Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
ALLT ALMENNT HÚSAVIÐHALD
OG JARÐVINNA
SMÍÐAVINNA • MÚRVINNA • MÁLNINGARVINNA
DRENLAGNIR • HELLULAGNIR
ÞJÓNUSTUM EINSTAKLINGA,
HÚSFÉLÖG OG FYRIRTÆKI
faglist@faglist.is
Afsláttætti líkur
eftir helgi
20%
Afsláttur
Sleepy.is - Ármúli 17 - s:620 7200
SÍÐASTI SÉNS!
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Reykjavíkurborgar ákvað á síðasta
fundi sínum að taka tilboði lægst-
bjóðanda, Rafal ehf. að upphæð tæp-
ar 75 milljónir króna, í vinnu við
uppsetningu lýsingar og við-
burðabúnaðar í Laugardalshöll.
Elsti hluti Laugardalshallar hefur
verið lokaður sem íþrótta- og við-
burðahús síðan 11. nóvember 2020.
Þá varð heitavatnsleki sem eyðilagði
parketgólfið. Leggja þurfti nýtt
parket og sú ákvörðun var tekin að
nota tækifærið og setja upp lýsingu
sem uppfyllir nútímakröfur við
íþróttakeppni og notkun hússins
sem fjölnota húss. Verkið hefur
dregist von úr viti vegna þess að út-
boð hafa verið kærð, tilboð voru svo
há að þeim var hafnað af borginni
eða hvort tveggja. Keppni og æfing-
ar hafa ekki verið í húsinu vel á ann-
að ár sem hefur verið bagalegt fyrir
þau íþróttafélög og landslið sem þar
hafa æft og keppt.
Þetta nýjasta útboð var það síð-
asta og því ekkert sem stendur í vegi
fyrir því að klára verkið. „Þetta er
mikil hamingja fyrir alla,“ segir
Birgir Bárðarson, framkvæmda-
stjóri Íþrótta- og sýningarhall-
arinnar ehf., sem rekur Laugardals-
höllina. Birgir segir að verktakinn sé
byrjaður að koma með tæki og tól
inn í húsið og stefni að því að hefja
framkvæmdir 7. febrúar. Verktími
er áætlaður til 15. maí. Skrúfa á upp-
hengibúnaðinn upp í kúluþakið og
nota þarf stórar og þungar vinnu-
lyftur, enda lofthæðin 22 metrar.
Að þessu verki loknu verður hafist
handa við að leggja parketið, sem
löngu er búið að kaupa. Það verk
mun taka þrjá mánuði. „Við verðum
komnir í gang lok ágúst eða byrjun
september ef allar áætlanir stand-
ast,“ segir Birgir.
Sem kunnugt er hefur Höllin ver-
ið notuð til fjöldabólusetninga vegna
kórónuveirunnar. Birgir segir að
vonandi verði áfram hægt að nota
húsið fyrir bólusetningar þótt unnið
sé að viðgerðum á elstu Höllinni.
Húsakynni Laugardalshallarinnar
séu alls 21 þúsund fermetrar og
hægt að nota t.d. frjálsíþróttahöllina
og anddyrið.
Morgunblaðið/Eggert
Höllin Stólarnir hafa verið fjarlægðir og stórar vinnulyftur komnar í þeirra stað. Uppsetning ljósa hefst 7. febrúar.
Lokasprettur viðgerða
á Höllinni hefst fljótlega
- Vatnsleki eyðilagði parket - Ekki æft né keppt í rúmt ár
Hætt er að selja nærsýnisgleraugu í
verslunum Flying Tiger Copen-
hagen á Íslandi. Þarna ræðir um
svonefnd mínus-gleraugu, eins og
margir grípa til við lestur, handa-
vinnu og slíkt. „Nú er verið að
herða Evrópureglur á þann hátt að
aðeins megi selja gleraugu þess-
arar gerðar í sérverslunum og heil-
brigðisstarfsfólk þurfi að vera
nærri í ferlinu,“ sagði Arnar Þór
Óskarsson framkvæmdastjóri við
Morgunblaðið. Verslanir fyrir-
tækisins eru alls fimm; þrjár á höf-
uðborgarsvæðinu, ein á Akureyri
og sú fimmta á Selfossi.
