Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 ✝ Björn Hallmundur Sigurjónsson var fæddur í Vík í Mýr- dal 17. apríl árið 1940. Hann lést í Vík 20. janúar 2022. Foreldar hans voru Sigurjón Björnsson, fv. verkstæð- isformaður hjá Kaupfélagi Skaft- fellinga, f. 1909, d. 1995, og Jóhanna Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1914, d. 2000. Báðir foreldrar Björns komu úr stórum systk- inahópi í Vestur-Skaftafellssýslu. Systkini Björns eru Elín Hafdís, f. 1945, og Guðmundur, f. 1958. Björn kvæntist Kristínu S. Ragnarsdóttur, f. 1944, árið 1966. Þau hafa alla tíð búið í Vík. Kristín starfaði lengi hjá Pósti og síma og var síðar fulltrúi Trygg- ingastofnunar á Sýsluskrifstof- sama félagi allt til ársins 1972. Þá vann hann á eigin vörubifreið við lagningu hringvegarins á Skeiðarársandi 1972 til 1975. Björn var gjaldkeri og umboðs- maður Samvinnutrygginga hjá K.S. í Vík 1975 til 1981. Björn var útibússtjóri Sam- vinnubankans í Vík og á Kirkju- bæjarklaustri frá 1981 til 1991. Frá árinu 1991 til ársins 2000 var hann útibússtjóri Lands- banka Íslands á sömu stöðum. Björn var virkur í félagsstörf- um og sveitarstjórnarmálum. Áhugamál Björns voru mörg. Hann hafði frá barnæsku mikinn bíla- og veiðiáhuga. Síðar á æv- inni brennandi golfáhuga, var liðtækur í dansi, kveðskap og skákmaður góður. Hjónin nutu þess að eiga sumarbústað sem stendur á fögrum reit í Skaftár- tungu. Björn og Kristín ferð- uðust mikið innanlands sem utan. Björn verður kvaddur frá Vík- urkirkju í dag, 29. janúar 2022, og hefst athöfnin kl. 14. Í ljósi aðstæðna er takmark- aður fjöldi leyfður í kirkjuna en athöfninni verður streymt. https://promynd.is/bjorn https://www.mbl.is/andlat unni í Vík. Börn þeirra Björns og Kristínar eru: 1. Ragna, f. 1971, maki Birgir Leó Ólafsson, f. 1970. Þau eru bú- sett á Stangarlæk 1 í Grímsnesi. Þar reka þau hestabú. Börn þeirra eru Sig- urbjörn Leó, f. 1997 og Kristín Lilja, f. 2002. 2. Sigurbjörg, f. 1978, maki Karl Ágúst Hoffritz, f. 1975. Þau eru búsett á Selfossi. Börn þeirra eru Ólöf Eir, f. 1996 og Guðrún Tinna, f. 2008. Björn lauk sveinsprófi í húsa- smíði frá Iðnskólanum á Selfossi árið 1961 og meistaraprófi í sömu iðn árið 1968. Björn vann við smíðar, mest á trésmíðaverk- stæði Kaupfélags Skaftfellinga og við akstur vörubifreiða hjá Líklega munum við best eftir því sem frábrugðið er því hvers- dagslega. Bjössi frændi og Stína gáfu mér fjölmargar æskuminn- ingar. Fyrir að hafa átt þau að verð ég ævinlega þakklát. Á heimili þeirra ríkti einstök ró, en þar var líka oft glens og gaman. Nú þegar Bjössi hefur kvatt okk- ur vil ég færa þakkir og minnast liðins tíma og margra gleði- stunda. Fjölskylda mín flutti frá Vík þegar ég var tólf ára gömul, en tengingin við gömlu Víkina er í huga mér mjög sterk. Blessuð sé minning Bjössa frænda. Megi Stína, Ragna, Sig- urbjörg og allir aðstandendur sem syrgja öðlast styrk. Hvað hraðast líður, það lengst af bíður og gleymist síður úr sinni og hug. Þau öfl mig draga til ættarhaga með sólskins daga og fanna flug. (Einar Ben.) Margrét Káradóttir. Elskulegur móðurbróðir minn er fallinn frá eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann Bjössi frændi var ein- staklega handlaginn og bar heimili þeirra á Mánabrautinni þess glögglega merki. Allt var svo fínt og fágað og öllu var hag- anlega fyrir komið. Hann var lánsamur með lífsförunaut og voru þau hjónin samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Ég á margar góðar minningar frá æskuárum mínum í Vík. Heimili þeirra Stínu og Bjössa stóð mér alltaf opið og þótti mér yndislegt að dvelja hjá þeim. Ég var oft og tíðum í pössun hjá þeim og var það móður minni ómetanlegt að geta leitað til þeirra þegar hún þurfti á aðstoð að halda. Bjössi átti mikið frímerkja- safn og fékk ég að fletta í gegn- um það mér til mikillar ánægju. Allt var á sínum stað og allt svo snyrtilegt hjá honum. Ætíð var heimabakað bakkelsi á boðstól- um. Allt var svo gott sem hún Stína bakaði. Sem smástelpu þótti mér nú ekki amalegt að fá ískalda mjólk og kökusneið með kvöldkaffinu. Það var stutt í hláturinn hjá Bjössa þó að alla jafna væri hann alvörugefinn maður. Hann var einstaklega ættfróður og tók hann saman ættartölu foreldra sinna. Langvarandi veikindi settu mark sitt á síðustu æviár hans. Hann tók því af miklu æðruleysi svo að eftir því var tekið. Stína stóð þétt við hlið hans í veikind- unum. Missir hennar, dætranna og fjölskyldna þeirra er mikill. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Sigrún Káradóttir. Góður vinur og samstarfs- félagi til margra ára hjá Kaup- félagi Skaftfellinga, Björn Hall- mundur Sigurjónsson, er látinn. Andlátið kemur eftir langa bar- áttu við illvígan sjúkdóm sem að lokum lagði hetjuna að velli. Kynni okkar Björns hófust stuttu eftir að undirritaður hóf störf hjá Kaupfélagi Skaftfell- inga árið 1974 en skömmu síðar tók Björn við stöðu gjaldkera fé- lagsins auk þess sem hann ann- aðist umboð Samvinnutrygginga á félagssvæði Kaupfélagsins í Vestur-Skaftafellssýslu. Björn var mikið snyrtimenni, nákvæmur og reglufastur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur svo eftir var tekið. Féll það ein- staklega vel að verkefnum hans og skyldum hjá félaginu og skipti starfsemina miklu. Samstarf okkar einkenndist ávallt af gagn- kvæmu trausti og virðingu. Síðar var Björn kallaður á aðrar víg- stöðvar, þegar hann tók við starfi útibússtjóra hjá Sam- vinnubankanum í Vík. Björn var vinsæll, vel liðinn og lagði áherslu á að þjóna við- skiptavinum sínum vel. Nú að 48 árum liðnum minnist ég vinar míns og samstarfsmanns með hlýhug og þakklæti. Við áttum gott og víðtækt samstarf, í alls 10 ár, á tíma sem oftar en ekki ein- kenndist af þungum rekstri verslunar- og þjónustufyrir- tækja sem oft áttu erfitt upp- dráttar í strjálbýli á þessum ár- um. Þá var dýrmætt að eiga Björn að sem minn næsta full- trúa sem og félaga. Hann þekkti og skildi gangverk mannlífsins fyrir austan betur en ég, ungur aðkomumaðurinn, og var oftar en ekki ráðagóður. Góð og ævilöng vinátta og samleið var með eiginkonum okkar í félagsmálum og kóra- starfi í Víkinni. Mér er það minn- isstætt og kært þegar Björn hringdi í mig stuttu eftir andlát konu minnar Erlenar, fyrir rúmu ári, og sagðist ekki hafa haft kjark til að hringja fyrr en nokkru eftir fráfallið. Hann var svo miður sín við fráfall góðrar vinkonu fölskyldu sinnar í gegn- um árin. Þarna kristallast hlý- leiki og hjartalag Björns, þessa dagsfarsprúða ljúfa manns. Björn starfaði um tíma mikið að félags- og framfaramálum sveitarfélagsins og lagði þannig sitt af mörkum til samfélagsins sem var honum kært eftir ævi- langa búsetu í Víkinni. Aðrir munu vitna betur um þann þátt sem þekkja betur til en ég. Ég og synir mínir, ásamt fjöl- skyldum þeirra, sendum þér elsku Kristín, dætrunum og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kæri Björn Hallmundur takk fyrir allt og allt. Minningin um góðan og traustan félaga lifir. Matthías Gíslason. Þegar við Olga fluttum í Víkina austan af fjörðum fyrir rúmri hálfri öld og ég tók við skólastjórn þar, þá þekktum við engan í Vík. Fljótlega fórum við aðeins að kynnast nágrönnunum á Fitinni. Þar áttum við eftir að eignast traust vinafólk og hefur sú vinátta haldist alla tíð síðan. Í þeim hópi voru Bjössi og Stína og enn traust- ari urðu vinaböndin í gegnum krakkana okkar sem voru á sama aldri. Björn Hallmundur var ákaflega vandaður maður og allt sem frá honum kom var vandlega unnið. Þetta vissi ég og þegar mér datt í hug að byggja hús í Vík, þá vissi ég að hann hafði réttindi til að teikna hús þótt hann væri starfandi úti- bússtjóri bankaútibús í Vík. Eftir nokkurn eftirgang fékk ég hann til að teikna húsið að Suðurvíkurvegi 5 og er ég viss um að það eru fá hús hérlendis sem eru teiknuð af starf- andi bankastjóra. Það var alveg sama að hvaða verki hann gekk, allt varð að vera 100%. Þetta fékk ég einnig að reyna þau ár sem hann var formaður skólanefndar Víkurskóla og áttum við þá mjög gott samstarf. Þau Bjössi og Stína voru mjög samhent hjón og það var mjög ánægjulegt að vera í kringum þau. Þau komu í heimsóknir til okkar eftir að við fluttum aftur austur á Eskifjörð. Minnisstæðust verður trúlega alltaf fyrsta heimsóknin, ég var staddur í Reykjavík og ætl- aði að vera í samfloti með þeim austur. Ég náði þeim á Hornafirði og gerði ráð fyrir að við yrðum komin heim um kvöldmat en það fór nú öðruvísi. Þegar við vorum komin á móts við Gautavík í Beru- firði