Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
Sýning ljósmyndarans Elíasar Arn-
ars, Árstíðir birkisins, hefur verið
opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur. Á sýningunni eru tólf
innrammaðar ljósmyndir teknar af
íslensku birki á ólíkum árstíðum.
Sýningin er í tilkynningu sögð eins-
konar „samþætting á landfræði-
legum og heimspekilegum nálg-
unum á trjátegund sem hefur spilað
stórt hlutverk í menningu, sögu og
umhverfi á Íslandi“.
Elías Arnar er sjálfstætt starf-
andi ljósmyndari, landvörður og
landfræðinemi við Háskóla Íslands.
Verk hans eru sögð sækja inn-
blástur í landfræðileg fyrirbæri
sem varpa ljósi á samspil manns og
náttúru.
Birki Hluti einnar myndar Elíasar Arnars
á sýningunni í Skoti Ljósmyndasafnsins.
Sýna myndir Elías-
ar Arnars af birki
Söngvaskáldið
Svavar Knútur
kemur í dag,
föstudag, fram á
Síðdegistónum í
Hafnarborg
ásamt hljómsveit
og hefjast leikar
kl. 16.
Hljómsveitina
skipa Ingibjörg
Elsa Turchi á bassa, Svanhildur
Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og
Andrés Þór á gítara. Í tilkynningu
frá Hafnarborg segir að boðið verði
upp á sannkallaða söngvaskálda-
veislu en hljómsveitin mun leika
mörg af helstu lögum Svavars sem
hafa notið vinsælda. Aðgangur er
ókeypis og grímuskylda.
Síðdegistónar
Svavars Knúts
Svavar Knútur
Eftir eins árs töf vegna heimsfarald-
urs kórónuveirunnar verður næsti
myndlistartvíæringur í Feneyjum,
sá 59., opnaður almenningi 23. apríl
næstkomandi. Feneyjatvíæring-
urinn er viðamesta og fjölbreytileg-
asta sýning sem sett er upp á sam-
tímamyndlist í heiminum með
reglulegum hætti. Hún stendur í
meira en hálft ár og flykkjast mynd-
listarunnendur alls staðar að til að
skoða.
Tvíæringurinn skiptist í tvo
meginþætti. Annars vegar aðalsýn-
inguna, sem hverju sinni lýtur stjórn
sýningarstjóra sem leggur línur og
velur listamenn, og er sú sýning á
tveimur stöðum, í Arsenale, fyrrver-
andi skipasmíðastöð og vopna-
geymslum Feneyinga, og í ítalska
skálanum í sýningagarðinum Giard-
ini. Hins vegar eru svokallaðir þjóð-
arskálar sem nú verða um 80 talsins.
Í þeim eru settar upp sýningar á
verkum myndlistarmanna sem eru
fulltrúar landa sinna; flestir þjóðar-
skálarnir eru í Giardini-garðinum og
við Arsenale en einnig er fjölda
þeirra að finna í leiguhúsnæði út um
borgina. Á mörgum undanförnum
tvíæringum hefur íslenski skálinn
verið settur upp á ólíkum stöðum í
borginni en að þessu sinni verður
verk Sigurðar Guðjónssonar, full-
trúa Íslands, í sýningarskála við
Arsenale, sem tryggir sýningunni
mikla aðsókn. Fimm þjóðir munu nú
taka þátt í tvíæringnum í fyrsta
skipti: Namibía, Nepal, Úganda,
Óman og Kamerún.
180 í fyrsta sinn í Feneyjum
Ítalski sýningarstjórinn Cecilia
Alemani sem starfað hefur um árabil
í New York stýrir aðalsýningu
tvíæringsins að þessu sinni.
