þeytast milli
hvelfinga í heilabúinu en hugurinn
er í hvíld á meðan líkaminn berst
áfram hratt í léttivagninum,“ segir í
texta Guðmundar Andra. Rjóðrið
sem geymir hengirúmið kallar Ein-
ar griðastað sinn.
Myndirnar tuttugu af griða-
staðnum mynda tilkomumikla heild.
Vetur, sumar, vor og haust koma
saman og gefa til kynna gang tím-
ans á meðan myndefnið, rjóðrið,
kallar á vissa ró, vissa kyrrstöðu.
„Og svo hægir á öllu. Það geisar
sótt um veröldina og hlutskipti okk-
ar er skyndilega að híma í einangr-
un í okkar afmarkaða rými án þess
að vita hvað morgundagurinn ber í
skauti sér. Þá er gott að hafa aðgang
að öðrum rýmum á öðrum tímum,
finna golu á vanga og sól í sinni við
það eitt að handleika mynd.
Því að tíminn er marglaga hring-
rás. Og á meðan stundirnar líða,
hægt og skrykkjótt eða geigvænlega
hratt, út á hlið og afturábak eða með
í rykkjum í allar áttir, en ævinlega
þó í áttina að hinum óhjákvæmilegu
og innbyggðum endalokum – þá
færir lífið okkur hvert undrið af
öðru. Við hvert fótmál. Í hverju
augnabliki. Séum við reiðubúin að
lifa með augun opin,“ skrifar Guð-
mundur Andri að lokum.
Sýningin Um tíma – Dagbók tutt-
ugu mánaða verður sem áður segir
opnuð 15. janúar. Jafnframt gefur
listamaðurinn út bókverk, sem bæði
er á íslensku og ensku. Samhliða því
að mynda sjónrænu dagbókina setti
Einar Falur hana saman og gaf út,
jafnt og þétt, í 14 tölusettum bók-
verkum í litlu upplagi. Kjarni þeirra
kemur saman í bókinni Um tíma –
Dagbók tuttugu mánaða (About
Time – Diary of Twenty Months).
Tuttugu mánuðir festir á filmu
- Sýning á ljósmyndum Einars Fals Ingólfssonar, Um tíma, opnuð í BERG Contemporary í dag
- Fangaði tuttugu mánuði af lífi sínu, samspil menningarheima og umbrotatíma í sjónrænni dagbók
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Griðastaður Ljósmyndarinn í BERG Contemporary við myndir sínar af rjóðrinu við sumarbústað fjölskyldunnar.
Ljósmynd/Einar Falur
Prómeþeifur? Ljósmynd Einars Fals, frá Varanasi á Indlandi.
Konurnar sem skipuleggja RVK
Feminist Film Festival (RFFF)
segjast ekki af baki dottnar þrátt
fyrir frestun hátíðarinnar og stöð-
una í heimsfaraldrinum og halda í
dag, laugardag, pallborðsumræður
með nokkrum erlendum kvik-
myndagerðarkonum. Þær eru leik-
stýrurnar Natalija Avramovic frá
Serbíu, Sol Berruezo Pichon Riv-
iére frá Argentínu og Uisenma
Borchu frá Þýskalandi og Mong-
ólíu. „Þær eiga það allar sameig-
inlegt að hafa ætlað að sýna kvik-
myndir sínar á hátíðinni núna í
janúar, en vegna samkomutak-
markana hefur hátíðinni verið
frestað um óákveðinn tíma,“ segir í
tilkynningu.
,,Okkur fannst það að fresta há-
tíðinni vera það eina rétta í stöð-
unni. Okkur finnst mikilvægt að
fleiri geti komið saman og notið
þess sem við ætlum að bjóða upp
á,“ er haft eftir Sólrúnu Freyju
Sen, verkefnastjóra hjá RFFF, en
skipuleggjendur hátíðarinnar miða
við að 50 megi koma saman og
verða nýjar dagsetningar opinber-
aðar þegar það er leyfilegt.
,,Eftir að ákvörðun hafði verið
tekin um að fresta hátíðinni kom
upp sú hugmynd
að bjóða leikstýr-
unum að koma
samt til landsins
í boði RFFF og
taka þátt í pall-
borðsumræð-
unum. Natalija,
Sol og Uisenma
tóku því allar
mjög vel og
verða í hópi kyn-
systra sinna í kvikmyndabrans-
anum hér á landi.
Þegar slakað hefur verið á sam-
komutakmörkunum geta hátíðar-
gestir séð kvikmyndirnar The
Spring poem eftir Nataliju, Mama
mama mama eftir Sol og Don’t look
at me that way eftir Uisenmu,“
segir í tilkynningu.
Íslenskar kvikmyndagerðarkonur
taka einnig þátt í pallborðsumræð-
unum, þær Ísold Uggadóttir,
Magnea B. Valdimarsdóttir og
Helga Rakel Rafnsdóttir og hefjast
þær kl. 12. Eftir hlé verða svo pall-
borðsumræður kvenkyns framleið-
enda um áskoranir í kvikmynda-
geiranum vegna heimsfaraldursins
og mun Sara Nassim, framleiðandi
Dýrsins, taka þátt með Kiddu
Rokk frá Polorama og Ragnheiði
Erlingsdóttur, framkvæmdastjóra
Zik Zak. Í lok dags mun Steven
Meyers sitja fyrir svörum en hann
mun leiða kvikmyndanám við
Listaháskóla Íslands. Mun hann
upplýsa viðstadda um fyrirkomulag
þess.
Í tilkynningu segir að vegna
stöðunnar í faraldrinum ætli skipu-
leggjendur RFFF ekki að bjóða
áhorfendum að mæta á staðinn og
þess í stað verði pallborðsumræð-
urnar teknar upp í Norræna hús-
inu og streymt á öllum helstu miðl-
um hátíðarinnar.
Frekari upplýsingar má finna á
rvkfemfilmfest.is/.
Pallborðsumræður RFFF
- Leikstýrur sem
áttu að sýna kvik-
myndir sínar
Uisemna
Borchu
Natalija
Avramovic
Sol Berruezo
Pichon Riviére
Þuríður Helga
Kristjánsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Menning-
arfélags Akur-
eyrar, MAK,
hefur sagt starfi
sínu lausu, að því
er fram kemur í
tilkynningu. Þur-
íður hefur gegnt
því starfi í sex ár
og segir í tilkynningu að sá tími
hafi verið ævintýralegur.
„Þegar ég hóf störf var félagið í
afar þröngri fjárhagsstöðu og mikil
starfsmannavelta. Með samhentu
átaki mín og starfsfólks tókst að
snúa þessari stöðu við hratt og
örugglega,“ er haft eftir Þuríði og
að nú sé hugurinn farinn að leita
annað. Að sögn formanns MAK,
Evu Hrundar Einarsdóttur, verður
staða framkvæmdastjóra auglýst í
lok mánaðarins.
Segir starfi sínu
lausu hjá MAK
Þuríður Helga
Kristjánsdóttir