Morgunblaðið - 29.01.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
Ríkisútvarpið hefur stundum
áhuga á því þegar stóttvarna-
reglur eru brotnar en stundum er
það alveg áhugalaust. Dæmi um það
er nýleg athöfn á Bessastöðum þar
sem sóttvarnir voru ekki í samræmi
við reglur. Hrafnar Viðskipta-
blaðsins viku að þessu og sögðu að
greiðlega gengi „fyrir Ríkisútvarpið
að fá undanþágur frá ríkjandi sótt-
varnatakmörkunum þegar svo ber
undir“.
- - -
Hrafnarnir sögðust hafa fylgst
með athöfninni en „tóku eftir
að fjöldi manns var á Bessastöðum í
grímulausri gleði. Forsetaritari
sagði í fjölmiðlum að samkoman
bryti ekki í bága við sóttvarnareglur
því RÚV væri með undanþágu –
væntanlega vegna þjóðhagslegs
mikilvægis samkomunnar.“
- - -
Ennfremur sagði í Viðskipta-
blaðinu: „Þetta er ekki fyrsta
undanþágan sem RÚV fær. Í fyrra
fengu Eurovision-farar heimild frá
sóttvarnalækni, ólíkt íslensku ól-
ympíuförunum, til að fara óbólusett-
ir til Hollands. Því fór sem fór.
Hrafnarnir klóruðu líka um það í
vikunni að RÚV hefði ákveðið að
fresta forkeppni Eurovision um eina
viku að fengnum ráðleggingum sótt-
varnalæknis. Þetta þýðir að stjórn-
endur RÚV hafa greiðari aðgang að
upplýsingum um afnám sóttvarna-
aðgerða en aðrir.“
- - -
Enn er óútskýrt hvernig á því
stóð að sóttvarnir voru í ólagi á
Bessastöðum á dögunum, hver ber á
því ábyrgð eða hver veitti undan-
þágu hafi það verið gert. Hvers
vegna var framkvæmdin með þess-
um hætti og hvers vegna fást engar
skýringar?
Hvað þarf að fela?
STAKSTEINAR
Karen Elísabet Halldórsdóttir
í 1. sæti sjálfstæðismanna í Kópavogi
Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi sækist
eftir 1. sæti sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún
er með BA gráðu í Sálfræði og meistaragráðu í
Mannauðsstjórnun og starfar sem skrifstofustjóri
samhliða störfum bæjarfulltrúa.
„Ég óska eftir stuðningi í fyrsta sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars
nk. Undanfarin átta ár hef ég starfað sem
bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs. Á þeim
tíma hef ég tekið að mér ýmis trúnaðarstörf í
þágu bæjarbúa og aflað mér víðtækrar þekk-
ingar á öllum málaflokkum í rekstri bæjarins.
Mér þykir vænt um bæjarfélagið og fólkið sem
hér býr, ég vil sjá blómlegt mannlíf ásamt því
að bærinn haldi áfram á þeirri vegferð að
bæta þjónustu við bæjarbúa. Ég vil leiða lista
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til sigurs næsta
vor og tel að reynsla mín og þekking muni
nýtast í komandi sveitastjórnarkosningum“.
Karen Elísabet sinnir ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Kópavog. Hún er varaformaður bæjarráðs,
formaður velferðaráðs, lista- og menningarráðs og
öldungaráðs. Einnig hefur hún setið í ráðgjafa-
nefnd Jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveita-
félaga í tæp átta ár og fjögur ár í stjórn Strætó.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þrjú tilboð bárust Ríkiskaupum
vegna útboðs á smíði nýs hafrann-
sóknaskips fyrir íslenska ríkið. Öll
eru frá skipasmíðastöðvum á Spáni.
Lægsta tilboðið er frá Astileros
Armon Vigo-skipasmíðastöðinni í
Vígó og nemur það 33,45 milljónum
evra, jafnvirði 4,8 milljarða íslenskra
króna.
Þetta kemur fram í opnunar-
skýrslu sem birt hefur verið á vef
Ríkiskaupa en tilboðin voru opnuð í
október á síðasta ári.
Þá býðst skipasmíðastöðin Gond-
an við Vegadeo í Asturías-héraði til
að smíða skipið fyrir 35,5 milljónir
evra, 5,1 milljarð íslenskra króna, en
hæsta tilboðið nam 38,9 milljónum
evra, jafnvirði 5,6 milljarða króna, og
er það frá Construcciones Navales
P. Freire í Vígó á Spáni. Ríkiskaup
hafa ekki lagt mat á tilboðin.
Alþingi samþykkti einróma á sér-
stökum hátíðarfundi á Þingvöllum
sumarið 2018 í tilefni 100 ára full-
veldisafmælis að smíða nýtt hafrann-
sóknaskip í stað Bjarna Sæmunds-
sonar sem er rúmlega hálfrar aldar
gamall. Samþykkt var að ríkið léti
3,5 milljarða króna renna til hönn-
unar og smíði nýja skipsins. Hitt
skip Hafró, Árni Friðriksson, sem
var smíðað árið 2000, verður áfram í
rekstri.
Tilboð í smíði rannsóknaskips birt
- Þrjú tilboð frá Spáni - Lægsta til-
boðið nam jafnvirði 4,8 milljarða króna
Tölvuteikning/Skipasýn
Nýtt skip Vonast er eftir að rann-
sóknaskipið verði tilbúið eftir 2 ár.
Fyrirtækið Qair Iceland ehf. hefur
hug á að reisa vindorkugarð í landi
Hvamms í Norðurárdal í Borgar-
firði. Garðurinn verður austan við
Baulu og liggja mörk hans við hring-
veginn norður í land. Hann er nefnd-
ur Múli.
Fyrirtækið hefur kynnt matsáætl-
un sem er fyrsta stig umhverfismats
fyrir verkefnið og gefst almenningi
og lögboðnum umsagnaraðilum
kostur á að koma athugasemdum á
framfæri.
13-17 stórar vindmyllur
Áformað er að reisa 13-17 vind-
myllur í vindorkugarði sem tekur yf-
ir rúmlega 3.500 hektara svæði.
Áætluð framleiðslugeta er 78-95
megawött. Vindrafstöðvarnar eru
stórar, hver hreyfill með þremur
spöðum er 110 til 170 metrar í þver-
mál og gera má ráð fyrir að spaði í
hæstu stöðu nái upp í um 200 metra
frá jörðu. Gert er ráð fyrir að vind-
orkugarðurinn Múli verði byggður
upp í einum áfanga.
Vindorkugarðurinn mun ná að
hluta yfir Hvammsmúla. Á honum
eru aflíðandi hlíðar með birkikjarri.
Hringvegurinn liggur meðfram suð-
urjaðri þróunarsvæðisins. Nokkur
bóndabýli og sumarhús eru í jaðri
svæðisins, auk fáeinna býla innan
svæðis.
Þess má geta að unnið er að um-
hverfismati fyrir annan vindorku-
garð skammt frá Hvammi, á Grjót-
hálsi sem er hinum megin við dalinn.
Sá garður yrði mun minni. Hann er í
landi Hafþórsstaða í Norðurárdal og
Sigmundarstaða í Þverárhlíð. helgi-
@mbl.is
Vindorkugarður
austan við Baulu
- Umhverfismat
hafið fyrir Múla í
Norðurárdal
Vindrafstöð Qair framleiðir endur-
nýjanlega orku víða um heim.