Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 48
Seigla nefnist sýning sem The
Icelandic Love Corporation/
Gjörningaklúbburinn, sem
skipaður er myndlistarkon-
unum Eirúnu Sigurðardóttur
og Jóní Jónsdóttur, opnar í
NORR11 á Hverfisgötu 18 í dag
milli kl. 14 og 17. Sýningin er á
vegum Listvals og stendur til
1. mars. Vegna samkomutakmarkana verða verkin einn-
ig aðgengileg á vefnum listval.is. Á sýningunni má sjá
annars vegar „einstök nælonsokkabuxnaþrykk þar sem
hinn margslungni vísinda- og félagsvefur nælonsins
fær að njóta sín í öllum sínum fjölbreytileika og leik-
gleði og hins vegar veggverkið Seiglu sem býr yfir
aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og styrk þar sem fín-
legir nælonsokkar mynda eina heild sem inniheldur
hnefastórt grjót í hverri tá. Nælonsokkabuxurnar, olíu-
litir Gjörningaklúbbsins, koma beint úr iðrum hins
kvenlæga veruleika þar sem efniviðurinn, nælonið, býr
yfir eiginleikum úthalds, þolgæðis og þrautseigju,“
segir í tilkynningu frá sýningarhaldara.
Gjörningaklúbburinn sýnir Seiglu
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Kristján Jónsson íþróttafréttamaður Morgunblaðsins
segir í grein um hollenska landsliðið í handknattleik að
hann sé mjög forvitinn að sjá hvernig Guðmundur Guð-
mundsson landsliðsþjálfari ætli að stöðva hættuleg-
ustu leikmenn Hollendinga í leiknum á EM í Búdapest
annað kvöld. Erlingur Richardsson hafi unnið frábært
starf sem þjálfari hollenska liðsins. »40
Hvernig á að stöðva Hollendinga?
ÍÞRÓTTIR MENNING
útgáfa hafi viljað gefa
bókina út.
Bókin fjallar um Fjólu, fimm ára
stúlku með fæðuofnæmi. Vandamálið
er útskýrt á jákvæðan hátt og lögð
áhersla á það sem Fjóla getur gert
en ekki það sem henni er bannað að
gera. „Ég útskýri alvarleika fæðu-
ofnæmis en geri það á jákvæðan hátt
og myndirnar eru bjartar og fal-
legar. Boðskapurinn er, að þótt ég sé
með ofnæmi get ég gert allt það
sama og aðrir krakkar og læt það
ekki stoppa mig. Þegar ég kynnist
nýjum vinum segi ég þeim frá of-
næminu. Það er ekki smitandi, þeir
þurfa ekki að vera hræddir og við
höldum áfram að leika okkur. Eftir
matinn þurfa allir að þvo sér vel um
hendurnar, það er betra fyrir alla og
getur sérstaklega hjálpað hafi ein-
hver borðað eitthvað sem hann er
með ofnæmi fyrir. Ofnæmi getur
verið lífshættulegt en óþarfi er að
það skapi hræðslu heldur þarf fólk að
læra að lifa með því. Fjóla er til
dæmis í fótbolta, fimleikum og úti á
róló, tekur með sér nesti í flotta nest-
isboxinu sínu og er kát og glöð.“
Harpa Rut segir skemmtilegt og
uppörvandi að hafa fengið jákvæð
viðbrögð frá ókunnugu fólki. „Fjöl-
skylda og vinir eru alltaf til staðar,
styðja og hrósa, en mér þykir sér-
staklega vænt um að hafa fengið
hrós frá öðrum í svipuðum sporum
og ég er í. Það er mjög gefandi og
skemmtilegt að finna að ég hjálpi
öðrum með bókinni.“
Bókin er sniðin að börnum í leik-
skóla og börnum í 1.-3. bekk grunn-
skólans. „Ég er ótrúlega stolt af bók-
inni og það kemur til greina að gefa
hana út í öðrum löndum til að fleiri
fái notið boðskaparins,“ segir Harpa
Rut.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrir nýliðin jól gaf LEÓ bókaútgáfa
út barnabókina Fjóla er með ofnæmi.
Harpa Rut Hafliðadóttir, höfundur
hennar, segir viðtökurnar hafa farið
fram úr björtustu vonum og hún hafi
í huga að fylgja henni eftir með bók
með mataruppskriftum fyrir þá sem
eru með ofnæmi.
„Söguhetjan Fjóla bakar með
mömmu sinni og ein uppskrift er í
bókinni en gaman væri að gefa út
sérstaka Fjólu-uppskriftabók.“
Hafdís Edda Ragnarsdóttir, eldri
dóttir Hörpu Rutar, greindist fyrst
með matarofnæmi tveggja mánaða
gömul. „Ég var með hana á brjósti og
eftir því sem greindum ofnæmis-
tilvikum fjölgaði þurfti ég stöðugt að
taka fæðu úr mataræði mínu.“ Engar
barnabækur á íslensku hafi verið til
um efnið og því hafi hún pantað átta
erlendar bækur, þegar dóttirin hafi
verið þriggja ára, til þess að lesa fyr-
ir stúlkuna. „Þessar bækur voru all-
ar leiðinlegar, niðurdrepandi og
fórnarlambsmiðandi með gráum
myndum. Ég má ekki borða kökuna.
Ég er svo mikið fórn-
arlamb. Og svo fram-
vegis. Ég vildi ekki
lesa þetta fyrir barnið
mitt því hún átti ekki
meira bágt en til
dæmis börn með gler-
augu. Allir þurfa að
kljást við eitthvað og
mig langaði til þess að
lesa fyrir hana eitt-
hvað jákvætt og uppbyggjandi en
fræðandi um leið. Svo ég ákvað bara
að skrifa söguna sjálf, opnaði Word
og byrjaði að semja.“
Gefandi að hjálpa öðrum
Katla Sóley, yngri dóttirin, var ný-
fædd þegar Harpa Rut byrjaði að
skrifa í fæðingarorlofinu, en dæt-
urnar eru nú þriggja og sjö ára.
„Þá hugsaði ég með mér að svona
bók gæti líka gagnast öðrum, ræddi
hugmyndina við fjölskyldu og vini og
boltinn fór að rúlla.“ Parið Hrefna
Lind Einarsdóttir, æskuvinkona
hennar, og Pétur Stefánsson hafi
fallist á að myndskreyta bókina og
setja hana upp. Hún hafi fengið
styrki frá Astma- og ofnæmisfélag-
inu og Góða hirðinum og LEÓ bóka-
Gerir út á jákvæðnina
- Harpa Rut vill gefa barnabók sína um ofnæmi út erlendis
Frá kynningunni Hafdís Edda, Fjóla, Katla Sóley og Harpa Rut.