Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 12

Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 15 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Hrósaðu fólki 4. febrúar 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.47 Sterlingspund 171.71 Kanadadalur 99.93 Dönsk króna 19.252 Norsk króna 14.431 Sænsk króna 13.789 Svissn. franki 137.71 Japanskt jen 1.1069 SDR 177.2 Evra 143.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.4129 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group tapaði fimm millj- örðum á síðasta fjórðungi ársins 2021. Á þeim tíma flutti fyrirtækið 545 þúsund farþega, samanborið við 52 þúsund farþega á fjórða ársfjórð- ungi 2020. Tapið á fjórðungnum kom til við- bótar uppsöfnuðu tapi upp á átta milljarða á fyrstu þremur fjórðung- um ársins og því nam heildartap árs- ins 13 milljörðum króna. Tekjur félagsins á síðasta fjórð- ungi ársins námu 24,5 milljörðum króna og reyndust þrefalt hærri en á fjórða ársfjórðungi 2020. Heildar- tekjur ársins 2021 námu tæpum 75 milljörðum króna og jukust um 35% milli ára. Eigið fé Icelandair nam 28,2 millj- örðum í lok síðasta árs og hafði rýrn- að um 1,3 milljarða milli ára. Eig- infjárhlutfallið stóð í 19% á sama tíma. Lausafjárstaða félagsins var sterk um áramót og var 56,9 millj- arðar króna. Bogi Nils Bogason fylgir ársupp- gjörinu úr hlaði með þeim orðum að ár uppbyggingar sé að baki. „Eftir að hafa einbeitt okkur að því í gegnum faraldurinn að verja mikilvæga innviði og þekkingu, sem og viðhalda sterkri fjárhagsstöðu, vorum við í góðri stöðu til að bregð- ast hratt við vaxandi eftirspurn. Með því að nýta sveigjanleika félagsins náðum við að laga okkur að stöðunni á hverjum tíma og auka flugið úr einungis 10 brottförum á viku til fjögurra áfangastaða snemma árs í 200 brottfarir á viku til 34 áfanga- staða yfir hásumartímann.“ Bendir hann á að félagið hafi tekið að fjölga starfsfólki verulega á árinu, eftir harkalegan niðurskurð á árinu 2020. Þannig hafi um 1.000 nýir starfsmenn bæst í hóp þeirra sem eftir stóðu. Á nýliðnu ári lauk fyrirtækið einn- ig við söluna á Icelandair Hotels og Iceland Travel. Fraktin stærri en fyrir faraldur Athygli vekur að fraktstarfsemi Icelandair er orðin umfangsmeiri en fyrir heimsfaraldur kórónuveirunn- ar. Þá jukust tekjur félagsins af leigustarfsemi á milli ára og reynd- ust 60% af því sem var fyrir far- aldur. Stefna á jafnvægi í rekstrinum Bogi Nils segir fyrirtækið stefna á að skila jákvæðri afkomu á yfir- standandi ári og að EBIT-hlutfall verði 3-5%. „Ýmsir þættir geta þó haft áhrif á rekstur og afkomu ársins, eins og möguleg áframhaldandi áhrif farald- ursins á eftirspurn og sveiflur í elds- neytisverði.“ Tapaði 5 milljörðum á síðasta fjórðungi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Pólflug Meðal leiguverkefna félagsins á nýliðnu ári voru 13 flugferðir til Suðurskautslandsins með vísindamenn og ferðafólk. - Forstjóri Icelandair segir ár uppbyggingar að baki Baldur Arnarson baldura@mbl.is Atvinnurekanda voru á dögunum boðnar tíu milljónir króna ofan á kaupverð atvinnulóðar við Vellina í Hafnarfirði og bauðst kaupandi jafn- framt til að greiða allan kostnað eig- anda af lóðarkaupunum. Atvinnurekandinn vildi ekki láta nafns síns getið en fyrirtæki hans gerði Hafnarfjarðarbæ tilboð í um- rædda lóð árið 2019. Það fékk svo lóðina úthlutaða í fyrra. Það var svo í fyrrahaust sem áhugasamur kaupandi fór að falast eftir lóðinni og bjóða verð sem var tugum prósenta yfir söluverðinu. Tilboðið var svo ítrekað en atvinnu- rekandinn kaus að halda lóðinni. Hlýtur að birtast í verðinu „Þetta bendir til lóðaskorts og er vísbending um hækkandi verð á at- vinnuhúsnæði. Ef það skortir lóðir hlýtur það að segja til sín í verðinu,“ sagði atvinnurekandinn um markað- inn fyrir atvinnuhúsnæði. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafn- arfjarðar, segir mörg ár síðan út- hlutun atvinnulóða hófst í Hellna- hrauni suðvestur af Vallahverfinu. Eitthvað gerðist í fyrra „Lóðir í þessu iðnaðarhverfi hafa verið tilbúnar með götum og öðrum innviðum síðan fyrir hrun en lítið gerst í mörg ár. Það gerðist síðan eitthvað þegar við úthlutuðum 47 lóðum í fyrra, eða álíka mörgum og árin fjögur þar á undan. Við finnum að það er gríðarleg eftirspurn. Meðal annars sækja fyrirtæki á Höfðanum og í Vogunum í Reykjavík mikið í Hellnahraun,“ segir Ólafur Ingi. Morgunblaðið/Eggert Hellnahraun Atvinnulóðirnar eru suðvestur af Vallahverfinu. Bauð 10 milljónir ofan á kaupverð - Atvinnurekandi í Hafnarfirði fékk tilboð í atvinnulóð Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Landsbankinn hagnaðist um tæpa 30 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 10,5 milljarða króna árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir bankans jukust um 165,6 milljarða króna á milli ára, eða 11%, og námu í árslok 2021 alls 1.730 milljörðum króna. Árið á und- an voru eignirnar 1.564 milljarðar króna. Eigið fé Landsbankans er nú 283 milljarðar króna og jókst það um 9,5% milli ára. Það var 258 millj- arðar í árslok 2020. Eiginfjárhlut- fall bankans er 26,6% Arðsemi eiginfjár 10,8% Eins og fram kemur í tilkynn- ingu bankans var arðsemi eiginfjár á síðasta ári 10,8% eftir skatta en markmið bankans er að arðsemi eiginfjár verði að lágmarki 10%. Rekstrartekjur bankans á árinu 2021 námu 62,3 milljörðum króna en voru 38,3 milljarðar króna árið áður. Hreinar vaxtatekjur voru 39 milljarðar samanborið við 38,1 milljarð króna ári fyrr. Hreinar þjónustutekjur voru 9,5 milljarðar samanborið við 7,6 milljarða króna á árinu 2020. Aðrar rekstrartekjur voru 13,9 milljarðar króna saman- borið við neikvæðar rekstrartekjur upp á 7,5 milljarða króna á árinu 2020. Umskipti í virðisbreytingu Umskipti urðu í virðisbreytingum útlána milli ára samkvæmt tilkynn- ingu bankans og voru þær jákvæð- ar um sjö milljarða króna á árinu 2021 en höfðu verið neikvæðar upp á 12 milljarða króna árið 2020. Í fréttatilkynningunni segir einn- ig að bankaráð muni leggja til við aðalfund að greiddur verði 14,4 milljarða króna arður til hluthafa vegna ársins 2021. Hagnaður LB nær þrefaldast - Greiðir 14,4 milljarða í arð Morgunblaðið/Kristinn Rekstur Hreinar vaxtatekjur Landsbankans voru 39 milljarðar króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.