Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 17

Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóð- fylkingarinnar í forsetakosning- unum sem verða í Frakklandi í apríl, segir að sér sé brugðið og hún finni til mikils sársauka eftir að náfrænka hennar, fyrrverandi þingkonan Mar- ion Marechal, lýsti því yfir í gær að hún gæti hugsað sér að kjósa fram- bjóðandann Eric Zemmour, sem er yst til hægri í stjórnmálum og mikill andstæðingur múslima. Marion Marechal, sem er 20 árum yngri en Marine, ákvað árið 2018 að hætta að nota ættarnafnið Le Pen. Deilur hafa lengi verið innan fjöl- skyldunnar sem m.a. leiddu til þess fyrir nokkrum árum að Marine Le Pen rak föður sinn úr Þjóðfylking- unni og yfirtók flokkinn. Marion Marechal tók þó fram að hún væri ekki búin að gera upp hug sinn en sér litist vel á Zemmour og málstað hans. Hún bætti því við að yrði úr stuðningi hennar við Zemmo- ur yrði það ekki bara til málamynda, hún myndi þá hella sér út í barátt- una af fullum krafti. Í viðtali við fréttamann CNews í París sagði Marine Le Pen: „Við frænka mín höfum átt í einstöku sambandi. Ég ól hana upp ásamt systur minni fyrstu æviár hennar, svo þessi orð hennar, sem eru sann- arlega ruddaleg, eru mér mikið áfall.“ Marion Marechal, sem er 32 ára gömul og mjög hægri sinnuð, gaf í skyn að hún væri að íhuga að hefja stjórnmálaafskipti að nýju, en hún var ung kosin á franska þingið 2012. Hún kvaðst vilja að allir hægri menn í Frakklandi sameinuðust í eina fylk- ingu. Skoðanakannanir benda til þess að Marine Le Pen eigi meiri mögu- leika en Zemmour á að komast í seinni umferð forsetakosninganna 24. apríl, ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta í fyrri um- ferðinni. Macron forseti nýtur enn mests stuðnings meðal kjósenda. Barátta Le Pen í uppnámi vegna fjölskyldudeilu - Zemmour talinn græða á klofningi í Þjóðfylkingunni AFP Frakkland Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, ræðir við blaða- menn fyrr í þessari viku. Hún er enn vígreif en er mjög brugðið. Skýrslan um veisluhöld Boris John- sons, forsætisráðherra Bretlands, á Downingstræti 10 er væntanleg í hendur ráðherrans, þrátt fyrir að lög- reglan hafi óskað eftir því að hún yrði ekki gerð opinber fyrr en rannsókn yrði lokið í málinu. Ekki hefur þó ver- ið gefinn nákvæmur tímarammi. Í staðinn fyrir að draga birtingu henn- ar verður skýrslan útfærð þannig að litlar líkur séu á að hún hafi áhrif á hlutdrægni við meðferð málsins. Það fæst með því að afmá einstaka smáat- riði. Lögreglan í Lundúnum hafnaði í gær öllum ásökunum um að reyna að tefja birtingu skýrslunnar sem Sue Gray, sérstakur saksóknari, vinnur nú að í tengslum við meint sóttvarna- lagabrot og veisluhöld í Downing- stræti 10. Efni skýrslunnar mun koma til með að skera úr um framtíð Johnsons í embætti, en mögulegt er að þingmenn Íhaldsflokksins leggi fram vantrauststillögu á hendur hon- um. Niðurstöðu var að vænta í þessari viku en eftir að lögregla hóf sjálf- stæða rannsókn á mögulegum brot- um á sóttvarnareglum í vikunni flæktust málin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni kom fram að þess hefði verið farið á leit við Gray að hún takmarkaði þær upplýs- ingar sem gerðar yrðu opinberar í skýrslu hennar á meðan rannsókn lögreglunnar stæði yfir. Væri það gert til að koma í veg fyrir mögulega hlutdrægni. Þá hefði ekki verið farið fram á neinar takmarkanir á birtingum upp- lýsinga um þær veislur sem lögreglan er ekki með til rannsóknar. En svo virðist sem lögregla telji að ekki hafi brot á