Morgunblaðið - 15.01.2022, Síða 44

Morgunblaðið - 15.01.2022, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum Bandaríski píanóleikarinn Ruth Slenczynska, sem talin var undra- barn í bernsku, sendir í mars frá sér nýja plötu hjá Decca sem nefnist My Life In Music. Á plötunni leikur hún verk eftir Sergej Rakhmanínov og Frederic Chopin sem hún tók upp í sumar. Frá þessu greinir BBC. Slenczynska, sem fagnar 97 ára af- mæli sínu í dag, var aðeins fjögurra ára þegar hún kom fyrst fram opin- berlega og var vegna hæfileika sinna líkt við Mozart. Tónleikar hennar eru „mögnuð upplifun,“ skrifaði The New York Times á sínum tíma. Slenc- zynska þreytti frumraun sína í Berlín aðeins sex ára og ári síðar í París. Talið er að hún sé síðasti eftirlifandi nemandi Rakhmanínovs. Hún gerðist svo fræg að leika fjórhent með Harry S. Truman og lék við innsetningar- athöfn Johns F. Kennedys. Slenczynska fæddist í Kaliforníu og er dóttir fiðluleikarans Josefs Slenczynskis sem starfaði við Tón- listarskólann í Varsjá fram að fyrri heimsstyrjöld. Eftir að fjölskyldan fluttist til Bandaríkjanna einsetti hann sér að gera dóttur sína að undrabarni og beitti hana tilheyrandi hörku til að ná markmiði sínu. „Ástæða þess að hæfni mín kom fólki á óvart var að pabbi lét mig æfa í níu klukkutíma á dag,“ skrifaði Slenc- zynska í ævisögu sinni Forbidden Childhood sem út kom 1957. Aðeins 15 ára flúði hún að heiman og sleit öll tengsl við föður sinn. Hún menntaði sig í sálfræði, en hætti þó aldrei að leika á píanóið og kom aftur fram á tónleikum 1951 og fór næstu árin í reglulegar tónleikaferðir um Banda- ríkin. Í framhaldinu tók hún upp tíu plötur hjá útgáfufyrirtækinu Decca. Árið 1961 gaf hún út kennslubókina Music at Your Fingertips: Aspects of Pianoforte Technique sem enn er notuð til kennslu, en sjálf kenndi hún um árabil við Southern Illinois- háskólann. Þegar öllu var skellt í lás 2020 vegna heimsfaraldursins tók hún upp nokkrar sónötur Beethovens og deildi á youtube-rás sinni til að minnast 250 ára afmælis tónskálds- ins. Píanisti Ruth Slenczynska. Fyrrverandi undra- barn með nýja plötu - Ruth Slenczynska 97 ára í dag Sýningin Augnablik af handahófi verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag og er hún byggð upp á sjónrænum þáttum sem safnað er saman úr safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur og textum sem fengnir eru úr prent- uðum ritum, eins og segir í til- kynningu. Sýningin er þannig sögð tilbúningur þar sem sýningarstjórinn Yean Fee Quai stilli saman raunverulegum ljós- myndum og ótengdum bókmennt- um. Sex og hálf milljón ljósmynda „Á síðustu 40 árum hefur Ljós- myndasafn Reykjavíkur safnað meira en sex og hálfri milljón ljós- mynda. Í safneigninni eru myndir teknar af atvinnuljósmyndurum og áhugamönnum sem hafa náð að mynda það sem fyrir augu ber, atburði og uppákomur, fræga einstaklinga jafnt og alþýðufólk, venjur, hversdagsleg fyrirbæri og allt það sem hægt er að ná á mynd. Safnið fær ljósmyndir og filmur frá einstaklingum, fyrir- tækjum og stofnunum, sem berast í kössum og skjalaskápum og hafa fyrir löngu fyllt takmarkað geymslurými þess,“ segir í til- kynningu. Samræmi eða ósamræmi Í tilkynningunni segir einnig að myndavefur safnsins, sem aðgengilegur er á heimasíðu Ljós- myndasafnsins, sé lagður til grundvallar sýningargerðinni. „Þegar myndir eru sóttar á myndavefinn með hjálp ákveðinna leitarorða, birtast ófyrirséðar samsetningar ljósmyndaðra augnablika. Hvert þeirra er ein- stakur fjársjóður og þau tengjast í gegnum orð við myndaleit. Öfugt við myndavefinn, sem notast við algóritma, var leitað á gamla mátann að texta til notk- unar með myndunum – brot úr textum úr útgefnu efni, sem ýmist kallast á við, eða renna saman við sjónrænu frásögnina. Hvort sem