Morgunblaðið - 29.01.2022, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
S
ænski rithöfundurinn Mons
Kallentoft skrifar spenn-
andi sögur og bækurnar um
Malin Fors lögreglufor-
ingja hafa skapað sér fastan sess í
tilverunni. Vítisfnykur, sú tíunda í
röðinni, svíkur ekki og undirtónninn
er slíkur að bókin ætti jafnframt að
gagnast öllum, sem eiga við áfeng-
isvandamál að stríða, því ekki fer á
milli mála að áfengi getur verið böl.
Mikið böl.
Malin Fors er
engin venjuleg
kona og spilar á
allan skalann.
Þegar hún er upp
á sitt besta minn-
ir hún á Jack
Reacher, sem
Lee Child hefur
gert ódauðlegan.
Jack á ekkert,
ferðast létt og skiptir um föt með því
að kaupa sér ný og fleygja hinum
nokkurra daga gömlum, sem þó
aldrei hafa verið þvegin. Ekki beint
til fyrirmyndar en Malin fer sínu
fram, hvað sem tautar og raular, og
þegar hún vaknar úr rotinu skiptir
hún litum og kaupir sér undirföt og
kjól. Ný kona, sem virðist hafa náð
tökum á vandanum.
Titill bókarinnar vísar annars veg-
ar í veröldina í Bangkok í Taílandi,
þar sem sagan gerist, og hins vegar
til ástands helstu söguhetjunnar.
Umhverfinu er lýst sem skuggalegu
og hættulegu, þar sem verstu glæpir
þrífast í skjóli spillingar. Malin Fors
virðist ekki eiga sér viðreisnar von,
er illa lyktandi á barmi hyldýpis og
ekkert lítur út fyrir að vera eftir
nema endanlegt fall án undankomu.
Hún hrasar ekki heldur dettur hvað
eftir annað og í raun er umburð-
arlyndi yfirmanna hennar með ólík-
indum. Augun beinast að lög-
reglukonunni og hve illa sé komið
fyrir henni, en um leið er snyrtilega
bent á að „fína“ fólkið hafi örugglega
oft farið yfir strikið. Áfengið gerir
ekki mannamun.
Þótt Malin Fors sé vægast sagt
fráhrindandi í sögunni er hún fyrst
og fremst rannsóknarlögreglumaður
og þegar hún vill svo við hafa eru
það glæpirnir, sem halda henni
gangandi, að leysa málin. Þótt hún
þurfi að vaða eld og brennistein
stoppar hana ekkert í því að komast
að sannleikanum, hvað sem það
kostar. Jafnvel flaskan togar ekki í,
þegar svo er ástatt.
Vítisfnykur lætur í raun engan
ósnortinn, spennandi krimmi, ógeðs-
legir glæpir í skuggalegu umhverfi
og boðskapur sem allir hafa gott af
að heyra og vera reglulega minntir
á.
Fær Sænska rithöfundinum Mons Kall-
entoft bregst ekki bogalistin og Vítis-
fnykur er tíunda bókin um Malin Fors.
Á eldrauðu
spjaldi í Bangkok
Reyfari
Vítisfnykur bbbbn
Eftir Mons Kallentoft.
Jón Þ. Þór íslenskaði.
Kilja. 422 bls. Ugla 2021.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Sinfóníuhljómsveit Íslands þurfti að fresta eða aflýsa
fyrirhuguðum tónleikum sínum í janúar og febrúar
vegna stöðu heimsfaraldursins, en mun þó koma saman
á ný og halda tvenna hádegistónleika á næstu vikum,
fimmtudagana 3. og 10. febrúar, að því er fram kemur
í tilkynningu.
Á fyrri tónleikunum, 3. febrúar kl. 12.10, verður boð-
ið upp á dagskrá þar sem Siegfried Idyll eftir Wagner
og Sinfónía nr. 29 eftir Mozart verða flutt undir stjórn
Kornilios Michailidis, staðarhljómsveitarstjóra Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. Á seinni hádegistónleikunum,
10. febrúar kl. 12.10, stjórnar Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands, forleiknum að óperunni Brúðkaupi Fígarós
eftir Mozart og Sinfóníu nr. 6 eftir Beethoven sem oft er nefnd Sveita-
sinfónían.
SÍ heldur tvenna hádegistónleika
Eva Ollikainen
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Bresku Brit-tónlistarverðlaunin
verða afhent 8. febrúar og hefur nú
verið greint frá því hver hlýtur
verðlaun fyrir upptökustjórn árs-
ins. Er Inflo, réttu nafni Dean Jos-
iah Cover, og er hann fyrstur þel-
dökkra til að hljóta verðlaunin í
sögu Brit. Hann hefur m.a. unnið
með Adele og R&B-hópnum Sault.
Inflo segir í yfirlýsingu að það sé
honum heiður að vera fyrstur þel-
dökkra upptökustjóra til að hljóta
þessi verðlaun og að vera hluti af
slíkri breytingu.
Í frétt Variety segir að framlag
Inflo til tónlistar í fyrra hafi verið
afar mikið og mikilvægt, hann hafi
stýrt að hluta eða öllu leyti þremur
plötum sem komust á lista Variety
yfir þær bestu ár árinu, þ.e. 30 með
Adele, Sometimes I Might Be Intro-
vert með Little Simz og Nine með
Sault. Plötur Adele og Little Simz
eru báðar tilnefndar sem plötur
ársins á Brit-verðlaununum sem
voru afhent í fyrsta sinn árið 1977.
Inflo Upptökustjóri ársins hjá Brit.
Fyrsti þeldökki upptökustjóri Brit
Hvaða þræðir lágu milli súrrealist-
ans Salvador Dalí og sálgreinisins
Sigmund Freud? Þeirri spurningu
er varpað fram á nýrri sýningu,
Dalí – Freud: An Obsession, eða
Dalí – Freud: Þráhyggja, sem opn-
uð var í gær í Unteres Belvedere í
Vínarborg. Er þar ljósi varpað á
myndmál Dalí og tengsl þess við
sálgreiningu Freud.
Forstöðumaður safnsins, Stella
Rollig, segir sýningarstjórn ganga
út að á segja sögur og að þessu
sinni sé sögð saga tveggja manna
sem hafi mótað hugmyndasögu tutt-
ugustu aldarinnar. Andinn og listin
mætist þarna, þekkingin og ástríð-
an. Dalí hafi verið heltekinn af Sig-
mund Freud og innblásinn af kenn-
ingum hans í listsköpun sinni. Sýn-
ingin sé sú fyrsta sem sýni tenging-
una þarna á milli.
Á sýningunni er m.a. fjallað um
hvernig Dalí kynntist skrifum
Freud og persónulegum kynnum
þeirra. Spurt er að hversu miklu
leyti sálgreining Freud hafði áhrif á
list Dalí. Á sýningunni má sjá mál-
verk, teikningar, hluti ýmiss konar,
ljósmyndir, kvikmyndir, bækur,
tímarit, bréf og önnur skjöl. Eru
þessir gripir sagðir sýna hversu
hrifinn Dalí var af Freud og kenn-
ingum hans.
AFP
Paranoia Verk eftir Dalí kennt við ofsóknaræði. Einn af fjölmiðlamönnum sem mættu á foropnun skoðar verkið.
AFP
Myndataka Gestur á sýningunni tekur mynd af málverki Dalí, „Svanir
speglast sem fílar“, á foropnun sýningarinnar fyrir fjölmiðlafólk.
Dalí, Freud og þráhyggjan