Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 10

Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Vegagerðin efnir fyrir hádegi í dag til kynningarfundar vegna fyrirhug- aðs útboðs á nýjum vegi yfir Öxi á Austurlandi. Verkefnið felur í sér fjármögnun, hönnun nýrrar legu vegarins, framkvæmd verksins, við- hald og umsjón hans til allt að 30 ára. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að forsendur hönnunar eru m.a. fyrirliggjandi forhönnun og hönnun- arforsendur sem byggjast meðal annars á niðurstöðum umhverfis- mats. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinn- ar, hljóðar kostnaðaráætlun verks- ins upp á um sex milljarða króna. Gert sé ráð fyrir þriggja ára fram- kvæmdatíma. Hugmyndin er að veg- gjöld verði innheimt af notendum upp í kostnað en ekki liggur fyrir hver upphæð þeirra yrði. Núverandi vegur um Öxi er hlykkjóttur malarvegur á milli Djúpavogs og Héraðs. Á veginum er ekki vetrarþjónusta og er hann að- eins opinn hluta úr ári. Axarvegur hinn nýi verður 20 km langur, tveggja akreina, klæddur bundnu slitlagi. Hann kemur til með að liggja frá gatnamótum Skriðdals og Breiðdalsvegar að tengingu við Berufjarðarbrú. Vegur mun liggja hæst í um 520 metra hæð yfir sjáv- armáli, eins og núverandi vegur. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti einni brú á leiðinni, yfir Berufjarð- ará, en hugsanlegt er að hönnun leiði í ljós að hagkvæmt sé að hafa brýr í stað ræsa og fyllinga á fleiri stöðum. Heildarefnisþörf jarðefna er áætl- uð rétt tæplega 1,4 milljónir rúm- metra, en gert er ráð fyrir að stærst- ur hluti þess efnis komi úr skering- um í vegstæði. Tölvumynd/Vegagerðin Axarvegur Svona gæti vegurinn litið út í lok framkvæmda eftir um þrjú ár. Veggjöld verða innheimt upp í kostnað. Útboð sex milljarða Axarvegar kynnt - Heilsársvegur kemur í stað malarvegar án vetrarþjónustu BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landeigendur sem mæta þurfa nýj- um kröfum íslenska ríkisins um við- bót við þjóðlendur gera margvís- legar athugasemdir við laga- breytingu sem nú er byggt á og framkvæmd hennar. Meðal annars telja þeir að endurtekin málsmeðferð óbyggðanefndar á svæðum þar sem málsmeðferð hefur verið lokið stríði gegn stjórnskipunarlögum. Búast má við löngum málaferlum, ef málum verður haldið til streitu. Með breytingu á lögum um þjóð- lendur á árinu 2020 var sett inn heimild fyrir óbyggðanefnd að taka til meðferðar svæði sem áður hafa sætt meðferð hennar, ef hún hefur í úrskurði gert athugasemd við kröfu- gerð ríkisins. Var málið umdeilt inn- an hluta stjórnarflokkanna og hluti stjórnarandstöðunnar var andvígur. Eigi að síður taldi meirihluti alls- herjar- og menntamálanefndar að næg rök væru fyrir því að endur- upptaka þessi mál og var frumvarpið samþykkt á Alþingi. Rétt er að geta þess að aðstæður voru sérstakar, stjórnarþingmenn fundu fyrir mikl- um þrýstingi frá samstarfsfólki í rík- isstjórn um að hleypa málinu í gegn. Óbyggðanefnd tók þá þegar til við að virkja þetta ákvæði og ákvað, með hliðsjón af greinargerð með frum- varpinu, að hefja málsmeðferð á sautján svæðum að nýju. Ríkið þurfti ekki að gera nýjar kröfur en ákvað að gera miklu umfangsmeiri kröfur en við fyrri málsmeðferð, að því er virðist án þess að ný gögn lægju þar að baki. Þannig stóð málið þegar níu lög- menn landeigenda sem hlut eiga að máli tóku sig saman um að gera sam- eiginlega kröfu um að öll óbyggða- nefndin og starfsmenn hennar vikju sæti. Rökin voru meðal annars þau að óbyggðanefnd væri að fjalla um mál sem hún hafði áður úrskurðað í og hefði auk þess haft frumkvæði að lagasetningunni. Óbyggðanefnd féllst á þetta og var sérstök óbyggðanefnd skipuð til að fara með málið. Hún ákvað að meta upp á nýtt hvaða mál hún ætti að taka fyrir og er í þeirri vinnu