Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 29.01.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.01.2022, Qupperneq 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Frakkland B-deild: Nimes – Valenciennes............................. 2:1 - Elías Már Ómarsson lék fyrstu 66 mín- úturnar með Nimes. Belgía B-deild: Lommel – Lierse...................................... 0:1 - Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel. England B-deild: Huddersfield – Stoke ............................... 1:1 Staða efstu liða: Fulham 27 17 6 4 73:25 57 Blackburn 28 15 7 6 45:30 52 Bournemouth 27 14 7 6 43:24 49 QPR 27 14 6 7 40:31 48 WBA 28 12 9 7 34:22 45 Undankeppni HM karla Suður-Ameríka: Ekvador – Brasilía ................................... 1:1 Paragvæ – Úrúgvæ .................................. 0:1 Síle – Argentína........................................ 1:2 _ Brasilía 36, Argentína 32, Ekvador 24, Úrúgvæ 19, Kólumbía 17, Perú 17, Síle 16, Bólivía 15, Paragvæ 13, Venesúela 7. _ Fimmtándu umferð af 18 lauk í nótt með leikjum Kólumbíu gegn Perú og Bólivíu gegn Venesúela. Fjögur efstu fara á HM í Katar og fimmta lið í umspil. Norður- og Mið-Ameríka, úrslitariðill: Bandaríkin – El Salvador ........................ 1:0 Jamaíka – Mexíkó .................................... 1:2 Hondúras – Kanada ................................. 0:2 Kostaríka – Panama................................. 1:0 _ Kanada 19, Bandaríkin 18, Mexíkó 17, Panama 14, Kostaríka 12, Jamaíka 7, El Salvador 6 og Hondúras 3 eftir níu umferð- ir af 14. Þrjú efstu fara á HM í Katar og fjórða lið í umspil. >;(//24)3;( EM karla 2022 Undanúrslit: Spánn – Danmörk................................. 29:25 Frakkland – Svíþjóð............................. 33:34 Leikur um 5. sætið: Ísland – Noregur ......................... (frl.) 33:34 Grill 66 deild karla Hörður – Valur U ................................. 36:34 Fjölnir – Afturelding U........................ 27:29 Vængir Júpíters – Kórdrengir............ 22:22 Staða efstu liða: Hörður 12 10 0 2 408:342 20 ÍR 11 10 0 1 395:309 20 Fjölnir 13 9 0 4 394:365 18 Þór 10 7 0 3 292:275 14 Selfoss U 10 6 0 4 309:298 12 Grill 66 deild kvenna ÍR – Fjölnir/Fylkir............................... 35:24 Staða efstu liða: ÍR 12 10 1 1 327:254 21 Selfoss 12 10 1 1 354:290 21 FH 12 8 2 2 308:253 18 Grótta 11 6 1 4 283:253 13 Víkingur 13 6 0 7 313:338 12 Svíþjóð Skuru – Kristianstad........................... 31:20 - Andrea Jacobsen skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad. E(;R&:=/D HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kórinn: HK – Afturelding ................. L13.30 Framhús: Fram – ÍBV............................ L14 Ásvellir: Haukar – Stjarnan................... L16 KA-heimilið: KA/Þór – Valur............ L16.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Origo-höll: Valur U – Haukar U ....... L19.30 Sethöllin: Selfoss U – ÍR ................... L19.30 Höllin Ak.: Þór Ak. – Berserkir ............. S14 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Framhús: Fram U – FH ......................... S16 Sethöllin. Selfoss – Grótta ................. S19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Origo-höll: Valur – Breiðablik ........... S17.15 Ásvellir: Haukar – Keflavík.................... S18 1. deild karla: MVA-höllin: Höttur – Haukar .......... L19.15 Akranes: ÍA – Fjölnir ......................... S19.15 1. deild kvenna: IG-höllin: Hamar/Þór – Ármann ........... L16 TM-hellirinn: ÍR – Vestri ....................... L17 MG-höllin: Stjarnan – Þór Ak................ L17 Dalhús: Fjölnir b – Aþena/UMFK ........ L18 REYKJAVÍKURLEIKAR Keila í Egilshöll í dag og á morgun kl. 9-12. Sund í Laugardalslaug í dag kl. 16.30-18 og á morgun kl. 16-17.30. Júdó í Laugardalshöll í dag kl. 9-15. Borðtennis í TBR-húsi í dag kl. 15-18. Ólympískar lyftingar í Laugardalshöll kl. 8- 13 á morgun. Karate í Laugardalshöll kl. 10-16 á morgun. Kraftlyftingar í Laugardalshöll kl. 14-18 á morgun. UM HELGINA! KÖRFUBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslandsmeistarar Þórs frá Þorláks- höfn eru aðeins tveimur stigum frá toppliði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta eftir sterkan 88:75- heimasigur á Stjörnunni í gærkvöldi. Sigurinn var sá fyrsti á árinu hjá Þórsurum í aðeins öðrum leiknum. Stjarnan hefur tapað tveimur af síð- ustu þremur eftir þrjá sigra í röð þar á undan. Þórsarar byrjuðu betur og voru með 25:19-forskot eftir fyrsta leik- hlutann en Stjarnan svaraði í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 50:50. Þórsarar unnu þriðja leikhlut- ann með tíu stigum og voru Stjörnu- menn ekki líklegir til að jafna í loka- leikhlutanum. Spánverjinn Luciano Masarelli kann vel við sig á móti Stjörnunni því hann skoraði 30 stig. Masarelli skor- aði 29 stig síðast þegar liðin mættust en hann er með 17,5 stig að meðaltali í leik. Því miður fyrir hann mætir hann ekki Garðabæjarliðinu í hverj- um leik, en vonast væntanlega til að þau mætist í úrslitakeppninni. Ronal- das Rutkauskas, Litháinn stóri og stæðilegi, skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Daniel Mortensen 14 stig og tók 12 fráköst. Þórsarar eru með fína breidd og menn eins og Ragnar Örn Bragason og Emil Karel Einarsson komu inn af bekknum. Eins og oft áður var Hilmar Smári Henningsson sterkur hjá Stjörnunni en hann gerði 18 stig og var stiga- hæstur. Stjarnan þurfti hinsvegar meira framlag frá fleiri leikmönnum. Shawn Hopkins náði sér ekki á strik og Robert Turner var töluvert undir eigin meðaltali í allri tölfræði. Þá hef- ur hægst nokkuð á stigaskorinu hjá fyrrverandi landsliðsfyrirliðanum Hlyni Bæringssyni, en hann tók þó níu fráköst. Sigurinn var kærkominn fyrir Þórsara eftir tvö töp í röð í deildinni og fór liðið upp að hlið Njarðvíkur í öðru sæti. Stjarnan missti af fínu tækifæri til að slíta sig úr fjögurra liða pakka í miðri deild, en Valur, Grindavík og Tindastóll eru öll með 14 stig, eins og Stjarnan. Er líklegt að þau fari öll í úrslitakeppnina að lok- um. KR ekki lengur í fallbaráttu Grindavík missti sömuleiðis af tækifæri til að slíta sig frá miðju- pakkanum er liðið tapaði á útivelli gegn KR, 83:81. Adama Darbo skor- aði sigurkörfuna á síðustu sekúnd- unni. Sigurinn var afar kærkominn fyrir KR-inga eftir niðurlægjandi 48 stiga tap fyrir Breiðablik í síðustu umferð. KR-ingar eru nú með 12 stig, sex stigum fyrir ofan Vestra í fall- sæti, en körfuboltastórveldið úr Vest- urbæ var komið hættulega nálægt fallsætunum. KR-ingar eru að jafna sig eftir að hafa misst Þóri Guðmund Þorbjarn- arson út í atvinnumennsku, en í hans fjarveru skoraði áðurnefndur Darbo 20 stig og Brynjar Þór Björnsson kom sterkur af bekknum með 17 stig og Króatinn Dani Koljanin var sterk- ur á lokakaflanum. Meistararnir nálgast toppinn - Sigurkarfa KR á síðustu sekúndunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hetjan Adama Darbo reyndist hetja KR í naumum sigri á Grindavík. Hann skoraði sigurkörfuna tæpri sekúndu fyrir leikslok og var stigahæstur. Sævar Pétursson, framkvæmda- stjóri KA á Akureyri, veltir fyrir sér að bjóða sig fram í kjöri formanns Knattspyrnusambands Íslands