sóttvarnareglum átt sér stað í þeim öllum. Nú hefur lögreglan fengið í hend- urnar öll þau gögn sem óskað var eftir frá skrifstofu stjórnarráðsins. Næstu skref í rannsókninni eru því að óska eftir skriflegri málsvörn frá þeim sem grunaðir eru um að hafa brotið gegn sóttvarnareglugerð. Þau brot sem um ræðir geta varðað fésektir og því telur lögreglan rann- sóknarhagsmuni standa í vegi fyrir að viss atriði sem koma fram í skýrsl- unni verði gerð opinber á þessu stigi málsins, áður en sektir eru gefnar út. Boris Johnson hefur verið undir miklum þrýstingi, bæði frá almenn- ingi og pólitískum andstæðingum sín- um, frá því að upp komst um málið og hefur hann verið sakaður um að villa um fyrir þinginu. Johnson stendur þó fast á því að veisluhöldin hafi alfarið verið vegna vinnu. Þá lýsti hann því yfir að hann myndi ávarpa þingið vegna málsins, þegar skýrslan kemur út. Skrifstofa forsætisráðherra hefur lofað að birta skýrsluna um leið og hún berst. Frestar ekki afhendingu - Skýrsla Sue Gray væntanleg - Afmá smáatriði vegna lögreglurannsóknar - Boris Johnson mun svara þinginu þegar skýrslan birtist - Lögreglan neitar töf AFP Sóttvarnabrot Til rannsóknar eru veisluhöld forsætiráðherra. Það eru ekki margir kattavinir sem eru eins stórtækir og Rússinn Tatyana Zelenskaya, en þessi mikli dýravinur hefur komið upp griða- stað fyrir meira en eitt hundrað ketti á heimili sínu í Novosibirsk. Borgin er hin þriðja stærsta í Rúss- landi og stundum kölluð höfuðborg Síberíuhéraðs. Á heimilinu er allt til staðar til að taka á móti flæk- ingsköttum, köldum, hröktum og svöngum. Sérstök búr eru á heim- ilinu þar sem hver og einn köttur fær að dvelja meðan frú Zelenskaya sinnir honum, fæðir og hugar að framtíð hans. Skjólið hefur spurst út í kattasamfélaginu í borginni og er aldrei skortur á mjálmandi gest- um fyrir utan húsinu svo frúin hef- ur nóg að iðja alla daga allan ársins hring. Stórtækur kattavinur í rússnesku borginni Novosibirsk Með hundr- að ketti á heimilinu AFP Sex eldflaugum var skotið að flugvellinum í Bagdad, höfuð- borg Íraks, í gær og hitti ein þeirra ómannaða farþegaflugvél og skemmdi hana. Engan sak- aði. Vélin sem er af gerðinni Bo- eing 767 er í eigu íraska ríkisflug- félagsins og var í viðgerð þegar árásin var gerð. Bandarísk hern- aðaryfirvöld í Írak segja að víga- menn sem njóta stuðnings stjórn- valda í Íran hafi staðið að baki árásinni. Þeim er einnig kennt um árásir sem gerðar hafa verið að undanförnu á ýmis önnur skotmörk í landinu, m.a. á bandaríska sendi- ráðið og herlið Bandaríkjamanna. Vígamennirnir vilja að bandaríski herinn fari úr landi. Enn eru 2.500 bandarískir hermenn í Írak til að aðstoða og þjálfa stjórnarherinn. ÍRAK Eldflaugum skotið að flugvellinum Stjórnarherinn í viðbragðsstöðu Kínversk stjórn- völd sendu í gær frá sér lista yfir virðingarmenn erlendra ríkja sem þegið hafa að sitja til borðs með Xi Jinping, leiðtoga lands- ins, í mikilli veislu sem hann heldur á föstudag í næstu viku þegar vetrarólympíuleikarnir verða settir í höfuðborginni, Beij- ing. Gestirnir eiga það sammerkt með gestgjafanum að vera litlir vinir lýðræðis og mannréttinda. Í hópnum eru m.a. Pútín Rúslands- forseti, Fattah al-Sisi forseti Egyptalands og krónprins Sádi- Arabíu, Mohammed bin Salman, auk fjölda ráðamanna í þekktum einræðis- og valdstjórnarríkjum um allan heim. Fulltrúar vest- rænna ríkja sniðganga veisluna og munu ekki sækja leikana. KÍNA Kínverjar kynna borðnauta forsetans Xi Jinping Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.