Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þórður Tómasson,
safnvörður í Skógum
undir Eyjafjöllum, er
látinn, 100 ára að aldri.
Hann lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands á
Selfossi sl. fimmtudag,
27. janúar. Þórður var
fæddur 28. apríl 1921,
sonur Tómasar Þórðar-
sonar (1886-1976) og
Kristínar Magnús-
dóttur (1887-1975)
bænda í Vallnatúni
undir Vestur-
Eyjafjöllum.
Þórður, sem var ann-
ar í aldursröð fjögurra systkina, hóf
sem unglingur að safna munum og
minjum; verkfærum og öðrum grip-
um úr bændasamfélaginu.
Eftir utanskólalestur lauk Þórður
gagnfræðaprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1941 en sneri
þá á heimaslóð. Byggðasafnið í
Skógum var sett á laggirnar árið
1949, sama ár og starfsemi Héraðs-
skólans í Skógum hófst. Í nóvember
umrætt ár flutti Þórður muni þá sem
hann hafði safnað heima í Vallnatúni
að Skógum, en fyrsta sýning
byggðasafnsins var í kjallara þá ný-
reistrar skólabyggingar.
Þórður var safnvörður Byggða-
safnsins í Skógum frá stofnun þess
og starfaði þar vel fram á 21. öldina.
Var líf og sálin í starfi safnsins; leið-
sagði gestum sem komu víða frá í
veröldinni en Þórður
var sjálfmenntaður,
mæltur á mörg tungu-
mál. Fyrsta safnahúsið
í Skógum var reist
1954-1955 en í dag eru
hús Skógasafns alls
fimmtán. Þar eru tugir
þúsunda muna, sem
sýna vel breytingar á
verkháttum á Íslandi á
20. öld og þróun ís-
lenskrar menningar
yfir langan tíma. Á síð-
ari áratugum hefur í
Skógum verið lögð
áhersla á að safna og
sýna minjar sem tengjast sam-
göngum, svo sem vegagerð, fjar-
skiptum og slíku.
Þórður var organisti kirkju undir
Eyjafjöllum og sinnti auk þess trún-
aðarstörfum í héraði. Eftir hann
liggja fjöldamörg rit um söguleg
efni. Á aldarafmæli sínu sendi hann
frá sér bókina Stóraborg, staður
mannlífs og menningar. Þar segir
frá Stóruborg undir Eyjafjöllum, en
úr bæjarhólnum þar sem brimaði á
bjargaði Þórður fjölda merkra
muna.
Þórður var ókvæntur og barnlaus,
en hélt heimili í Skógum með Guð-
rúnu systur sinni og fjölskyldu
hennar. Útför Þórðar fer fram í
kyrrþey, að hans eigin ósk. Jarðsett
verður í Ásólfsskála undir Vestur-
Eyjafjöllum.
Andlát
Þórður Tómasson
GOLF Á TENERIFE Í FEBRÚAR
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
ÆFÐU SVEIFLUNA Í SÓL
Spilaðu 18 holur á hverjum degi ef þér svo sýnist á
glæsliega golfvellinum Las Americas á Tenerife. Eins
getur þú spilað golf á komu- og brottfarardegi, enda
innifalið í þessum golfferðum.
Gist er á Hótel Gara Suites sem er 4 stjörnu íbúðahótel
á Playa de las Americas sem er staðsett alveg við Las
Americas golfvöllinn. Umhverfið í hótelinu er notalegt,
tvær sundlaugar í garðinum.
Þú ræður svo lengdinni á þinni golfferð til Tenerife.
INNIFALIÐ Í EL PLANTIO FERÐUNUM
BEINT FLUG
GISTING Á GARA SUITES
18 HOLUR Á HVERJUM DEGI
INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
GOLFTÍÐIN HEFST NÚNA!
ÞÚ VELUR LENGDINA Á ÞINNI FERÐ
VERÐDÆMI FRÁ 199.900 KR.
Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA Í 5 DAGA FERÐ 9. - 14. FEBRÚAR
ERTU MEÐ HÓP?SENDU OKKUR PÓST ÁHOPAR@UU.IS
Fyrsta þota Icelandair í nýjum bún-
ingi lenti í myrkri um klukkan 18 í
gærkvöldi á Reykjavíkurflugvelli.
Með nýju litaþema vill Icelandair
koma anda Íslands á framfæri.
