Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
50 ÁRA Erlendur ólst upp á Skíð-
bakka í Landeyjum og býr þar. Hann er
búfræðingur frá Bændaskólanum á
Hólum og er járningamaður og hrossa-
ræktandi. Hann er formaður Hrossa-
ræktarfélags Landeyja, situr í stjórn
Meistaradeildar í hestaíþróttum og er í
fagráði í íslenskri hrossarækt. Áhuga-
málin eru hestar, sauðfé, fótbolti, hand-
bolti og söngur, en Erlendur er í Karla-
kór Rangæinga og sönghópnum
Öðlingarnir.
FJÖLSKYLDAN Eiginkona Erlends
er Sara Pesenacker, f. 1981, frá Hagen
hjá Dortmund, reiðkennari. Sonur
þeirra er Heimir Árni, f. 2006. For-
eldrar Erlends eru Árni Erlendsson, f.
1936, frá Skíðbakka, en Erlendur er
sjötta kynslóð fjölskyldunnar sem hefur
búið á Skíðbakka. Árni var bóndi þar og
hreppstjóri, búsettur á Selfossi, og Guð-
munda Laufey Hauksdóttir, f. 1943, frá
Hjarðarhorni í Gufudalssveit, fv. hús-
freyja á Skíðbakka, búsett á Selfossi.
Erlendur Árnason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Allt sem viðkemur fjölskyldu, heim-
ili og heimilislífi er mjög jákvætt þessa dag-
ana. Þú færð góðar fréttir af ættingja.
20. apríl - 20. maí +
Naut Hvort ástamálin þín blómstra stend-
ur og fellur með því hvort þú getir lært af
gamalli reynslu. Einhver heima fyrir þarf á
athygli þinni að halda, gefðu þér tíma til
þess að hlusta.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það skiptir öllu máli að hafa
þannig áhrif á fólk að það taki þig trúan-
lega/n. Margar hendur vinna létt verk.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þetta er góður tími til að koma
skipulagi á líf þitt. Ekki kaupa neitt án þess
að hugsa þig tvisvar um.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það er ekki laust við að þú náir að
draga að þér athyglina í dag. Nú væri upp-
lagt að gera sér glaðan dag í góðra vina
hópi.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er nauðsynlegt að lesa smáa
letrið í öllum skjölum. Þú gætir fengið bak-
þanka vegna ummæla þinna um vissa per-
sónu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú finnur þörf til að kaupa þér eitt-
hvað í dag og ættir að láta það eftir þér.
Reyndu að komast til botns í máli sem
snertir fjölskyldu þína.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú hefur gert of miklar kröfur
til þín í gegnum árin. Nú er kominn tími á
breytingu. Ríkidæmi þitt kemur til þín í
réttu hlutfalli við það sem þér finnst þú
eiga skilið.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ef þú heldur rétt á spöðunum
ætti þér að takast að koma í framkvæmd
öllum þeim hlutum, sem þig dreymir um.
Reynið að taka hlutunum létt.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert eitthvað viðkvæm/ur og
þarft umfram allt að halda öllu gangandi
núna. Hafðu trú á getu þinni og sýndu með
því öðrum gott fordæmi.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú ættir að nota daginn til að
velta því fyrir þér hvað skiptir þig raunveru-
legu máli í lífinu. Mundu að sú/sá sem þú
elskar er mennsk/ur eins og við hin.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þetta er ekki verri dagur en hver
annar til að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
Þú ert tilbúin/n í næsta áfanga í lífinu.
lög á safnplötum hér heima og er-
lendis, upp á síðkastið meira í út-
löndum heldur en hérna.