„Við verðum áfram með gler-
augu við fjarsýni, en nærsýnisgler-
augu bjóðast okkur ekki lengur hjá
birgjum. Raunar eru gleraugu vara
sem alltaf hefur verið stór í sölu hjá
okkur og verður væntanlega
áfram. Við áttum til talsvert af nær-
sýnisgleraugum, lager sem nú er
uppurinn svo nú þarf fólk að leita
annað,“ segir Arnar Þór. sbs@mbl.is
AFP
Gleraugu Sjónin er sögu ríkari.
Nærsýnis-
gleraugu eru
farin úr Tiger
- Lager uppurinn
Útför Bjarna Haraldssonar, kaup-
manns á Sauðárkróki og heiðurs-
borgara Skagafjarðar, fór fram frá
Sauðárkrókskirkju í gær. Að athöfn
lokinni ók líkfylgdin frá kirkjunni
norður Aðalgötu og líkbíllinn stað-
næmdist um stund fyrir utan búðina
hans Bjarna, sem faðir hans, Har-
aldur Júlíusson, stofnaði árið 1919.
Bjarni starfaði í versluninni frá
unga aldri og rak hana einn frá 1970
og fram undir það síðasta. Bjarni
lést 17. janúar sl., á 92. aldursári.
Með ökuferðinni í gær vildi fjöl-
skylda Bjarna gefa honum færi á að
kasta hinstu kveðju á búðina og fá
lengri ökuferð í leiðinni, en Bjarni
var mikill bílaáhugamaður og starf-
aði sem bílstjóri í áratugi. Frá búð-
inni var ekinn rúnturinn til baka um
Aðalgötu og þaðan upp í kirkjugarð
á Nöfunum.
Sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ
jarðsöng og félagar úr Karlakórnum
Heimi sungu, undir stjórn Stefáns R.
Gíslasonar. Líkmenn voru ættingjar
og vinir Bjarna.
Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson
Síðasta bílferð Bjarna Haralds-
sonar kaupmanns á Sauðárkróki
Sprenging varð í íhlutum á tengi-
virki Landsnets á Nesjavöllum í
gærmorgun með þeim afleiðingum
að þrjár af fjórum aflvélum Nesja-
vallavirkjunar slógu út. Engin slys
urðu á fólki en slökkviliðið var kallað
út til að reykræsta. Aftengja þurfti
fjórðu vélina svo starfsfólk Orku
náttúrunnar gæti athafnað sig við
tengivirkið þar sem sprengingin
varð. Skerða þurfti afhendingu raf-
magns til Norðuráls. Heildar-
afkastageta á heitu vatni á höfuð-
borgarsvæðinu skertist um 30
prósent, enda var engin framleiðsla
á Nesjavöllum. Þá kom högg á
dreifikerfi hitaveitunnar með þeim
afleiðingum að leki kom að annarri
Reykjaæðinni, sem flytur vatn frá
Mosfellsbæ til borgarinnar. Hita-
veitugeymar á Reynisvatnshæð
tæmdust og loka þurfti fyrir heitt
vatn í Lindum, Smára og vesturbæ
Kópavogs og Garðabæjar, utan Urr-
iðaholts og Holtsbúðar, milli klukk-
an tvö og sex í gær. Þá var útlit fyrir
að fleiri hverfi yrðu heitavatnslaus
og send var út tilkynning þess efnis,
en svo varð ekki. Fjölmörg hverfi á
höfuðborgarsvæðinu, sem fengu
vatn frá virkjununum, voru færð yfir
á vatn úr borholum á lághitasvæðum
í Reykjavík og Mosfellsbæ. Tókst þá
loks að koma þremur af fjórum afl-
vélum aftur í gang fyrir kvöldið.
Félagið sér fram á fulla afkastagetu
innan tíu daga, þegar viðgerð á
fjórðu vélinni ætti að vera lokið.
Sprenging
á Nesja-
völlum
- Tókst að koma 3
af 4 aflvélum í gang