Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
Íslenska karla-
landsliðið í
handbolta hef-
ur farið vaxandi á
undanförnum árum
og eftir uppbygg-
ingu undanfarin
misseri undir hand-
leiðslu Guðmundar
Guðmundssonar
landsliðsþjálfara
gætti nokkurrar bjartsýni þegar
liðið mætti til leiks í Búdapest á
Evrópumeistaramótið, sem nú
stendur yfir. Liðið búið að spila
sig saman, komið með dýrmæta
reynslu, með óárennilega blöndu
af ungum leikmönnum og marg-
reyndum, sem margir spila í
fremstu röð með félagsliðum á
meginlandi Evrópu.
Mótið var ekki fyrr hafið en svo
virtist sem fótunum hefði verið
kippt undan liðinu og vonin um að
eiga gott mót væri að engu orðin.
Veiran sem í tvö ár hefur gert
heimsbyggðinni lífið leitt stakk
sér niður meðal leikmanna og eins
og hendi væri veifað voru nokkrir
burðarásar liðsins komnir í ein-
angrun.
Guðmundur og liðsmenn hans
hristu þetta högg hins vegar af
sér með ótrúlegri seiglu. Frammi-
staðan eftir að næstum hálft liðið
var komið í einangrun var með
ólíkindum. Landsliðið gerði sér
lítið fyrir og vann alla leiki sína í
riðlinum, þar á meðal viðureign
við gestgjafana í lokaleiknum með
heila íþróttahöll baulandi á sig og
gegn andstæðingi, sem lagði allt í
sölurnar til að verja stolt sitt og
ná árangri á heimavelli.
Frammistaðan í riðlinum skil-
aði Íslandi inn í milliriðil með tvö
stig í farteskinu sem landsliðinu
hefur ekki tekist áður þrátt fyrir
góðan árangur.
Þar var fyrsti andstæðingurinn
Danmörk, ríkjandi heimsmeist-
ari. Ekki var að sjá að sú vegsemd
andstæðinganna stæði í íslenska
liðinu. Leikurinn gegn Dönum
tapaðist reyndar, en íslenska liðið
var sprækt og hleypti andstæð-
ingnum aldrei langt frá sér og
hefði með lagni getað náð í betri
úrslit.
Ólympíumeistarar Frakka
voru næstir á dagskrá og þá átti
liðið einn sinn besta leik á stór-
móti. Ísland náði fljótlega for-
skoti og hélt Frökkunum einfald-
lega í skefjum allt til loka og
niðurstaðan var stærsti ósigur
þeirra á Evrópumeistaramóti frá
upphafi. Eftirleikurinn er kunn-
ur, eins marks tap á móti Króöt-
um og tíu marka sigur á Svartfell-
ingum.
Tapið á móti Króötum gerði að
verkum að ætti liðið að komast í
fjögurra liða úrslit yrðu Danir að
bera sigurorð af Frökkum. Þjálf-
ari danska liðsins rifjaði upp að á
Evrópumótinu fyrir tveimur ár-
um, þegar Ísland vann Dan-
mörku, hefði sigur Íslands á Ung-
verjalandi hjálpað Dönum að
komast áfram. Íslendingar hefðu
hins vegar tapað. Danir skulduðu
Íslendingum því ekki neitt.
Danir ákváðu að
hvíla sína bestu
menn, en virtust þó
lengi vel ætla að
hafa betur. Á enda-
sprettinum hrundi
hins vegar leikur
þeirra, Frakkar
sigldu fram úr Dön-
um, hrifsuðu af þeim
efsta sætið í riðl-
inum og Ísland varð að gera sér
að góðu að leika um fimmta sætið
við Norðmenn. Póker danska
þjálfarans gekk ekki upp því að
tapið þýddi að Danir mættu
Spánverjum í undanúrslitum í
stað Svía. Í gær lutu þeir í lægra
haldi fyrir Spánverjum og misstu
þar með möguleikann á Evr-
ópumeistaratitli.