Ingvi skrifaði tónlistargagnrýni í
DV 1990-2000 og um bækur á vef
Bókmenntaborgarinnar um tíu ára
skeið, kringum 2005-2015. Hann
þýddi bókina Viskíbörnin (1999) og
sendi frá sér smásagnasafnið Raddir
úr fjarlægð (2010), en þar er m.a. að
finna söguna Hliðarspor sem hlaut
enskum söngvara, laga- og texta-
smið, John Soul, sem hér bjó um
árabil. Þeir fóru að semja saman
músík og sendi JJ Soul Band frá sér
fjórar breiðskífur á árunum 1994-
2008. „Þá ákváðum við að nóg væri
komið. Við fengum talsvert af verð-
launum og viðurkenningum fyrir
tónlist okkar, allt kom það erlendis
frá.“ Ingvi hefur samið músík fyrir
15 stórar plötur og svo hafa komið út
I
ngvi Þór Kormáksson er
fæddur 30. janúar 1952 í
Reykjavík og verður því sjö-
tugur á morgun. Hann ólst
upp á Ásvallagötu og í Álf-
heimum. Þegar Ingvi var 11 ára flutti
hann ásamt foreldrum sínum á Gufu-
skála á Snæfellsnesi þegar faðir hans
fékk starf á lóransstöðinni á Gufu-
skálum. Þar bjó fjölskyldan þar til
Ingvi varð 18 ára. „Það var alveg
dásamlegt að vera á Gufuskálum þeg-
ar ég hafði vanist því. Það orkaði
sterkt á mann að vera þarna undir
jökli og hefur alltaf verið ríkt í hug-
anum.“
Ingvi gekk í Langholtsskóla,
Grunnskólann á Hellissandi, Reyk-
holtsskóla, varð stúdent frá MR 1974
og lauk BA-gráðu í bókasafnsfræði
með bókmenntir sem aukafag frá HÍ
1981. Hann nam við djassdeild Tón-
listarskóla FÍH veturinn 1981-82.
Ingvi vann alla tíð á Borgar-
bókasafninu og var upplýsinga-
bókavörður og teymisstjóri bókvals.
„Það var alveg klárt í mínum huga að
ég vildi hvergi annars staðar vera í
dagvinnu en á almenningsbókasafni
en ég byrjaði að vinna þar fyrstu vik-
una mína í háskólanum. Ég vann þar
meðfram námi og spilaði svo á böllum
flestallar helgar. Ég var því alla tíð á
tvennum vígstöðvum.“ Ingvi hætti á
Borgarbókasafninu árið 2019, eftir 45
ár í starfi.
Músíkferill Ingva hófst þegar
hann var fjórtán ára í hljómsveit
héraðsskólans í Reykholti. Þar lék
hann á trommur en sneri sér svo að
hljómborðinu. Hann spilaði á ung-
lingsárum með hljómsveitum frá
Ólafsvík og Hellisandi. Þær hétu
Falkon, Lúkas og Júnísvítan. Síð-
asta árið í MR 1974 hóf Ingvi að
leika með hljómsveit Jakobs Jóns-
sonar og í framhaldi af því lék hann
með ýmsum hljómsveitum næstu 20
ár; Gaddavír, Experiment, Amon Ra
og Goðgá, en einnig Hljómsveit
Önnu Vilhjálms og Hljómsveit
Birgis Gunnlaugssonar.
„Svo stokkaði ég líf mitt upp á
nýtt til að koma í veg fyrir ótíma-
bæran dauðdaga vegna fremur
glæfralegs lífernis.“ Ingvi hætti þá
dansleikjaspilamennsku 1988 en
stofnaði blús-djass hljómsveit með
Gaddakylfuna árið 2009 fyrir bestu
glæpasmásöguna. Ingvi hefur einnig
sent frá sér skáldsögurnar Níunda
sporið (2016) og Stigið á strik (2020).
„Þessi bókaskrif komu svolítið aftan
að mér. Hafði aldrei haft metnað í þá
átt en fylgdi því sem andinn bauð.
Veturinn sem ég hætti að vinna
tók ég svo upp á því að spila blak
mér til skemmtunar eftir áratuga
hlé. Það er með ágætum hópi karla á
Ingvi Þór Kormáksson, bókasafns- og upplýsingafræðingur og hljómlistarmaður – 70 ára
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Enn að semja Ingvi er með forleggjara ytra sem hann sendir lögin til.
Alla tíð verið á tvennum vígstöðvum
JJ Soul Band Frá vinstri: Steingrímur Óli Sigurðarson, Ingvar Þór
Kormáksson, John Soul, Eðvarð Lárusson og Stefán Ingólfsson.
Nýr borgari Hólmfríður Sunna og
Ársæll Þór með Flóru.
Hjónin Ingvi og Dagrún kynntust á
Röðli þar sem Ingvi var að spila. .
Til hamingju með daginn
Grenivík Hugi Þór Stefánsson fædd-
ist 29. janúar 2021 kl. 23.31 á Akureyri
og á því eins árs afmæli í dag.Hann vó
3.525 g og var 48,5 cm langur.
Foreldrar hans eru Heiða Elín
Aðalsteinsdóttir og Stefán
Hermannsson.
Nýr borgari
9
Ræktum og verndum geðheilsu okkar
Nýir skammtar daglega á gvitamin.is
Hlúðu að því
sem þér þykir
vænt um