á árs- þingi KSÍ í lok febrúar og staðfesti við Morgunblaðið að hann myndi reyna að komast að niðurstöðu um helgina hvort af því verði. „Mér finnst spennandi að starfa í íþróttahreyfingunni, hef verið vak- inn og sofinn innan hennar, og þeg- ar stærsta starfið innan hennar kemur til umræðu þá skoðar maður það,“ sagði Sævar við Morgun- blaðið. Sævar í for- mannsslaginn? Morgunblaðið/ Skapti Hallgrímsson Akureyri Sævar Pétursson gæti far- ið í formannsslag hjá KSÍ. Knattspyrnumaðurinn Árni Vil- hjálmsson hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við franska félagið Rodez en liðið leik- ur í frönsku B-deildinni og er þar í tíunda sæti af tuttugu liðum. Árni hefur komið víða við á ferlinum og leikið með Lillestrøm í Noregi, Jön- köping í Svíþjóð, Nieciecza í Pól- landi og Chornomorets Odessa og Kolos Kovalivka í Úkraínu. Hann varð næstmarkahæstur í úrvals- deildinni á síðasta ári með 11 mörk fyrir Breiðablik og gerði þrjú mörk í Evrópuleikjum liðsins. Árni til Suður- Frakklands Ljósmynd/Kristinn Steinn Traust Frakkland Framherjinn Árni Vil- hjálmsson hefur samið við Rodez. EM 2022 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Svíþjóð og Spánn mætast í úrslita- leik Evrópumóts karla í handbolta á sunnudag eftir sigra í undan- úrslitum í Búdapest í gær. Sömu lið mættust í úrslitum á Evrópumótinu í Króatíu árið 2018 og vann Spánn þá öruggan 29:23-sigur. Spánverjar freista þess að vinna þrjú Evrópumót í röð, en Svíum tókst það einmitt frá 1998 til 2002. Spænska liðið hafði betur gegn heimsmeisturum Danmerkur í fyrri leik undanúrslitanna í gær, 29:25. Danir byrjuðu mun betur og komust í 9:5 snemma leiks en að- eins einu marki munaði í hálfleik, 14:13. Spánverjar voru svo sterk- ari í seinni hálfleik og unnu að lok- um verðskuldaðan sigur. Aleix Gómez fór á kostum fyrir Spánverja og skoraði ellefu mörk og Joan Canellas skoraði sjö. Gon- zalo Pérez de Vargas átti svo afar mikilvægar vörslur fyrir Spán- verja á lokakaflanum. Spánverjar hafa átt einstaklega góðu gengi að fagna á Evrópu- mótum og er þetta sjötta mótið í röð sem spænskt lið fer í undan- úrslit og fimmta mótið í röð sem Spánverjar vinna til verðlauna. Svíar sluppu með skrekkinn Eftir sjö Evrópumót í röð án verðlauna eftir þriðja Evrópu- gullið í röð árið 2002 eru Svíar að ná fyrri styrk á meðal bestu lands- liða Evrópu. Sænska liðið var þó nálægt því að kasta frá sér glæsi- legri stöðu í blálokin gegn Frökk- um en slapp með skrekkinn. Loka- tölur urðu 34:33. Frakkar komust í 7:3 snemma leiks en Svíar, sem unnu endur- komusigur á Norðmönnum til að tryggja sætið í undanúrslitum, gafst ekki upp frekar en fyrri dag- inn. Sænska liðið minnkaði muninn í 7:6 og var svo yfir í hálfleik, 17:14. Frakkar komust næst því að jafna í blálokin, en Andreas Pa- licka, markvörður Svía, var hetjan að lokum. Þegar staðan var 34:32 og tæp mínúta eftir töpuðu Svíar boltanum og Aymeric Minne minnkaði muninn í eitt mark. Svíar voru snöggir að tapa boltanum í næstu sókn og Ludovic Fabregas fékk dauðafæri til að jafna fyrir Frakka á síðustu sekúndunum en Palicka sá við honum og tryggði nauman sænskan sigur. Jim Gottfridsson fór á kostum fyrir Svía og skoraði níu mörk og lagði upp fjölmörg mörk til við- bótar fyrir liðsfélaga sína. Þá varði Palicka vel í markinu og skoraði auk þess þrjú mörk. AFP Glíma Jim Gottfridsson átti magnaðan leik gegn Frökkum í undanúrslitum á EM í handbolta í Búdapest í gær. Svíar mæta Spánverjum í úrslitum. Ná Svíar fram hefndum? - Svíþjóð og Spánn mætast aftur í úrslitum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.