það eru myndirnar sem mynda samhljóm við textana, eða orðin sem vísa í myndirnar, kallar þessi meðvitaða tilraun fram samræmi eða ósamræmi þarna á milli,“ seg- ir í tilkynningu. Sýningin er hluti af Ljósmynda- hátíð Íslands og má finna dagskrá hennar á www.tipf.is. Ljósmynd/Eggert Claessen, úr safni Soffíu Jónassen Claessen (1873-1943) Sjálfsmynd Ljósmynd tekin um 1900, ungur karlmaður tekur mynd af sjálf- um sér í spegli. Ungi maðurinn er Eggert Claessen og sennilega tók hann myndina með myndavél unnustu sinnar og síðar eiginkonu, Soffíu. Ófyrirséðar samsetningar ljósmyndaðra augnablika - Augnablik af handahófi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Hannah Gutierrez-Reed, umsjónar- maður skotvopna og skotfæra á tökustað kvikmyndarinnar Rust, þar sem leikarinn Alec Baldwin skaut óvart kvikmyndatökustjór- ann Halynu Hutchins til bana í fyrra, hefur höfðað mál gegn fyrir- tækinu sem útvegaði vopnin og skotfærin fyrir myndina. Fyrir- tækið nefnist PDQ Arm & Prop og eigandi þess er Seth nokkur Kenn- ey. Í málsókninni er því haldið fram að kassar sem áttu að innihalda púðurskot og voru merktir eftir því hafi einnig innihaldið raunveruleg- ar byssukúlur. Á vef The Guardian segir að Gutierrez-Reed og tökuliðið hafi treyst því að í kössunum væru aðeins púðurskot en Baldwin skaut tveimur skotum að tökustjóranum og leikstjór- anum, Joel Souza. Souza var fluttur á sjúkra- hús með skotsár en Hutchins lést. Seth Kenney hafði mánuði fyrr unnið með föður Gutierrez- Reed, Thell Reed, að annarri kvikmynd í Texas. Kenney er sagður hafa leyft leik- urum að skjóta alvöruskotum á skotsvæði og tekið með sér byssu- skot þaðan sem mögulega enduðu á tökustað Rust. Kenney hefur haldið því fram að þetta hafi hann ekki gert. Auk þess hafi verið gengið úr skugga um að skotin á tökustað Rust væru púðurskot. Umsjónarmaður skotvopna höfðar mál Halyna Hutchins Tónlistarmaðurinn Kanye West er grunaður um að hafa ráðist á mann í fyrradag í Los Angeles. Árásin var gerð að næturlagi en West var þó ekki handtekinn, að því er fram kemur í frétt á vef Variety um málið. Talsmaður lög- reglunnar segir árásina hafa átt sér stað klukkan þrjú um nótt, skammt frá klúbbinum Soho Warehouse. Vefurinn TMZ greindi fyrstur frá henni og sagði málið til rannsóknar sem líkamsárás. Var þar einnig birt myndband af West öskrandi og greinilegt að hann er að ásaka einhvern um ummæli sem voru honum lítt að skapi. West hefur komist í kast við lögin áður því hann réðst á ljós- myndara á flugvelli árið 2014 og reyndi að ná af honum myndavél- inni. Kanye West grunaður um líkamsárás Kanye West Þáttaröðin Svörtu sandar hefur verið valin sem eitt af sjö verk- efnum sem frumsýnd verða utan heimlands síns á kvikmyndahátíð- inni í Berlín, Berlinale, í febrúar en umsóknir berast jafnan fyrir um 200 verkefni ár hvert víða að úr heiminum. Hátíðin er ein sú virtasta í heimi og eftirsóttur sýn- ingavettvangur. Í umsögn dómnefndar segir um þáttaröðina að persónusköpun í henni sé djúp og óvenjulegur snún- ingur tekinn á hina hefðbundnu leit að sökudólgi í glæpaseríu með því að láta persónulegt líf og erfið- leika persóna vega þyngra en mál- ið sjálft sem er til rannsóknar. Áferð þáttanna og náttúrufegurð Íslands geri verkefnið líka einstakt. Þátta- röðin hefur nú verið seld til sýn- inga í Kína, Ástralíu, Belgíu, Finnlandi, Hol- landi og Indlandi og má búast við að fleiri lönd bætist við. Baldvin Z er leikstjóri þáttanna og með aðalhlutverk í þeim fara Aldís Amah Hamilton, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Bene- diktsson og Þór Tulinius. Þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2 um jólin í fyrra. Þáttaröðin Svörtu sandar á Berlinale Aldís Amah Hamilton

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.