Áherslur hennar við valið á sýn-
inguna voru kynntar í vikunni og
bera þess merki að valið átti sér stað
í miðjum heimsfaraldri. Í samtali við
hana í The New York Times kemur
fram að vegna faraldursins hafi hún
í stað þess að þeytast milli landa að
hitta listamenn þurft að heimsækja
vinnustofur um 400 listamanna á
netfundum. Og hún segir það hafa
verið áberandi að listamenn sem hún
hafi rætt við séu að reyna að takast á
við stór og krefjandi vandamál á
þessum óvissutímum, eins og spurn-
ingar um tilgang lífsins, ójafnrétti og
ástand jarðar.
Konur og listafólk sem skilgreinir
sig kynsegin eru í miklum meiri-
hluta þeirra 213 sem eiga verk á sýn-
ingunni sem Alemani setur saman. Í
tilkynningu segir hún það endur-
spegla markvissa endurskoðun á
þeirri sýn að karlmenn séu fyrir
miðju í listasögunni og samtíma-
menningu. Þá einkennir það val
Alemani að mikill meirihluti sýn-
enda hefur ekki verið áberandi á
þekktustu myndlistarhátíðum eða
kunnustu listasöfnum; meira en 180
listamannanna hafa ekki átt verk áð-
ur á Feneyjatvíæringnum. Gestir á
tvíæringnum munu því kynnast
verkum fjölmargra listamnanna í
fyrsta sinn.
Alemani skiptir sýningu sinni upp
í þrjá meginhluta. Einn hverfist um
það hvernig líkamar geta tekið
breytingum, annar um samband ein-
staklinga og tækni og sá þriðji um
samband manna og jarðar. Inn í
þessa þrjá meginhluta fellir sýning-
arstjórinn síðan fimm minni, sögu-
legar sýningar sem hún kallar
„tímahylki“ en í þeim verða verk eft-
ir um 90 listamenn sem er ætlað að
sýna áhrif á hugmyndir samtíma-
listamannanna. Í „tímahylkjum“ má
einkum sjá verk eftir konur, þar á
meðal eftir Leonor Fini, Dorotheu
Tanning og Hannah Höch.
Konur og kynsegin sýnendur
verða áberandi í Feneyjum
- Ástand heimsins og áhyggjur sýnenda munu setja svip á Feneyjatvíæringinn
Morgunblaðið/Einar Falur
Í Arsenale Frá fjölbreytilegri aðal-
sýningu síðasta Feneyjatvíærings.
Sigurður Guðjónsson myndlistar-
maður verður fulltrúi Íslands á
Feneyjatvíæringnum að þessu
sinni. Íslenski skálinn verður við
hjarta sýningarsvæðisins, við
Arsenale-sýningarhöllina, og setur
Sigurður þar upp viðamikinn
myndbandsskúlptúr sem hann
kallar Perpetual MOTION. Í til-
kynningu frá Kynningarmiðstöð ís-
lenskrar myndlistar segir að verk-
ið snúist um ljóðræna könnun á
efniskennd við mörk skynjunar.
Áhrifamiklar innsetningar Sig-
urðar, sem byggjast iðulega á
myndvörpun og hljóði, hafa vakið
mikla athygli og hlaut hann Ís-
lensku myndlistarverðlaunin árið
2018. Bók og verk um feril Sig-
urðar kemur út við opnun íslenska
skálans í apríl, í
samstarfi
Listasafns
Reykjavíkur og
Distanz Publ-
ishing.
Sýningar-
stjóri íslenska
skálans er Mó-
nica Bello og
hefur hún unn-
ið náið með Sigurði að þróun verk-
efnisins. Bello hefur frá árinu 2015
gegnt stöðu sýningarstjóra og list-
ræns stjórnanda hjá CERN, evr-
ópsku kjarnorkurannsóknarstofn-
uninni í Genf. Í störfum sínum sem
sýningarstjóri hefur Mónica Bello
beint sjónum sínum að tækni- og
vísindamenningu nútímans.
Margbrotin ljóðræn könnun
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON SÝNIR Í ÍSLENSKA SKÁLANUM
Sigurður Guðjónsson/BERG Contemporary
Vörpun Stilla úr Feneyjaverki Sigurðar Guðjónssonar, Perpetual Motion.
Sigurður Guðjónsson