Einhverjum kann að þykja
þetta tilefni til að slíta stjórn-
málasambandi við Dani, en stað-
reyndin er sú að íslenska liðið
hafði örlög sín í hendi sér og þau
réðust í leiknum við Króatíu.
Viðureignin við Noreg reynd-
ist hins vegar hreint út sagt
mögnuð. Oft skilur lítið á milli
feigs og ófeigs í íþróttum. Loka-
skot geigar svo engu munar, ann-
að lekur inn um leið og leiktíminn
rennur út. Sú var raunin í leikn-
um í gær, leik sem hvorugt liðið
átti skilið að tapa en úrslit urðu
þó að ráðast. Ísland náði því
sjötta sæti á mótinu, sem hefði
þótt vel af sér vikið fyrir mót og
er glæsilegur árangur.
Það er auðvelt að leggjast í
vangaveltur um hvað hefði gerst
ef níu leikmenn íslenska liðsins
hefðu ekki lent í einangrun vegna
kórónuveirunnar. Þjóðverjar
urðu fyrir svipuðum skakkaföll-
um og íhuguðu af alvöru að draga
lið sitt úr keppni.
Hlaða má alla leikmenn liðsins
lofi fyrir frammistöðuna. Þó er
óhætt að nefna sérstaklega
frammistöðu Frakkabanans Vikt-
ors Gísla Hallgrímssonar og Óm-
ars Inga Magnússonar, sem mik-
ið mæddi á og fékk litla hvíld í
fjarveru lykilleikmanna. Ólafur
Stefánsson, einn besti leikmaður
Íslands frá upphafi, sagði eftir
leikinn við Norðmenn að frammi-
staða hans væri sú besta hjá ís-
lenskum leikmanni á stórmóti.
Það er ekki lítið hrós.
Í það heila hefur verið unun að
fylgjast með liðinu spila, sjá sam-
stöðuna og leikgleðina, þótt um
leið hafi það tekið á taugar og
skilið eftir neglur nagaðar upp í
kviku og brotnar stólbríkur.
Meira að segja á síðustu metr-
unum eftir að hafa spilað átta
leiki á 16 dögum létu leikmenn
engan bilbug á sér finna. Álagið
hefur þó örugglega verið farið að
segja til sín og haft sitt að segja
að Guðmundur gat ekki notað
breiddina í hópnum.
Íslenska landsliðið á allan heið-
ur skilinn fyrir afrekið í Ung-
verjalandi. Það sýndi hvers það
er megnugt og getur boðið hvaða
andstæðingi sem er byrginn á
komandi árum. Framtíðin er svo
sannarlega björt.
Íslenska landsliðið
sýndi á EM hvers
það er megnugt og
getur boðið hvaða
andstæðingi sem er
byrginn á komandi
árum}
Afrekið í Ungverjalandi
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í
slendingar fengu ekki frelsi sitt aftur í
gær. Þrátt fyrir að nú gangi yfir far-
aldur í líkingu við hefðbundinn
inflúensufaraldur eins og sérfræðingar
um allan heim hafa sagt. Meira að
segja sóttvarnalækni er ekki lengur stætt á því
að neita þeirri þróun í opinberri umræðu, þó
hann reyni.
Ríkisstjórnin aflétti eins litlu og hægt var af
þeim stórkostlegu og íþyngjandi takmörkunum
sem lagðar eru á landann á blaðamannafundi
sínum í gær. Þrátt fyrir að allar forsendur
væru fyrir algerri afléttingu allra hafta og tak-
markana á líf fólks og atvinnu þess. Þau völdu
að gera það ekki.
Þvert á móti var í raun ákveðið að fram-
lengja höft og takmarkanir í rúmar sjö vikur. Í
sjö vikur. Þegar nær enginn veikist, enn færri
leggjast inn á spítalann, æ fleiri bólusetja sig í þriðja sinn
og svo mætti lengi telja.