núna. Hugleiðing eða athugasemd? Endurupptökuheimildin grund- vallast á því að óbyggðanefnd hafi gert athugasemdir við kröfur ríkis- ins í allmörgum málum á umliðnum árum, eða frá því Hæstiréttur skip- aði óbyggðanefnd að fjalla einungis um land sem ríkið hefði gert kröfur til. Lögmennirnir vekja athygli á því að nefndinni virðist selt sjálfdæmi um að meta hvað teljist athugasemd í skilningi laganna. Þeir telja að skýra athugasemd við kröfugerð ráðherra sé einungis að finna í úr- skurðum um fimm af þeim sautján svæðum sem nefndin tók til með- ferðar. Umfjöllun nefndarinnar í öðrum úrskurðum sé óljós í besta falli og virðist frekar lúta að afmörk- un efnistaka án þess að í því felist at- hugasemd við kröfugerð ráðherra. Lagaskilyrði skorti því til endur- upptöku mála á meirihluta svæð- anna. Rökin fyrir endurupptöku mál- anna eru að vafi er sagður ríkja um eignarrétt á landi sem ekki hefur verið úrskurðað um. Lögmennirnir vísa til þess að ríkið og landeigendur hafi lýst kröfum sínum við fyrri málsmeðferð og vafi um eignarrétt- arlega stöðu lands sé aðeins á þeim svæðum sem báðir gera tilkall til. Óbyggðanefnd og eftir atvikum dóm- stólar hafi skorið úr. Utan þess mengis geti enginn vafi ríkt um eign- arhald, hvort sem óbyggðanefnd hafi fjallað um það eða ekki. Sú ákvörðun íslenska ríkisins að gera ekki kröfu um að landsvæði verði úrskurðað þjóðlenda er að mati lögmanna land- eigenda í sjálfu sér viðurkenning á því að ekki sé að finna þjóðlendu á því landsvæði. Einn lögmaðurinn segir við Morgunblaðið að í þeim til- vikum sem hvorki ríkið né landeig- endur hafi gert kröfu í ákveðið land- svæði kunni að vera réttlætanlegt að taka það til meðferðar. Það kunni að eiga við í undantekningartilvikum. Stríði gegn stjórnarskrá Lögmennirnir telja að tvöföld eða jafnvel síendurtekin málsmeðferð óbyggðanefndar á svæðum þar sem málsmeðferð hefur verið lokið og kröfugerð íslenska ríkisins aukin verulega frá upphaflegri meðferð stríði gegn reglum stjórnskipunar Íslands um réttláta málsmeðferð, þar á meðal banni við tvöfaldri máls- meðferð og friðhelgi eignarréttarins. Boða þeir að á þetta álitaefni verði látið reyna fyrir dómi, ef nauðsyn krefur. Landeigendur verjast nýjum kröfum - Landeigendur við þjóðlendur telja að endurtekin málsmeðferð stríði gegn stjórnskipunarlögum - Telja að hugleiðingar óbyggðanefndar í fyrri úrskurðum teljist ekki athugasemdir í skilningi laga Hv alá H va lá Krafa ríkisins um þjóðlendumörk Ríkið gerir kröfu um svæði austan og sunnan Drangajökuls Mörk þjóðlendu skv. úrskurði óbyggða- nefndar 2019 Krafa ríkisins um þjóðlendu 2021 Langstærsta svæðið sem nú kemur væntanlega til úrskurðar að nýju er landsvæðið austan og sunnan Drangajökuls, á svæði 10A hjá óbyggðanefnd. Lögmenn landeig- enda telja að í úrskurði sínum hafi óbyggðanefnd ekki gert athuga- semd, í skilningi hinnar umdeildu lagabreytingar. Ríkið gerði síðan kröfur sem voru miklu umfangs- meiri en í fyrri umferð, eins og sjá má á kortinu hér að ofan. Kortið sýnir kröfugerð ríkisins, áður en óbyggðanefnd vék sæti. Þetta svæði er viðkvæmt því það tekur til lands Ófeigsfjarðar og ná- grannajarða og þar með alls upp- takasvæðis vatns til Hvalárvirkjunar sem þar hefur verið til skoðunar og í undirbúningi. Því er jafnvel haldið fram að til þess hafi refirnir verið skornir. Ef landið verði gert að þjóð- lendu sé það á hendi ríkisvaldsins, ekki landeigenda, að ákveða hvort virkjun rísi, jafnvel að svæðið verði gert að þjóðgarði. Slíkt kemur þó vitanlega ekki fram í neinum opin- berum gögnum. HS orka setti undirbúning virkj- unarinnar tímabundið á ís fyrir tveimur árum. Markaðsaðstæður voru tilgreindar sem ástæða þess. Miklir hagsmunir vegna virkjunar - Mun umfangsmeiri kröfur ríkisins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.