Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 29.01.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.01.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Áratuga reynsla Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Landakotsskóli hefur vaxið mikið og eflst á seinustu árum og er nú orðin brýn þörf á viðbótarhúsnæði vegna fjölgunar nemenda. Nemendum við alþjóðlegu deild- ina, sem tók til starfa árið 2016, hefur fjölgað úr 24 nemendum í upphafi í rúmlega 100 nemendur. Á átta árum hefur öllum nemendum við Landakots- skóla fjölgað úr 140 nemendum í 320 í almennu grunnskóladeild skólans og í alþjóð- legu deildinni. Með stækkun gæti fjölgað í al- þjóðlegu deildinni í 150 Uppi eru áform um stækkun skólahúsnæðisins og að lokið verði við byggingu nýrrar álmu sem þegar hefur verið samþykkt á deiliskipu- lagi. Ingibjörg Jóhannsdóttir, skóla- stjóri Landakotsskóla, segir að með stærra húsnæði gæti fjöldi nemenda í alþjóðlegu deildinni farið upp í 150 nemendur. „Það er búið að skipuleggja þessa síðustu álmu og búið að samþykkja hana í borgarskipulagi. Við myndum mjög gjarnan vilja reisa hana,“ segir Ingibjörg í samtali við Morgunblað- ið. Kostnaður við nýja byggingu skólans er áætlaður 400 milljónir króna. Nú er svo komið að hvert rými skólans er nýtt til hins ýtrasta við kennslu og aðra starfsemi skólans en með nýrri byggingu verður til rými fyrir fjórar nýjar skólastofur. Lagt var fram erindi frá Landa- kotsskóla á fundi borgarráðs síðast- liðinn fimmtudag um stuðning Reykjavíkurborgar við alþjóðlegt nám skólans. Fram kemur á minnis- blaði Ingibjargar sem fylgdi er- indinu til borgarinnar að ýmiss kon- ar tilfærsla og hagræðing hefur nú þegar verið gerð innan skólans til að nýta betur húsnæðið. Þetta hefur meðal annars verið gert með sam- nýtingu stofa, lítilli viðbyggingu og viðbótarrými sem skólinn hafði ekki til umráða áður. „Við höfum reynt að nýta rýmið eins vel og kostur er á en nú eru eiginlega allir möguleikar uppurnir. Ég er til dæmis hérna í rými sem var einu sinni fataklefi og lítið eldhús,“ segir Ingibjörg í sam- tali við Morgunblaðið. Landakotsskóli er sjálfstætt starf- andi grunnskóli og er nemendum við skólann kennt frá fimm ára aldri og upp í tíunda bekk. Skólinn hefur ver- ið rekinn sem sjálfseignarstofnun frá árinu 2005 með sjálfstæðri stjórn þar sem sitja fyrrverandi og núver- andi foreldrar. Nemendur hefja nám í frönsku og ensku í fimm ára bekk Skólinn leigir húsnæði af kaþólsku kirkjunni en er að öðru leyti ekki tengdur henni. Mikil áhersla er lögð á öflugt tungumálanám við skólann og að sögn Ingibjargar hefja nem- endur strax í fimm ára bekk nám í frönsku og ensku. Í alþjóðlegu deild- inni innan skólans eru bæði kenn- arar og nemendur frá fjölmörgum þjóðlöndum. Þar fer kennsla fram samkvæmt viðurkenndri námskrá Cambridge-samtakanna og á grund- velli þjónustusamnings við Reykja- víkurborg. Ingibjörg segir að skólastarfið með þessar tvær deildir, almenna grunnskóladeild og alþjóðlegu deild- ina, hafi gengið mjög vel, nemendur kynnist á milli deilda og kennarar kenni líka í báðum deildunum. ,,Al- þjóðlega deildin styrkir líka skólann í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir á minnisblaðinu til Reykjavíkurborgar að það sé kostn- aðarsamt fyrir lítinn skóla að þróa nám í takti við alþjóðlegar kröfur en skólinn hafi ekki fengið neina styrki, einungis fast rekstrarframlag frá Reykjavíkurborg. „Bekkjareiningar eru enn fremur litlar í alþjóðadeild, þróunarkostnað- ur nokkur, námskröfur Cambridge- samtakanna eru miklar og ekki möguleiki á mikilli hagræðingu þó heildarfjöldi nemenda hafi vaxið hratt. Ljóst er að alþjóðlegt nám í Reykjavík þjónar hagsmunum borg- arinnar og er mikilvægur þáttur þess að byggja upp fjölþjóðlegt at- vinnuumhverfi. Að mati Landakots- skóla er um að ræða áhugavert verk- efni sem gæti nýst í víðara samhengi í íslensku menntakerfi,“ segir þar. Þörf á stækkun Landakotsskóla - Nemendum við alþjóðadeild Landakotsskóla hefur fjölgað úr 24 í rúmlega 100 á sjö árum - Sækja um stuðning til borgarinnar svo hægt verði að ljúka byggingu við skólann og mæta fjölgun nemenda Morgunblaðið/Eggert Landakotsskóli Með stærra húsnæði gæti fjöldi nemenda í alþjóðlegri deild farið upp í 150 nemendur. Ingibjörg Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.