Mér varð hugsað til Michaels J. Fox og Christophers
heitins Lloyds og ferðalags þeirra í myndinni „Back to the
Future“, þegar ríkisstjórnin kynnti af veikum mætti svo-
kallaða afléttingaáætlun. Það rann nefnilega upp fyrir mér
að verið væri að senda þjóðina aftur til 12. nóvember 2021,
þegar nokkurn veginn sömu takmarkanir voru tilkynntar
– en við allt aðrar aðstæður en nú eru uppi í faraldrinum.
Fox og Lloyd ferðuðust fram í tímann en ríkisstjórnin
sendi okkur aftur til fortíðar.
Forsætisráðherra talaði um á blaðamannafundinum að
hún væri stundum tímabundið þreytt á þríeyk-
inu en svo liði það hjá. Fjármálaráðherra talaði
um að hann ætlaði að veita styrki, sem auðvit-
að eru ekkert annað en bætur, til fyrirtækja í
veitingageiranum og á öðrum sviðum vegna
takmarkana og lokana – semsagt meira af því
sama. Hann hefði getað staðið í lappirnar fyrir
hönd stærsta stjórnarflokksins og knúið það
fram að atvinnulífinu væri einfaldlega leyft að
selja þjónustu sína í friði frá ríkisvaldinu, þeim
sem hana vilja kaupa, en hann gerði það ekki.
Heilbrigðisráðherra rak svo lestina á blaða-
mannafundinum og fór mæðulega yfir að farið
hefði verið í öllu að tillögum sóttvarnalæknis.
Það kom fáum á óvart enda löngu búið að út-
vista stjórn landsins til þess embættis. Adam
var þó ekki lengi í paradís því sóttvarnalæknir
bar stuttu síðar til baka að svo hefði verið, þar
skeikaði klukkustund í opnun öldurhúsa. Öll sinntu ráð-
herrarnir þó hlutverki upplýsingafulltrúa sóttvarnalæknis
með prýði.
Ríkisstjórnin er föst í tækniatriðum og á flótta undan
sjálfri sér og stuðningsmönnum sínum, þá sérstaklega
Sjálfstæðisflokkurinn. Við verðum að losna úr þeim höft-
um sem nú er uppi því það eru aðstæður til þess. Snúa aft-
ur til fyrra lífs. Lofa fyrirtækjum og fólki í landinu að
blómstra. Þessi pest sem Ómíkron-afbrigðið er kallar ein-
faldlega ekki á annað. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Aftur til fortíðar í stað frelsis
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
H
itastig hafsins hefur áhrif
á bráðnun íslensku jökl-
anna. Nýleg rannsókn
hollenskra og íslenskra
vísindamanna staðfestir það sem áð-
ur var vitað, að tengsl væru þar á
milli, að sögn Guðfinnu Th. Að-
algeirsdóttur, jarðeðlisfræðings og
prófessors í jöklafræði við Háskóla
Íslands. „Þegar hafið í kringum Ís-
land hlýnar þá hlýnar líka á landinu
og það hefur áhrif á afkomu jökl-
anna. Hitabreytingar hafa líka áhrif
á hversu mikil úrkoma verður. Við
getum í raun sagt að hafið stjórni
loftslaginu á Íslandi og hafi þannig
bein áhrif á bráðnun jöklanna,“ sagði
Guðfinna.
Nýtt loftslagslíkan notað
Hollenskir vísindamenn áttu
frumkvæði að rannsókninni sem
staðfesti þetta. Þeir hafa þróað lofts-
lagslíkan sem heitir RACMO. Ný-
lega birtist fræðigrein í Geophysical
Research Letters um niðurstöður
rannsóknarinnar. Brice Noël er
aðalhöfundur en Guðfinna Th. Að-
algeirsdóttir og Finnur Pálsson
verkfræðingur, bæði við Jarðvís-
indastofnun HÍ, eru meðhöfundar
ásamt fleirum.
„Þeir höfðu samband við okkur
vegna þess að við erum búin að mæla
jöklana síðustu áratugi og höfum því
mjög góð gögn til að sannprófa líkön
þeirra,“ sagði Guðfinna. Hún sagði
að afkoma Vatnajökuls hefði t.d. ver-
ið mæld árlega frá 1992. „Frá 1995
hefur massatap Vatnajökuls verið
frá hálfum og upp í einn metra á ári.