þá sprakk á nýlegum Scout- inum hjá Bjössa sem var svo sem ekkert merkilegt miðað við hvern- ig vegirnir voru. En Adam var ekki lengi í Paradís því þegar við vorum komin rétt fram hjá Breiðadalsvík þá sprakk aftur og nú urðum við að fara með tvö dekk og láta gera við. Engir farsímar voru á þessum ár- um svo við gátum ekkert látið vita af okkur því hremmingarnar voru ekki búnar. Um miðnætti urðum við að skilja Scoutinn eftir í Hólma- hálsi við Eskifjörð því þá hafði sprungið tvisvar í viðbót. Alltaf var Bjössi jafn rólegur yfir þessu öllu og sagði mér seinna að það hefði bara ekki sprungið hjá sér síðan. Nú hefur þú vinur kær fengið hvíldina eftir löng og erfið veikindi. Við Olga sendum þér Stína mín, Rögnu, Sigurbjörgu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur um leið og við þökk- um samfylgdina. Hvíl í friði kæri vinur. Jón Ingi. Björn Hallmundur Sigurjónsson Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Elsku maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÉTUR S. VÍGLUNDSSON, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 3. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat og á https://langholtskirkja.is/ Anna Sigríður Hróðmarsdóttir Guðmundur S. Pétursson Elísabet Guðmundsdóttir Margrét B. Pétursdóttir Björgvin M. Guðmundsson Víglundur Rúnar Pétursson Hafdís Edda Stefánsdóttir Sólborg Alda Pétursdóttir Hallgrímur H. Gunnarsson Ragnar Pétur Pétursson Elma Karen Sigþórsdóttir Hróðmar I. Sigurbjörnsson Helga A. Haraldsdóttir Sigurður Á. Sigurbjörnsson Auðbjörg Jakobsdóttir Guðríður Sigurbjörnsdóttir Ómar Árnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær systir og frænka okkar, INGIBJÖRG R. MAGNÚSDÓTTIR, fyrrverandi skrifstofustjóri í Heilbrigðisráðuneytinu, lést fimmtudaginn 20. janúar á Grund. Jarðsungið verður frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 1. febrúar klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á eftirfarandi slóð: https://www.hljodx.is/index.php/streymi2. Hlekkinn er jafnframt hægt að nálgast á mbl.is/andlat á útfarardegi. Blóm og kransar afþakkað. Þeir sem vilja styðja Rannsóknarsjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur við Háskóla Íslands geta lagt inn á bankareikning 0513-26-004057, kt. Styrktarsjóða HÍ er 571292-3199 með „RIM“ sem skýringu. Gunnar Víðir Magnússon Magnús Friðrik Guðrúnarson Sverrir Helgi Gunnarsson Eiríkur Snorri Ragnarsson Haraldur Ingi Gunnarsson Leifur Ragnar Ragnarsson Guðrún Inga Bjarnadóttir Ingjaldur Henrý Ragnarsson Árni Þór Bjarnason Egill Þór Ragnarsson Gunnar Viðar Bjarnason Birgir Sveinn Bjarnason Stefán Bragi Bjarnason Eiginmaðurinn minn, HILMAR VALDIMARSSON, fv. fasteignasali, lést þriðjudaginn 18. janúar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 31. janúar klukkan 13. Athöfninni verður streymt á hlekk: https://youtu.be/PpVX23ptE-I Einnig má nálgast hlekk á streymi á www.mbl.is/andlat Ásta María Sölvadóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Okkar elskaði HJALTI ÁRNASON, bóndi í Galtafelli, lést á bráðamóttöku LSH 18. janúar. Útförin fer fram í Hrepphólakirkju þriðjudaginn 1. febrúar klukkan 13.30. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á www.facebook.com/hrunaprestakall. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát. Guðrún Hermannsdóttir Guðmundur Hjaltason Valborg Tryggvadóttir Árni Hjaltason Dúna Rut Karlsdóttir Inga Jóna Hjaltadóttir Borgþór Vignisson afabörn, langafabörn og aðrir ástvinir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GRÉTAR EGILSSON, lést fimmtudaginn 6. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bestu þakkir til starfsfólks Heru og líknardeildar Landspítala, Kópavogi. Sigrún Hannibalsdóttir Hannibal Þ. Ólafsson Susanne Freuler Steinunn H. Ólafsdóttir Stefán Sigurðsson Ólafur Egill Ólafsson afabörn og langafabarn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJARTUR HAFSTEINN HELGASON vélvirki, lést á líknardeild Landakotsspítala 22. janúar. Útför fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 7. febrúar klukkan 13. Helgi Sigurbjartsson Kristín Bjarnadóttir Jón Ásgeir Sigurbjartsson Arnar Sigurbjartsson Unnur Malín Sigurðardóttir barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.