Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 1
Áttræðurskýjum ofar
Skopmynd-in á að bíta
Fá dæmi, ef nokkur, eru um að menn
séu með atvinnuflugmannsréttindi og
að skrifa út nemendur áttræðir eins og
Hallgrímur Jónsson, Moni, á Akureyri.
Flugið greip hann heljartökum í æsku
enda voru flugkapparnir nyrðra ígildi
Hollywoodstjarna. Moni er hvergi
nærri hættur að fljúga enda aldrei of
seint að taka framförum í þessu lífi. 12
30. JANÚAR 2022SUNNUDAGUR
Höfum misstbörn úr Covid
Björn HeimirÖnundarsoner nýr skop-myndateiknariSunnudags-blaðsins.
6 og 8
Innri og ytri bataganga
Tolli Morthens og ArnarHauksson fóru á fjalliðAconcagua í Argentínutil að safna fé fyrirBatahús. Ferðin reyndiverulega á andleganstyrk þeirra en þeir erunú komnir heimreynslunni ríkari. 20
Barnagjörgæslulæknirinn Ásdís
Finnsdóttir Wagner sér umveikustu börnin í Kansas City. 8L A U G A R D A G U R 2 9. J A N Ú A R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 24. tölublað . 110. árgangur .
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/mitsubishisalur
Tryggðu þér nýjan tengiltvinnbíl á frábæru verði, frá
aðeins 5.970.000 kr. til afhendingar strax. Komdu í
heimsókn og prufukeyrðu Eclipse Cross.
Mitsubishi Eclipse Cross PHEV
Nýja ljósið í
skammdeginu
Til afhendingar strax
!
ÞÝÐINGAR-
MIKILL FYRIR
LISTASÖGUNA
HEFUR
SINNT UM 1.300
KÖTTUM
KISUKOT 2BIRGIR ANDRÉSSON 34
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Verðbólga hefur ekki mælst hærri
hér á landi síðan í apríl 2012. Þetta
staðfestir nýjasta mæling Hagstof-
unnar. Á sama tíma og fasteigna-
markaðurinn knýr hækkanahrinu
sem staðið hefur sleitulaust síðan í
janúar í fyrra bendir margt til þess
að enn meiri verðhækkanir séu í spil-
unum.
Ein stærsta heildsala landsins,
Danól, tilkynnti viðskiptavinum sín-
um í fyrradag að sykur myndi frá
næstu mánaðamótum hækka um
12%. Ástæðan er sögð mikil hækkun
á heimsmarkaðsverði sykurs. Fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins staðfest-
ir að meðalverð fyrirtækisins á sykri
hafi hækkað um 26% frá því í janúar
í fyrra en að fyrirtækið geri allt sem í
þess valdi stendur til þess að stilla
hækkunum í hóf.
Hið sama segir framkvæmdastjóri
Nathan & Olsen, sem einnig flytur
inn mikið magn sykurs. Allra leiða sé
leitað til að hagræða við innkaup en
lítt verði við stöðuna ráðið. Sömu
sögu sé að segja af mörgum innflutn-
ingsvörum, ekki síst þeim sem teng-
ist hrávöruframleiðslu líkt og sykur.
Peningastefnunefnd Seðlabanka
Íslands mun tilkynna um vaxta-
ákvörðun sína 9. febrúar næstkom-
andi en þá verða 12 vikur liðnar frá
síðustu ákvörðun. Þegar nefndin til-
kynnti 17. nóvember síðastliðinn að
meginvextir bankans skyldu vera 2%
stóð verðbólga í 4,5%, þ.e. 1,2 pró-
sentustigum undir núverandi verð-
bólgumælingu. Í nýrri skýrslu Jak-
obsson Capital kemur fram að ef
vextir hækka á komandi mánuðum
og krónan styrkist, sem margt bend-
ir til að muni gerast, taki ferðaþjón-
ustan flugið, verði húsnæðisverð
hátt, jafnvel í samanburði við „olíu-
borgir“ Noregs.
Gríðarlegar hækkanir
- Danól hækkar verð á sykri um 12% - Verðbólga ekki verið
hærri síðan í apríl 2012 - Húsnæðisverð hækkar og hækkar
MVerðhækkanir … »11 og 16
Öllum sóttvarnaráðstöfunum verður
aflétt um miðjan mars, gangi vænt-
ingar um þróun faraldursins og
stöðu heilbrigðiskerfisins eftir. Ný
reglugerð heilbrigðisráðherra tók
gildi á miðnætti. Auk þess tilkynnti
ríkisstjórnin sex til átta vikna aflétt-
ingaáætlun. Náist hjarðónæmi eftir
tæpa tvo mánuði marki það endalok
faraldursins hér á landi. »4
Morgunblaðið/Eggert
Frelsi Öllum sóttvarnaráðstöfunum verður aflétt á sex til átta vikum.
Sjáum fram á frelsi í mars
Flugmaðurinn Hallgrímur Jónsson,
gjarnan kallaður Moni, er enn með
annan fótinn skýjum ofar og með gilt
atvinnuflugmannsskírteini – sem
hlýtur að vera einsdæmi hér á landi
en hann verður áttræður eftir rúma
viku. „Ég þori ekki að fullyrða um
það,“ segir Moni, „en læknirinn sem
skoðaði mig síðast kvaðst ekki
þekkja annað dæmi. Páll vinur minn
Halldórsson í Reykjavík er tveimur
dögum yngri en ég en hann þyrfti að
þreyta próf hjá mér til að endurnýja
flugmannsskírteinið sitt.“
Það líst honum víst ekkert á.
„Þegar Palli frétti það sagði hann:
Nei, þá er ég frekar hættur að
fljúga!“
Ítarlega er rætt við Mona í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Enn að Moni kennir enn þá flug.
Áttræður
atvinnu-
flugmaður
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mátti
sætta sig við sjötta sætið á Evrópumótinu í Búda-
pest eftir ósigur í framlengdum spennutrylli
gegn Norðmönnum í gær, 33:34, þar sem úrslitin
réðust á síðustu sekúndu framlengingar. Óhætt
er að segja að íslensku leikmennirnir hafi gefið
allt sitt í leikinn eins og aðra á mótinu en aldrei
var hægt að stilla upp sterkasta liðinu í síðustu
fimm leikjunum. »32-33
Ljósmynd/Szilvia Micheller
GÁFU
ALLT