Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
besta aldri sem kalla sig Blakendur.
Þess utan er ég enn að semja músík.
Orðinn latari við það en áður en er
dálítið í því að semja instrumental
músík með Vilhjálmi Guðjónssyni og
fleirum og stundum eitt og eitt sung-
ið lag.
Þannig háttar til á þessum síðustu
(og verstu) tímum að það er ekki
nauðsynlegt að plötur þurfi að inni-
halda 10-15 lög. Um leið og lag er
tilbúið get ég sent það til forleggjara
míns ytra sem framleigir (licensing)
það ef verkast vill til annarra. Lagið
getur því verið komið í einhvers kon-
ar umferð eftir örfá daga. Gjarnan
lenda þessi leiknu lög á spilunar-
listum eða rafrænum plötum sem
nýttar eru á veitingastöðum og hót-
elum, verslanakeðjum og guð veit
hvað. Má kannski segja að maður
hafi endað í lyftumúsíkinni. Það eru
til verri örlög.“
Fjölskylda
Eiginkona Ingva er Dagrún Ársæls-
dóttir, f. 16.2. 1952, leikskólastjóri. Þau
eru búsett í Grafarholti í Reykjavík.
Foreldrar Dagrúnar voru hjónin Ár-
sæll Lárusson, f. 3.12. 1919, d. 27.4.
1995, sjómaður, og Kristín S. Frið-
björnsdóttir, f. 19.10. 1921, d. 4.2. 2015,
verkakona. Þau voru búsett í Nes-
kaupstað.
Sonur Ingvars og Dagrúnar er
Ársæll Þór Ingvason, f. 14.11. 1981,
hljómlistarmaður. Sambýliskona hans
er Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttir
ferðaráðgjafi. Dóttir þeirra er Flóra
Ársælsdóttir, f. 4.10. 2021.
Foreldrar Ingva voru hjónin
Kormákur Kjartansson, f. 8.12. 1925,
d. 26.6. 2015, loftskeytamaður og sím-
virki, og Hólmfríður Fríðsteinsdóttir,
f. 28.8. 1929, d. 11.1. 2017, verslunar-
maður.
Ingvi Þór
Kormáksson
Hólmfríður Helgadóttir
húsfreyja á Teigi
Björn Finnbogason
kennari í Möðruvallaskóla, síðar
bóndi á Teigi í Vopnafirði
Þórdís Sigríður Björnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Fríðsteinn Ástvaldur
Fríðsteinsson
sjómaður í Reykjavík
Hólmfríður
Fríðsteinsdóttir
verslunarmaður í
Reykjavík
Ástríður Hannesdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Fríðsteinn Guðmundur Jónsson
skipstjóri í Reykjavík
Jóna Ingibjörg Örnólfsdóttir
húsmóðir á Þingeyri
Jónas Thorsteinsson Hall
verslunarmaður á Þingeyri
Ingibjörg Jóna Hall
húsfreyja í Reykjavík
Kjartan Jónsson
skrifstofustjóri í Reykjavík
Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir
húsfreyja á Munaðarhóli
Jón Jónsson
útgerðarmaður og bóndi á Munaðarhóli á Hellissandi
Ætt Ingva Þórs Kormákssonar
Kormákur Kjartansson
símritari í Reykjavík
WWW.LJOSABUNADUR.ORG
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að geta ekki knúsast
nógu oft.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MEGRUNARRÁÐ
DAGSINS…
HITAEININGAR Í MAT
ANNARRA GILDA EKKI
ENGAR ÁHYGGJUR! ÉG
SKAL LÁNA ÞÉR… OG
AÐEINS MEÐ ÞRJÚ
HUNDRUÐ PRÓSENT
VÖXTUM!
VIÐ ERUM AÐ RÆNA
OKURLÁNARA SEM HRÓLFUR
SKIPTI EINU SINNI VIÐ!
FARÐU TIL FJANDANS,
HRÓLFUR! NÚ GET ÉG EKKI
BORGAÐ KASTALANN!
LYFTA
HRAÐFERÐ
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Unir best í eldi og reyk.
Óvelkominn fer á kreik.
Illvætti ég úti sá.
Enginn vill á hendi fá.
Guðrún B. á þessa lausn:
Í reyk og eldi ræður skrattinn.
Fram rýkur skratti úr sauðalegg.
Ég mála, í skyndi, skratta á vegg.
Og skratta í spili dregur pattinn.
Harpa á Hjarðarfelli segir, að
hún hafi orðið andvaka og farið að
grufla betur í gátunni og þetta sé
það sem henni kom helst í hug:
Er þar skratti í eldi og reyk
Einhver skratti fór á kreik.
Illan skratta úti sá.
Enginn skratta í spil vill fá.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Skratti sér unir í eldi og reyk.
Óvelkominn fer skratti á kreik.
Illvættið skratta ég úti sá.
Enginn vill skratta í spili fá.
Þá er limra:
Ván er nú allra veðra,
vandræðin aukast héðra,
engu eira
eldur og veira,
og Skrattanum skemmt í neðra.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Nú er úti regn og rok
rosalegt í vikulok,
gefur ekki grand á sjó,
gátuna ég samdi þó:
Mikill vexti maður er.
Magnað vopn í hendi ber.
Kona, sem er trygg og trú.
Talin galdrakind er sú.
Helgi R. Einarsson skrifar mér,
að þeim í fjölskyldunni hafi tekist
að krækja í nokkur smit og þá hafi
þessi orðið til:
„Í aðdraganda jóla
Veiran í bæinn sér bauð
bersýnilega’ ekki dauð
og skemmti því sér
meðal skyldmenna hér
er skárum við laufabrauð.
Við hristum síðan óværuna af
okkur og ekki kvarta ég.
Lukkan hún er hliðholl mér,
henni á margt að þakka.
Hún mig ber á höndum sér
um hæstu fjöll og slakka.
Vonandi bankar lukkan upp á hjá
sem flestum á nýju ári.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þar hitti skrattinn
ömmu sína