„Þar sem við eyðum umtals-
verðum tíma fljúgandi um loftin blá,
lá beinast við að horfa til himins og
landsins úr lofti þegar velja átti nýja
liti, meðal annars til norðurljós-
anna,“ segir á heimasíðu félagsins
um hið nýja útlit vélanna. Allar vélar
flotans munu skarta nýju útliti bráð-
lega. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu
2006 sem útliti þeirra er breytt. Vél-
in á myndinni er TF-ICE af gerðinni
Boeing 737 MAX 8. Flaug hún til
landsins frá Norwich í Bretlandi.
Litirnir í stélum vélanna verða
fimm. karitas@mbl.is
Búninga-
skipti hjá
Icelandair
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Það má segja að undanfarin tíu ár hafi verið
gefandi en líka afskaplega krefjandi og oft og
tíðum mjög erfið. Þetta er ekki allt eintóm
gleði og kettlingaknús, þessu fylgir margt sem
erfitt er að takast á við,“ segir Ragnheiður
Gunnarsdóttir sem stýrir starfsemi Kisukots á
Akureyri. Tíu ár eru í dag, 29. janúar, frá því
hún hóf starfsemina á heimili sínu sem hún
hefur aðlagað starfseminni. Á þeim áratug
sem liðinn er hefur hún tekið á móti um 1.300
köttum, hlúð að þeim og komið þeim inn á
heimili.
Ragnheiður segir að erfiðast sé að fá inn til
sín illa farna ketti eða veika ketti og það sé æv-
inlega svo að ekki sé hægt að bjarga öllum þótt
reynt sé til hins ýtrasta. „Það tekur virkilega á
í hvert einasta sinn sem ekki tekst að bjarga
einhverri kisunni. Það hafa ófá tárin fallið yfir
örlögum þeirra. En vissulega eru gleðistund-
irnar margar og sem betur fer komast flestir
kettirnir á góð heimili þar sem vel er hugsað
um þá og þeir fá að blómstra. Það er alltaf ynd-
islegt að fá fréttir af þessum köttum og sjá hve
vel fer um þá. Þær kisur sem haft hafa við-
komu hér hjá mér eiga alltaf hluta af hjarta
mínu,“ segir Ragnheiður.
Þetta vatt upp á sig
Hún hefur alla tíð verið mikill kattavinur.
Fyrir áratug var mikið um villiketti á Akur-
eyri, þeir héldu sig í kringum bryggjur niðri
við sjó og víðar. Á árinu 2011 tók gildi ný
reglugerð um kattahald í höfuðstað Norður-
lands en samkvæmt henni átti að skrá ketti,
greiða gjald og eins var sett hámark, þrír kett-
ir á hvert heimili. Ragnheiður og Arna Ein-
arsdóttir vinkona hennar fóru iðulega á þess-
um tíma um og gáfu villiköttum að éta,
fönguðu þá og létu gelda. „Ég tók stundum
með mér kettlinga sem voru í reiðileysi á
bryggjunum og þannig fór þessi starfsemi mín
af stað. Þetta vatt upp á sig án þess að ég væri
með sérstök áform í þá átt, fólk heyrði af þessu
og leitaði gjarnan til mín eftir aðstoð við að
koma köttum fyrir á nýjum heimilum. Og ég er
enn að, tíu árum síðar,“ segir Ragnheiður sem
alla tíð hefur sinnt þessum málaflokki af hug-
sjón og í sjálfboðavinnu.
Hún nefnir að aldrei hafi staðið til að vera
með kettina heima hjá sér svona lengi. „Það er
löngu kominn tími til að finna aðra húsnæðis-
lausn og ég er þegar farin að huga að því.“
Að jafnaði koma um 100 til 150 kettir á ári í
Kisukot og dvelja í lengri eða skemmri tíma.
Auk kattanna hefur Ragnheiður einnig tekið á
móti margs konar gæludýrum öðrum, fuglum,
hömstrum, naggrísum og kanínum. Kisukot
hefur um árabil unnið ötullega að málefnum er
snerta ketti í bæjarfélaginu, en Ragnheiður
segist aldrei hafa fengið styrki frá bænum.
Allir kettirnir eiga hluta af hjarta mínu
- Ragnheiður Gunnarsdóttir stýrir starfsemi Kisukots á Akureyri sem er 10 ára í dag - Hefur tekið
á móti um 1.300 köttum á áratug - Margar góðar stundir - Þarf að huga að lausn á húsnæðismálum
Kattavinur Ragnheiður með skjólstæðinga.