Mjög mikið massatap var árið 2010
vegna ösku sem kom úr Eyja-
fjallajökli. Askan dreifðist yfir jökl-
ana og minnkaði endurkast sól-
argeislanna og jók bráðnunina. Við
sáum að allir stóru jöklarnir töpuðu
miklum ís það sumar.
Aukinn breytileiki milli ára
Eftir 2010 hefur heldur hægt á
massatapi jöklanna miðað við ára-
tugina á undan en breytileiki milli
ára hefur aukist. Sumarið 2019 var
til dæmis mjög mikið massatap en
heldur minna sumarið 2020. Í fyrra
varð svo aftur mikið massatap mjög
svipað og 2019.“ Hollenska loftslags-
líkanið sýnir að tengsl séu á milli
massataps jöklanna hverju sinni og
hitastigs hafsins í kringum Ísland.
Kaldi pollurinn í hafinu
Kaldur pollur sem hefur myndast
í hafinu suður af Grænlandi hafi valdið
því að hægt hafi á massatapi jöklanna
eftir 2010.
Kaldi pollurinn er oft kallaður
„bláa bólan“ vegna þess að kaldi sjór-
inn myndar eins og bláan blett á hita-
kortum af hafinu. Ýmsar kenningar
eru um hvers vegna þessi kuldapollur
hefur myndast. Ein þeirra er að svo
mikið af fersku leysingavatni frá
Grænlandsjökli berist í hafið að það
hamli gegn Golfstraumnum, færi-
bandi hafsins, sem hefur flutt hlýjan
sjó sunnan úr höfum og norður með
ströndum Íslands og Noregs.
Fjallað var um rannsóknina á vef-
síðunni euronews.com þann 26. janúar
og rætt við Brice Noël. Þar kom m.a.
fram að auk veikingar Golfstraumsins
sem hafi leitt til myndunar „bláu ból-
unnar“ geti hún hafa orðið til vegna
lágskýja yfir svæðinu sem endurkasti
sólargeislunum. Þegar hitastig hækk-
aði að meðaltali um 1°C á síðustu öld
kólnaði bólan um allt að 0,9°C.
Jöklarnir á Íslandi hafi tapað
um 16% af þeim massa sem þeir
höfðu við lok „litlu ísaldar“ um 1890.
Massatapið sem hófst 1995 var mikið
þar til hægðist á því frá árinu 2011.
Blaðið segir að aðra sögu sé að segja
af Grænlandsjökli sem tapaði 166
milljörðum tonna af ís fyrstu átta
mánuði ársins í fyrra. Massatap
Grænlandsjökuls hefur sexfaldast
frá lokum 20. aldar. Bráðnun Græn-
landsjökuls er núna stærsta ástæða
hækkunar sjávarborðs.
Hægir á massatapi til 2050
Guðfinna sagði líkanið hafa ver-
ið notað til að reikna út hvernig þró-
un jöklanna geti mögulega orðið
fram til loka aldarinnar. „Niðurstöð-
urnar sýna að það hægir á massatapi
jöklanna fram til ársins 2050. Það er
sá tími sem þessi kuldapollur gæti
haft áhrif til kælingar samkvæmt
þessu líkani. Eftir 2050 sýnir líkanið
að massatap jöklanna aukist aftur
vegna þess að áhrif kuldapollsins
minnka og hafið í kring hefur hlýnað
töluvert,“ sagði Guðfinna.
Hiti hafsins hefur
bein áhrif á jöklana
Bláa bólan í
N-Atlantshafi
Breyting á yfirborðshita á jörðinni 1901-2012 í ºC
Rannsóknir benda til
þess að kuldapollur sé í
hafinu sunnan við Ísland
og Grænland
ºC
Heimild: NASA
Hvít svæði=
upplýsingar
vantar
Golfstraumur
Norður-
Atlantshaf
Noregs-
hafÍshafs-
straumur
N-At
lants
hafs
-
strau
mur
Bláa bólan